Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 ✝ Hjalti RagnarÁsmundsson fæddist 26. apríl 1939 í Hólakoti í Hrunamanna- hreppi. Hann lést 3. maí 2019. Hann var sonur hjónanna Ás- mundar Brynjólfs- sonar og Pálínu Margrétar Guð- jónsdóttur. Systk- ini hans eru: Unnur, f. 31. maí 1933 ,hún er gift Einari Valdimarssyni, Guðjón, f. 4. október 1934, hann er kvænt- ur Ínu Sigurborgu Stefáns- dóttur, Halldóra, f. 25. októ- ber 1940, hún er gift Einari Jónssyni, og Elín- borg, f. 7. júlí 1944, hún var gift Hjálmtý Ragnari Júlíussyni, hann er látinn. Eftirlifandi eiginkona Hjalta er Jónína Gísla- dóttir, f. 13. des- ember 1950, þau gengu í hjóna- band 1. desember 1978. Foreldrar hennar voru Gísli Jóhannsson og Gyða Antoníusardóttir. Börn þeirra eru: Gísli, f. 13. október 1972, unnusta hans er Anne Me- rethe Vennesland, börn hans eru: Jóhann Hjalti og Emilía Ósk Sælid. Ásmundur Páll, f. 27. desember 1975, eiginkona hans er Guðrún Egilsdóttir, börn þeirra eru: Rúnar Már, unnusta hans er Dagbjört Nótt, og dóttir þeirra er Guð- rún Hulda, Gabríel Ágúst og Sunna Dalrós, unnusti hennar er Arnar Breiðfjörð, þau eiga einn dreng. Hlynur, f. 17. júní 1979, unnusta hans er Anna Kristín Valdimars- dóttir, dætur þeirra eru: Sara María og Elísabet Helga. Hann og Jónína voru með búskapinn í Hólakoti 1971- 1978 þá fluttu þau á Seljaveg 9 á Selfossi. Hjalti var til sjós í Vestmannaeyjum, Ólafsvík og Þorlákshöfn. Hann vann sem verkamaður, lengst af í Höfn, hjá Sláturfélaginu og Grísabæ. Áttu þau hjónin land og hús í Hólakoti. Útför hans fór fram frá Selfosskirkju 10. maí 2019. „Hann Hjalti getur áreiðan- lega gert við þetta.“ Þessi setn- ing hljómaði ansi oft þegar ég var að alast upp í Hólakoti. Ann- ars vegar vegna þess að það var ótal margt sem bilaði eða brotn- aði og að öðrum þræði vegna þess að þetta reyndist oftar en ekki rétt. Hjalti gat í langflest- um tilfellum gert við þessa hluti. Hvort heldur það var að bindi- vélin bilaði, það hafði sprungið dekk á traktornum eða vatns- hrúturinn dældi ekki heim vatni. Hann hafði einstakt lag á hlut- unum og mikla þolinmæði við að gera við þá. Hann var sjálflærð- ur í þessum fræðum og hlutirnir léku í höndunum á honum. Hjalti frændi var bróðir mömmu, hann var miðbróðirinn í fimm systkina hópi, hún ári yngri en hann. Hann hafði á undan henni verið bóndi í Hóla- koti og var þar öllum hnútum kunnugur. Mamma og Hjalti voru einstaklega góðir vinir og mikill samhljómur á milli þeirra. Hann var alltaf fús að koma í sveitina og hjálpa til við hvað sem var. Gjarnan með strákana sína þrjá sem honum fannst afar gaman að hafa í kringum sig. Hjalti var mikið náttúrubarn. Honum fannst gaman að rækta garðinn sinn á Seljaveginum og síðar í kringum sumarbústaðinn sinn í Hólakoti. Setti niður kart- öflur, ræktaði rófur, gulrætur og annað grænmeti, að ógleymdum jarðarberjunum sem uxu vel í garðinum hans Hjalta. Það var alltaf gaman að koma til Hjalta og Jónínu og smakka jarðarberin þegar líða fór á sumarið. Fleiri kíló af gómsætum jarðarberjum. Ef ég myndi loka augunum gæti ég vel séð hann frænda minn fyrir mér á þessum árs- tíma gangandi um eyrarnar í Hólakoti. Hann búinn að finna nokkur hreiður og slatti af börn- um á eftir honum í náttúru- skoðun. Hér áður fyrr strák- arnir hans og við frænd- systkinin, í seinni tíð barnabörnin. Hann hafði alltaf tíma fyrir alla. Að kenna krökk- unum að „fleyta kerlingar“ á pollunum, veiða hornsíli og skoða eggin. Alltaf var gengið um með fullri virðingu fyrir náttúrunni og skilið við allt eins og komið var að því. Takk, Hjalti frændi, fyrir samfylgdina í lífinu. Ég sendi Jónínu, Gísla, Ása, Hlyni og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ása Margrét Einarsdóttir. Hjalti Ragnar Ásmundsson ✝ Súsanna Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí 1962. Hún lést á gjörgæslu Land- spítalans við Hring- braut 20. apríl 2019. Foreldrar henn- ar, sem báðir lifa hana, eru hjónin María Helena Ólafs- dóttir frá Melum á Skarðsströnd í Dalasýslu, og Jón Þórðarson úr Reykjavík, sem í móðurætt á rætur að rekja að Holtsmúla í Holtum í Rangár- vallasýslu. Súsanna var elst fjögurra barna þeirra, en eftirlifandi bræður hennar eru Ólafur, Gunnar og Jón Elínmundur. Eftirlifandi lífsförunautur Súsönnu er Haraldur Einarsson húsasmiður af Seltjarnarnesi, sem alinn var upp þar og í Kópa- vogi. Hann er sonur hjónanna Nönnu Haraldsdóttur, sem er látin, og Einars Sigurðssonar. Súsanna og Har- aldur stofnuðu heimili vestur á Sel- tjarnarnesi, en fluttust 1996 austur að Gunnarsholti á Rangárvöllum, fyrst að Akurhóli en árið eftir í Heklugerði og áttu þar heima síðan. Börn þeirra eru fjögur. Elstur er Þorvarður Helgi, húsasmíða- meistari, fæddur 1983. Sambýlis- kona hans er Agnieszka Olejarz og dóttir þeirra er Gabríella Guðlaug. Næstelst er Ásta Sæ- rós, fædd 1984, viðskiptafræð- ingur. Sonur hennar er Kristófer Freyr. Næstyngstur er Halldór Haukur, fæddur 1988, flutn- ingabílstjóri. Sambýliskona hans er Ásrún Dís Jóhannsdóttir. Yngstur er Hákon Hjörtur, fæddur 1989, verkamaður. Útför Súsönnu fór fram frá Garðakirkju á Álftanesi 10. maí 2019. Það var á laugardaginn fyrir páska að Halli bróðir hringdi og sagðist hafa misst hana Sú- sönnu sína. Sársaukinn í rödd- inni var svo augljós og skal engan undra því samrýndara par þekktist varla og með brotthvarfi hennar skapaðist stórt skarð og mun hennar verða sárt saknað af öllum þeim sem til hennar þekktu. Ég þekkti Súsönnu mestan part ævinnar og minnist henn- ar aldrei öðru vísi en brosandi og hlæjandi. Hún hafði beittan húmor og gat látið mann roðna án mikillar áreynslu. Hún var trygg og góð sínum og hjá henni var ávallt hægt að leita skjóls. Af henni skein lífsgleðin og ferðalög um heiminn með Halla sínum var hennar líf og yndi. Þau fóru vítt og breitt og t.d. heimsóttu þau okkur Berglindi hingað til Noregs fyrir tæpum tveimur árum. Það þótti okkur afar vænt um og það var svo gaman að sýna þeim um svæðið þar sem við höfum sest að og búið okkur heimili. Það var í síðasta sinn sem ég hitti mágkonu mína. Sússa og Halli eignuðust fjögur yndisleg börn sem gam- an var að fylgjast með vaxa úr grasi. Helgi, Ásta, Hákon og Haukur. En þar er ekki ríki- dæmið upp talið því þegar eru barnabörnin orðin tvö, þau Kristófer og Gabríella. Glæsi- legur hópur og það get ég vott- að að þau hafa erft glettnina og húmorinn frá móður sinni og ömmu, henni Súsönnu. Súsönnu var margt til lista lagt og hægt að segja að allt hafi leikið í höndunum á henni. Einn af hennar mörgu hæfi- leikum og þeim bragðbestu voru töfrabrögðin sem framin voru í eldhúsinu. Hnallþórur og rjómabollur, brauðtertur og kransakökur, bakstur af bestu gerð er eitthvað sem varla þarf að nefna við neinn þann sem einhvern tímann var boðinn í heimsókn til Halla og Sússu eða í veislu á þeirra vegum. Reyndar voru allar heimsóknir til þeirra veislur og maður svo hjartanlega velkominn í alla staði, hvort sem það var í eld- húsið eða hesthúsið. Kæra Súsanna, ástarþakkir fyrir allt hið liðna. Ég veit að þér verður vel tekið í sumar- landinu góða. Elsku Halli bróðir og fjöl- skylda, mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Megi guð og allir engl- arnir gefa ykkur styrk. Kristján Einarsson og fjölskylda. Súsanna Jónsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, ömmu og systur, BJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR myndlistarkonu, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. apríl. Guðný Ragnarsdóttir Ragnar Árni Ólafsson Davíð Þorsteinsson Halldóra Þorsteinsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR R. H. SIGFÚSDÓTTIR HALLDÓRS, lést miðvikudaginn 8. maí á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Jóhannes St. Brandsson Sigfús Jóhannesson Theresa A. O'Brien Guðrún Jóhannesdóttir Þ. Daði Halldórsson Stefán H. Jóhannesson Árný Lúthersdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, KRISTJÁNS ÁRNASONAR frá Bræðraminni, Bíldudal, Bláskógum 11, Hveragerði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Ási og Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir góða umönnun. Aðstandendur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU S. GUNNARSDÓTTUR, Baugholti 3, Keflavík, sem lést föstudaginn 22. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlévangs og starfsfólki á Selinu, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gunnar Ólafur Schram Ellisif Tinna Víðisdóttir Stefanía Helga Schram Birgir Guðnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir okkar og frændi, SIGURÐUR ÓLAFSSON, Aðalgötu 20, Stykkishólmi, lést föstudaginn 3. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólöf Ólafsdóttir Okkar ástkæra, PETREA GUÐMUNDSDÓTTIR, Peta á Sigurðsstöðum, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða þriðjudaginn 7. maí. Jarðarförin auglýst síðar. K. Guðmundur Skarphéðinsson, Ósk Axelsdóttir Alda B. Skarphéðinsdóttir Guðlaugur Sigurðsson Sigrún B. Skarphéðinsdóttir Ingi Þór Yngvason Hugrún P. Skarphéðinsdóttir Hörður Björgvinsson Skarphéðinn E. Skarphéðinsson, Áslaug I. Kristjánsdóttir Hulda B. Skarphéðinsdóttir Þorsteinn Finnbogason barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær móðir okkar, SIGRÍÐUR KONRÁÐSDÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja á Stórhóli í Víðidal, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga, föstudaginn 3. maí. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Birna Torfadóttir Konráð Ingi Torfason Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, REIMAR CHARLESSON framkvæmdastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði, föstudaginn 10. maí. Björg Hjálmarsdóttir Heiða Reimarsdóttir Magnús Karlsson Kristín Helga Reimarsdóttir Linda Reimarsdóttir Sigurlína Halldórsdóttir Sigrún Bergsdóttir Tony Arcone Óskar Bergsson Jóhanna Björnsdóttir Lára Gyða Bergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTINN JÓN SÖLVASON, lést laugardaginn 4. maí á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 17. maí klukkan 13. Björg Kristinsdóttir Baldur Guðgeirsson Abigail, Mikael Geir og Adam Geir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.