Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is U mhverfismál og lofts- lagsmál sérstaklega eru á allra vörum um þessar mundir. Breska þingið steig það óvenjulega skref á dögunum að lýsa yfir neyðarástandi á þessu sviði og írska þingið fylgdi í kjölfarið. Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, umhverf- is- og auðlindaráðherra, útilokar ekki að Íslendingar geri þetta einnig. En hvað felst í slíkri yfirlýsingu? Leggur hún nýjar skyldur á herðar stjórn- valda eða almennings? Hugmyndin að því að lýsa yfir neyðarástandi í umhverfis- og lofts- lagsmálum kom fyrst fram í mótmæla- aðgerðum grasrótarsamtakanna Ext- inction Rebellion í London og víðar fyrir nokkrum vikum. Málið var tekið upp í þinginu af Jeremy Corbyn, leið- toga Verkamannaflokksins, sem fékk yfirlýsingu um neyðarástand sam- þykkta án atkvæðagreiðslu. Ályktunin bindur þó á engan hátt hendur stjórn- valda og leiðir ekki sjálfkrafa til stefnubreytingar eða nýrra aðgerða. Umhverfisráðherra Breta, Michael Gove, kvaðst sammála um að um neyð- arástand væri að ræða en tók þó ekki undir með Corbyn að ástæða væri til sérstakrar yfirlýsingar vegna þess. Ekki er samstaða um það hvaða athafnir eigi að fylgja yfirlýsingu um neyðarástand í umhverfis- og lofts- lagsmálum. Fjöldi sveitarstjórna í Bretlandi hefur samþykkt sams konar yfirlýsingu og þingið og vilja margar þeirra að landið verði kolefnishlutlaust árið 2030. Það myndi kalla á mjög rót- tækar aðgerðir sem hefðu áhrif um allt atvinnulífið og þjóðlífið. Opinber stefna breskra stjórnvalda er að minnka los- un gróðurhúsalofttegunda um 80% (frá því sem var árið 1990) árið 2050. Skotar hafa markað sjálfstæða stefnu um að ná sama markmiði árið 2045. Erum að sjá neyðaratburði Þegar mbl.is spurði umhverfis- og auðlindaráðherra að því í vikunni sem leið hvort hann teldi að íslensk stjórn- völd ættu að lýsa yfir neyðarástandi sagði hann fyrstu spurninguna verða að vera hvort neyð ríkti. „Ég myndi svara því þannig að við hefðum séð og værum að horfa upp á neyðaratburði sem rekja mætti til loftslagsbreytinga, hvort sem það væru þurrkar, flóð, hækkun yfirborðs sjávar eða útrýming tegunda. Það er því hægt að svara þessu játandi,“ sagði hann. „Því næst spyr maður sig hvað maður geri þegar um neyðarástand er að ræða og það að grípa til aðgerða er aðalmálið í mínum huga,“ bætti hann við. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040. „Við erum með aðgerða- áætlun í gangi sem við settum af stað í fyrrahaust og við erum að vinna eftir. Við erum auk þess að endurskoða hana og vonumst til þess að koma með frekari aðgerðir í haust,“ sagði ráð- herrann og kvaðst fagna umræðunni og ekki vilja útiloka neitt. Ekki bara stjórnvöld Í viðtalinu segist Guðmundur Ingi Guðbrandsson fagna öllum þrýst- ingi á stjórnvöld, en bendir á að lofts- lagsmálin snúist þó um svo miklu meira en stjórnvöld. „Þetta snýst um að allt þjóðfélagið og samfélagið sé á þeim stað að samsama sig því að þarna er alveg risavaxið viðfangsefni.“ Eigi að takast að koma í veg fyrir að þeir neyðaratburðir sem rekja megi til lofts- lagsbreytinga verði al- gengari í framtíðinni verði jarðarbúar að tak- ast á við það verkefni. Neyðarástandi lýst, en hvað gerist næst? 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tvö lið hafavakið sér-staka athygli í keppni félagsliða í Evrópu í vetur. Þessi lið hafa ekki átt sérstakri vel- gengni að fagna undanfarin ár. Þau eru ekki skipuð dýrustu og þekktustu stjörnum knattspyrn- unnar. Þau eru ekki fastagestir í undanúrslitum og úrslitum stór- móta. Þau hafa vakið athygli vegna þess að enginn átti von á að þau myndu ná jafn langt og raun bar vitni og voru grátlega nærri því að leika til úrslita, hvort í sinni keppni. Á miðvikudag datt Ajax frá Amsterdam út með sæmd í und- anúrslitum meistaradeildar Evr- ópu á móti Tottenham Hotspurs frá London. Liðin skoruðu jafn- mörg mörk í tveimur leikjum, en enska liðið komst áfram vegna þess að það skoraði fleiri mörk á útivelli. Tæpara gat það ekki staðið. Gengi Ajax í keppninni var hálfgert Öskubuskuævintýri. Liðið þurfti að heyja þrjú einvígi til þess eins að öðlast sæti í riðli meistaradeildarinnar. Í riðlinum átti Ajax í fullu tré við Bayern München og sló síðan út stórliðin Real Madrid og Juventus með hinn óviðjafnanlega Cristiano Ronaldo innan borðs áður en sókn þeirra eftir þeim stóra strandaði á Tottenham. Þýska liðið Eintracht Frank- furt vakti líka hrifningu með vasklegri framgöngu í Evrópu- deildinni, sem kalla má litla bróð- ur Meistaradeildarinnar. Stóru liðin í þýsku deildinni, Bayern München og Borussia Dortmund, duttu snemma út úr meistara- deildinni, en undirmálslið Frank- furt lét ekki deigan síga og bar sigurorð af Benfica, Shakhtar Donetsk og Inter Mílanó. Í und- anúrslitum dróst Frankfurt gegn Chelsea. Báðir leikir liðanna fóru 1:1, en Frankfurt beið lægri hlut í vítaspyrnukeppni. Löngu eftir að áhangendur Chelsea voru farnir heim stóðu stuðningsmenn Frankfurt enn í stúkunni á Stam- ford Bridge og hylltu sína menn svo minnti á stuðninginn við íslenska lands- liðið í gegnum súrt og sætt. Þýska blaðið Die Zeit skrifaði að Frankfurt hefði „endurvakið trúna á óútreiknan- leika fótboltans“ eftir að liðið féll úr keppni á fimmtudag og það eru orð að sönnu. Sú var tíðin að íslensk félagslið drógust á móti stórliðum á borð við Benfica, Liverpool, Real Madrid, Barcelona og Juventus í Evrópukeppni, en hún er löngu liðin. Nú þurfa „litlu“ liðin að berjast um að fá að spila við þau „stóru“. Í forustu stórliðanna eru hug- myndir um að þrengja þetta enn meir. Þeir sem lengst ganga vilja stofna sérstaka Evrópudeild. Þá myndu stjörnuliðin hætta að keppa í landsdeildum. Þessar hugmyndir hafa mætt mikilli andspyrnu knattspyrnu- sambanda hvort sem það er á Englandi, Spáni eða í Þýska- landi. Á Spáni var reiknað út að hyrfu Barcelona og Real Madrid myndu tekjur spænsku deildar- innar dragast saman um tæpan helming. Dagblaðið New York Times komst yfir áætlanir þar sem gert var ráð fyrir 32 liða deild þar sem 28 ríkustu liðin ættu fast sæti og aðeins fjögur sæti væru á boðstólum til við- bótar fyrir lið úr 55 lands- samböndum. Lykilatriði að bægja smáliðunum frá. Hugmyndir á borð við þessar gætu hins vegar reynst afdrifa- ríkar. Aðdráttarafl knattspyrn- unnar byggist ekki síst á hinu óvæntanlega og óútreiknanlega, að stórlið geti ekki alltaf bókað sigur gegn smáliðunum. Stórliðin eiga alltaf sína stuðningsmenn, en allir hinir halda með „litla“ liðinu. Velviljinn í garð íslenska landsliðsins undanfarin misseri er til marks um það. Ef gengið er of langt í að taka þennan óvissu- þátt út úr íþróttinni er hætt við að lykilþáttur í aðdráttarafli hennar glatist. Fátt er jafn heillandi við fótboltann og þegar lítilmagninn storkar stórveldunum} Þegar lítil lið ná flugi Borið hefur á þvíað átt hafi verið við létt bifhjól til þess að auka kraft þeirra. Það getur verið hættulegur leikur og leiðir auk þess til að notendur þeirra njóta ekki trygginga. Aka má rafmagnsvespum, sem hraðast eiga að ná 25 km hraða á klukkustund, frá 13 ára aldri og er ekki gerð krafa um bifhjóla- próf. Slík farartæki eru hvorki skráningar- né tryggingarskyld frekar en reiðhjól, þótt til standi að breyta því. Ef búnaður, sem takmarkar hámarkshraðann, er hins vegar fjarlægður færist farartækið upp um flokk og er ekki lengur tryggt. Akst- ur slíkra tækja er takmarkaður við 15 ára lágmarksaldur og krefst bifhjóla- prófs. Það getur því verið afdrifaríkt komi til árekstrar. Þess utan er býður það hættunni heim nái far- artæki hraða, sem óreyndur öku- maður ræður ekki við. Vinsældir rafvespa fara vaxandi og það get- ur verið freistandi að fjarlægja búnaðinn, sem takmarkar hrað- ann, auk þess sem það mun ekki vera erfitt. Það er hins vegar varasamt og þurfa foreldrar og forráðamenn barna á slíkum hjól- um að hafa sérstaka aðgát. Auðvelt er að breyta rafvespum en það getur verið afdrifaríkt} Hættulegur leikur Í fréttum Ríkisútvarpsins sl. fimmtudags- kvöld var rætt við Carl Baudenbacer fyrrverandi forseta EFTA dómstólsins sem nú starfar sem sjálfstæður ráð- gjafi. Utanríkisráðuneytið hafði greitt Carl fyrir að skrifa álit vegna sk. Þriðja orku- pakka. Greinilegt er að ráðuneytinu hefur þótt fengur í því að greiða fyrir flug, hótel og bíl fyrir Carl sem mættur er til landsins. Í viðtalinu kom fram að íslensk stjórnvöld hefðu ekkert gert á fyrri stigum til að hafa áhrif á þennan orku- pakka og fréttamaður Ríkisútvarpsins tekur sérstaklega fram að sá sem þetta ritar hafi verið utanríkisráðherra. Við erum reyndar fjögur sem höfum verið ráðherrar á þessum tíma. Hvort það var fréttamaður Ríkisútvarpsins, gestgjafar Carls eða áróðursmeistarar ríkisstjórnarinnar sem sögðu blessuðum manninum að ekkert hefði verið gert, veit ég ekki. Sannleikurinn er vitanlega annar. Viðræður við Evrópusambandið um undanþágur frá Orkupakka 3 fóru fram um amk. tveggja ára skeið og ljóst að þreifingar stóðu mun lengur enda málið allt um 10 ára gamalt. Viðræðurnar voru erfiðar m.a. vegna þess að Ís- land hafði þegar innleitt fyrri orkutilskipanir vandalaust. Þegar viðræðum er lokið og orðið ljóst hvaða undanþágur eru í boði og hverjar ekki þarf að taka afstöðu til þess og um það fjallaði alþingi eins og vera ber. Alþingi komst að niður- stöðu í september 2016 og sendi þáverandi utanríkis- ráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, erindi þar að lútandi en hún sendi það síðan til sameiginlegu EES nefndarinnar vorið 2017 þar sem tækifæri var á að ræða breytingar. Staðan er einfaldlega sú að í dag þarf að taka ákvörðun um hvort við erum sátt við þær und- anþágur sem við fengum eða hvort það eigi að vísa því á ný til sameiginlegu EES nefndar- innar. Carl segir það reyndar í sínu áliti að það sé enginn vafi á því að það sé réttur Íslendinga. Hann segir líka að ESB gæti farið í fýlu. Þegar það kom í minn hlut að slíta viðræðum Íslands um aðild landsins að Evrópusambandinu hafði ég vissulega nokkrar áhyggjur af viðbrögðum ESB en það reyndist óþarfi og aldrei nokkurn tíma í þessum viðræðum kom fram hótun, aldr- ei var því hótað að reka okkur úr EES eða beita okkur öðrum refsingum. Eingöngu var óskað eftir því að þetta yrði gert með sómasamlegum hætti, engum látum. Þeir sem beita hræðsluáróðri um að ef málið fari aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar sé EES samningurinn í hættu eru að grafa undan honum. Sumt í þessum söng minnir á heimsendaspárnar sem fylgdu Icesave málinu enda er þetta að miklu leyti sama fólkið. Fólk sem ekki vill styggja alþjóðasamfélagið, sér okkar hreinu orku sem hverja aðra vöru og/eða fólk sem þráir ekkert heitar en að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Hvað er svo í Orkupökkum 4 og 5? Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Carl og orkupakkinn Höfundur er alþingismaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Landvernd vill ganga lengra en stjórnvöld hafa ákveðið. „Við viljum að þetta sé tekið alvar- lega. Aðgerðaáætlunin sem nú er dugar engan veginn. Hún er ótímasett, ómagnbundin og tekur ekki á öllum geirum sem nota mikið af gróðurhúsa- lofttegundum,“ var haft eftir Auði Önnu Magnúsdóttur, fram- kvæmdastjóra samtakanna. Landvernd tekur dæmi í tíu lið- um um aðgerðir sem sagðar eru vel gerlegar og skili skjótum samdrætti í losun. Meðal þeirra er tillaga um að skattur verði tekinn af fargjaldi hvers far- þega sem kemur hingað, sala á nýjum dísil- og bensínbílum verði bönnuð frá 2023 og að dregið verði úr framleiðslu dýraafurða um 40% til 2030 samhliða breyttu styrkjakerfi í landbúnaði. Vilja ganga mun lengra ÁSKORUN LANDVERNDAR Guðmundur Ingi Guðbrandsson AFP Mótmæli Umhverfisverndarsinnar efndu til aðgerða í London í síðasta mánuði. Kröfðust þeir ákveðnari aðgerða stjórnvalda í loftslagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.