Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 Nokkurrar óþreyju er farið að gæta í kjaraviðræðum Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja (SSF) við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka fjármálafyrirtækja. ,,Ef samkomulag verður ekki í augsýn í næstu eða þarnæstu viku á samn- inganefnd SSF þann eina kost að vísa ágreiningi til Ríkissáttasemj- ara,“ segir í umfjöllun um stöðuna á vefsíðu SSF. Samninganefndir viðsemjenda hafa fundað reglulega undanfarnar vikur um kjarasamninga félags- manna SSF og kemur fram að við- ræðurnar byggjast á svipuðum grunni og samningar félaga verka- manna, verslunarmanna og iðn- aðarmanna við Samtök atvinnulífs- ins. „Samninganefnd SSF vill að sjálf- sögðu fara eigin leiðir varðandi launahækkanir félagsmanna (innan og utan launatöflu) og framkvæmd á styttingu vinnutíma á ársgrundvelli. Að auki eru nokkur önnur sérmál fé- lagsmanna sem samninganefnd SSF leggur áherslu á. Vinnuhópar hvor í sínu lagi munu vinna núna fram yfir helgi að nánari tillögum og útfærslu. Næsti fundur samningsaðila verður strax í næstu viku,“ segir í umfjöll- uninni um gang kjaraviðræðnanna. Við seinustu samningsgerð SSF tók rúmlega sex mánuði að ná kjara- samningum á árinu 2015 en að lok- um náðust samningar til rúmlega þriggja ára en þeir runnu út um seinustu áramót. Óþreyjufullir að ná samningum Þó kominn sé 11. maí er vetur enn ekki úti. Í gær snjóaði víða á Norður- og Austurlandi. Því olli hæð yfir Grænlandi sem dregur kalt heim- skautaloft úr norðri fyrirstöðulítið að Íslands- ströndum. Yfir helgina má búast við að eitthvað snjói nyrðra yfir nóttina, það er upp til fjalla og í einhverjum mæli niðri á láglendi. Segja má að náttúran ruglist aðeins í ríminu í svona vorhreti, því víða hafa mótfuglar verpt og hætta er á að þeir leggi á flótta verði veður vont um lengri tíma. Tjaldur sem sást á vappi á Siglufirði sat þó sem fastast á eggjum sínum og lét sér ekki bregða í glímunni við kuldabola. Ástand þetta varir þó ekki lengi því strax á mánudag verða suðlægar áttir ríkjandi á landinu og verður hlýtt loft, að sögn veðurfræðings, fljótt að berast norður yfir landið. Hitinn þar verður þá um tíu gráður og enn meiri þegar líða fer á næstu viku, gangi spár eftir. – Á sunnanverðu landinu verð- ur sól og blíða í dag, laugardag, en rigning á sunnudag og mánudag. sbs@mbl.is Tjaldurinn á eggjum í snjónum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Árskógar 6 109 REYKJAVÍK Björt og rúmgóð útsýnisíbúð á 12. hæð í vinsælu lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri að Árskógum 6 í Reykjavík. Húsvörður er starfandi í húsinu og fjölbreytt félagsstarf er í boði og ýmis þjónusta m.a. er hægt að kaupa máltíðir í mötuneyti á 1 hæð. STÆRÐ: 95,7 fm FJÖLBÝLI HERB: 3 52.900.000 OPIÐ HÚS 12. MAÍ 17:15 – 17:45 Heyrumst Stefán Jarl Martin Löggiltur leigumiðlari Sölufulltrúi 892 9966 stefan@fastlind.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Verktakafyrirtækið Ístak hefur á skömmum tíma fengið tvo stór verk- efni. Því hefur fyrirtækið að stærst- um hluta dregið til baka uppsagnir 56 manns, sem tilkynnt var um í febrúar sl. Þetta staðfestir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ís- taks, í samtali við Morgunblaðið. Ístak tilkynnti í lok febrúar að fyrirtækið hefði sagt upp alls 56 manns, 31 fastráðnum starfsmanni svo og þjónustu 25 starfsmanna sem sinntu verkefnum á vettvangi fyrir- tækisins fyrir tilstuðlan starfs- mannaleigu. „Við vonumst að sjálfsögðu til að geta dregið megnið af þessum upp- sögnum til baka þegar og ef verkefni sem við höfum verið lægstbjóðendur í, verða samþykkt og sett í gang,“ sagði Karl Andreassen við Morgun- blaðið í febrúar. Þetta gekk eftir. Í byrjun maí skrifuðu Vegagerðin og Ístak undir samning um tvöföldun Reykjanes- brautar í Hafnarfirði, frá Kaldár- selsvegi vestur fyrir Krýsuvíkur- gatnamót. Samningsupphæðin við Ístak er 2.106.193.937 kr. Og í þessari viku tilkynnti mennta- og menningarmálaráðu- neytið um þá ákvörðun að ganga að tilboði Ístaks um byggingu Húss ís- lenskunnar, sem rísa mun við Arn- grímsgötu í Reykjavík. Upphæð til- boðsins var 4.519.907.033 krónur. Í tilkynningu ráðuneytisins nú í vikunni segir hins vegar að í kjölfar útboðs vegna framkvæmdanna hafi verið gerð heildarkostnaðaráætlun fyrir verkefnið og nemi hún um 6,2 milljörðum króna. „Það er búið að tilkynna að það eigi að ganga til samninga við okkur um byggingu Húss íslenskunnar, en samkvæmt lögum um opinber inn- kaup geta liðið 2-3 vikur þar til samningur er undirritaður,“ segir Karl Andreassen. Hann segir að Ís- tak sé klárt að hefja framkvæmdir strax við undirritun samnings. Í byrjun munu um 20-30 manns starfa við verkið en á seinni stigum mun sá fjöldi sennilega fara í 70 til 90 manns. „Við erum virkilega ánægð með þá ákvörðun stjórnvalda um að setja þetta verðuga verkefni í gang og er- um full tilhlökkunar að byrja að byggja utan um handritin okkar allra,“ segir Karl. Verklok eru áætl- uð í febrúar 2022. Starfsmenn eru 350 Hvað tvöföldun Reykjanesbrautar varðar verður maímánuður notaður til undirbúnings og aðstöðusköpunar en framkvæmdirnar sjálfar ættu að vera komnar á skrið í lok maí. Starfs- mannafjöldi við verkið verður breyti- legur en reiknað er með að allt að 50 manns munu starfa þar á háanna- tíma. Hjá Ístaki starfa nú um 350 manns og þar af eru erlendir starfsmenn tæp 40%. „Margir þeirra hafa verið hjá okkur í langan og farsælan tíma og það er mikil og góð reynsla sem að býr í starfsmönnum okkar hvort sem um innlenda eða erlenda starfs- menn er að ræða,“ segir Karl Andr- eassen. Uppsagnir dregnar til baka  Verktakafyrirtækið Ístak hefur fengið tvö stór verkefni á skömmum tíma  Uppsagnir 56 manns dregnar til baka að stórum hluta  Maí notaður til undirbúnings fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar Mynd/Hornsteinar arkitekta Allt frá því kynnt voru áform um nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar við Arngrímsgötu hefur vinnuheiti verkefnisins verið „Hús íslenskra fræða“. Það vakti því athygli að í frétt mennta- og menningarmálaráðu- neytisins í vikunni var komið nýtt vinnuheiti, „Hús íslenskunnar“. Að margra mati var fyrra heitið þröng lýsing á því starfi sem fram mun fara í húsinu og því þótti nýja nafnið lýsa starfseminni bet- ur og þeirri fjölbreyttu miðlun sem þar mun fara fram. Óvíst er að þetta verði endanlegt nafn á húsinu þegar það er risið. Tölvu- myndin sýnir hina nýju byggingu eins og hún mun líta út, séð frá Suðurgötu. Byggingin fékk nýtt vinnuheiti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.