Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 56

Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 56
40-50% afsláttur af þessum völdu vörum. Jakkaföt með vesti frá -verð nú kr. 47.988 -verð áðu Jakkaföt frá -verð nú kr. 35.988 -verð áð Stakir jakkar frá -verð nú kr 23 988 / 29 988 -verð áður Stakar buxur frá -verð nú kr. 11.988 -verð áð Yfirhafnir frá -verð nú kr. 29.988 -verð áð . . . u kr 3 u r Selkórinn heldur tónleika á morgun kl. 16 í Seltjarnarneskirkju og verða á efnisskránni ýmis íslensk og er- lend sönglög tileinkuð ástinni og gleðinni, auk nokkurra enskra madrígala. Stjórnandi Selkórsins er Oliver Kentish og meðleikari á píanó Dagný Björgvinsdóttir. Miða- verð er kr. 2.500 og boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi. Selkórinn syngur um ást og gleði LAUGARDAGUR 11. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Hinn 19 ára gamli Kolbeinn Þórð- arson stal senunni í 3:1-sigri Breiðabliks á Víkingi R. í 3. umferð úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær- kvöld. Kolbeinn skoraði fyrstu tvö mörk Blika í leiknum og hefur skor- að þrjú mörk það sem af er leiktíð. Halldór Orri Björnsson skoraði tvö mörk fyrir FH í dramatískum sigri á KA og Stjarnan vann HK 1:0. »48 Nítján ára senuþjófur í sigri Breiðabliks Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir pí- anóleikari flytja tvær sónötur eftir Grieg og Prokofief, auk Le Grand Tango eftir Piazzolla, á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 16. Segja þær verkin bæði kraft- mikil og litrík og að þær hafi lengi haft hug á að leika þau saman. Auð- ur og Anna eiga margra ára sam- vinnu að baki og eru nú um mundir að leggja lokahönd á upp- tökur fyrir geisladisk með ís- lenskri fiðlutónlist frá ár- unum 1940- 2010. Flytja kraftmikil og lit- rík verk í Norðurljósum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Fríða Birna Þráinsdóttir og Guðmundur Á. Guðlaugsson tóku við rekstri Esjuskálans í Grundarhverfi á Kjalarnesi fyrir skömmu með það að leiðarljósi að þjónusta Kjalnes- inga, Kjósverja og aðra vegfarendur sem best. „Við byrjuðum til dæmis að bjóða upp á heita kjötsúpu allan daginn og nú þegar erum við með fasta viðskiptavini sem koma í súpu í hádeginu og fá sér svo smurt brauð hjá okkur síðdegis,“ segir Fríða. Heimafólk fyrir íbúana Olís hóf rekstur eldsneytisstöðv- arinnar og söluskálans 2006. Vegna kaupa Haga á Olís á liðnu ári var fé- laginu gert að selja nokkrar sjálfs- afgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Atlantsolía keypti stöðina og sölu- skálann á Kjalarnesi og í byrjun apr- íl síðastliðins gerðu hjónin samning til fimm ára um að reka skálann. Þau stofnuðu og eiga fyrirtækið Esju- grund og opnuðu verslun í versl- unarmiðstöðinni Hólagarði í Breið- holti fyrir um ári. „Við tókum allt í gegn áður en við opnuðum verslunina í Hólagarði og höfðum sama hátt á hér,“ segir Fríða. Hún segir að þjónustulundin hafi haft mest að segja um að fara út í reksturinn í Grundarhverfi, þar sem þau hafa búið í 25 ár. „Við hlust- um á það sem íbúarnir vilja og fram- kvæmum óskirnar jafnt og þétt með auknu vöruúrvali,“ segir hún. Fyrir tíma Olís á staðnum var þar söluturn og veitingastaðurinn Staupasteinn í sumarbústað við hlið- ina. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fara út í svipaðan rekstur en Fríða segir að þau hafi áhuga á því að bjóða upp á grillaðan mat. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum og reynum að bregðast við þeim eins vel og við get- um. Áður en grillið verður að veru- leika þarf ýmis leyfi ásamt töluverð- um breytingum og því getur það tekið tíma.“ Skálinn er opinn frá klukkan átta á morgnana til átta á kvöldin, en til kl. tíu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Á laugardögum og sunnu- dögum hefjast viðskiptin klukkan níu. „Við erum sveigjanleg í þessu sem öðru og ef við finnum fyrir áhuga og þörf á því að hafa opið lengur gerum við það.“ Esjuskálinn er eina verslunin í hverfinu og þar má fá sitt lítið af hverju. Brauð og bakkelsi forbakað hjá Myllunni er bakað alla morgna, boðið er upp á mjólkurvörur og ný- lenduvörur, heitar pylsur og gos- drykki, þurrkublöð, olíur og fleira fyrir bíla, leikföng og blómvendi. Hjónin eru með sex starfsmenn og þar á meðal eru dætur þeirra, Reg- ína 13 ára og Rósmarý 19 ára, en hún lýkur stúdentsprófi í vor og verður verslunarstjóri í sumar áður en hún byrjar í kennaranámi. „Það er svo gaman að láta krakkana vera með því þeir gera öðruvísi hluti og hafa aðrar hugmyndir en þeir sem eldri eru,“ segir Fríða. Morgunblaðið/RAX Esjuskálinn Fríða Birna Þráinsdóttir tekur á móti gestum á Kjalarnesi með bros á vör. Súpa í hádeginu og ný- smurt brauð síðdegis  Brydda upp á nýjungum í Esjuskálanum á Kjalarnesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.