Morgunblaðið - 13.05.2019, Page 4
SVIÐSLJÓS
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
„Hvenær er þessi söngvakeppni?“
sagði leigubílstjóri sem skutlaði und-
irrituðum og ljósmyndara Morgun-
blaðsins frá flugvellinum í Tel Aviv á
hótel um miðjan dag á laugardag.
Sjálfhverfi Íslendingurinn hafði
haldið að allt snerist um keppnina og
það voru því ákveðin vonbrigði að
komast að því að svo er ekki. Svipuð
vonbrigði og þegar börn komast að
því að heimurinn snýst ekki í kring-
um þau, get ég ímyndað mér.
Annar leigubílstjóri, sem skutlaði
okkur í Norðurlandapartí á laugar-
dagskvöldið, hafði heldur engan sér-
stakan áhuga á því að tala um
söngvakeppnina. Hann var hins veg-
ar mikill aðdáandi knattspyrnu-
mannsins Viðars Arnar Kjartans-
sonar sem lék um tíma með Maccabi
Haifa hér í Ísrael. „Kjartansson.
Great player, great player,“ sagði
bílstjórinn og horfði dreyminn út um
framrúðuna.
Allir að elska Hatara
Allir í Norðurlandapartíinu vissu
auðvitað hvenær keppnin fer fram
en undanriðill Íslands er á morgun.
Flestir þar vita líka meira um
keppnina en Víðir Sigurðsson um
knattspyrnu og stemningin á laugar-
dagskvöldið var svolítið eins og fyrir
leiki Íslands á EM eða HM í knatt-
spyrnu. Eins og sönnum Íslendingi á
erlendri grundu sæmir tók ég sér-
staklega eftir því hversu vinsælir
liðsmenn Hatara voru. Var tilfinn-
ingin svona árið 1986 þegar Gleði-
bankinn fór til Bergen?
Annars virðast „nördarnir“ hér á
einu máli um að Hatari komist í úr-
slit Eurovision en það yrði í fyrsta
skipti í fimm ár sem Ísland kæmist í
úrslit. Flestir þeirra hafa enn frem-
ur trú á því að Ísland lendi í einu af
fimm efstu sætunum. Allt bendir til
þess að við þurfum að kanna hvar
keppnin verður haldin á næsta ári.
Hvar á Íslandi meina ég.
Í gærkvöldi slógu liðsmenn Hat-
ara í gegn á rauða dreglinum, sem
raunar var appelsínugulur í þetta
skiptið. Glensið og gamanið er nú að
baki en í kvöld er dómararennsli í
undanriðli Íslands, þar sem dómarar
gefa lögunum stig. Á morgun er það
svo undanriðillinn þar sem fólk
heima í stofu kýs sitt uppáhaldslag
og vonandi kemst Hatari í úrslitin á
laugardag. Annað væri stærri
skandall en gengi Gleðibankans.
Morgunblaðið/Eggert
Leðurklæddir Einar Stef́ánsson, Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan á appelsínugula dreglinum.
Eintóm ást frá „nördun-
um“ ef Hatrið mun sigra
Gleði Felix Bergsson veifaði íslenska fánanum á opnunarhátíð Eurovision.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
a.
595 1000
Ítalía
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
áán
fyr
irv
ar
Lignano&Bibione
13. júní í 11 nætur
Flug frá kr.
59.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri
Frá kr.
125.670
Frá kr.
139.995
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Drög að nefndaráliti um þriðja
orkupakkann svonefnda verða lögð
fyrir utanríkismálanefnd Alþingis á
fundi nefndarinnar klukkan hálftíu í
dag. Þetta segir Áslaug Arna Sig-
urbjörnsdóttir, formaður utanríkis-
málanefndar og þingmaður Sjálf-
stæðisflokks.
„Gestakomur í málinu eru búnar
og það hefur gengið mjög vel að fá
svör við helstu álitaefnum og spurn-
ingum sem hafa vaknað vegna máls-
ins. Á morgun mun ég leggja fram
drög að nefndaráliti og umræðan í
nefndinni mun leiða það í ljós hvort
málið verður afgreitt úr nefndinni á
morgun,“ sagði Áslaug Arna í gær,
spurð hvenær málið verði afgreitt út
úr nefndinni.
Hún segir að margt hafi skýrst
vel í vinnu nefndarinnar, en fjöl-
margir fræðimenn og sérfræðingar
hafa verið boðaðir á fundi nefnd-
arinnar frá því málið gekk til henn-
ar í byrjun apríl. Þeirra á meðal eru
Carl Baudenbacher, fyrrverandi
forseti EFTA-dómstólsins, Stefán
Már Stefánsson, prófessor við laga-
deild HÍ, og Friðrik Árni Friðriks-
son Hirst landsréttarlögmaður auk
Skúla Magnússonar, héraðsdómara
og dósents við lagadeild HÍ. Þá bár-
ust nefndinni yfir fimmtíu umsagnir
um málið.
„Með belti og axlabönd“
„Við höfum fengið álit frá fjöl-
mörgum fræðimönnum, sérfræðing-
um og öðrum sem málið snertir.
Eftir það blasir það við fyrir mér að
málið er vel búið af hendi utanrík-
isráðherra. Fyrirvarinn sem settur
er og flestir fræðimenn telja óþarf-
an er þó settur vegna þeirra vanga-
veltna sem komið hafa upp í mál-
inu,“ segir hún og nefnir
sameiginlega yfirlýsingu EFTA-
ríkjanna í sameiginlegu EES-nefnd-
inni og sameiginlega yfirlýsingu ut-
anríkisráðherra og framkvæmda-
stjóra orkumála ESB og segir þær
þýðingarmiklar.
„Við höfum bæði fengið staðfest-
ingu frá ESB, þ.e.a.s. í sameigin-
legri yfirlýsingu framkvæmdastjóra
orkumála ESB og utanríkisráð-
herra, sem og frá EFTA-ríkjunum í
sameiginlegu EES-nefndinni. Sú
staðfesting hefur mjög mikla þýð-
ingu og þegar málið fer í aðra um-
ræðu er það með belti og axlabönd
gagnvart öllum þeim vangaveltum
sem hafa komið upp um að við bind-
um okkur með þessu á einhvern
óeðlilegan máta,“ segir Áslaug Arna
sem kveðst aðspurð ekki búast við
því að margar nýjar spurningar
vakni um málið.
„Ég býst ekki við því að margt
nýtt komi upp, en við höfum auðvit-
að tekið allar áhyggjur alvarlega og
leitast við að svara öllum spurn-
ingum sem komið hafa upp. Það er
verkefni nefndarinnar að gera það
og það gerum við áfram ef ske
kynni að eitthvað fleira kæmi upp,“
segir hún.
Drög að áliti um orkupakkann í dag
Morgunblaðið/Eggert
Orkupakki Orkupakkinn er til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Gesta-
komum er lokið og drög að nefndaráliti verða lögð fyrir nefndina í dag.
Orkupakkinn senn í aðra umræðu á Alþingi Svör hafi fengist við helstu spurningum og álitaefnum
Allar áhyggjur verið teknar alvarlega Afstaða ESB og EFTA-ríkja þýðingarmikil í framhaldinu
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Reykjavíkurborg er meðal 7% höf-
uðborga heimsins sem fá A í einkunn
í loftslagsmálum hjá samtökunum
Carbon Disclosure Project (CDP).
Um er að ræða óhagnaðardrifin um-
hverfisverndarsamtök sem gefa alls
596 stórborgum um allan heim ein-
kunn eftir því hversu vel þeim hefur
tekist að draga úr útblæstri og koma
sér upp loftslagsstefnu.
Reykjavík í sérflokki
Af þessum 596 borgum fá einungis
43 einkunnina. Reykjavík, París,
London, Barcelona, Höfðaborg og
Hong Kong eru meðal þeirra borga
sem fá hæstu einkunn CDP.
Segja samtökin að fjórar borgir
hafi það að markmiði að vera reknar
alfarið á endurnýjanlegum orkugjöf-
um: París, San Francisco, Canberra
og Reykjavík sem hafi nú þegar náð
því markmiði.
Af þeim 43 borgum sem hljóta A í
einkunn eru 13 borgir sem hafa það
að markmiði að vera algjörlega kol-
efnisjafnaðar fyrir árið 2050.
Reykjavík er meðal þeirra.
„Við hvetjum borgir á heimsvísu
til að stíga upp í aðgerðum sínum og
setja sér markmið í samræmi við það
sem nýjustu rannsóknir segja til um
að þurfi að gera til að koma í veg fyr-
ir hættuna sem fylgir loftslagsbreyt-
ingum,“ er haft eftir Kyra Appleby,
framkvæmdastjóra borgarsviðs hjá
CDP, í tilkynningu.
Reykjavík fær
fyrstu einkunn
Umhverfismat á borgum á heimsvísu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavík Loftslagsstefna borgar-
innar fær afbragðseinkunn.