Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/sisi
Ný verkefni Jökull ÞH fékk nýjan lit í Slipnum í Reykjavík á dögunum.
þægilegar. Allar vistarverur eru
með lofthitun.
Skipstjóri er Baldvin Þorsteins-
son, sem áður var skipstjóri á
Snæfelli, kunnur aflamaður. Stýri-
maður er Jóhann Hauksson og vél-
stjóri Gunnar Þorsteinsson.“
Skipið var lengt í Noregi 1966
og yfirbyggt 1983. Það hefur borið
mörg nöfn frá komunni til landsins
og víða komið við: Stígandi ÓF,
Stígandi RE, Jarl KE, Valdimar
Sveinsson VE, Beggi á Tóftum SF,
Bervík SH, Klængur ÁR, Margrét
ÁR, Margrét SK, Margrét HF og
Jökull ÞH.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Auðvitað viljum við sem hér búum
lengst halda hér úti sjálfstæðu
sveitarfélagi,“ segir Guðrún Karól-
ína Reynisdóttir, oddviti Helga-
fellssveitar. „Skyldurnar sem
sveitarfélagið þarf að mæta verða
hins vegar æ meiri og kostnaðurinn
þar með. Alltaf bætast við nýir lið-
ir, til dæmis bættist við ráðning
persónuverndarfulltrúa á siðasta
ári. En mér virðist því sem stefnan
sé að fáeinum sveitarfélögum verði
gert að sameinast öðrum, innan
fárra ára, hvernig sem að því verð-
ur svo staðið.“
Tekjur á ári um 80 millj. kr.
Helgafellssveit, sem er á norð-
anverðu Snæfellsnesi, er meðal fá-
mennustu sveitarfélaga landsins.
Skráðir með lögheimili þar eru 62
og er þetta eitt fimm sveitarfélaga
á landinu þar sem íbúarnir eru
undir 100 talsins.
Í vestri nær sveitin frá Kolgrafa-
firði í vestri inn fyrir Álftafjörð og í
suðri frá hábungunni á Vatnaleið
að Stykkishólmi, sem stendur yst
og nyrst á svonefndu Þórsnesi.
Þetta svæði er alls 250 ferkílómetr-
ar og á því eru nokkrir sveitabæir
og byggð sumarhúsa sem fer fjölg-
andi. Hefðbundinn búskapur hefur
dregist mikið saman, en ferðaþjón-
usta og önnur atvinna tekið við.
Heildartekjur sveitarfélagsins á ári
eru um 80 milljónir króna. Byggj-
ast þær eins og í öðrum byggðum á
fasteignagjöldum og svo útsvari
sem í Helgafellssveit er í hámarki,
það er 14,52% af tekjum gjaldenda.
„Íbúatalan hefur haldist á svip-
uðu róli um alllangt skeið; það er í
kringum 60 manns. Það er mjög
ánægjulegt að ungt fólk með börn
sem á rætur sínar hér komi og setj-
ist hér að, eins og gerst hefur á síð-
ustu árum,“ segir Guðrún Karólína
þegar Morgunblaðið hitti hana á
dögunum, þá önnum kafna í sauð-
burðarstússi.
Farsælast að sameina
allt Snæfellsnesið
Fræðslumál eru stærsti út-
gjaldaliður sveitarfélagsins. Í dag
sækja 12 börn úr Helgafellssveit
grunnskóla í Stykkishólmi, en
sveitarfélagið og Stykkishólmsbær
standa saman að rekstri grunn-
skólans. Leikskólabörn úr sveitinni
sem fara í Hólminn eru þrjú og
niðurgreiða Helgfellingar skólavist
þeirra, samkvæmt fastri krónutölu
per barn.
„Við höfum samvinnu við ná-
grannabyggðir um ýmis mál og það
hefur gengið farsællega,“ segir
oddvitinn
Sameining Helgafellssveitar við
önnur sveitarfélög hefur oft komið
til umræðu og efnt hefur verið til
kosninga um tillögur þar að lút-
andi. Sameining hefur aldrei náð
fram að ganga. Fyrir tveimur árum
var í deiglunni að sameina Helga-
fellssveit, Stykkishólm og
Grundarfjörð – en ekki reyndist
vera hljómgrunnur fyrir slíku.
Sjálf telur Guðrún oddviti raunar
affarasælast að sameina allt Snæ-
fellsnesið í eitt sveitarfélag sem
hafi styrk til stórra verkefna og að
veita íbúum þá þjónustu sem vænst
er.
Viljum halda
í sjálfstæðið
Í Helgafellssveit á Snæfellsnesi eru
aðeins 58 íbúar Eitt af fámennustu
sveitarfélögum landsins Farsæl sam-
vinna er við nágrannabyggðirnar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höfuðból Helgafell er vinsæll viðkomustaður í sveitinni. Þegar fólk gengur á fjallið í fyrsta sinn eiga þrjár óskir
fólks að rætast mæli það engin orð á leiðinni upp á fjallið og líti aldrei til baka. Óskirnar þurfa að vera góðs hugar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forystukona Guðrún Karólína Reynisdóttir á garðbandinu í fjárhúsinu
með lamb í fangi. Bóndinn er oddvitanum yfirsterkari þessa dagana.
Á landinu eru fimm sveitarfélög
með undir 100 íbúum. Í Skorra-
dal eru íbúarnir 58, í Helgafells-
sveit 62 skráðir til heimilis, 40
búa í Árneshreppi, 90 manns
búa í Skagabyggð og 74 í Fljóts-
dalshreppi.
Sigurður Ingi Jóhannnsson
sveitarstjórnarráðherra sagði á
þingi Sambands íslenskra sveit-
arfélaga sl. haust um að sér
þætti koma til greina að setja af
stað átak þar sem sveitarfélög
hafa tiltekin tíma, 4-8, ár, til að
ná tilteknum markmiðum í
frjálsum sameiningum.Eftir að
umræddu tímabili lyki taki hins
vegar gildi nýtt ákvæði sveitar-
stjórnarlaga um lágmarksíbúa-
fjölda sem geti til dæmis verið
1000 manns.
Fimm undir
1.000 íbúum
FÁMENN SVEITARFÉLÖG