Morgunblaðið - 13.05.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.05.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds 13. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.89 122.47 122.18 Sterlingspund 158.73 159.51 159.12 Kanadadalur 90.56 91.1 90.83 Dönsk króna 18.323 18.431 18.377 Norsk króna 13.946 14.028 13.987 Sænsk króna 12.668 12.742 12.705 Svissn. franki 120.14 120.82 120.48 Japanskt jen 1.1089 1.1153 1.1121 SDR 168.87 169.87 169.37 Evra 136.82 137.58 137.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.7977 Hrávöruverð Gull 1285.4 ($/únsa) Ál 1766.0 ($/tonn) LME Hráolía 70.45 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Rúmlega 40 ríki Bandaríkjanna hafa hafið lögsókn á hendur lyfjafyrir- tækjum sem þau saka um samsæri um verðhækkanir á algengum lyfjum. Í stefnunni segir að allt að 20 lyfja- fyrirtæki hafi átt aðild að verðsamráðinu sem náð hafi til á annað hundrað lyfja, þar á meðal lyfjum sem brúkuð eru við meðferð gegn sykursýki og krabbameini. Meðal fyrirtækjanna er Teva Pharma- ceuticals, stærsti framleiðandi sam- heitalyfja í veröldinni. Koma m.a. fram í stefnunni dæmi um samráð um yfir 1.000% hækkun. „Við höfum gögn er sýna afdráttarlaust að framleiðendur samheitalyfja svindluðu á bandarískum almenningi sem svarar mörgum milljörðum dollara,“ segir stefnandi málsins, William Tong, sak- sóknari Connecticut-ríkis. Samráð um hækkun lyfjaverðs STUTT VIÐTAL Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Við Háskólann í Reykjavík (HR) er lögð áhersla á hagnýta þekkingu, verklega þjálfun og tengsl við at- vinnulífið. Iðnmenntun er því mjög góður undirbúningur fyrir nám við HR. Háskólamenntaðir einstakling- ar sem hafa grunn í iðngreinum eru afar eftirsóttir í atvinnulífinu,“ segir Hera Grímsdóttir, nýr forseti iðn- og tæknifræðideildar HR. Iðn- og tæknifræðideild HR býð- ur upp á tækninám þar sem nem- endur öðlast lögverndað starfsheiti í lok námstímans og ganga beint inn í verðmæt störf, að sögn Heru. „Námið við deildina tekur mið af þörfum atvinnulífsins hverju sinni, með áherslu á öfluga og hagnýta tækniþekkingu sem nýtist vel frá fyrsta degi í starfi. Deildin hvílir á grunni Tækniskóla Íslands sem sameinaðist þáverandi Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Þessi grunnur veitir HR sérstöðu en við skólann er lögð áhersla á að nemendur öðlist verkþekkingu, auk þess að þekkja og skilja fræðin. Hægt er að stunda nám í iðn-, bygginga- og tækni- fræði,“ segir Hera. Hún segir iðnfræði hagnýtt og gott nám sem veitir iðnlærðum af bygginga-, véla- og rafmagnssviði tækifæri til að afla sér tæknimennt- unar á háskólastigi. Til að útskrifast sem iðnfræðingur þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. Hægt er að stunda námið í fjarnámi og taka það samhliða vinnu. Að sögn Heru eru starfssvið iðnfræðinga fjölbreytt og starfa þeir m.a. hjá verktakafyrir- tækjum, á verkfræðistofum, hjá orku- og framleiðslufyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Eftirsóttur starfskraftur „HR er eini háskólinn á Íslandi sem kennir byggingafræði og er námið sett upp sem verkefnamiðað nám. Byggingafræðingar hafa breitt þekkingarsvið og vinna því við fjöl- breytt störf tengd byggingariðnaði. Þeir starfa meðal annars við hönnun mannvirkja og eftirlit og stjórnun framkvæmda. Þekking þeirra á byggingaferli, efnisvali og verkefna- stjórnun er afar dýrmæt. Tæknifræði hentar þeim einstak- lingum vel sem vilja hagnýta tækni- menntun sem býður upp á mikla möguleika, bæði í vel launuð störf í atvinnulífinu og í áframhaldandi framhaldsnám eða meistaranám. Námið tekur aðeins þrjú og hálft ár og er tæknifræði lögverndað starfs- heiti. Hægt er að velja á milli náms í byggingartæknifræði, rafmagns- tæknifræði og véla- og orkutækni- fræði. Slík þekking er dýrmæt þeg- ar út á vinnumarkaðinn er komið,“ segir Hera Grímsdóttir. - Hún var meðal annars spurð hvort og hvers vegna háskólanám eftir iðnnám væri góð hugmynd? „Iðnmenntun er mjög góður und- irbúningur fyrir nám við HR og í boði eru námsbrautir sem veita spennandi möguleika í atvinnulífinu. Tæknimenntaðir einstaklingar sem útskrifast frá háskólanum eru eft- irsóttir starfskraftar meðal annars í iðnfyrirtækjum, á verkfræðistofum, hjá verktökum og opinberum aðil- um. Skortur fyrirsjáanlegur Til að viðhalda samfélaginu þarf ákveðinn fjölda tæknimenntaðra á hverju sviði en til að geta bætt og þróað þarf að mennta enn fleiri en við höfum gert hingað til. Við í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík undirbúum nemendur okkar til að takast á við þau fjöl- breyttu verkefni sem bíða þeirra við komu út á vinnumarkaðinn en því miður er það fyrirsjáanlegt að næstu útskriftarárgangar munu engan veginn duga til að fylla þau störf sem í boði eru og er full ástæða til að vekja athygli þeirra sem huga að námi á þeim tækifærum sem fylgja slíku námsvali. Tekjumögu- leikarnir eru miklir og markaðurinn hreinlega kallar eftir iðnmenntuðu fólki.“ - Er sú leið almennt fær? „Það virðist vera útbreiddur mis- skilningur að leið iðnmenntaðra ein- staklinga inn í háskóla sé lokuð. Það er ekki fyrirstaða að hafa ekki lokið formlegu stúdentsprófi en við HR er í boði undirbúningsnám við Há- skólagrunn sem er sérstaklega snið- ið að þörfum þeirra sem hyggjast stunda tækninám. Fyrir þá sem hafa hug á iðn- eða byggingafræði- námi en vantar ákveðinn grunn þá eru sérsniðið námskeið í stærðfræði, ensku, íslensku og eðlisfræði sem taka aðeins á því sem nauðsynlegt er til að stunda námið og eru kennd samhliða náminu. Sömuleiðis býður Háskólagrunn- ur HR upp á góðan undirbúning fyr- ir tæknifræðina sem og hverskyns háskólanám. Þegar nemendur sækja um velja þeir háskólagrunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Nemendur í tækni- greinum í HR hafa margvíslegan bakgrunn, hvort sem það er reynsla á vinnumarkaði, burtfararpróf, sveinspróf, meistarabréf, 4. stigs vélstjórapróf, tækniteiknun eða stúdentspróf. Vegna þessa myndast góð og skemmtileg stemning í bekkjum og nemendur læra einnig mjög mikið hver af öðrum. Ótal úrlausnarefni bíða Vissulega má alltaf gera betur og eitt af verkefnum Iðn- og tækni- fræðideildar er að efla og auðvelda aðgengi iðnmenntaðra inn í háskóla- nám. Þá er m.a. á döfinni að bæta flæði á milli skólastiga og er fram- tíðarsýn deildarinnar að starfs- menntun og/eða starfstengd sér- þekking geti verið viðurkennd sem undirbúningur fyrir námið í ríkara mæli og jafnvel í vissum tilvikum nýst sem hluti námsins, t.d. með raunfærnimati eða stöðuprófi,“ seg- ir Hera. - Hún var að lokum spurð hvort fólk með iðnmenntun fyrir háskóla- gráðu væri eftirsótt á vinnumarkaði og svaraði mjög ákveðið. „Já, það hefur að undanförnu reynst erfitt fyrir fyrirtæki að manna störf á sviði iðn- og tækni- greina og því er mikilvægt að fjölga þeim sem útskrifast af þessum svið- um til að mæta þörfum atvinnulífs- ins. Tæknimenntaðra einstaklinga framtíðarinnar bíða ótal úrlausnar- efni. Má þar t.d. nefna fjölgun íbúa og ferðamanna og aukin umsvif at- vinnulífsins sem kalla á bættar sam- göngur. Við þurfum að nýta tæki- færin sem felast í því að vera lítil þjóð með mikla endurnýjanlega orku og sýna frumkvæði á því sviði. Það þarf að koma í veg fyrir myglu í húsum og byggja ódýrara og hag- kvæmara húsnæði svo að fleiri geti keypt sér þak yfir höfuðið. Og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu gerist af sjálfu sér heldur þarf fólk með sérhæfða menntun og það er mikil eftirspurn eftir því fólki. Með fjórðu iðnbyltingunni fylgja krefjandi verkefni samhliða breyt- ingum á störfum og tækni. Þar með eykst eftirspurn eftir fólki með sér- hæfða tæknimenntun og nýja gerð stjórnunarhæfni. Eftirspurnin kem- ur úr öllum áttum.“ Erfitt að manna störf á sviði iðn- og tæknigreina HR Hera Grímsdóttir meðal nemenda . Við skólann er lögð áhersla á hagnýta þekkingu, verklega þjálfun og tengsl við atvinnulífið. Nemendur öðlast lögverndað starfsheiti í lok námstímans og ganga beint inní verðmæt störf.  Iðnmenntun er mjög góður undirbúningur fyrir nám við Háskólann í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.