Morgunblaðið - 13.05.2019, Page 15

Morgunblaðið - 13.05.2019, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Gráar fyrir járnum Í Tel Aviv, þar sem Eurovision fer fram að þessu sinni, er ekki óalgengt að rekast á fólk í herklæðum. Ljósmyndari Morgunblaðs- ins gekk fram á þessar þungvopnuðu ungu konur á rölti sínu. Eggert Á aðalfundi Frjálsa líf- eyrissjóðsins sem fram fer í dag í Arion banka verður lögð fram tillaga mín um breytingu á grein 4.9. í samþykktum sjóðsins. Til- lagan skerpir á sjálfstæði sjóðsins, kveður á um starf framkvæmdastjóra sem ný- lega var ráðinn af sjóðnum og veitir stjórn heimild að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki um dag- legan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta og er áskilið að rekstrarsamning- urinn skuli birtur á vefsíðu sjóðsins. Þegar þessi tillaga mín var kynnt í stjórn á síðasta stjórnarfundi þá gerði meirihluti stjórnar tillöguna að sinni en bætti við nýrri málsgrein um að breyt- ingar á rekstrarfyrirkomulagi og rekstraraðila þurfi að bera undir sjóð- félagafund og öðlist aðeins gildi með auknum meirihluta, 2/3. Með þeirri viðbót er verið að viðhalda óbreyttu vistarbandi sjóðsins hjá Arion banka og gera nýjar samþykktir jafn íþyngjandi og núverandi, jafnvel þó að nafn bankans sé farið úr samþykktum. Eðlilegra hefði verið að sjóðfélagar hefðu fyrst kosið um rekstraraðila áður en hann væri festur í sessi. Stjórn lífeyrissjóðs ber ábyrgð á starfsemi sjóðsins samkvæmt lögum og ætti að hafa svigrúm til að leita hagkvæmustu leiða til útvistunar á einstaka þáttum rekstursins í heild eða hluta. Það að bera breytingar á útvistun og val á ólíkum tilboðum mögulegra rekstraraðila undir ársfund er til þess fallið að gera starfsemina óskilvirka og kostn- aðarsama. Ársfundurinn í dag markar þau tímamót að bankinn hættir að tilnefna stjórnarmenn. Það færi vel á því að á sama fundi fengi stjórn sjóðs- ins eðlilegt frelsi til athafna og gæti valið rekstraraðila að undangengnu út- boði. Þannig mætti lækka kostnað sjóðsins sem er meiri en sambærilegra sjóða. Eftir Halldór Friðrik Þorsteinsson » Það að bera breytingar á útvistun og val á ólíkum tilboðum mögulegra rekstraraðila undir ársfund er til þess fallið að gera starfsemina óskilvirka og kostnaðarsama. Halldór Friðrik Þorsteinsson Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Óbreytta vistarbandið Í dag fer fram ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins. Gagnrýni á rekstr- arfyrirkomulag sjóðsins undir pils- faldi Arion banka og afskipti Fjármála- eftirlitsins af mál- efnum hans hafa knúið núverandi stjórn til að koma fram með tillögur um breytingar á regluverki líf- eyrissjóðsins sem miða að því að gera hann sjálfstæðari gagnvart rekstraraðilanum. Nú hefur sjóð- urinn loksins ráðið eigin fram- kvæmdastjóra. Þá stendur til að afnema ákvæði í samþykktum sjóðsins sem veitir bankanum einkarétt á að þjónusta sjóðinn. Það er einnig löngu tímabært. Þó leggur meirihluti stjórnar fram tillögu sem felur í sér að aukinn meirihluta atkvæða á ársfundi þurfi til að segja upp rekstrar- aðila sjóðsins. Eðlilegra er hins vegar að setja það í hendi stjórn- ar sjóðsins að ákveða hvernig rekstri sjóðsins er háttað hverju sinni. Að binda uppsögn rekstrarsamnings við slíkan meirihluta á ársfundi virðist gert til að styrkja stöðu bankans í þessum breytingum. Þá stendur til að heimila rafrænar kosningar til stjórnarsetu og sú réttarbót, sem er löngu tímabær, færir kosninga- réttinn í reynd til allra sjóðfélaga. Þeir þurfa þá ekki lengur gera sér ferð í Borgartún 19 í Reykjavík til að hafa áhrif á stjórn sjóðsins. Frekari breytingum verður að koma fram ef á að nútímavæða sjóðinn að fullu og gera hann í raun sjálfstæðan. Þannig þarf að færa starfstöð sjóðsins út úr Ar- ion banka og færa undir hann ákveðna kjarnastarfsemi sem ávallt hefur verið útvistað til bankans. Líkt og tíðkast hjá sjálfstæðum lífeyrissjóðum. Sömuleiðis þarf að aðskilja end- urskoðun bankans frá endur- skoðun sjóðsins en sama endur- skoðunarfélag hefur um árabil þjónað báðum. Það er ekki heppi- legt fyrirkomulag. Á síðasta árs- fundi lýsti formaður endurskoð- unarnefndar sjóðsins, sem raunar er aðeins skipuð stjórnar- mönnum, því yfir að farið yrði með endurskoðun sjóðsins í út- boð. Af því hefur þó ekki orðið. Til þess að fylgja nauðsynlegu breytingarferli eftir er æskilegt að ákveðin endurnýjun verði í stjórn sjóðsins. Stjórnarmenn sem setið hafa í mörg ár, sem ýmist voru skipaðir af bankanum eða kosnir á grundvelli yfirráða bankans, gefa allir kost á sér að nýju. Það virðist því vera eftir- sóknarvert að stýra lífeyrissjóði svo árum og áratugum skiptir. Hagsmunum sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins er best borgið á þessum tímamótum með því að stokkað sé upp í stjórninni og valdir séu nýir stjórnarmenn sem líklegir eru til þess bera með sér ný og fersk viðhorf inn í stjórnina. Ég skora því á sjóð- félaga að fylkja sér um að kjósa nýtt fólk í stjórn sjóðsins á árs- fundinum í dag. Eftir Hróbjart Jónatansson » Til þess að fylgja nauðsynlegu breytingarferli eftir er æskilegt að ákveð- in endurnýjun verði í stjórn sjóðsins. Hróbjartur Jónatansson Höfundur er lögmaður og sjóð- félagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Frelsið er yndislegt Það eru spennandi tímar hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tímar umbreytinga og fram- tíðarpælinga. Stjórn Frjálsa hefur unnið öt- ullega að því að hrinda í framkvæmd sam- þykktum síðasta árs- fundar og það endur- speglast í tillögum stjórnar fyrir ársfund- inn í dag mánudag 13. maí. Þar er lögð til sú meginbreyting að heiti rekstraraðila sem jafnan hefur verið í samþykktum sjóðsins frá upphafi, verði tekið út úr þeim. Engum blöðum er um það að fletta að verið er að gera sjóðinn óbundinn núverandi rekstraraðila, Arion banka. Þar á ofan eru nú allir stjórnarmenn kjörnir af sjóðfélögum sjálfum. Þar með lýkur því tímabili að bankinn skipi minnihluta stjórnar. Það kann vel að vera að á komandi árum telji stjórn sjóðsins hag hans betur borgið með sjálfstæðum rekstri eða með sameiningu við annan sjóð sem er með sjálfstæðan rekstur. Mögulega verður sjóðurinn of stór til að geta verið með banka sem rekstrarlegt bakland. En mikilvægasta verkefnið verður ætíð að standa vörð um lífeyrissparn- aðinn, ávaxta hann með traustum hætti og greiða lífeyri. Allar meiri- háttar ákvarðanir um skipan sjóðsins verður því að taka af yfirvegun og á þann hátt að traustur vilji sjóðfélaga búi að baki en ekki einstaka upphlaup. Frá stofnun sjóðsins 1978 hefur verið tilgreint í samþykktum hans hver sé rekstraraðili sjóðsins. Það er algjör afbökun á sannleikanum, sem haldið hefur verið fram, að stjórn leggi fram tillögu um að festa sjóðinn hjá Arion banka með því að það þurfi 2⁄3 hluta atkvæða á ársfundi til að breyta um rekstraraðila. Þannig eru samþykktir sjóðsins í dag, að það þarf 2⁄3 hluta greiddra atkvæða til að skipta um rekstraraðila vegna þess að Arion banki er tilgreindur í samþykktum sem rekstraraðili sjóðsins. Stjórnin leggur hinsvegar til að nafn bankans verði tekið úr samþykktunum en að stjórn hafi heimild til að semja við rekstraraðila um dag- legan rekstur sjóðsins. Það er mikilvægt ákvæði í tillögu stjórn- ar að hafa valdið áfram hjá sjóðfélögum ef breyta á rekstrarfyrir- komulagi eða skipta um rekstraraðila. Vilja menn virkilega að fjórir einstaklingar í stjórn geti tekið svo af- drifaríkar ákvarðanir um rekstur sjóðsins? Ég hef ekki trú á því. Rafrænar kosningar framundan Sjóðfélagalýðræði hefur verið ofar- lega á blaði í stjórn Frjálsa. Meðal annars er fullur vilji til þess að auka möguleika sjóðfélaga til áhrifa með rafrænum kosningum. Lagt er til að stjórn hafi þá heimild að efna til raf- rænna kosninga. Á hinn bóginn þarf að vanda mjög til slíkra kosninga og reynslan sýnir að upp geta komið hnökrar sem skapa tortryggni varð- andi slíkt kosningafyrirkomulag. Stjórnin er einhuga í því að stefna að rafrænum kosningum en vill halda þeim möguleika opnum að viðhafa hefðbundna kosningu sem útgöngu- leið komi eitthvað upp á. Það er skyn- samlegt og varfærnislegt en fullur vilji er til þess að rafrænar kosningar meðal sjóðfélaga verði það sem koma skal. Ávöxtun Frjálsa stenst samanburð Í grein frambjóðenda til stjórnar- kjörs og á síðasta ársfundi hefur verið stillt upp samanburði á kostnaði Frjálsa lífeyrissjóðsins og Almenna lífeyrissjóðsins. Beinn kostnaður sjóðanna var sambærilegur 2018, 0,33% af eignum hjá Frjálsa og 0,30% hjá Almenna og munaði því aðeins 0,03 prósentustigum. Mismunur á óbeinum kostnaði, sem felur í sér kostnað vegna fjárfestinga í sjóðum, skýrist fyrst og fremst af mismun- andi áherslum sjóðanna í eignastýr- ingu hverju sinni. Ávöxtun sjóðsins hefur verið góð undanfarin ár. Síðastliðið eitt ár er ávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins 8,2%-14,1%, sl. 5 ár 5,8%-8,9% og sl. 10 ár 7,2%-10,7% á ársgrundvelli. Stærsti hluti kostnaðar Frjálsa er umsýsluþóknun til Arion banka fyrir rekstur sjóðsins. Andvirði umsýslu- þóknunarinnar hefur bankinn m.a. nýtt til að sinna öflugu markaðs- og sölustarfi fyrir sjóðinn, svo og allri annarri starfsemi fyrir sjóðinn. Hefur það gengið mjög vel því sjóðurinn hefur stækkað hlutfallslega meira en lífeyriskerfið í áraraðir og tæplega tvöfalt fleiri greiða skylduiðgjald í Frjálsa en Almenna að meðaltali í hverjum mánuði, um 15.400 manns í Frjálsa en 8 þúsund í Almenna miðað við árið 2018. Það er markmið sjóðs- ins að lækka hlutfallslegan kostnað og mun það gerast hraðar eftir því sem sjóðurinn stækkar meira. Það sem skiptir hinsvegar aðalmáli fyrir sjóðfélaga er ávöxtun sjóðfélaga og hvaða lífeyri hann fær fyrir iðgjöldin sín. Hvort sem horft er til 10 ára eða 15 ára er ávöxtun Frjálsa hærri í öll- um fjárfestingarleiðum heldur en hjá Almenna. Frelsi til að velja skiptir máli Sjóðfélagar Frjálsa velja að greiða í sjóðinn og eru ekki undir neinni nauðung. Líki þeim ekki starfsemi sjóðsins, þá geta þeir hvenær sem er ákveðið að greiða iðgjöld í annan sjóð og flutt séreign sína úr sjóðnum. Það er þetta frelsi sem vísað er til í nafni sjóðsins og það hefur skipt miklu máli í þróun lífeyriskerfisins á Íslandi. Um 60 þúsund sjóðfélagar hafa valið að greiða í sjóðinn og enginn frjáls sjóð- ur er með eins marga virka sjóð- félaga. Á síðasta ári völdu tæplega 23 þúsund sjóðfélagar að greiða iðgjöld til sjóðsins. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta á ársfund Frjálsa og sækist eftir stuðningi í stjórnarkjöri. Það er mikill heiður að hafa notið trausts til þess að sinna stjórnarstörfum í Frjálsa. Á þeim vettvangi eru fram- undan mikilvæg og krefjandi verkefni sem ég býð mig fram til að sinna af kostgæfni. Eftir Elínu Þórðardóttur Elín Þórðardóttir » Vilja menn virkilega að fjórir einstakling- ar í stjórn geti tekið svo afdrifaríkar ákvarðanir um rekstur sjóðsins? Traustur vilji sé fyrir ákvörðunum Höfundur er stjórnarmaður í Frjálsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.