Morgunblaðið - 13.05.2019, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HREINN BJARNASON
kaupmaður,
Laugarnesvegi 87, Reykjavík,
lést á Landakoti miðvikudaginn 1. maí
Útför hans fer fram frá Áskirkju
miðvikudaginn 15. maí klukkan 13. Blóm vinsamlega afþökkuð.
Anna B. Agnarsdóttir
Lilja Hreinsdóttir Guðlaugur Þór Þórarinsson
Björk Hreinsdóttir Björn G. Aðalsteinsson
Þóranna Hrönn, Gunnar Már, Elín Margrét,
Anna María og Bjarki Valdimar
✝ Lilja BergeyGuðjónsdóttir
fæddist á Skaga-
strönd 19. október
1944. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 29. apríl 2019.
Foreldrar Lilju
voru Guðjón Ing-
ólfsson, f. 1912, d.
1992, og Aðal-
heiður Frímanns-
dóttir, f. 1923, d. 2008. Systkini
hennar eru Ármann Þór, f.
1942, Jóna Ósk, f. 1948, Lárus
Sólberg, f. 1951, Ólafur Valgeir,
f. 1958 og Ingi Hafliði, f. 1964.
Fyrstu árin bjó Lilja á Skaga-
strönd en flutti til Hafnar-
fjarðar með foreldrum sínum og
systkinum 1952 og þar bjó hún
alla tíð síðan. Lilja giftist 15.
júní 1963 Árna Inga Guðjóns-
syni, f. 1944. Foreldrar hans
voru Guðjón Árnason, f. 1909, d.
1990, og Magnúsína Katrín
Guðjónsdóttir, f. 1912, d. 1974.
Systkini Árna eru Guðjón Rún-
ar, f. 1940, d. 1978, og Auður, f.
1943. Synir Lilju og Árna eru:
fóru þau 1976 á Ölduslóð 6. Frá
1991 bjuggu þau á Arnarhrauni
31. Fyrstu búskaparárin var
Lilja heimavinnandi. Síðar fór
hún að vinna utan heimilisins,
aðallega við verslunarstörf í
hlutastarfi áður en hún lærði til
sjúkraliða. Í mörg ár var hún
sjúkraliði á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Þegar bakveiki fór
að há henni við sjúkraliða-
starfið færði hún sig um set og
vann í nokkur ár á röntgendeild
spítalans. Eftir það vann hún
um tíma í Fjarðarkaupsapóteki
og í nokkur ár á Heilsugæslunni
Sólvangi uns hún lét af störfum
2008 í kjölfar veikinda nokkru
áður en hún fór á eftirlaun. Hún
náði sér nokkuð góðri af þeim
veikindum en haustið 2018
veiktist hún aftur er hún
greindist með krabbamein sem
að lokum lagði hana að velli.
Lilja var einn af stofnendum
kvennadeildar FH og í fyrstu
stjórn þess og formaður um
tíma. Þá sat hún í stjórn hand-
knattleiksdeildar FH í nokkur
ár, en bæði Árni og síðar syn-
irnir voru allir keppnismenn
þar. Eins starfaði hún mikið
fyrir kvenfélag Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði, m.a. sem formað-
ur.
Útför Lilju Bergeyjar verður
gerð frá Víðistaðakirkju í dag,
13. maí 2109, klukkan 15.
1) Guðjón, f. 1963,
kvæntur Hafdísi
Stefánsdóttur, f.
1962, þeirra börn
a) Árni Stefán, f.
1986, maki Gerða
Kristinsdóttir, f.
1989, dóttir þeirra
er Hafdís Lilja, f.
2017. b) Hildur
Rún, f. 1994, unn-
usti hennar er Ísak
Jasonarson, f. 1995.
2) Magnús, f. 1964, kvæntur
Ragnheiði Ásmundsdóttur, f.
1967, þeirra börn a) Lilja Björg,
f. 1991, b) Arnar Helgi, f. 1996,
unnusta hans er Þórey Sif
Hrafnsdóttir, f. 1999, c) Ásdís
Inga, f. 1998, unnusti hennar er
Sigurður Eðvarð Ólafsson, f.
1997, d) Magnús Fannar, f.
2000. 3) Jónas, f. 1969, kvæntur
Berglindi Öddu Halldórsdóttur,
f. 1973, synir þeirra a) Halldór
Ingi, f. 1995, unnusta hans er
Viktoría Valdís Utley, f. 1995,
og Kristófer Máni, f. 2002.
Lilja og Árni hófu búskap
sinn í Köldukinn 19 en fluttu
1966 á Álfaskeið 80 og þaðan
„Þessi lilja er mín lifandi trú“
segir í ljóðinu Liljan (texti eftir
Þorstein Gíslason) en það hefur
verið mér hugleikið frá andláti
móður minnar enda margt sem
þar segir sem á vel við. Missir
okkar allra er mikill og þá ekki
síst pabba enda hafa þau staðið
saman í vel yfir hálfa öld.
Mamma var sú sem leitað var til
þegar eitthvað bjátaði á en pabbi
ef það þurfti að laga eitthvað. Það
væri hægt að hafa mörg orð um
allar þær minningar sem komið
hafa upp undanfarið. Ég er hins
vegar ekki þekktur fyrir að tala
of mikið að óþörfu og ætla hér að
halda mig við það og láta nægja
að minnast hennar með stolti yfir
því að geta sagst vera sonur
hennar. Ef maður getur það eru
frekari orð óþörf og ég get svo
sannarlega sagt með stolti: Lilja
Guðjóns er mamma mín.
Það á svo vel við að hafa loka-
orðin úr Liljunni sem verður
sungin í útförinni og mun örugg-
lega framkalla tár, a.m.k. hjá
mér.
Og veturinn komi með kulda
og klaka og hríðar og snjó,
hún lifir í hug mér sú lilja
og líf hennar veitir mér fró.
Hvíl í friði, elsku mamma mín.
Þinn sonur
Magnús.
Vorið, tíminn þegar gróðurinn
vaknar, sól hækkar á lofti og
huga þarf að sumarblómunum
var tími sem hún Lilja tengda-
móðir mín naut. Hún lagði sig
fram um að hafa falleg sumar-
blóm í garðinum og hafa hann
snyrtilegan og svo þurfti auðvitað
að setja niður kartöflur. En það
var líka annar garður sem hún
Lilja hugsaði vel um og það var
hennar nánasti „garður“, fjöl-
skyldan hennar. Það gátu allir
leitað til Lilju og hún sýndi alltaf
öllum áhuga. Hún var ákaflega
stolt af barnabörnunum sínum og
var góður vinur þeirra. Hún
hringdi gjarnan til að athuga með
þau og ef einhver var veikur var
hún alltaf með góð ráð og jafnvel
mætt með eitthvert góðgæti. Það
var líka yndislegt að hlusta á
hana segja frá litlu langömmu-
stelpunni sem hún var svo ham-
ingjusöm með.
Mín fyrstu kynni af Lilju voru
fyrir um þrjátíu árum þegar
Maggi kynnti mig fyrir foreldr-
um sínum á Ölduslóðinni og dreif
sig svo á æfingu og skildi mig eft-
ir eina með þeim. Lilja og Árni
tóku mér bæði strax svo vel og
tókst að gera þessi fyrstu kynni
létt. Ég man að ég hugsaði með
mér hvað þetta væri svakalega
hugguleg kona og smart. Lilja
lagði sig nefnilega alltaf fram um
að vera vel tilhöfð.
Það var alltaf gott að leita til
Lilju og alltaf stóðu dyrnar henn-
ar opnar fyrir mér. Sama hvert
erindið var; eitthvað varðandi
krakkana, bakstur, rabarbar-
asultu eða bara spjall yfir kaffi-
bolla. Báðar vildum við nefnilega
hafa kaffið eins, með mikilli
mjólk.
Nú er vorið komið og gróður-
inn að vakna en sá tími sem þér
var ætlaður hérna með okkur er
liðinn. Þér hefur sennilega verið
ætlað að setja niður sumarblóm
einhvers staðar annars staðar.
Elsku Árni minn, þinn missir
er mikill og megi góður Guð
styðja þig og styrkja í sorginni.
Elsku Lilja mín, það er margs
að minnast á þrjátíu árum og
söknuðurinn mikill. En ég er líka
þakklát fyrir þessi ár og sérstak-
lega að hafa fengið þig sem
tengdamömmu.
Guð blessi þig, elsku Lilja mín.
Þín tengdadóttir
Ragnheiður.
Elsku Lilja mín.
Undanfarnir dagar hafa verið
erfiðir og söknuðurinn mikill. Að
horfa á hópinn þinn í kringum þig
segir allt sem segja þarf. Árni og
strákarnir, við tengdadæturnar,
barnabörnin og litla skottan,
nafna okkar hún Hafdís Lilja,
systkini ykkar beggja og makar,
allir vinirnir og frændfólk sem
komu til þín.
Þú varst hrókur alls fagnaðar.
Alltaf.
Hugurinn reikar til fyrstu ár-
anna þegar ég kynntist þér.
Mömmu hans Gaua, sjúkraliðan-
um Lilju, mömmu Magga og Jón-
asar og konunnar hans Árna. Það
fór fátt framhjá þér og þýddi nú
lítið að læðast út í morgunsárið af
Ölduslóðinni. Það var nefnilega
þannig að þú fórst allaf fyrst á
fætur og sast við eldhúsborðið í
uppáhalds stellingunni þinni;
með fæturna uppi á borði og
bauðst góðan daginn. Úff, þar var
ég nöppuð. Þú þekktir mig alveg,
þú varst vinkona Geggu frænku
og hafðir leikið við pabba í æsku.
Við smullum saman. Þú bauðst
mér að borða, lúðu og hvítvín. Æi
ég hafði nú aldrei borðað lúðu.
En ég lét slag standa og þetta var
auðvitað æði eins og allur matur
sem þú eldaðir.
Þú varst fljót að fatta að ef ég
vissi ekki af hvað skepnu kjötið
var, þá borðaði ég það. Þú plat-
aðir mig bara, hentir pappírnum
af kjötinu og sagðir: „Það er kjöt í
matinn.“
Þú og Árni óluð upp frábæra
stráka. Þú varst mamman sem
alltaf var með keppnisdótið tilbú-
ið, meira að segja straujaðir það.
Þeir urðu að líta vel út á vellinum
og lykilatriði að vera með treyj-
una gyrta í buxurnar.
Árin liðu og Árni Stefán fædd-
ist, fyrsta ömmu- og afabarnið.
Þú taldir það nú ekki eftir þér að
koma til okkar og passa svo við
gætum unnið og alls ekki mátti
fara með barnið út í kuldann, þú
komst bara heim.
Við Gaui giftum okkur og hver
hélt ræðu? Nú auðvitað Lilja
Guðjóns og afhentir mér afsal
fyrir Guðjóni með þeim orðum að
ekki yrði tekið við honum til
baka. Ef ég kvartaði eitthvað þá
vitnaðir þú í afsalið sem afhent
var í votta viðurvist.
Hildur Rún fæddist, en þá var
amma Lilja í meiri vinnu en samt
varstu alltaf til í að grípa inn í
þegar þú gast, með pössun, gefa
að borða, skutla eða hvað sem var
og lofaðir nú oftast fyrir ykkur
bæði því Árni sá um skutlið.
Þú felldir gleðitár þegar fyrsta
langömmubarnið fékk nafnið þitt
og mitt, Hafdís Lilja, svo mikill
gleðigjafi þetta litla ljós og ég er
sorgmædd yfir því að hún fái ekki
að hafa þig hjá sér lengur, en ég
verð dugleg að segja henni sögur
af þér.
Þú varst alltaf vel upplýst um
hvað hver og einn var að gera og
stoltið leyndi sér ekki þegar þú
talaðir um þitt fólk.
Þú varst eitthvað svo elegant
kona. Passaðir upp á útlitið, fórst
ekki út án þess að setja á þig and-
litið eins og þú sagðir, vildir
klæðast flottum fötum og passa
hárið. Þetta passaðir þú algjör-
lega fram á það síðasta.
Elsku Lilja mín það er svo
margt sem mig langar að segja
en orðin koma bara ekki.
Mig langar að þakka fyrir svo
margt, en umfram allt að þakka
þér fyrir að hafa verið heimsins
besta tengdamamma, því það eru
sko ekki allir svona heppnir eins
og við tengdadæturnar þínar
þrjár.
Takk fyrir allt. Þar til seinna.
Þín
Hafdís.
Enn missum við góða vinkonu.
Við vorum átta stelpur sem
fórum að hittast í saumaklúbbi
fyrir 57 árum, þekktumst af Vest-
urbrautinni, úr skólanum og
sundfélaginu. Með okkur þróað-
ist innileg vinátta, virðing og
kærleikur í blíðu og stríðu. Lilja
er sú þriðja sem fer, Klara og
Sigrún taka á móti henni og nú
verður hóað í saumaklúbb.
Í Lilju áttum við góða, duglega
og sterka vinkonu, sem var alltaf
til staðar, sagði það sem hún
meinti, dreif í hlutunum og var
með báða fætur á jörðinni.
Vertu sæl, kæra vinkona, og
hafðu þökk fyrir samveruna.
Þú, Klara og Sigrún verðið
alltaf hluti af okkur, við söknum
ykkar. Árna og fjölskyldunni
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Saumaklúbburinn,
Auður, Hrafnhildur,
Gerður, Ólöf og Soffía.
Lilja hans Árna – Árni hennar
Lilju.
Þannig voru þau nefnd þegar
annað þeirra eða bæði bárust í tal
í fjölskyldunni eða vinahópnum.
Við vorum svo heppin að eignast
vináttu þeirra hjóna fyrir rúmum
fimmtíu árum. Þeirra vinátta
náði ekki bara til okkar hjónanna
heldur hafa börn okkar og barna-
börn notið elsku þeirra og um-
hyggju alla tíð. Það var traustur
og góður vinahópur sem varð til í
kringum meistaraflokk karla í
handbolta hjá FH upp úr 1960.
Hann stækkaði fljótt þegar yngri
leikmennirnir fóru að festa ráð
sitt og konunum fjölgaði, fjöl-
skyldurnar stækkuðu og sam-
skiptin urðu nánari. Það voru
haldnar ýmiskonar skemmtanir,
farið í útilegur með fjölskyldurn-
ar, ferðast til útlanda og svo auð-
vitað stutt við félagið okkar með
ýmsu móti. Lilja átti stóran þátt í
að gera allt svo auðvelt og
skemmtilegt með drifkrafti sín-
um og glaðværð. Hún var sann-
kallaður gleðigjafi, hrein og bein
með stórt hjarta og umhyggju
fyrir sínu fólki og vinum. Það var
alltaf opið hús hjá þeim hjónum
öllum mætt með hlýju og gleði.
Drengirnir þeirra eru foreldrum
sínum gott vitni, elskulegir og
góðir menn. Við fjölskyldan
minnumst Lilju með miklu þakk-
læti fyrir alla hennar vináttu og
stuðning alla tíð. Það er mikið
ríkidæmi að eignast slíka vini
eins og þau hjón. Kæri Árni,
Guðjón, Magnús, Jónas og fjöl-
skyldur, megi allar góðu minn-
ingarnar hugga ykkur og
styrkja.
Inga, Magnús, Sólveig,
Laufey og fjölskyldur.
Á kveðjustundu kemur margt
upp í hugann. Það er ekki sjálf-
sagt að kynnast svo góðu og
vönduðu fólki eins og þeim hjón-
um Árna og Lilju. Við kynntumst
Lilju í kringum 1980; hún var ein
af þessum orkumiklu konum sem
vann úti, hélt utan um alla kraft-
miklu strákana sína sem hafa
mikið látið til sín taka innan vall-
ar sem utan, sinnti félagsstörf-
um, m.a. fyrir fimleikafélagið.
Oftar en einu sinni var hringt; þá
var Lilja að sjá um helgarmót
FH fyrir yngri flokka í handbolta
og vantaði dómara og það var
bara þannig að maður sagði alltaf
já við Lilju þó að kl. væri 8 á
sunnudagsmorgni!
Síðastliðin 15 ár höfum við átt
nána og hnökralausa samleið
með Lilju og Árna síðan við flutt-
um á efri hæðina á Arnarhraun-
inu. Það var ómetanlegt að eign-
ast svona góða nábýlinga. Við
fengum fljótt að kynnast góðvild
og hlýju af neðri hæðinni enda
hefur ekki verið talin þörf á að
setja hita í gólf hér uppi.
Lilja vildi hafa allt á hreinu,
var ákveðin og tillitssöm, umhug-
að að öllum liði vel. Jú, hún var
klárlega verkstjórinn í garðin-
um, gaf hekklínuna og var hug-
myndasmiðurinn varðandi rósir
og beð. Garðinn vildi hún hafa
snyrtilegan. Mál varðandi fram-
kvæmdir í húsinu voru alltaf
rædd og leyst í sátt.
Lilja með sitt stóra hjarta
mátti ekkert aumt sjá og alltaf
tilbúin að leggja til hjálparhönd
ef með þurfti, endalaus almenni-
legheit og hjartahlýja skreytt
með góðu skopskyni. Kringum
hana var gaman að vera, hún var
góður gestgjafi og náði að skapa
þessa þægilegu stemningu þar
sem þú varst alltaf velkomin og
líðan betri eftir kaffispjall. Ef
eitthvað stóð til á efri hæðinni
var hún ávallt boðin og búin til að
aðstoða af kærleika, örlæti og
gleði. Eitt sinn mætti hún upp
með fulla stauka af marglitum
vanilluhringjum. Þá hafði okkur í
efra dottið í hug að halda litríka
veislu. Hún talaði ekkert um
þetta en dreif sig í Fjarðarkaup,
keypti matarliti og var síðan
mætt upp stuttu síðar með her-
legheitin. Stundum var hávaði í
efra hvort sem það tengdist næt-
urgleði eða múrbroti. Aðspurð
kvaðst Lilja bara ekki hafa orðið
vör við neinn hávaða eða ein-
hverja truflun!
Óteljandi eru þau skiptin sem
hún opnaði fyrir okkur þegar við
vorum læst úti. Við fundum líka
oft og vel hvað Lilja dreifði vel af
gæsku sinni og væntumþykju til
fjölskyldu og vina. Hún var
hörkutól og mikil keppnismann-
eskja sem nýttist í hennar bar-
áttu við langvinnt heilsuleysi
sem hún tókst á við af mikilli
þrautseigju og gaf ekkert eftir.
Nei, hún ætlaði ekki að láta veik-
indi trufla það sem henni þótti
skemmtilegt að gera; hún dubb-
aði sig upp, setti á sig varalit og
brunaði af stað. Horfði alltaf
fram á veginn þar sem hún sá
eitthvað skemmtilegt til að njóta
og gleðjast með öðrum.
Lilju verður víða sárt saknað
en við vitum að lífsgleði hennar
og kærleikur mun lifa áfram. Um
leið og við þökkum Lilju ómet-
anlega vináttu viljum við senda
fjölskyldu hennar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jón Þór, Sif og
Stefán Þór.
Hún Lilja Guðjónsdóttir var
gleðigjafi. Brosmild, hlý og nær-
vera hennar litaði ávallt allt nán-
asta umhverfi og samferðarfólk.
Fólki þótti jafnan gott að njóta
vináttu hennar og elsku. Og nú er
hún öll, en Lilja lést eftir erfið
veikindi. Í þeirri veikindabaráttu
kom styrkur hennar, æðruleysi
og jafnlyndi svo sannarlega vel í
ljós; hún bar höfuðið hátt og
gerði lítið úr eigin ástandi og
veikindum, þegar um var spurð
af samferðarfólki.
Lilja var gegnheill FH-ingur
eins og allt hennar fólk. Eigin-
maðurinn Árni Guðjónsson leik-
maður FH í handbolta um ára-
raðir og margfaldur
Íslandsmeistari. Og synirnir
þrír, Guðjón, Magnús og Jónas,
héldu þeim bolta á lofti síðar
meir með glæsibrag og nú eru
það sonarbörnin sem halda því
merki hátt á lofti. Og ávallt var
Lilja kjölfestan í íþróttum eigin-
manns og sona; mætt til leiks
hvetjandi og glöð. Félagsstörfin
hvort sem var sem burðarás inn-
an kvennadeildar FH eða í stjórn
handknattleiksdeildar félagsins,
ómældar stundir og elja, allt fyr-
ir félagið. Við vitum að FH-ingar
kveðja þessa sómakonu með
söknuði og virðingu.
Og hún Lilja var líka krati –
gegnheill jafnaðarmaður, eins og
fjölmargir Hafnfirðingar af
hennar kynslóð. Hún átti ekki
langt að sækja það, því pabbi
hennar, Guðjón, var varabæjar-
fulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn
forðum daga og systir Lilju, Jóna
Ósk, var bæjarfulltrúi um árabil.
Jóna Ósk varð raunar fyrsta kon-
an sem varð forseti bæjarstjórn-
ar Hafnarfjarðar árið 1986. Lilja
var sterkur stólpi í bakvarðasveit
hafnfirskra jafnaðarmanna um
áratuga skeið fyrir Alþýðuflokk-
inn, hvort sem var innan flokks-
ins eða í Kvenfélagi Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði þar sem
hún var formaður um skeið. Við
sem þessar línur ritum þökkum
fyrir góða samvinnu og hjálp
hennar í blíðu og stríðu á vett-
vangi stjórnmálanna.
Fólk varð betra af kynnum og
samveru við Lilju Guðjónsdóttur.
Allt hennar fólk, stórfjölskyldan,
er mikið sómafólk sem hefur
styrkt nærsamfélagið, Hafnar-
fjörð, í leik og starfi. En nú hefur
ættmóðirin kvatt hinstu kveðju
og afkomendur syrgja og minn-
ast góðra stunda. Þeim sendum
við okkar innilegustu samúðar-
og kærleikskveðjur. Guð blessi
minningu Lilju Guðjónsdóttur.
Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Gunnar Svavarsson
og
Ingvar J. Viktorsson.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Lilja var ein þeirra dásamlegu
FH-eiginkvenna sem tóku mér
fagnandi í hópinn árið 1976.
Frábærir tímar fóru í hönd hjá
góða hópnum okkar og árum
saman vorum við ein heild á bak
við sigursælu „kallana“ okkar í
handboltanum.
En Lilja var líka sannur krati
og fylgdi Alþýðuflokknum að
málum. Á þeim vettvangi lágu
leiðir okkar oft saman.
Ég minnist hennar hér í örfá-
um orðum þar sem ég á þess ekki
kost að fylgja henni hinsta spöl-
inn.
Ég þakka Lilju yndislega sam-
ferð, einstaka hlýju og velvild
sem hún sýndi mér alltaf. Ég bið
henni blessunar og góðrar heim-
komu.
FH hefur misst dyggan stuðn-
ingsmann. En Árni og strákarnir
þeirra frábæru og barnabörnin
halda merkinu á lofti.
Árna vini mínum, strákunum,
tengdadætrum, barnabörnum og
systkinum Lilju sendi ég mínar
hlýjustu kveðjur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Jóna Dóra
Karlsdóttir.
Lilja Bergey
Guðjónsdóttir