Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
Að spá í bolla er,
ef rétt er á haldið,
skapandi leið að
flóknum tilfinning-
um. „Sjáðu þarna,
hvað skyldi þetta nú vera?“ Opnar
spurningar og speglandi hugsun
eru lyklar að djúpum leyndardóm-
um tilfinningalífsins.
Hún kunni þá list vel, hún
amma. Var eiginlega sérfræðingur
í skapandi meðferð, ekki menntuð
sem slík, en hafði þetta einhvern
veginn í sér. Blettirnir og rendurn-
ar í kaffibollanum breyttust í lang-
ar sögur sem undu upp á sig og
urðu lifandi söguþræðir. Fengu
merkingu fyrir þá sem spáð var
fyrir og hjálpuðu þeim við að stað-
setja sig í eigin lífi. Hún var glys-
gjörn, en bar gott skynbragð á
gæði. Bæði fólks og hluta. Yndisleg
kona með ríkulega greind og næm-
ar tilfinningar. Það var alltaf hægt
að leita til hennar ef lífið var erfitt
og hennar verður sárt saknað.
Það varð sorg og það varð ró,
þegar Olla amma dó.
Eins og lóan suður um sjó
sveif hún burt í betri mó.
(ÁRH)
Hugi og Muni.
Það er góð tilfinning sem fylgir
því að hafa endurnýjað vinskapinn
við Ólöfu, eða Ollu eins og hún var
Ólöf Vilhelmína
Ásgeirsdóttir
✝ Ólöf Vilhelm-ína Ásgeirs-
dóttir fæddist 28.
júlí 1935. Hún lést
30. apríl 2019.
Útförin fór fram
10. maí 2019.
yfirleitt kölluð af vin-
um sínum og okkur
krökkunum sem
voru heimagangar á
Hörpugötu 13 á ár-
unum 1962 til 1964.
Við Ásgeir sonur
hennar vorum þá
kærustupar fimm og
sex ára að aldri.
Minningarnar um
hana frá þessum ár-
um eru hversu mér
þótti hún falleg og góð, hún hafði
alltaf tíma til að tala við okkur
krakkana og sýna okkur hlýju og
kærleika.
Sterkasta minningin um hana
er þegar við Ásgeir leiddumst upp
Laugaveginn á ferðalagi okkar í
tískuverslunina Bernhard Laxdal,
þar sem Ólöf vann sem afgreiðslu-
dama. Þetta var á sex ára afmæl-
isdaginn minn og Ólöf hjálpaði Ás-
geiri að gefa mér afar fagra slæðu
í afmælisgjöf, sem hún síðan pakk-
aði inn af mikilli alúð og vand-
virkni. Það var mikils vert fyrir
barn á þessum aldri að vera sýnd-
ur þessi heiður og því ógleyman-
legt. Mér þótti alltaf ótrúlega
vænt um Ólöfu og finnst ég hafa
verið sérlega heppin að kynnst
henni aftur mörgum áratugum
síðar þegar við Ásgeir hittumst af
tilviljun og ákváðum að endurnýja
kynnin.
Því miður var tíminn með
henni, hennar skemmtilegu
kímnigáfu og skörpu greind fram
á síðustu stund ekki eins langur og
ég hefði viljað.
Minningin um hana er falleg og
gleymist ekki.
Hvíl í friði, elsku Ólöf.
Helga Lára Haraldsdóttir.
Eiríkur Sigurðs-
son, nánasti sam-
starfsmaður minn á
þriðja áratug, er fall-
inn frá eftir erfið
veikindi undanfarið misseri.
Ungur ákvað hann að leggja
fyrir sig veðurfræði. Hún er víð-
feðm og skiptist í sérgreinar og
teygir líka anga sína yfir í önnur
fræði sem fjalla um náttúruna. Við
flókið samspil tilviljana og eigin
ákvarðana átti fyrir okkur Eiríki
að liggja að sinna hafís og hefja
síðan á miðjum aldri langt og far-
sælt samstarf um það marg-
slungna náttúrufyrirbæri og allt
sem því viðvíkur.
Eiríkur vann á Veðurstofu Ís-
lands í skólaleyfum og hléum frá
námi á tímabilinu 1955-1961 en að
námi loknu starfaði hann á Veð-
urstofunni frá 1963 og allt til sjö-
tugs árið 2003. Feril sinn hóf hann
á veðurspádeild á Keflavíkurflug-
velli en lengst af var hann í höf-
uðstöðvum stofnunarinnar í
Reykjavík. Meginviðfangsefni
hans urðu á sviði hafísþjónustu og
úrvinnslu hafísgagna.
Á áttunda áratugnum samdi
Eiríkur þrjár viðamiklar skýrslur
um hafís á íslenskum hafsvæðum
árin 1968-1971. Nefnast skýrsl-
urnar „Hafís við strendur Ís-
lands“. Ensk þýðing Eiríks sjálfs
fylgdi. Úrvinnsla Eiríks og ná-
kvæm lýsing á ferðum hafíss við
Ísland á seinni hluta hins fræga
„hafísáratímabils“ bera vitni um
aðdáunarverða elju og vandvirkni
höfundar. Skýrslurnar munu
þykja mikils virði er fram líða
stundir.
Á þessum tímum eimdi eftir af
nafnleysiskröfu hjá stofnunum. Af
hógværð sinni hafði Eiríkur látið
sér lynda að vinna hans öll kæmi
út í Íslendingasagnastíl án þess að
Eiríkur Sigurðsson
✝ Eiríkur Sig-urðsson fædd-
ist 2.október
1933.Hann lést 2.
maí 2019.
Útförin fór fram
10. maí 2019.
höfundar væri getið.
Hann féllst síðar á
að bragarbót yrði
gerð á og eru nú ritin
kennd við höfund í
skrám bókasafna.
Eiríkur vann síðan
ásamt öðrum að ár-
legum en öllu minni
skýrslum um hafís
sem Veðurstofan
hélt áfram að gefa
út.
Eiríkur var hár maður vexti,
lengi vel spengilegur og vel á sig
kominn. Þó hrjáðu hann ýmsir
kvillar um dagana. Eiríkur var
forvitinn að upplagi og urðu veik-
indi hans þess valdandi að veður-
fræðingurinn var að mér fannst
jafnlærður um mannslíkamann og
veðrið sjálft.
Eiríkur var hvers manns hug-
ljúfi, fróður um flest, viðræðugóð-
ur og stálminnugur. Stóð ég mig
oft að því að bregða mér yfir til Ei-
ríks fengi ég snúna fyrirspurn í
síma um hafískomu á tilteknu
skeiði eða aðra viðburði. Það var
fljótlegra að fletta upp í Eiríki en
leita uppi svarið sjálfur. Eiríkur
fylgdist vel með landsmálum og
tók oft hressilegar rispur skýrum
rómi um hneykslanlega þróun í
fjármálum stjórnvalda, banka eða
athafnamanna. Ég hugsaði stund-
um að Eiríkur hefði orðið skæður
stjórnmálamaður hefði hann haft
skap til og áhuga.
Hér gefst ekki rúm til að orð-
lengja frekar um minn góða sam-
herja og vin, harmonikkuleikar-
ann sem skemmti á árshátíðum
Veðurstofunnar, hinn góða son
sem sinnti móður sinni af fórnfýsi
til dauðadags hennar á hundr-
aðasta og öðru ári o.fl.
Við Jóhanna konan mín vottum
fjölskyldunni samúð við lát Eiríks
frænda síns. Það er ekki ein báran
stök því að skammt er síðan hún
sá á bak ástkærum foreldrum,
Eggerti og Ingu, er bæði létust
óvænt síðasta misserið. Blessuð sé
minning þeirra og Eiríks Sigurðs-
sonar.
Þór Jakobsson.
Fallin er hjartans fögur rós
og föl er kalda bráin.
Hún sem var mitt lífsins ljós
ljúfust allra er dáin.
Drjúpa hjóðlát tregatárin
og tómið fyllir allt.
Ekkert sefar hjartasárin
í sálu andar kalt.
Þögul sorg í sál mér næðir,
sár og vonar myrk
en Drottinn ætíð af gæsku græðir
og gefur trúarstyrk.
Hnípin vinur harmi sleginn,
hugann lætur reika.
Kannski er hún hinumegin
í heilögum veruleika.
Þú ert laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ævidaga langa.
Heimur bjartur bíður þar
og bráðum kem ég líka.
Sigrún
Óskarsdóttir
✝ Sigrún Óskarsdóttir fæddist1. janúar1935. Hún andaðist
16. apríl 2019.
Útförin fór fram 10. maí 2019.
Þá verður allt sem áður var
er veröld finnum slíka.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
Þú alltaf verður einstök rós,
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran)
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Ágústs Ósk-
ars, Önnu Þórdísar, Eddu Bjark-
ar og annarra ástvina.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Óskarsdóttur.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Elsku vinkona
okkar:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
✝ Sædís Vigfús-dóttir fæddist
10. júní 1946. Hún
lést 7. apríl 2019.
Útför Sædísar
fór fram 15. apríl
2019.
Hafðu þökk fyrir
alla vináttuna, ráð-
leggingarnar og
hlýjuna gegnum ára-
tugina.
Elsku Sædís okk-
ar, á hugann leita ótal
minningar, ferðalög-
in okkar saman, hlýj-
an frá þér, heimsókn-
ir og allt spjallið. Við
verðum ævinlega
þakklát fyrir að vera
vinur þinn. Fjölskyldunni sendum
við innilegar samúðarkveðjur, guð
styrki ykkur og verndi ykkur öll.
Minning um einstaka perlu lifir.
Guðlaug (Gulla) og Arnór.
Sædís Vigfúsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÉTUR AXEL PÉTURSSON
járniðnaðarmaður,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
10. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. maí klukkan
15.00.
Pétur Jökull Pétursson Tina Teigen Pétursson
Stefán Pétursson Vigdís Jóhannsdóttir
María Pétursdóttir Philip S. Pedersen
Ásta S. Pétursdóttir Kasper Rasmussen
og barnabörn
Að þurfa að
kveðja þig, elsku Ír-
is mín, er mjög erfið
stund, þar sem þú
virtist vera tilbúin að taka ný
skref í lífi þínu tek ég þung skerf
við að fylgja þér til grafar.
Við eigum margar góðar minn-
Íris Björk
Hlöðversdóttir
✝ Íris BjörkHlöðversdóttir
fæddist 25. febrúar
1973. Hún lést 29.
apríl 2019.
Útför Írisar
Bjarkar fór fram 9.
maí 2019.
ingar sem mér þykir
óendanlega vænt
um og eru þær allt
frá því að við vorum
krúttlegar stelpur
að veiða fisk í mat-
inn í klóakrörinu á
Herjólfsgötu í að
vera að fullorðnar
stelpur að taka sig
til í kjallaranum á
Flókagötunni að
fara á ball á Hótel
Íslandi.
Við saumuðum á okkur eins
kjóla, þú grænan og ég hvítan, og
mikið vorum við fínar til að fara á
ball í eins kjólum – Ekki fannst
mér heldur leiðinlegt að nota þig
sem förðunarmódel þegar ég var
í þeim bransa og ég held að þér
hafi ekki heldur fundist það leið-
inlegt – brallið og brasið á okkur
varðandi myndatökurnar var
óborganlegt og þessar minning-
ar, myndir og filmur mun ég
varðveita vel.
En eins og gerist hjá mörgum
þá fer fólk ólíkar leiðir í lífinu og
leiðir skilur eins og gerðist hjá
okkur en alltaf gátum við leitað
hvor til annarrar ef eitthvað bját-
aði á, og mikið var gott að getað
leitað til þín, elsku Íris. Við gát-
um talað um allt án þess að vera
með fordóma vegna annarra og
horfðum á alla jafna, alveg sama
hvar þeir voru staddir í lífinu.
Þú komst með mér í Skorra-
dalinn síðastliðinn nóvember þar
sem við töluðum saman um allt á
milli himins og jarðar. Þú talaðir
um börnin þín og hversu vel þeim
gengi í lífinu og hversu stolt þú
værir af þeim.
Einnig talaðir þú um hvernig
líf þitt væri búið að vera og
hvernig þú ætlaðir að rísa upp
eins og fuglinn Fönix.
Elsku Íris mín, ég gæti skrifað
margar síður um þig en margt vil
ég geyma í hjarta mínu og geta
rifjað upp með þér þegar ég þarf
að tala við þig.
Elsku Finnbogi, Emelía, Hlöð-
ver, Hulda, Kjartan, Pálmar og
ykkar fjölskyldur, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og megi ljós
Guðs og styrkur gefa ykkur kraft
á þessum erfiðu tímum.
Ég mun ávallt sakna þín, elsku
Íris mín, og minning þín mun lifa
í mínu hjarta.
Þín vinkona
Anna.
2. apríl síðastliðinn féll Hjálm-
ar Þórðarson byggingaverkfræð-
ingur frá. Þá vantaði aðeins 25
daga í að hann næði að verða ní-
ræður.
Að loknu námi í Kaupmanna-
Hjálmar Þórðarson
✝ HjálmarÞórðarson
verkfræðingur
fæddist 27. apríl
1929 á Vatnsnesi,
Grímsnesi. Hann
lést 2. apríl 2019 á
hjúkrunarheimil-
inu Skógarbæ,
Reykjavík.
Útför hans fór
fram í kyrrþey.
hafnarháskóla hóf
Hjálmar störf hjá
Sigurði S. Thorodd-
sen, á árinu 1956.
Meðstofnandi varð
hann svo 1962 að
Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen
sf. og þar átti hann
sinn starfsferil all-
an.
Hönnun vatns-
aflsvirkjana var
helsti starfsvettvangur hans um
langt árabil. Eftirminnilegt verk-
efni var virkjun Laxár 3 á árunum
1970-73, en þar var hann staðar-
verkfræðingur og sá bæði um
hönnun og eftirlit með fram-
kvæmd verksins. Þetta verkefni
hafði orðið að erfiðu deilumáli
landeigenda og stjórnar Laxár-
virkjunar, sem þó leystist bæri-
lega. Aðalverktaki verksins,
Norðurverk hf., reyndist ekki
léttbær, en með skýrri stefnu
Hjámars og einurð, auk bak-
stuðnings frá Sigurði gamla, lauk
þessu verkefni farsællega.
Einmitt í upphafi þessa verks
var ég, nýráðinn græninginn,
sendur norður í vinnu til Hjálm-
ars við hönnun og eftirlit með
framkvæmdum. Þar var ég kom-
inn í alvöruverkefni sem oftast
var spennandi og skemmtilegt, en
gat þó orðið snúið fyrir nýliðann.
En veganestið sem ég fékk frá
Hjámari á þessum árum reyndist
mér drjúgt æ síðan. Sá þriðji, Ás-
geir Höskuldsson, bygginga-
meistari á Húsavík, bættist í hóp-
inn og varð úr nokkuð öflugt og
glaðvært eftirlitsteymi, undir
styrkri stjórn Hjálmars. Vinskap
eignuðumst við þrír sem entist
okkur út ævina, þó oft með stop-
ulum endurfundum.
Hjálmar sinnti mörgum og
margvíslegum verkefnum en á
síðari árum var hönnun hreinlæt-
is- og hitakerfa, loftræstikerfa og
fleiri sérkerfa hans sérsvið.
Þar fór ávallt afar glöggur og
traustur verkfræðingur. Lét fátt
hagga sér og sinnti verkefnunum
af kunnáttu og samviskusemi.
Gott gat verið að leita ráða hjá
Hjálmari en fyrir kom að hann
þagnaði við, mátti þá vita að
spjallinu væri lokið af hans hálfu.
Skildist sú afstaða ævinlega.
Blessuð sé minning Hjálmars
Þórðarsonar.
Níels Indriðason.
Elsku hjartans
Þorvaldur bróðir
minn, mér finnst al-
veg ömurlegt að þú
sért farinn, sannarlega varstu
elskaður, kæri bróðir.
Ég man þá tíma þegar þú
komst á Njálsgötu og við fórum
saman á rúntinn – þú áttir alltaf
tyggjó í bílnum. Það var svaka
stuð að vera tyggjó-brjálæðingar
á flottum bíl – þú varst hetja og
æðrulaus með eindæmum – leið-
inlegt að hafa ekki verið hjá þér
þegar þú fórst. Þú reyndist mér
vel og yfir þér var falleg ára, fal-
leg sál sem fer eftir því á góðan
stað (það er bara lögmál í alheim-
Þorvaldur
Þórarinsson
✝ Þorvaldur Þór-arinsson fædd-
ist 12. nóvember
1969. Hann lést 26.
mars 2019.
Útför Þorvalds
fór fram 8. apríl
2019.
inum). Þetta kom
virkilega flatt upp á
mig og mjög erfitt
að skilja.
Maður er ekki
líkamleg vera sem
verður andleg –
maður er andleg
vera sem er stund-
um líkamleg – stað-
reynd. Ég elska þig
út af lífinu, geri það
núna, gerði það og
mun gera það hiklaust í eilífðinni
líka. Þú stóðst þig eins og hetja,
elsku hjartans ljósið mitt.
Ég verð ávallt systir þín á
himni sem og jörðu. Ég treysti
Guði algerlega.
Ég votta ykkur, pabbi, Selmu
Huld, Ragnar Smára, Helenu,
systkinum mínum, vinum og
vandamönnum mína dýpstu sam-
úð á þessari sorgarstund.
Ég elska þig.
Kveðja, þín litla systir,
Hrefna Björt.