Morgunblaðið - 13.05.2019, Side 22

Morgunblaðið - 13.05.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla 60 ára Sigríður Dóra ólst upp í Vestur- bænum í Reykjavík en býr á Seltjarnarnesi. Hún er heilsugæslu- læknir í Miðbænum og nýtekin við starfi fram- kvæmdastjóra lækn- inga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins. Maki: Björgvin Jónsson, f. 1964, hrl. hjá Megin lögmannsstofu. Dóttir: Margrét Erla, f. 1993. Foreldrar: Magnús R. Gíslason, f. 1930, d. 2016, tannlæknir og yfirtannlæknir í heilbrigðisráðuneytinu, og Dóra Jó- hannsdóttir, f. 1930, d. 2004, húsmóðir og aðstoðarmaður tannlæknis. Sigríður Dóra Magnúsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eirðarleysi gerir vart við sig í dag. Vertu opinn fyrir því að kynnast nýju fólki. Ástamálin ganga ljómandi vel. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert í góðu jafnvægi og allt virð- ist með kyrrum kjörum í kringum þig. Klukkan tifar samt áfram – fram- kvæmdu það sem þig langar til. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Til þín verður leitað með per- sónulegt málefni. Þú skýtur skjólshúsi yfir ættmenni og það mun opna augu þín fyrir ýmsu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér hættir til að vera of fastur/ föst fyrir og það leggur stein í götu þína. Láttu áhyggjurnar ekki hrannast upp heldur gakktu strax í málið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Aðrir eru sem bráðið smjör í hönd- um þínum. Ekki notfæra þér það í of miklum mæli. Þig langar að prófa að ferðast á puttanum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur mikinn sjálfsaga og ger- ir stundum of miklar kröfur til þín. Vertu mátulega kærulaus og þá fer allt að ganga betur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. En er það gott? Fram undan eru ærin verkefni, má ekki fresta ein- hverjum? 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki smáóhapp eyði- leggja fyrir þér daginn. Það að slá öðr- um gullhamra getur breytt mörgu. Ekki láta greipar sópa í búðunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gerðu draum þinn að veru- leika og leitaðu á vit ævintýranna. Ein- beittu þér að því að leggja inn á banka- reikning tilfinninganna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óvæntar fréttir berast langt að sem gleðja þig. Gefðu þér tíma til þess að kanna málin, því flas er ekki til fagnaðar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Finndu þér eitthvert áhuga- mál því þá er möguleiki á að kynnast nýju fólki, það er það sem þú þarft núna. Leggðu heilann í bleyti um hvern- ig breyta má heima fyrir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er upplagt að eyða smátíma í það að sýna sig og sjá aðra í dag. Leyfðu barninu í þér að brjótast út. Ein- hver léttir á hjarta sínu við þig. Hann var í forsvari fyrir kvenna- knattspyrnu Aftureldingar í allmörg ár og hlaut viðurkenningu fyrir þau störf. Hann var endurskoðandi bæjarreikninga Mosfellsbæjar. Hann var meðlimur í Félagi íslenskra stórkaupmanna, nú Félagi aði og lausnum fyrir íþróttahús og sundlaugar.“ Ágúst var þjálfari hjá fimleika- deild KR og skipulagði og sá um fim- leikasýningar á Suður- og Norður- landi með sameinuðum fimleika- flokki karla hjá KR og Ármanni. Á gúst Óskarsson fæddist 13. maí 1949 á Sjúkra- húsinu á Akureyri og ólst upp í Héraðsskól- anum á Laugum í Reykjadal. „Ég starfaði þar við ýmis störf, m.a. við sumarhótelið. Í æsku ætlaði ég mér lengi að verða bóndi og var með íslenskar hænur í mörg ár,“ en Ágúst var oft í sveit á sumrin og um páska í Máskoti í Reykjadal. Hann vann einnig á búgarði í Eng- landi 16 ára gamall sumarið 1965. „Hugurinn hneigðist þó snemma að íþróttum og má finna í skúffum hjá mér eitthvað af verðlaunum sem ég hef hlotið fyrir þær í gegnum tíð- ina. Ég byrjaði um 11 ára aldur að kenna sund og þjálfaði frjálsar íþróttir og fótbolta öll sumur fyrir HSÞ og sá einnig um allmörg hér- aðsmót í frjálsum íþróttum fyrir bæði HSÞ og UNÞ.“ Ágúst gekk í Barnaskólann Litlu- Laugum, Héraðsskólann á Laugum 1963-1966, Gymnastikhøjskolen í Ollerup í Danmörku 1966-1967, Íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni 1967-1968 og Samvinnuskólann á Bifröst 1970-1972. Ágúst vann sumarið 1967 sem næturvörður og hótelstjóri á Hótel Akureyri og var framkvæmdastjóri fyrir Laugahátíð um verslunar- mannahelgi í nokkur ár. Hann hóf kennslu sem íþróttakennari við Varmárskóla og Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit árið 1968 og starfaði þar fyrst um sinn í tvö ár áður en hann hóf nám við Samvinnuskólann á Bifröst. Að því námi loknu sneri hann aftur til starfa við kennslu í Mosfellssveit árið 1972. „Á þessum árum kynntist ég konu minni, Helgu Sigurðardóttur, og hófum við búskap sem nú hefur staðið óslitinn í 42 ár.“ Árið 1983 hætti Ágúst kennslu og tók við stöðu framkvæmdastjóra íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu í nokkur ár. „Í framhaldi af því sneri ég mér alfarið að rekstri fyrirtækis okkar hjóna, Á. Óskarssyni ehf., sem við höfðum rekið samhliða öðrum störfum frá árinu 1976. Við það hef ég síðan starfað og geri enn ásamt Helgu og syni okkar, Heiðari Reyr, en fyrirtækið sérhæfir sig m.a. í bún- atvinnurekenda, meðlimur í Íslensk- kínverska viðskiptaráðinu, félagi í Oddfellow-reglunni IOOF stúku nr. 3, Hallveigu og meðlimur í Félagi frí- merkjasafnara. „Áhugamál mín eru íþróttir, stangveiði, frímerkjasöfnun, íslensk náttúra og ferðalög. Við hjónin höf- um ferðast víða í gegnum árin bæði innanlands og erlendis, m.a. til Kína, Brasilíu og Egyptalands auk ýmissa ríkja við Karíbahafið. Þá höfum við heimsótt fjölmörg fylki í Bandaríkj- unum og ferðast mikið um Evrópu.“ Fjölskylda Ágúst er kvæntur Helgu Sigurð- ardóttur, f. 2.5. 1960, skrifstofu- stjóra. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Ísfeld Frímannsson, stræt- isvagnabílstjóri, f. 4.9. 1930, d. 1.12. 1996, og Ragnheiður Guðmunds- dóttir, smurbrauðs- og matráðskona, f. 16.8. 1929, d. 14.5. 1999. Sonur Ágústs úr fyrra sambandi er 1) Óskar Örn Ágústsson, fjár- málastjóri Eflingar, bús. í Mos- fellsbæ, f. 12.4. 1973. Kvæntur Ástu Sigurðardóttur, stærðfræðingi og kennara, f. 7.6. 1980. Börn: Ágúst Páll, f. 12.8. 2006, Sigurður Orri, f. 11.7. 2009 og Stefán Örn, f. 21.10. 2011. Börn Ágústs og Helgu eru 2) Silja Rán Ágústsdóttir, efnafræð- ingur í Noregi, f. 5.9. 1978. Maki: Rolf Bolle, fiskifræðingur og lest- arstjóri, f. 1.12. 1977. Börn: Tómas Helgi f. 30.12. 2006, Even Bolle, f. 15.9. 2008, Einar Axel, f. 11.9. 2009 og Tellef Bolle, f. 30.6. 2010; 3) Heið- Ágúst Óskarsson framkvæmdastjóri – 70 ára Fjölskyldan Ágúst og Helga ásamt börnum, barnabörnum og heimilis- hundunum í garðinum heima í Mosfellsbæ. Verður ávallt Þingeyingur Í Kaupmannahöfn Ágúst með tveimur af börnum sínum, Silju og Heiðari. Vinirnir Ágúst með hundinum sínum, honum Samson. 50 ára Kristbjörg ólst upp í 101 Reykjavík en býr í Hafnarfirði. Hún er ljósmóðir og vinnur við heimafæðingar, hjá Mæðravernd og kennir í Háskóla Ís- lands. Maki: Þorsteinn Jóhannsson, f. 1968, rafeindavirki og er tæknimaður í flug- hermum hjá Icelandair. Börn: Hrannar Páll, f. 1995, Elvar Örn, f. 2001, Hekla Ýr, f. 2003, og Arnar Steinn, f. 2008. Foreldrar: Magnús K. Sigurjónsson, f. 1947, arkitekt, og Þórunn Benjamíns- dóttir, f. 1945, kennari. Þau eru bús. í Ölversholti I í Holtum, Rang. Kristbjörg Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.