Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 24
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Haukar leika um Íslandsmeistaratit-
ilinn í handknattleik 2019. Verður
það í fyrsta sinn í fjögur ár sem liðið
leikur til úrslita. Ekkert lið hefur oft-
ar orðið Íslandsmeistari á þessari öld
en Haukar og því eru það allnokkur
tíðindi að lið Hauka skuli nú mæta til
leiks á ný eftir þrjú mögur á þessum
vettvangi. Skemmtileg tilviljun er að
Haukar mæta liði Selfoss í úrslitum
en Selfossliðið er þjálfað af Patreki
Jóhannessyni sem var við stjórnvöl-
inn hjá Haukum vorið 2015 þegar Ís-
landsmeistarabikarinn vannst síðast
hjá Hafnarfjarðarliðinu.
Fyrsti leikur Hauka og Selfoss er
ráðgerður í Schenker-höllinni á Ás-
völlum í Hafnarfirði annað kvöld.
Flautað verður til leiks klukkan
18.30. Liðið sem fyrr vinnur þrjá
leiki verður Íslandsmeistari.
Leikurinn hittir á undankeppni
Eurovision-söngkeppnina þegar ís-
lenska lagið verður í eldlínunni.
Haukar voru sterkari en leikmenn
ÍBV í oddaleik liðanna á Ásvöllum á
laugardaginn og unnu fyllilega sann-
gjarnan þriggja marka sigur, 29:26.
Haukar voru með yfirhöndina í
leiknum frá upphafi. Þeir komust í
3:0 og 6:2 áður en Eyjamenn vökn-
uðu almennilega og bitu frá sér.
Haukar voru tveimur mörkum yfir í
hálfleik, 13:11. ÍBV jafnaði metin
fljótlega í síðari hálfleik, 13:13. Var
það í einu skiptið í leiknum sem jafnt
var á metum. Leikmenn Hauka skor-
uðu sex mörk í röð og breyttu stöð-
unni í 19:13. Eftir það lék aldrei vafi
á hvorum megin sigurinn félli þótt
örlítil spenna hafi myndast á allra
síðustu mínútunum þegar leik-
mönnum ÍBV tókst að saxa á forskot
Hauka.
Haukar unnu sanngjarnan sigur í
einvíginu við ÍBV. Þeir voru öflugri í
þremur leikjum af fimm auk þess að
vera í jöfnum leik í annarri umferð í
Vestmannaeyjum. Haukar hafa yfir
fleiri vopnum að ráða í leikmannahóp
sínum. Vörnin sterkari og mark-
varslan jafnbetri, ekki síst þegar á
reyndi á laugardaginn.
Fjögurra ára
bið er á enda
Patrekur mætir á ný á Ásvelli
Morgunblaðið/Ómar
Sterkur Daníel Þór Ingason, leikmaður Hauka, reyndist Eyjamönnum erf-
iður í oddaleiknum. Hann skoraði átta mörk. Hér sækir hann að vörn ÍBV.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
Norðlingabraut 8
110 Reykjavík
S: 530-2005
Bíldshöfði 16
110 Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
600 Akureyri
S: 461-4800
&530 2000
www.wurth.is
Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur
Léttur dúnjakki
• 90% dúnn/10% fiður, þéttvafið nylon efni
• Einstaklega þægilegir, hlýir og léttir,
ferðapoki fylgir hverjum dúnjakka
• 5 mismunandi litir
• Stærðir: XS - 4XL – henta báðum kynjum
Vnr: 1899 707
Verð: 13.480 kr.
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Undanúrslit, oddaleikur:
Haukar – ÍBV ....................................... 29:26
Haukar unnu 3:2 og mæta Selfossi í
fyrsta úrslitaleiknum annað kvöld.
Þýskaland
Melsungen – RN Löwen...................... 23:26
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 1 mark
fyrir Löwen.
Kiel – Flensburg .................................. 20:18
Alfreð Gíslason þjálfar Kiel.
Füchse Berlín – Ludwigshafen ......... 32:20
Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir
Füchse.
Leipzig – Bergischer .......................... 25:25
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk
fyrir Bergischer.
B-deild:
Emsdetten – Lübeck-Schwartau....... 26:33
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 2
mörk fyrir Lübeck-Schwartau.
Hüttenberg – Hamburg...................... 23:23
Ragnar Jóhannsson skoraði 8 mörk fyrir
Hüttenberg.
Aron Rafn Eðvarðsson varði 3 skot í
marki Hamburg.
A-deild kvenna:
Oldenburg – Dortmund ...................... 32:24
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki
fyrir Dortmund.
Danmörk
Úrslitakeppnin:
Aalborg – SönderjyskE ...................... 33:23
Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk
fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 2.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2
mörk fyrir SönderjyskE.
Tvis Holstebro – Skjern...................... 31:24
Tandri Már Konráðsson skoraði 4 mörk
fyrir Skjern. Björgvin Páll Gústavsson
varði ekki skot í marki Skjern.
Aalborg 8, Skjern 6, Tvis Holstebro 5,
SönderjyskE 4.
GOG – Århus ........................................ 32:29
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk
fyrir GOG.
GOG 10, Bjerringbro/Silkeborg 6, Skan-
derborg 5, Århus 2.
Noregur
Fyrsti úrslitaleikur:
Arendal – Elverum.............................. 26:30
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 7
mörk fyrir Elverum en Þráinn Orri Jóns-
son ekkert.
EHF-bikar kvenna
Seinni úrslitaleikur:
Siofok – Esbjerg .................................. 26:21
Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es-
bjerg.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Nettóvöllur: Keflavík – Breiðablik ..... 19.15
Kórinn: HK/Víkingur – Selfoss........... 19.15
Würth-völlur: Fylkir – KR .................. 19.15
Í KVÖLD!
Sverrir Ingi Ingason og samherjar
hans í PAOK tryggðu sér gríska bik-
armeistaratitilinn í fótbolta með 1:0-
sigri á AEK í úrslitaleik á laug-
ardaginn. PAOK varð grískur meist-
ari á dögunum og vann því tvöfalt í
ár. Sverrir Ingi kom inn á sem vara-
maður í uppbótartíma og hjálpaði
PAOK að sigla sigrinum í höfn.
Sverrir var í aðalhlutverki í bik-
arnum hjá PAOK og lék alla fjóra
leiki liðsins í 8-liða úrslitum og und-
anúrslitum,en varð að gera sér að
góðu að byrja á bekknum í úrslit-
unum.
Sverrir vann tvö-
falt í Grikklandi
AFP
Tvöfalt Sverrir Ingi Ingason er
tvöfaldur meistari í Grikklandi
Rut Jónsdóttir og samherjar henn-
ar í Esbjerg þurftu að sætta sig við
silfurverðlaunin í EHF-bikarnum
þetta árið eftir tvo úrslitaleiki gegn
ungverska liðinu Siófok. Bestu ung-
versku kvennaliðin eru geysilega
sterk og það sýndi sig í síðari úr-
slitaleiknum á laugardaginn þegar
Siófok sigraði 26:21.
Segja má að Ungverjarnir hafi
verið í ágætri stöðu í úrslitarimmu
liðanna eftir fyrri leikinn í Dan-
mörku en þar gerðu liðin jafntefli
21:21. Rut skoraði ekki fyrir Es-
bjerg í síðari leiknum. kris@mbl.is
Silfur hjá Rut í
Evrópukeppni
Morgunblaðið/Ómar
Úrslitaleikir Rut fór alla leið í úrslit
EHF-bikarsins með Esbjerg.
Ásvellir, Olísdeild karla, laugardaginn
11. maí 2019.
Gangur leiksins: 3:0, 4:2, 6:2, 7:4,
10:7, 11:9, 13:11, 16:13, 19:14, 21:17,
24:19, 27:22, 29:26.
Mörk Hauka: Daníel Þór Ingason 8,
Adam Haukur Baumruk 7, Halldór
Ingi Jónasson 6, Ásgeir Örn Hall-
grímsson 3, Heimir Óli Heimsson 2,
Orri Freyr Þorkelsson 1/1, Tjörvi Þor-
geirsson 1, Atli Már Báruson 1.
Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson
19, Andri Sigmarsson Scheving 2/2.
Utan vallar: 8 mínútur.
Haukar – ÍBV 29:26
Mörk ÍBV: Elliði Snær Viðarsson 6,
Sigurbergur Sveinsson 5, Kristján
Örn Kristjánsson 4, Dagur Arnarsson
3, Gabríel Martinez 3, Hákon Daði
Styrmisson 2/2, Róbert Sigurðarson
1, Fannar Þór Friðgeirsson 1/1, Frið-
rik Hólm Jónsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson
10/2, Haukur Jónsson 6.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Jónas Elíasson og Svavar
Ólafur Pétursson.
Áhorfendur: 1.200.
Haukar unnu, 3:2.
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu,
skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í bandarísku at-
vinnudeildinni þegar lið hennar Portland Thorns vann
Orlando Pride 3:1 á útivelli. Orlando komst yfir snemma
leiks en Dagný jafnaði metin á 28. mínútu af miklu harð-
fylgi eftir að skot samherja hennar var varið. Portland
er þá komið með 8 stig í fjórða sæti eftir fyrstu fjóra
leikina og hefur ekki tapað leik. Gunnhildur Yrsa Jóns-
dóttir og samherjar í Utah Royals máttu sætta sig við
ósigur gegn Houston Dash á heimavelli, 1:2. Þetta eru
fyrstu stigin sem Utah tapar, liðið hafði unnið þrjá
fyrstu leiki sína og er nú í öðru sæti með 9 stig. Gunn-
hildur lék allan leikinn á miðjunni hjá Utah.
Andrea Thorisson skoraði sigurmark Limhamn Bunkeflo í óvæntum 3:2-
sigri á Rosengård í Svíþjóð. Andrea kom inn á sem varamaður á 89. mínútu
og lét strax að sér kveða. Glódís Perla Viggósdóttir var í vörn Rosengård.
Dagný komin á blað
Dagný
Brynjarsdóttir
Þórsarar frá Akureyri og Keflvíkingar hafa unnið báða
leikina sína til þessa í 1. deild karla í knattspyrnu, In-
kasso-deildinni, en tveimur umferðum er lokið. Bæði lið-
in sóttu þrjú stig á útivöll á laugardaginn.
Eyfirðingar fóru í Reykjanesbæ og unnu Njarðvík 0:2.
Sveinn Elías jónsson skoraði fyrra mark Þórs en hið síð-
ara var sjálfsmark. Á sama tíma fór hitt liðið úr Reykja-
nesbæ, Keflavík, einmitt til Eyjafjarðar og mætti Magna
á Grenivík. Keflavík sigraði 3:1 þótt Magni væri 1:0 yfir
að loknum fyrri hálfleik. Ívar Sigurbjörnsson kom
heimamönnum yfir. Keflvíkingar svöruðu hins vegar
með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Ingimundur
Aron Guðnason jafnaði og Adam Árni Róbertsson kom Keflavík yfir. Rún-
ar Þór Sigurgeirsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. Njarðvík er með
þrjú stig en Magni er án stiga.
Haukar og Víkingur Ólafsvík gerðu markalaust jafntefli á Ásvöllum.
Ólsarar byrja vel og eru með fjögur stig í 3. sæti en Haukar eru með eitt
stig og í 10. sæti deildarinnar sem stendur. sport@mbl.is
Þór og Keflavík byrja vel
Sveinn Elías
Jónsson