Morgunblaðið - 13.05.2019, Síða 25
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Manchester City tryggði sér Eng-
landsmeistaratitilinn í knattspyrnu
karla á Amex-vellinum í Brighton í
gær eftir 4:1-sigur gegn heima-
mönnum í lokaumferð deildarinnar.
Liverpool var eina liðið sem gat náð
City að stigum fyrir lokaumferðina
en aðeins einu stigi munaði á lið-
unum fyrir lokaumferð gærdagsins.
Liverpool vann 2:0-sigur gegn
Wolves á Anfield og endaði með 97
stig en City endaði í efsta sæti
deildarinnar með 98 stig.
Enn á ný mistókst Liverpool að
landa sigri í ensku úrvalsdeildinni
eftir að hafa verið á toppi deild-
arinnar yfir jólahátíðarnar. Frá
árinu 2008 hefur það lið sem hefur
verið í efsta sæti deildarinnar um
jólin fagnað sigri í ensku úrvals-
deildinni að undanskildum tveimur
tímabilum. Árið 2008 var Liverpool
á toppnum yfir hátíðarnar og hafði
eins stigs forskot á Chelsea en Man-
chester United fagnaði sigri í deild-
inni það ár.
Árið 2013 sat Liverpool í efsta
sæti ensku úrvalsdeildarinnar á
jóladag en liðið var jafnt Arsenal að
stigum, en Liverpool var með betri
markatölu. Manchester City fagnaði
sigri í deildinni það tímabil eftir að
Liverpool missteig sig í lokaleikjum
tímabilsins. Á jóladag 2018 var Liv-
erpool með fimm stiga forskot á
Manchester City á toppi deild-
arinnar en City átti leik til góða.
City sótti alltaf til sigurs
Árangur Liverpool á tímabilinu
er engu að síður magnaður og það
er í raun ótrúlegt að vinna ekki
deildina þegar lið tapar aðeins ein-
um leik á tímabilinu. Liverpool
gerði hins vegar sjö jafntefli gegn
aðeins tveimur jafnteflum City og
þar liggur munurinn í ár. Liverpool
missteig sig í janúar þegar liðið
gerði þrjú jafntefli í fjórum leikjum,
gegn West Ham, Leicester og Man-
chester United. City nýtti sér mis-
tök leikmanna Liverpool og hirti
toppsætið af þeim og lét það ekki af
hendi.
Þegar allt kemur til alls stóðust
leikmenn City pressuna sem fylgir
því að vera í efsta sæti deildarinnar,
á meðan Liverpool gerði það ekki.
Manchester City er besta knatt-
spyrnulið Englands í dag þótt Jür-
gen Klopp og lærisveinar hans í
Liverpool séu ekki langt undan. Pep
Guardiola, knattspyrnustjóri Man-
chester City, var að landa sínum
áttunda meistaratitli á ellefu árum,
sem er magnað afrek. Guardiola
sótti alltaf til sigurs í öllum leikjum í
vetur, á meðan Klopp gerði það ekki
og þar liggur hundurinn grafinn.
Sterkari á ögurstundu
Manchester City Englandsmeistari annað árið í röð Jafnteflin reyndust
Liverpool dýr Lygilegur árangur Guardiola Mikil bæting milli ára hjá Klopp
AFP
Herforinginn Katalóninn Pep Guardiola með sigurlaunin í gær.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
England
Tottenham – Everton...............................2:2
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn og
lagði upp mark fyrir Everton.
Burnley – Arsenal ................................... 1:3
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á
eftir 64 mín. og lagði upp mark Burnley.
Manchester United – Cardiff ................. 0:2
Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 58
mínúturnar fyrir Cardiff.
Brighton – Manchester City ................... 1:4
Crystal Palace – Bournemouth............... 5:3
Fulham – Newcastle ................................ 0:4
Leicester – Chelsea.................................. 0:0
Liverpool – Wolves................................... 2:0
Southampton – Huddersfield.................. 1:1
Watford – West Ham ............................... 1:4
Lokastaðan:
Manch.City 38 32 2 4 95:23 98
Liverpool 38 30 7 1 89:22 97
Chelsea 38 21 9 8 63:39 72
Tottenham 38 23 2 13 67:39 71
Arsenal 38 21 7 10 73:51 70
Manch.Utd 38 19 9 10 65:54 66
Wolves 38 16 9 13 47:46 57
Everton 38 15 9 14 54:46 54
Leicester 38 15 7 16 51:48 52
West Ham 38 15 7 16 52:55 52
Watford 38 14 8 16 52:59 50
Cr. Palace 38 14 7 17 51:53 49
Newcastle 38 12 9 17 42:48 45
Bournemouth 38 13 6 19 56:70 45
Burnley 38 11 7 20 45:68 40
Southampton 38 9 12 17 45:65 39
Brighton 38 9 9 20 35:60 36
Cardiff 38 10 4 24 34:69 34
Fulham 38 7 5 26 34:81 26
Huddersfield 38 3 7 28 22:76 16
Holland
AZ Alkmaar – PSV Eindhoven.............. 1:0
Albert Guðmundsson lék fyrstu 75 mín-
úturnar fyrir AZ.
Heracles – Excelsior ............................... 4:5
Elías Már Ómarsson skoraði þrennu fyr-
ir Excelsior.
Úkraína
Arsenal Kiev – Chornomorets ............... 3:3
Árni Vilhjálmsson skoraði fyrir Chor-
nomorets og lék fyrstu 84. mín.
Grikkland
Úrslitaleikur bikarkeppninnar:
PAOK – AEK Aþena ............................... 1:0
Sverrir Ingi Ingason kom inn á sem
varamaður í uppbótartíma hjá PAOK.
Danmörk
Fallkeppni, undanúrslit, fyrri leikir:
Hobro – Vejle ........................................... 0:1
Kjartan Henry Finnbogason lék allan
leikinn og skoraði sigumarkið.
Svíþjóð
Limhamn Bunkeflo – Rosengård .......... 3:2
Andrea Thorisson kom inn á eftir 89
mínútur og skoraði sigurmarkið.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn hjá Rosengård.
Noregur
Ranheim – Vålerenga ............................. 1:5
Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn
og skoraði fyrir Vålerenga.
KNATTSPYRNA
Elías Már Ómarsson skoraði þrennu
í 5:4-sigri Excelsior á útivelli gegn
Heracles í efstu deild Hollands í fót-
bolta í gær. Elías skoraði fyrstu tvö
mörk Excelsior í fyrri hálfleik, áður
en hann gulltryggði dramatískan
sigur í uppbótartíma.
Albert Guðmundsson lék fyrstu 75
mínúturnar fyrir AZ Alkmaar í
sterkum 1:0-heimasigri á PSV. Ajax
er með pálmann í höndunum eftir
úrslitin og nægir jafntefli gegn De
Graafschap í lokaumferðinni til að
tryggja sér Hollandsmeistaratit-
ilinn.
Elías skoraði þrjú
í níu marka leik
Ljósmynd/Excelsior
Þrenna Elías Már Ómarsson skor-
aði þrjú fyrir Excelsior í sigri.
Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í
NSÍ Runavík komust í gær upp í
annað sæti færeysku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu með 5:1-
stórsigri á AB á heimavelli.
NSÍ hefur unnið fjóra síðustu
leiki sína og er liðið á fínni siglingu
undir stjórn Guðjóns. NSÍ er með
19 stig, einu stigi minna en topplið
KÍ Klaksvík, sem á leik til góða.
Núverandi meistarar HB undir
stjórn Heimis Guðjónssonar eru í 6.
sæti eftir 2:0 sigur á IF Fuglafirði á
útivelli. Brynjar Hlöðversson spil-
aði fyrri hálfleikinn fyrir HB.
Stórsigur hjá
Guðjóni Þórðar
Ljósmynd/NSÍ
2. sæti Guðjón Þórðarson er í
toppbaráttunni í Færeyjum.
Þór Þorlákshöfn tilkynnti í gær að félagið hefði ráðið
þjálfarann reynda Friðrik Inga Rúnarsson til að taka við
karlaliði félagsins í körfuknattleik af Baldri Þór Ragn-
arssyni sem samdi á dögunum við Tindastól. Er þetta í
annað skiptið á nokkrum árum sem Þór sækir þjálfara
til Njarðvíkur en Einar Árni Jóhannsson þjálfaði Þór frá
2015-2018.
Friðrik Ingi er 51 árs og á honum mátti skilja í fyrra
að hann væri hættur þjálfun. Hann saknaði hins vegar
körfuboltans eins og fram kemur í spjalli Hafnarfrétta
við Friðrik. Friðrik gerði Njarðvík tvívegis að Íslands-
meisturum og Grindavík einu sinni. Hann hefur einnig
þjálfað KR og Keflavík auk íslenska landsliðsins.
Þór hafnaði í 6. sæti í Dominos-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Í 8-liða
úrslitum sló liðið út Tindastól 3:2 eftir að hafa lent 0:2 undir. Í undan-
úrslitum féll liðið úr keppni á móti KR 1:3. kris@mbl.is
Friðrik Ingi til Þorlákshafnar
Friðrik Ingi
Rúnarsson
Alfreð Gíslason á enn von um að gera Kiel að Þýska-
landsmeisturum í handknattleik á sínu síðasta tímabili
hjá félaginu. Kiel tókst að vinna toppliðið Flensburg í
Kiel í gær 20:18 og opnaði þar með baráttuna um titilinn
til mikilla muna. Liðin eru nú jöfn að stigum en Flens-
burg á leik til góða.
Flensburg á eftir að spila gegn Melsungen heima,
Stuttgart úti, Füchse Berlín heima og Bergischer úti í
lokaumferðinni. Kiel á eftir að mæta Minden heima,
Lemgo úti og Hannover Burgdorf heima. Ganga má út
frá því að Kiel þurfi að vinna þá leiki sem eftir eru til að
eiga möguleika.
Lið Melsungen, Füchse og Bergischer eru í 5.-7. sæti og leikirnir sem
Flensburg á eftir teljast því ekki auðveldir. Flensburg hafði hins vegar að-
eins tapað einum leik þar til í gær og er því enn líklegt til að klára dæmið.
Verði liðin jöfn mun markatalan skera úr um úrslit. Kiel er með 180 mörk í
plús en Flensburg 163. Spennan er því til staðar en Kiel hefur þegar unnið
bikarkeppnina og getur því unnið tvöfalt. kris@mbl.is
Vonin til staðar hjá Kiel
Alfreð
Gíslason