Morgunblaðið - 17.05.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 17.05.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 FINNDUOKKUR Á SÝNINGUNNI Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Laugardagur, 18. maí kl. 11:00 – 18:00 Sunnudagur, 19. maí kl. 11:00 – 17:00 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Þátttaka í atkvæðagreiðslunni hjá Rafiðnaðarsambandinu var komin upp í 23,4% klukkan hálfsjö [á miðvikudagskvöld]. Það er ágætis þátttaka. Við viljum samt sem áð- ur töluvert meira.“ Þetta sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, í gær spurður um atkvæða- greiðslu félagsmanna um kjara- samninga samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru fyrir tveimur vik- um. Atkvæða- greiðsla um samningana er nú í fullum gangi meðal félaganna en spurður hvort hann hefði upp- lýsingar um kosningaþátt- töku annarra fé- laga sagði Krist- ján að tölurnar hefðu verið örlítið lægri. Atkvæðagreiðslu um samn- ingana lýkur á þriðjudag í næstu viku og eru forsvarsmenn félag- anna nú í óðaönn að ferðast um landið og kynna félagsmönnum samningana. „Við hjá Rafiðnaðarsamband- inu erum búin að ná verulega góðri þátttöku á fundi. Það mættu tæp- lega 250 manns á fund í Reykjavík, og á öllum fundunum sem við höf- um haldið erum við búin að hitta á milli fjögur og fimm hundruð manns. Það eru auðvitað skiptar skoðanir um samningana meðal manna,“ segir Kristján og hann segir að helsta þrætueplið sé ákvæði um yfirvinnuprósentur. „Við erum að skipta yfirvinnu í yf- irvinnu eitt og tvö. Umræðan er heitust í kringum það.“ Umræðan heitust um yfirvinnuprósentur  Atkvæðagreiðslu iðnaðarmanna lýkur á þriðjudag Kristján Þórður Snæbjarnarson Ólík staða kynjanna á ýmsum svið- um þjóðlífsins kemur ágætlega fram í Kynlegum tölum, árlegri saman- tekt Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sem birtar voru nýlega. Upplýsingunum er ætlað að varpa ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna. Að þessu sinni var sjónum einkum beint að velferðarmálum, samgöngum og atvinnulífinu. Karlar eru í meirihluta skráðra eigenda fólksbíla í Reykjavík árið 2019, eða 60,5%. Alls eru eigendur fólksbíla 66.859 talsins, 40.424 karlar og 26.435 konur. Drengir voru í meirihluta þeirra sem dvöldu í skammtímavistun á vegum Reykjavíkurborgar árið 2018 eða 103 en 50 stúlkur dvöldu í skammtímavistun á sama tíma. Karlar eru einnig í meirihluta íbúa sértækra búsetuúrræða fyrir fólk með þroskahömlum á vegum Reykjavíkurborgar. Íbúar þeirra eru alls 248 og þar af eru 145 karlar og 103 konur. Við Háskóla Íslands voru 209 karl- ar prófessorar árið 2017 en 97 konur, hins vegar gegndi 71 kona lektors- stöðu við skólann og 46 karlar. Flestir dómarar eru karlkyns Flestir dómarar á Íslandi eru karl- kyns. Þannig eru 61,9% héraðsdóm- ara karlar og 38,1% konur. Hlutfallið er jafnara í Landsrétti þar sem 53,3% dómaranna eru karlkyns en 46,7% kvenkyns. Við Hæstarétt eru 87,5% dómara karlkyns en 12,5% kvenkyns. Mikill meirihluti starfsmanna Landspítalans eru konur eða 81,1% og karlar eru því 18,9% starfsmanna. Konur eru einnig í meirihluta starfs- fólks sem er með samgöngusamning eða 18,8% en karlar eru 16,8% starfsfólks með slíkan samning. Fleiri konur en karlar nýttu sér ráðgjafaþjónustu Geðhjálpar árið 2018 eða 281 kona og 148 karlar. Há- skólastúdentar sem leituðu til sál- fræðiþjónustu Náms- og starfsráð- gjafar Háskóla Íslands árið 2018 skiptust þannig eftir kynjum að 154 voru konur og 57 karlar. Átta konur og ellefu karlar voru með samning um notendastýrða per- sónulega aðstoð hjá Reykjavíkur- borg í mars á þessu ári. gudni@mbl.is Ólík staða kynjanna dregin fram  Kynlegar tölur gefnar út  Konur taka strætó en karlar aka  Fjölskyldusamsetning er að breytast Kynlegar tölur Í umferðarslysum á Íslandi 2018 létust 13 karlar og 6 konur Konur, 9.561 Karlar, 11.259 Innfl ytjendur í Reykjavík 2018 Alls 20.820 127 1996 508 2016 Fjöldi karla sem gengu undir ófrjósemis- aðgerð 513 4.520 Einstæðir feður Einstæðar mæður Einstæðir foreldrar í Reykjavík 2019 0 13 55 31 1920-1973 1974-2019 Konur Karlar Konur Karlar Formenn Stúdentaráðs HÍ 7.199 konur 181 karl 5.889 karlar 17 konur Vagnstjórar hjá Strætó bs. 2019 Strætókort á kennitölu Hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu störfuðu 72 konur sem lögregluþjónar árið 2017 en 235 karlar Heimild: Mannréttinda- skrifstofa Reykjavíkur- borgar Heimsmeistaramót í Rússlandi, Eurovision í Ísrael, heimsmeist- aramót í Katar, heimsmeistaramót í Bandaríkjunum, heimsmeistaramót í Norður-Kóreu? Einhverjum þykir ef- laust ekki rétt að hafa Bandaríkin með í þessari upptalningu, eða hafa þessa upptalningu yfir höfuð, en mið- að við æðsta mann Bandaríkjanna og hans stefnu þá þykir mér hann eiga heima þarna. Stjórnvöld í öllum löndum sem halda stórmót í fótbolta og Eurovisi- on nýta tækifærið og varpa upp glansmynd af landinu. Það er til dæmis eiginlega fáránlegt til þess að hugsa að einungis 70 kílómetra suður af Tel Aviv er Gaza-svæðið þar sem Palestínumenn búa við mjög erfiðar aðstæður. Það er passað upp á að gestir söngvakeppninnar sjái aðeins „góðu hlutina“ meðan á dvöl þeirra í Ísrael stendur. Heimamönnum virðist afar umhugað um að gestir hér í Tel Aviv séu ánægðir og það er ekki hægt að neita því að borgin virðist afar skemmtileg. Fallegar strendur, góður matur og hiti sem Íslendingar láta sig dreyma um alla daga í rigningunni heima. Samt er svo stutt í vonleysið á Gaza, fjarlægðin er aðeins minni en á milli Reykjavíkur og Borgarness. Svipað var uppi á teningnum á HM fótbolta í Rússlandi í fyrra. Miklum fjármunum var eytt í að sýna landið í „réttu ljósi. Það virkaði ágætlega á mig en beiðni mín um að fara í sum- arfrí til Volgograd hefur ekki hlotið miklar undirtektir hjá betri helm- ingnum. Eurovision-„búbblan er stór og sterk. Á meðan fólk fagnar misgóðum lögum, sem mörg hver fjalla um ást og frið, fá krakkar á Gaza ekki hreint vatn eða mat. Staðan verður líklega svipuð á væntanlegu heimsmeist- aramóti í Norður-Kóreu árið 2034. Margir munu tala um að það sé fárán- legt að mótið verði haldið þar en síðan mæta allir á staðinn og dást að frá- bæru skipulagi og gestrisni heima- manna. Á meðan sveltur almenn- ingur. Glansmyndinni flaggað í Tel Aviv  Passað upp á að gestir Eurovision sjái aðeins „góðu hlutina“ í Ísrael Morgunblaðið/Eggert Eurovision Hatari í viðtali við Newstalk frá Írlandi í gær. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt sveitinni mikinn áhuga. MORGUNBLAÐIÐ Í TEL AVIV Jóhann Ólafsson blaðamaður Eggert Jóhannesson ljósmyndari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.