Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 13

Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 VINNINGASKRÁ 2. útdráttur 16. maí 2019 49 12861 25029 34775 44625 52472 62326 72152 309 13100 25304 35186 44848 52518 62433 72576 1155 13272 25519 35912 44928 52711 63187 72636 1189 13540 25764 35976 45002 52764 63405 73311 1420 13812 25854 36101 45127 52798 63509 73414 2051 13893 26496 36155 46528 53001 63590 73426 2181 14221 27092 36275 46564 53333 64128 73574 2292 14339 27281 36352 46727 53561 64527 73763 2832 14594 27466 36672 46752 53653 64533 73933 2845 15000 27514 37031 46767 53840 64551 73978 3102 15223 27690 37147 47264 54002 64561 74008 3548 15432 28012 37682 47388 54061 64691 74292 4084 15550 28055 37827 47598 54398 65133 74751 4601 15831 28100 38014 47690 55201 65223 74988 4861 15949 28829 38133 47732 55466 65273 75028 4897 15957 28996 38274 47733 55601 65425 75096 4947 15965 29011 38357 47740 55722 66560 75224 5055 16062 29058 38600 47749 55754 66781 75355 5279 16224 29173 39814 47819 55874 66958 75407 5340 16926 29457 39863 48587 56210 67379 76280 5482 17199 29776 40019 48624 56327 67443 76309 5556 17516 29778 40753 49026 56795 67493 76328 6206 17633 30288 40808 49479 56853 67628 77145 7318 18918 30368 41772 49648 56932 68552 77154 7350 19057 31020 41936 49656 56987 68682 77529 7863 20789 31024 42122 50112 57317 68696 77588 7975 21003 31505 42401 50478 57674 68988 78397 8665 21390 31996 42557 50714 57677 69398 78717 9037 21605 32118 42786 51557 57989 69627 79345 9050 22143 32403 42886 51611 58428 69802 79498 9212 22723 32690 43428 51712 59361 69841 79512 10333 22966 32827 43534 51754 59768 70816 10410 23321 32977 43734 51776 60209 71264 11046 23774 33181 44109 51948 60997 71297 11147 23889 33936 44346 52058 61200 71527 11282 23941 34015 44478 52110 61372 72008 11454 24809 34724 44612 52247 62172 72146 912 11728 19408 28655 35064 46452 55410 72298 1202 12710 20109 28998 36123 47417 56252 73000 2699 13276 20510 29998 36860 47506 60620 73174 4217 13369 21167 30345 40213 48552 61542 73557 4431 13720 21213 30494 40487 48817 62174 73716 4539 14867 21797 30862 41093 49510 62382 75398 5309 15080 23104 31126 42046 50234 62901 76181 8020 15460 24103 31844 42059 50381 64364 78626 8038 15752 24264 32859 42705 51822 65591 80000 8531 15754 24600 32915 43022 52446 65816 9603 16785 24944 34411 44483 52572 66043 9643 16939 26027 34444 45305 52809 67824 10857 18347 27460 34723 46037 53382 69991 Næstu útdrættir fara fram 23. & 31. maí 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 42 13745 35394 38883 45681 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 9184 21694 27686 37501 55110 71034 14257 21720 31689 42271 60330 71472 14425 22137 33167 46819 68666 73782 16861 26038 33918 48970 68910 76523 Aðalv inningur Kr. 15.000.000 Kr.30 .000.000 (tvöfaldur) 7 7 1 8 0 Geimvísindamenn hafa birt fyrstu niðurstöður viða- mestu rannsóknarinnar til þessa á fjærhlið tunglsins. Niðurstöðurnar byggjast á upplýsingum frá ómönnuðu geimfari, Chang‘e-4, sem Kínverjar sendu á þá hlið tunglsins sem ávallt snýr frá jörðu. Geimfarið er notað til að rannsaka Von Kármán-gíginn á Suðurpóls-Aitken dældinni sem er einn stærsti gígur sólkerfisins, um 2.500 kílómetrar í þvermál, eða álíka stór og megin- land Evrópu, og þrettán kílómetra djúp. Fyrstu niður- stöður rannsóknar vísindamannanna virðast staðfesta að dældin hafi myndast í árekstri tunglsins við smá- stirni snemma í sögu tunglsins. Hæð, í kílómetrum Skygging aukin til að hæðarmunur sjáist betur Yfirborð tunglsins Heimild: Nature -6 70 NÆRHLIÐIN FJÆRHLIÐIN Fjærhlið tunglsins rannsökuð Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lars Løkke Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur og leiðtogi mið- og hægriflokksins Venstre, ljær nú máls á því að flokkurinn myndi meirihluta- stjórn með Jafnaðarmannaflokknum í fyrsta skipti í fjóra áratugi. Rasmussen sagði á blaðamanna- fundi í gær að Venstre vildi helst halda áfram stjórnarsamstarfinu við Íhaldsflokkinn, Frjálslynda banda- lagið og Danska þjóðarflokkinn eftir þingkosningar í Danmörku 5. júní. Forsætisráðherrann bætti þó við að flokkarnir kynnu að missa meirihluta sinn í kosningunum, eins og skoðana- kannanir hafa bent til, og ekki kæmi til greina að mynda stjórn með tveim- ur jaðarflokkum, Stram Kurs og Nýja borgaralega flokknum, sem talið er að fái sæti á danska þinginu í fyrsta skipti. Báðir flokkarnir hafa boðað mjög harða stefnu í málefnum hælis- leitenda, einkum Stram Kurs, sem vill banna íslam og vísa hundruðum þús- unda múslíma úr landi. Blaðamannafundurinn var haldinn eftir að danskir fjölmiðlar birtu kafla úr nýútkominni viðtalsbók þar sem forsætisráðherrann léði máls á því að mynda ríkisstjórn með Jafnaðar- mannaflokknum eftir kosningarnar. Hann viðurkenndi þar að ýmis vand- kvæði væri á myndun slíkrar stjórnar en bætti við að í sínum huga léki eng- inn vafi á því að þetta væri „rétt til- laga“ við núverandi aðstæður í stjórn- málunum. „Mér finnst það vera á margan hátt furðulegt að talað sé um að stærstu andstæðurnar í dönskum stjórnmálum séu á milli Jafnaðar- mannaflokksins og Venstre,“ sagði hann. Óeining í hægribandalaginu Titill bókarinnar er Befrielsens øje- blik (Stund frelsunarinnar) og er þar skírskotað til ummæla forsætisráð- herrans um að hann hafi hlakkað til að fá frjálsar hendur í kosningabar- áttunni eftir að hafa þurft að fallast á margar málamiðlanir í stjórnar- samstarfinu síðustu fjögur árin. Anders Bæksgaard, stjórnmálarit- stjóri danska blaðsins Politiken, telur reyndar að ágreiningurinn milli stjórnarflokkanna fjögurra sé orðinn svo mikill að þeir gætu ekki myndað nýja stjórn þótt þeir héldu meirihluta á þinginu í kosningunum. Hann telur áframhaldandi stjórnarsamstarf þeirra ómögulegt af tveimur ástæð- um. Í fyrsta lagi sé Danski þjóðar- flokkurinn tregur til að halda áfram stjórnarsamstarfi við Frjálslynda bandalagið vegna deilna milli flokk- anna. Í öðru lagi sé mikil andstaða í Frjálslynda bandalaginu og Íhalds- flokknum við loforð Løkke um að auka ríkisútgjöldin til velferðarmála um 69 milljarða danskra króna, jafn- virði tæpra 1.300 milljarða íslenskra, til ársins 2025. Vilji Løkke efna lof- orðið getur hann ekki myndað stjórn með Íhaldsflokknum og Frjálslynda bandalaginu, að mati stjórnmálarit- stjórans. Bæksgaard segir að Mette Freder- iksen, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks- ins, standi frammi fyrir svipuðu vandamáli vegna stefnu hennar í inn- flytjendamálum. Frederiksen varð leiðtogi flokksins í júní 2015 og hefur tekið upp harðari stefnu í innflytj- endamálum en forveri hennar, Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi for- sætisráðherra. Sósíalíski þjóðarflokk- urinn og Einingarlistinn eru hins veg- ar andvígir þessari stefnu og ágreiningurinn um hana gæti torveld- að Frederiksen að mynda stjórn með vinstriflokkunum. Kristian Jensen, varaformaður Venstre, kvaðst ekki geta séð fyrir sér að flokkurinn myndaði stjórn með jafnaðarmönnum. Margir þingmenn og sveitarstjórnarmenn í báðum flokkum hafa þó tekið vel í þessa hug- mynd, að sögn Politiken. Venstre og jafnaðar- menn saman í stjórn?  Løkke ljær máls á stjórnarsamstarfi flokkanna tveggja AFP Á atkvæðaveiðum Lars Løkke Rasmussen sækist nú eftir atkvæðum miðju- manna og hóf kosningabaráttuna á götum Kaupmannahafnar. „Steinhissa“ á Løkke » Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, kvaðst í gær vera „steinhissa“ á ummælum Lars Løkke Ras- mussens um mögulegt stjórnarsamstarf jafnaðar- manna og Venstre. Hún léði þó máls á samstarfi við Venstre. » Ummæli Løkke ollu titringi í Frjálslynda bandalaginu og Íhaldsflokknum. Fyrrnefndi flokkurinn bauð „öllum félög- um í Venstre ókeypis aðild að Frjálslynda bandalaginu“. Yfirvöld í sex löndum hafa leyst upp glæpahóp sem notaði spilliforrit til að stela alls 100 milljónum banda- ríkjadala, jafnvirði 12,2 milljarða króna, af bankareikningum 40.000 manna og fyrirtækja. Glæpamenn- irnir notuðu spilliforritið til að afla upplýsinga um bankareikninga fórnarlambanna. Rannsókn málsins náði til Bandaríkjanna, Búlgaríu, Þýskalands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu og er sögð vera viðamesta rannsóknin til þessa á starfsemi net- glæpagengja. Á meðal þeirra sem voru handteknir eru tólf menn sem voru ákærðir í Bandaríkjunum. Fimm Rússar eru á flótta, þ á m. maður sem þróaði spilliforritið. NETGLÆPAHÓPUR LEYSTUR UPP Stal tólf milljörðum á netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.