Morgunblaðið - 17.05.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
✝ HallgrímurAðalsteinn
Viktorsson fæddist
á Akureyri 13.
ágúst 1953. Hann
lést 3. maí 2019.
Foreldrar Hall-
gríms voru Viktor
Aðalsteinsson flug-
stjóri , f. 5. apríl
1922, d. 24. júlí
2013, og Auður
Hallgrímsdóttir, f.
5. nóvember 1926, d. 22. apríl
1991. Hallgrímur var næstelstur
þriggja systkina. Eftirlifandi
eru eldri systir hans, Helen Stu-
art Viktorsdóttir, f. 24. mars
1951 og yngri bróðir, Viktor
Viktorsson, f. 20. júlí 1962. Hall-
grímur kvæntist 24. október
1981 Ragnheiði Vilborgu Rögn-
valdsdóttur, f. 20. júlí 1954. For-
eldrar hennar voru Rögnvaldur
Bergsveinsson skipstjóri, f. 23.
mars 1931, d. 3. júlí 2015, og
Fríða Kristjánsdóttir, f. 20. júní
fluttu þau í Hvassaleiti og síðan í
Kjarrmóa í Garðabæ. Árið 1983
fluttu þau á Álftanes og bjuggu
fyrst í Norðurtúni 13 en byggðu
sér síðan hús að Sjávargötu 35.
Hallgrímur útskrifaðist frá
Menntaskólanum á Akureyri ár-
ið 1973. Að lokinni mennta-
skólagöngu hóf hann nám í lög-
fræði við Háskóla Íslands en
venti kvæði sínu í kross og hóf
flugnám sem lauk með atvinnu-
flugmannsprófi árið 1978. Hall-
grímur hóf atvinnuflugmanns-
feril sinn hjá Arnarflugi en tók
til starfa hjá Flugleiðum árið
1981, fyrst sem flugmaður og
síðar flugstjóri. Hallgrímur lét
af störfum sem flugstjóri árið
2005 af heilsufarsástæðum.
Næstu árin starfaði hann m.a.
sem formaður Rannsóknar-
nefndar flugslysa og í sundlaug
Álftaness.
Hann var formaður sóknar-
nefndar Bessastaðasóknar í
mörg ár og virkur í kórstarfi.
Þá sat Hallgrímur m.a. í stjórn
Félags íslenskra atvinnuflug-
manna og stjórn Félags nýrna-
sjúkra.
Útför Hallgríms verður gerð
frá Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 17. maí 2019, klukkan 13.
1932, d. 24. október
2015.
Hallgrímur og
Ragnheiður eign-
uðust þrjú börn: 1)
Kristján Hjörvar, f.
19. september
1978, maki Guðrún
Dóra Brynjólfs-
dóttir, f. 16.
september 1975.
Börn þeirra eru
Fríða Rún, f. 9.
október 2005, Brynjólfur Ró-
bert, f. 18. ágúst 2009, og Ragn-
heiður Helena, f. 2. maí 2012. 2)
Hrannar Þór, f. 26. apríl 1982,
maki Heiða Njóla Guðbrands-
dóttir, f. 6. maí 1982. Börn
þeirra eru Dagur Þór, f. 5. jan-
úar 2015 og Árdís Ósk, f. 15.
ágúst 2018. 3) Auður, f. 20. júlí
1988. Barn hennar er Axel Kári
Eyjólfsson, f. 10. september
2012.
Hallgrímur og Ragnheiður
hófu búskap í Árbæ. Þaðan
Fallinn er frá bróðir minn, Hall-
grímur Viktorsson.
Eftir stúdentspróf lá leiðin í
lagadeild Háskóla Íslands og var
hann langt kominn með það nám
þegar að hann söðlaði um og fór í
flugnám. Ákvað hann þar með að
feta í fótspor föður okkar. Sagði
hann mér seinna að áhugi á flugi
hefði ávallt blundað í sér en er líða
tók á laganámið fann hann að lög-
mannsstörf hugnuðust honum
ekki.
Hann var farsæll flugmaður og
flugstjóri hjá Flugleiðum, síðar
Icelandair og var vel liðinn af sam-
starfsfólki sínu. Það hef ég fyrir
víst.
Vegna veikinda sem fólust í
hrakandi nýrnastarfsemi þurfti
hann að láta af störfum sem flug-
stjóri einungis rúmlega fimmtug-
ur. Var það honum skiljanlega
mikið áfall.
Hallgrímur var lánsamur í
einkalífinu. Lífsförunautur frá tán-
ingsaldri, Ragnheiður V. Rögn-
valdsdóttir hjúkrunarfræðingur,
reyndist honum alla tíð stoð og
stytta. Þau eignuðust þrjú börn,
Kristján, Hrannar og Auði og eru
barnabörnin orðin sex. Hann var
mikill fjölskyldumaður og hélt utan
um hópinn sinn sem hann var mjög
stoltur af. Það skynjaði maður vel.
Hann var ekki fyrir hástemmdar
yfirlýsingar, það var ekki hans kar-
akter. Það má segja að börnin öll
hafi fetað í hans fótspor, Kristján
eldri sonurinn flugstjóri, Hrannar
flugmaður og Auður flugfreyja. Öll
starfandi hjá Icelandair.
Það rifjaðist upp að fyrir mörg-
um árum var ég á spjalli við sam-
eiginlegan kunningja okkar
bræðra, eldri mann, og þegar Hall-
grímur barst í tal varð honum að
orði að hann væri afskaplega
„sólid“ maður. Þarna fannst mér
honum vel lýst, traustur og sam-
viskusamur. Það var enginn
flumbrugangur eða óðagot.
Bróðir minn var mikill útivistar-
maður, lunkinn veiðimaður og
náttúruunnandi. Það var fastur lið-
ur um langt skeið að þau hjón fóru
með börn og tengdabörn til veiða í
Sandá í Þistilfirði. Hjónin eignuð-
ust hlut í landstórri jörð austur í
Álftaveri og reistu sér þar bústað.
Þar var minn maður í „essinu“
sínu. Urriði í tjörninni og sjóbirt-
ingur í öllum sprænum og lækjum.
Voru þær margar sögurnar af bar-
áttu við birtinga sem voru engin
smásmíði. Fengu þeir undantekn-
ingarlaust að fara aftur á sinn stað
í ánni. Hann gekk vel um náttúr-
una.
Ferðalög til fjarlægari staða
fannst honum ekki freistandi. Það
væri bara hitastækja og allt í pödd-
um. „Það er hægt að sjá þetta allt í
sjónvarpinu.“
Hallgrímur hafði unun af sí-
gildri tónlist og var söngmaður
góður. Var hann lengi í Álftanes-
kórnum, en í Bessastaðahreppi
sem þá hét, bjuggu þau hjónin
lengst af og ólu upp sín börn.
Bróðir minn tók mikinn þátt í
félagsstörfum ýmiss konar. For-
maður sóknarnefndar í sinni sveit.
Sat í stjórn stéttarfélags síns.
Formaður rannsóknarnefndar
flugslysa og sat einnig í stjórn
nýrnafélagsins og mætti fleira
telja.
Nú er skarð fyrir skildi.
Tómarúm sem einungis verður
fyllt með kærum minningum um
góðan og heilsteyptan mann.
Hvíl í friði.
Blessuð sé minning þín, bróðir
kær.
Viktor Viktorsson.
Við vorum bara tveir, tengda-
synirnir, enda dæturnar Rögn-
valdar og Fríðu bara tvær. Hinn
tengdasonurinn var kominn til
sem slíkur nokkru á undan mér og
var því orðinn partur af fjölskyld-
unni á Stekkjarflöt 9 í Garðabæ
þegar ég var kynntur þar fyrst ár-
ið 1979. Um margt ólíkir, hann
flugstjórasonur úr Garðabæ sem
hafði þegar tekið stefnuna á flugið
eins og faðir hans. Ég, bónda-
sonurinn að norðan sem hneigðist
til smíða og húsagerðar.
Sameiginlegt áttum við þó að vilja
allt fyrir okkar elskuðu Stekkjar-
flatarheimasætur gera til að búa
þeim og okkur góða framtíð. Krist-
ján Hjörvar, eldri sonur Ragnheið-
ar og Hallgríms, eða Halla eins og
hann var yfirleitt kallaður, var
kominn til og fljótlega bættist
Andri Már, eldri sonur okkar Reg-
ínu, við og síðar tvö yngri börn í
hvora fjölskyldu. Tengsl milli fjöl-
skyldnanna hafa alltaf verið sterk
og einlæg vinátta barnanna okkar
ber því fallegt vitni.
Þó að ég hafi ekki þekkingu á
flugi var mér alltaf ljóst að Halli
var traustur fagmaður í starfi sínu
sem flugmaður og síðar flugstjóri.
Hann hafði til að bera þá festu, ró
og traust sem slíku ábyrgðarstarfi
fylgir. Hann fékk eldskírn snemma
á flugmannsferli sínum þegar
hreyfill splundraðist á Fokkervél
Flugleiða í flugtaki frá Ísafjarðar-
flugvelli, þ. 20. mars 1982, þar sem
Halli var í flugmannssætinu. Þarna
var sannarlega mikil hætta á ferð-
um og fumlaus viðbrögð mikilvæg.
Gunnar Arthursson, flugstjóri vél-
arinnar, rifjaði ásamt Guðrúnu
Gunnarsdóttur flugfreyju atburð-
inn upp í viðtali hjá RÚV 20. mars
2018 og lýsti „coaranum“ Hall-
grími, sem var tiltölulega nýbyrj-
aður í fluginu, með þessum orðum:
„Alveg svakalega rólegur og
traustur maður, það var alveg
svakalega gott að hafa hann þarna
við hliðina á sér.“
Halli átti í starfi sínu sem flug-
stjóri farsælan feril sem endaði því
miður allt of fljótt vegna heilsu-
brests sem leiddi til að hann þurfti
að fara í erfiða nýrnaskiptaaðgerð.
Sú aðgerð svipti hann ekki bara
lífsstarfinu í fluginu, heldur reyndi
líka mjög á bæði líkamlegan og
andlegan þrótt í því erfiða bataferli
sem við tók.
Halli var félagsmálamaður sem
gjarnan voru falin trúnaðarstörf,
tengd atvinnu og áhugamálum.
Þau Ragnheiður byggðu sér frí-
stundahús í landi Skálmarbæjar í
Álftaveri þar sem nóg er af veiði-
möguleikum en Halli naut sín mjög
við veiðar sem voru áhugamál hans
og tómstundagaman. Árlegar
veiðiferðir í Sandá í Þistilfirði voru
fastur liður í tilverunni og þar sem
annars staðar lagði Halli hönd á
plóg við uppbyggingu árinnar og
aðstöðu veiðimanna.
Stórt skarð hefur nú verið
höggvið í fjölskyldu Stekkjar-
flatardætranna við andlát Halla.
Sorgin er mikil og djúp en huggun
er að minnast allra ánægju- og
gleðistundanna sem við áttum
saman. Ég þakka Halla svila mín-
um samleiðina á þeim áratugum
sem liðnir eru frá því við hittumst
Hallgrímur
Viktorsson
Stangaveiði-
félag Reykja-
víkur er 80 ára
í dag. Aðdrag-
andi að stofnun
félagsins var
sá, að hinn 9.
maí 1939 komu
16 menn sem
stunduðu veiðar
í Elliðaánum
saman til fund-
ar í Hótel Vík til þess að
undirbúa stofnun „allsherjar
veiðifélags“. Á þeim fundi
var kosin fimm manna
nefnd til að undirbúa stofn-
un veiðifélagsins sem í
framhaldinu boðaði til stofn-
fundar hinn 17. maí sama ár
í Baðstofu iðnaðarmanna. Á
stofnfundinn mættu 48
veiðimenn og lögðu grunn-
inn að þeirri fjöldahreyfingu
sem Stangaveiðifélag
Reykjavíkur er í dag. Ekki
aðeins er SVFR eitt fjöl-
mennasta ungmennafélag
landsins heldur einnig
stærsta stangaveiðifélag í
heimi, eftir því sem næst
verður komist. Víða er
stangaveiði elítusport, en
hérlendis er hún almenn-
ingsíþrótt, ástríða, náttúru-
upplifun og tómstund um 60
þúsund veiðimanna á öllum
aldri. SVFR er hryggsúlan í
íslenska veiðisamfélaginu,
félag með mikla sögu og
bjarta framtíð.
Félagar í SVFR ætla að
halda upp á daginn með
margvíslegum hætti. Stjórn
félagsins mun efna til hátíð-
arfundar í Baðstofunni, þar
sem félagið var stofnað fyr-
ir sléttum 80 árum, og verð-
ur fundurinn fyrir opnum
dyrum. Þar er ætlunin að
minnast þeirra frumkvöðla
sem komu að stofnun fé-
lagsins, heiðra þá sem bar-
ist hafa fyrir hagsmunum
stangveiðimanna og náttúr-
unnar og fólk sem hefur
fylgt félaginu í gegnum súrt
og sætt. Fyrsti formaður
Stangaveiðifélags Reykja-
víkur, Gunnar E. Bene-
diktsson, kvað nokkrar
ástæður hafa legið til
grundvallar stofnun þess.
Ein hafi verið sú að útvega
félagsmönnum veiðileyfi á
hagstæðu verði, en fjár-
sterkir erlendir aðilar voru
þá þegar farnir að yfirbjóða
„mörlandann“ á veiðileyfa-
markaðnum. Önnur ástæða
og veigamikil hafi verið
verndun Elliðaánna, sem
hafi á þeim tíma átt í vök að
verjast vegna framkvæmda
við árnar og „óheiðarlegra
veiðiaðferða“. Það má því
segja að Stangaveiðifélag
Reykjavíkur hafi verið
stofnað utan um Elliðaárn-
ar, sem enn í dag eru bak-
bein og heimavöllur félags-
ins. Eru þeir enda ófáir
veiðimennirnir sem ýmist
hafa stigið sín fyrstu veiði-
spor á bökkum Elliðaánna,
eða notið þar dýrðarstunda
á ævikvöldinu. Félagið er
stolt af sinni
sögu og því
fórnfúsa starfi
sem fé-
lagsmenn hafa
unnið við að
viðhalda Elliða-
ánum sem einni
af perlum ís-
lenskrar nátt-
úru.
Mikið hefur
þó breyst frá
stofnun félags-
ins. Það sem áður þótti sér-
viskusport er orðið almenn-
ings- og fjölskylduíþrótt.
Nú er félagatalan kominn í
um 2.500 og allar aðstæður
gerbreyttar frá því sem áð-
ur var. Áhugi á stangveiði
hefur aukist, viðhorf til
veiðinnar, fisksins og nátt-
úrunnar hafa þróast í takt
við tímann. Stangaveiðifélag
Reykjavíkur leigir nú um 20
veiðisvæði víðsvegar um
land og hefur til ráðstöf-
unar rúmlega 7.400 stanga-
veiðidaga á þessu sumri fyr-
ir lax og silung, og eru þá
ekki talin með vötn sem fé-
lagið hefur til umráða. Þau
gildi sem frumkvöðlar fé-
lagsins höfðu að leiðarljósi
eru enn í hávegum höfð, líkt
og má lesa út úr lögum
SVFR. Stangaveiðifélagið
leggur megináherslu á að
efla hróður stangaveiði með
almennri fræðslu um íþrótt-
ina og stuðla að því að veiði-
menn umgangist náttúruna
af virðingu og tillitssemi.
Hið öfluga félagsstarf geng-
ur út á að styrkja stöðu
stangaveiði sem almenn-
ings- og fjölskylduíþróttar
og efla áhuga barna og ung-
linga á stangaveiði, með
fræðslustarfi og kennslu í
veiðileikni. Stangaveiðifélag
Reykjavíkur mun eftir sem
áður vinna að samstöðu
stangaveiðimanna og standa
vörð um rétt þeirra og
hagsmuni.
Í dag, á milli kl. 17 og 19,
efnum við til afmælishátíðar
við höfuðstöðvar félagsins í
Elliðaárdal þar sem margt
áhugavert er á boðstólum
og eru allir sem vilja sam-
gleðjast okkur hjartanlega
velkomnir. Ég árétta að lok-
um þakklæti til þeirra 48
frumkvöðla er komu saman
í Baðstofu iðnaðarmanna
fyrir 80 árum og stofnuðu
Stangaveiðifélag Reykjavík-
ur. Sú framsýni og kraftur
sem frumkvöðlarnir sýndu
fyrir 80 árum er enn til
staðar á þessum merku
tímamótum.
Frá Baðstofu-
fundi að fjölda-
hreyfingu
Eftir Jón Þór
Ólason
Jón Þór Ólason
» Afmælisgrein í
tilefni af 80 ára
afmæli Stangaveiði-
félags Reykjavík-
ur.
Höfundur er formaður
Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
jtho@jonatansson.is
✝ Gísli Þór Þór-arinsson fædd-
ist 1. september
1978 í Reykja-
nesbæ. Hann lét líf-
ið 27. apríl síðastlið-
inn í Mehamn í
Noregi.
Foreldrar Gísla
voru Þórarinn Þor-
bergur Gíslason, f.
9. maí 1947, d. 3.
október 2010, og
Magnea Ósk Óskarsdóttir, f. 7.
maí 1949, d. 13. mars 2012.
Unnusta Gísla var Elena Un-
derland.
Gísli átti sjö systkin: Óskar
Guðjón Einarsson, f. 3. júní 1966,
d. 21. apríl 2015, Margrét Þór-
arinsdóttir Palestini, f. 24.
september 1967, d.
22. febrúar 2017,
Heiða Bergþóra
Þórðardóttir, f. 15.
febrúar 1969, Giss-
ur Hans Þórðarson,
f. 3. desember 1971,
maki Kristín Jóna
Hilmarsdóttir,
stúlka Magneu-
dóttir, f. 16. október
1973, d. 17. október
1973, Inga Rose
Þórarinsdóttir Livingston, f. 26.
nóvember 1974, Gunnar Jóhann
Gunnarsson, f. 29. júní 1983.
Systkini Gísla eiga samtals 13
börn sem voru honum mjög kær.
Útför Gísla Þórs fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirju í dag, 17.
maí 2019, klukkan 13.
Við sem búum þessa jörð er-
um svo gjörn á að líta á lífið
sem sjálfsagðan hlut. Okkur
hættir til að gera ráð fyrir því
að morgundagurinn komi eins
og ekkert sé. Við reiknum með
að allt sé óbreytt dag frá degi.
Kannski á þetta bara að vera
svona? Nei, segi ég. Við eigum
að njóta hverrar stundar og
vera meðvituð um að augnablik-
ið er svo dýrmætt því það fýkur
framhjá eins og ekkert sé og
eftir situr minningin. Frændi
minn hann Gísli Þór hefur nú
verið tekinn frá okkur úr þessu
lífi í einni hendingu. Þessi ungi
lífsglaði maður sem geislaði svo
af þannig að eftir var tekið. Við
Gísli höfum ekki haft mikið
samneyti um ævina en ég átti
þess kost að eiga gott spjall við
hann við jarðarför hennar Ínu
Gísla fyrir réttu ári. Á unglings-
árum Gísla Þórs dvaldist hann
hjá Ínu og Úlfari á Ísafirði, en
þau tóku drenginn í tímabundið
fóstur vegna mikilla erfiðleika
heima fyrir. Á þeirri stundu
varð ég þess áskynja að þarna
fór maður sem hafði lífssýn og
horfði til framtíðar. Hann var
að koma sér upp eigin báti og
hugsaði stórt. Af honum geisl-
aði þegar hann lýsti fyrir mér
þeim aðstæðum sem eru í
Norður-Noregi. Ég sá hvað
þessi drengur hafði mikla per-
sónutöfra og var einarður um að
koma sér áfram þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður. Reyndar fór
spjall okkar yfir í það að ég
myndi heimsækja hann ein-
hvern tíman. Sorglegur atburð-
ur hefur nú átt sér stað og eftir
situr minning um dreng sem
vildi svo sannarlega að morg-
undagurinn tæki á móti okkur
eins og gærdagurinn var. Við
sem hér erum verðum að ylja
okkur við minninguna og vona
svo að frændi taki á móti okkur
á æðri stigum síðar.
Sigurþór Charles
Guðmundsson.
Þetta fallega bros.
Þessi fallegu augu.
Þetta fallega hjarta.
Þetta er það fyrsta sem kem-
ur upp í huga mér þegar ég
hugsa um þig, elsku Gísli minn.
Þú varst hvers manns hugljúfi
og það vita það allir sem voru
svo heppnir að fá að kynnast
þér að þarna fór maður með
hjarta úr gulli.
Þú komst inn í líf mitt aðeins
12 ára gamall og upp frá þeim
degi áttir þú alltaf stað í hjarta
mér. Drengjunum mínum
varstu ávallt góður og aldrei
Gísli Þór
Þórarinsson
HINSTA KVEÐJA
Þitt hjarta geymdi gullið dýra og
sanna,
að gleðja og hjálpa stærst þín un-
un var.
Því hlaust þú hylli Guðs og góðra
manna
og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér
geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans
kveðja er.
Hann leiði þig í ljóssins
friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Gissur Hans Þórðarson.
Minningar
Atvinna