Morgunblaðið - 17.05.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
Við gyllinæð
og annarri ertingu og
óþægindum í endaþarmi
Krem
Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Inniheldur ekki stera
Hreinsifroða
Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað.
Fæst í næsta apóteki.
Ósköp þótti mér lítilmannleg
framkoma formanns handknatt-
leiksráð ÍBV og þar af leiðandi
ráðsins í garð landsliðsmark-
varðarins í handknattleik kvenna,
Guðnýjar Jennyjar Ásmunds-
dóttur.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í fyrir viku var Jenny
sagt upp samningi við deildina
vegna þess að ÍBV hefur ekkert við
meiddan markvörð að gera.
Jenny sleit krossband í keppn-
isferð með landsliðinu í mars. Hún
mætir þar af leiðandi ekki á keppn-
isvöllinn á ný fyrr en snemma á
næsta ári. Hún hefði alveg eins
getað meiðst á æfingu eða í kapp-
leik með ÍBV.
Að segja upp samningi við
meiddan íþróttamann er hreinlega
siðlaust og má nærri því líkja við
það að segja upp samningi við
íþróttakonu þegar hún verður
barnshafandi.
Ég held að allir vel meinandi
stjórnendur íslenskra íþróttafélaga
hefðu a.m.k. reynt að leysa málið á
annan og manneskjulegri hátt.
Hart er orðið í ári hjá Eyjamönnum
að koma svona fram við íþrótta-
menn sína. Lítil er fyrirhyggjan í
rekstri deildarinnar þegar ekki er
borð fyrir báru þegar áföll eiga sér
stað. Það má vera að yngri kyn-
slóðir í Eyjum þekki ekki lengur
hvað er að hafa borð fyrir báru.
Síðan er kapítuli út af fyrir sig
hvernig staðið var að uppsögninni
og hvar hún fór fram. Þess utan
eru afrit samninganna, annars
vegar það sem íþróttamaðurinn
hefur undir höndum og hinsvegar
það sem liggur inni hjá HSÍ, ekki
samhljóða. Handknattleiksfólk
sem hyggst ganga til liðs við ÍBV
hlýtur að hugsa sig um þegar það
sér getur átt á hættu að vera
sparkað eins og einnota varningi
bjáti eitthvað á.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Talsverðar líkur eru á að körfubolta-
bræðurnir Jakob Örn og Matthías
Orri Sigurðarsynir leiki saman í ís-
lensku úrvalsdeildinni á næstu leik-
tíð. Til þess stendur alla vega ríkur
vilji þeirra beggja. Matthías er án
samnings eftir að hafa verið leiðtogi
ÍR síðustu ár og Jakob flytur heim í
sumar eftir langan atvinnumanns-
feril.
„Það er ekkert komið á hreint.
Það eru nokkur félög á Íslandi búin
að hafa samband við mig en það er
ekkert ákveðið í þessu, né í raun
komið langt,“ segir Jakob við Morg-
unblaðið. Þau ár sem þessi 37 ára
fyrrverandi landsliðsmaður hefur
spilað á Íslandi hefur hann spilað
með KR. Hann varð Íslandsmeistari
með liðinu árið 2000, áður en hann
hélt í háskólakörfuboltann í Banda-
ríkjunum, og einnig árið 2009 þegar
hann tók eins árs hlé á 14 ára ferli
sínum sem atvinnumaður.
„Ég er auðvitað uppalinn KR-
ingur og allt það, en ég er opinn fyr-
ir öllu og ætla að skoða málin vel áð-
ur en ég tek ákvörðun. Ég er ekki
búinn að ákveða neitt fyrir fram,“
segir Jakob, aðspurður hvort ekki sé
sjálfgefið að hann fari í Vesturbæinn
og spili með KR. KR varð Íslands-
meistari sjötta árið í röð í vor eftir
harða baráttu við Matthías Orra og
félaga í ÍR. Jakob viðurkennir að
hafa rætt við Matthías um næstu
leiktíð:
Algjör draumur að spila saman
„Jú, jú, ég tala reglulega við
Matta bróður. Það yrði rosalega
gaman fyrir okkur að ná einu tíma-
bili saman. Það hefur aldrei verið
neitt inni í myndinni hingað til, en
það yrði algjör draumur. Við höfum
samt ekkert ákveðið,“ segir Jakob.
Matthías tekur í svipaðan streng.
„Jakob er búinn að spila úti meira
og minna frá árinu 2000 þannig að
það væri mjög sérstakt ef við gæt-
um fundið okkur samastað einhvers
staðar og spilað saman svona rétt
áður en gamli maðurinn hættir,“
segir Matthías. Það er því ekki ljóst
hvort leiðir bræðranna munu liggja
saman hjá KR, ÍR eða annars stað-
ar, ef þeim á annað borð gefst tæki-
færi til að spila saman.
Eins og fyrr segir flytur Jakob nú
heim eftir langan atvinnumannsferil
þar sem hann spilaði fyrst í Þýska-
landi, á Spáni og í Ungverjalandi,
áður en hann kom heim í eitt ár og
fór svo til Svíþjóðar árið 2009. Þar
hefur hann leikið við afar góðan
orðstír í áratug, fyrst með Sundsvall
Dragons og svo Borås frá árinu
2015. Hann varð sænskur meistari
með Sundsvall árið 2011 og lauk at-
vinnumannsferlinum á að fara með
Borås í úrslitaeinvígi við Södertälje
Kings nú í maí, þar sem Södertälje
hafði betur.
Mjög sáttur með minn feril
„Ég er mjög sáttur með minn fer-
il, sérstaklega árin hérna í Svíþjóð.
Toppurinn er þessi tími þegar við
unnum titilinn 2011, og svo að kom-
ast í úrslitin tvisvar í viðbót. Það er
ýmislegt sem maður hefði kannski
getað gert betur, sérstaklega í byrj-
un þegar mér fannst ég fá góða
möguleika með því að fara í þýsku
úrvalsdeildina. Maður hefði getað
nýtt þá möguleika betur, en á heild-
ina litið er ég mjög ánægður þegar
ég lít um öxl. Ég spilaði í Evrópu-
keppni fyrsta árið mitt með Borås
og það var líka mjög eftirminnilegt,
því við komumst ágætlega langt. Við
unnum lið úr efstu deild á Ítalíu og
Frakklandi, spiluðum þarna við
mjög góð lið úr stórum deildum og
stóðum okkur vel,“ segir Jakob.
Ekki munaði svo miklu að hann
færi frá Svíþjóð sem sænskur meist-
ari, þó að Södertälje virðist við
fyrstu sýn hafa unnið úrslitaeinvígið
af öryggi. Jakob kveðst ánægður
með lokakeppnistímabilið sitt ytra:
„Við töpuðum 4:1 svo það er
kannski skrýtið að segja að það hafi
ekki vantað mikið, en þannig var það
samt. Það sem gerði okkur erfitt
fyrir var að í fyrstu tveimur leikj-
unum voru mikil veikindi í liðinu,
þetta var mjög slæm tímasetning
fyrir það, og við áttum bara ekki
séns í þessum leikjum. Það er erfitt
að snúa taflinu við þegar staðan er
2:0, en við vorum mikið betri en þeir
á heimavelli í leik fjögur, og leikir
þrjú og fimm voru báðir 50:50-leikir.
Það hefði ekki þurft mikið til að
þessi sería færi í oddaleik. Engu að
síður er rosalega gaman að enda
þennan tíma á að fara í úrslit, sér-
staklega vegna þess að þetta er í
fyrsta sinn sem Borås nær í úrslit-
in.“
Fjöldi landsliðsmanna lék í
Svíþjóð en nú er þar enginn
Um tíma, á árunum 2011-2015,
átti Ísland yfirleitt á bilinu 4-5 leik-
menn í sænsku úrvalsdeildinni. Í
þeim hópi voru Jakob, Hlynur Bær-
ingsson, Haukur Helgi Pálsson,
Ægir Þór Steinarsson, Ragnar
Ágúst Nathanaelsson, Brynjar Þór
Björnsson, Pavel Ermolinskij, Logi
Gunnarsson, Helgi Már Magnússon
og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Með brotthvarfi Jakobs er enginn
Íslendingur eftir í deildinni:
„Ég veit ekki alveg hver ástæðan
er,“ segir Jakob og bætir við: „Ég er
oft spurður út í íslenska leikmenn
svo ég veit alveg að félögin hérna úti
fylgjast með leikmönnum á Íslandi.
Ég held líka að það muni Íslend-
ingar spila í þessari deild á næstu
árum, og ég vona það, því ég tel að
þetta sé ágætis deild fyrir þá sem
vilja taka næsta skref fyrir ofan ís-
lensku deildina.“
Bræðurnir sameinaðir?
Jakob Örn Sigurðarson er á heimleið eftir 14 ár sem atvinnumaður Kveðst
opinn fyrir öllu Sérstakt ef við gætum spilað saman, segir Matthías Orri
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ísland Matthías Orri Sigurðarson lék með ÍR-ingum gegn KR í úr-
slitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og mátti sætta sig við silfur.
Ljósmynd/borasbasket.se
Svíþjóð Jakob Örn Sigurðarson lék með Borås gegn Södertälje í úr-
slitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn og mátti sætta sig við silfur.