Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
Pepsi Max-deild karla
HK – ÍBV .................................................. 2:0
Grindavík – KR......................................... 2:1
Fylkir – Valur ........................................... 0:1
Staðan:
ÍA 4 3 1 0 9:4 10
Breiðablik 4 3 1 0 8:3 10
Stjarnan 4 2 2 0 7:5 8
FH 4 2 1 1 6:5 7
Fylkir 4 1 2 1 6:4 5
KR 4 1 2 1 6:4 5
Grindavík 4 1 2 1 5:6 5
Valur 4 1 1 2 5:6 4
HK 4 1 1 2 4:5 4
KA 4 1 0 3 4:7 3
Víkingur R. 4 0 2 2 8:11 2
ÍBV 4 0 1 3 2:10 1
Inkasso-deild karla
Fram – Haukar ........................................ 1:1
Frederico Bello Saraiva 5. – Ísak Jónsson
38. Rautt spjald: Marcus Vinicius Mendes
Vieira (Fram) 65.
Staðan:
Þór 2 2 0 0 5:1 6
Keflavík 2 2 0 0 5:2 6
Víkingur Ó. 2 1 1 0 2:0 4
Fram 3 1 1 1 5:5 4
Leiknir R. 2 1 0 1 5:3 3
Fjölnir 2 1 0 1 4:4 3
Afturelding 2 1 0 1 3:4 3
Njarðvík 2 1 0 1 3:4 3
Haukar 3 0 2 1 2:3 2
Þróttur R. 2 0 1 1 4:5 1
Grótta 2 0 1 1 2:4 1
Magni 2 0 0 2 2:7 0
3. deild karla
Vængir Júpíters – Kórdrengir................ 1:3
Staðan:
Kórdrengir 3 3 0 0 9:3 9
KV 2 2 0 0 4:2 6
Álftanes 2 1 1 0 6:2 4
KF 2 1 1 0 4:2 4
Reynir S. 2 1 0 1 4:3 3
Vængir Júpiters 3 1 0 2 4:5 3
Sindri 2 1 0 1 3:4 3
Skallagrímur 2 1 0 1 3:6 3
Augnablik 2 0 1 1 4:6 1
KH 2 0 1 1 4:7 1
Einherji 2 0 0 2 2:4 0
Höttur/Huginn 2 0 0 2 1:4 0
Mjólkurbikar kvenna
2. umferð:
Afturelding – Grindavík .......................... 5:4
Svíþjóð
Gautaborg – Malmö................................. 0:0
Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálf-
leikinn fyrir lið Malmö.
Örebro – Norrköping.............................. 1:2
Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 82
mínútur leiksins fyrir Norrköping, Alfons
Sampsted var ekki í leikmannahópnum.
Sviss
Young Boys – Grasshoppers .................. 6:1
Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik-
inn fyrir Grasshoppers.
KNATTSPYRNA
ÁRBÆR/GRINDAVÍK/
KÓRINN
Guðmundur Hilmarsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
Víðir Sigurðsson
Íslandsmeisturum Vals var létt þeg-
ar flautað var til leiksloka í Árbænum
í gærkvöld en Valsmenn lönduðu sín-
um fyrsta sigri í Pepsi Max-deildinni
þegar þeir mörðu Fylkismenn 1:0.
Eftir þrjá tapleiki í röð, tveimur í
deildinni og einum í bikarnum og
mikinn farsa í kringum enska fram-
herjann Gary Martin í vikunni, var
þungu fargi létt af Ólafi Jóhann-
essyni og lærisveinum hans. Mið-
vörðurinn Orri Sigurður Ómarsson
skoraði sigurmarkið strax á 5. mín-
útu. Valsmenn réðu gangi leiksins
framan af fyrri hálfleik en Fylk-
ismenn náðu smátt og smátt betri
tökum á leik sínum en gekk illa að
skapa sér færi.
Framan af síðari hálfleik var jafn-
ræði með liðunum þar sem baráttan
var allsráðandi og leikurinn ekki mik-
ið fyrir augað. Valsmenn freistuðu
þess að halda fengnum hlut og Fylk-
ismenn herjuðu á Valsvörnina síð-
ustu 20 mínútur leiksins. Ólafur Ingi
Skúlason, nánast á annarri löppinni
eftir að hafa tognað í læri, var í tví-
gang nálægt því að jafna metin.
Fyrst átti hann skalla í slá og síðan
varði Hannes Þór Halldórsson meist-
aralega kollspyrnu síns gamla félaga
í landsliðinu. Valur náði að kreista
fram sigur og ekki verður annað sagt
en að hann hafi verið mikilvægur
enda hafa meistararnir byrjað mótið
illa og ekki hefur uppákoman í kring-
um Gary Martin hjálpað þeim. Hann-
es Þór svaraði gagnrýni sem hann
hefur mátt þola vel og hann reyndist
bjargvættur sinna manna. Vals-
vörnin var nokkuð traust en það var
enginn meistarabragur á leik liðsins.
Aðalmálið fyrir það var að landa sigri
hvort sem hann var sætur eða ljótur.
Fylkismenn brenndu sig illilega á
slakri byrjun. Þeir voru lengi í gang
og voru ekki nógu skarpir á síðasta
þriðjungi vallarins. Mikill kraftur
hljóp í Fylkisliðið með þeim breyt-
ingum sem Helgi þjálfari gerði á lið-
inu í seinni hálfleik og þeir voru
óheppnir að ná ekki stigi.
Sá fyrsti í ellefu ár
Grindavík vann sinn fyrsta heima-
sigur á KR í efstu deild í ellefu ár í
gær. Lokatölur urðu 2:1, eftir tvo
mjög ólíka hálfleika. Grindavík spil-
aði afar skemmtilegan og góðan fót-
bolta allan fyrri hálfleik og uppskar
2:0-forskot í leikhléi. Heimamenn
féllu hins vegar mjög aftarlega á völl-
inn í seinni hálfleik og reyndu þeir að
verja forskotið, með þeim afleið-
ingum að KR-ingar pressuðu nánast
látlaust síðustu 35 mínúturnar.
Sú pressa skilaði einu marki, en
Grindvíkingar héldu út og náðu í sinn
fyrsta sigur í sumar, en tapið var það
fyrsta hjá KR. Bæði lið eru nú með
fimm stig og um miðja deild.
Það var skemmtilegt að sjá Grind-
víkinga vera óhrædda við að spila
boltanum með grasinu í fyrri hálfleik,
með góðum árangri. Tveggja marka
forysta þeirra í hálfleik var verð-
skulduð, þótt þeir hafi fengið hjáp frá
Þorvaldi Árnasyni, slökum dómara
leiksins. Þorvaldur dæmdi víti á
Pablo Punyed er hann braut á Vla-
dimir Tufegdzic utan teigs og Aron
Jóhannsson skoraði annað mark
Grindavíkur úr vítinu.
Tufegdzic var mjög sprækur í fyrri
hálfleik, eins og Alexander Veigar
Þórarinsson, sem skoraði fyrra
markið. Í seinni hálfleik reyndi meira
á miðverðina Josip Zeba og Marc
McAusland, en þeir gerðu vel í að
loka á flest sem KR reyndi.
KR-ingar mega verið mjög ósáttir
við leikinn í heild sinni. Of margir
leikmenn spiluðu ekki nægilega vel.
Pálmi Rafn Pálmason var langt frá
sínu besta og Pablo Punyed er ekki
sterkur vinstri bakvörður. Tobias
Thomsen og Atli Sigurjónsson sáust
svo lítið. Fimm stig eftir fjóra leiki
hljóta að vera vonbrigði í Vest-
urbænum. Grindvíkingar eru með
sama stigafjölda, en haldi liðið áfram
að spila líkt og í gær, verða þeir í fín-
um málum í sumar.
Sannfærandi fyrsti sigur HK
Nýliðar HK unnu sinn fyrsta sigur
á tímabilinu í gærkvöld þegar þeir
lögðu Eyjamenn að velli í Kórnum,
2:0, og það var auðveldari og þægi-
legri sigur í uppgjöri liðanna sem
voru neðst eftir þrjár umferðir en bú-
ast hefði mátt við.
Þar hafði að sjálfsögðu sitt að
segja fyrir Eyjamenn að missa Guð-
mund Magnússon af velli með rautt
spjald eftir 28 mínútna leik. Hann
hafði verið áberandi í framlínu ÍBV
fram að því. HK var þá hinsvegar
Þungu fargi
létt af Vals-
mönnum
Fyrsti sigur meistaranna KR lá í
Grindavík HK lagði ÍBV í Kórnum
Leikur Valsmaðurinn
Kristinn Ingi Hall-
dórsson hefur augun á
Ólafi Inga Skúlasyni,
Fylki, og boltanum.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á 74 höggum eða á
tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum í gær á
Sotogrande Invitational-mótinu í golfi á Evrópu-
mótaröðinni en mótið fer fram í Andalúsíu á Spáni. Hún
er í 46. sæti af 126 kylfingum eftir hringinn.
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, átti hins-
vegar erfiðan dag í Andalúsíu í gær og lék á 78 höggum.
Um er að ræða fyrsta hringinn á Sotogrande Invitatio-
nal-mótinu í Evrópumótaröðinni. Valdís er á sex högg-
um yfir pari vallarins og þarf að bíta í skjaldarrendur í
dag til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.
Ólafia Þórunn Kristinsdóttir, úr GR, komst ekki í
gegnum niðurskurð eftir annan hring á Symetra Classic-mótinu í golfi í
Bandaríkjunum . Hún lék annan hring í gær á 75 höggum, eða þremur yfir
pari, og var samtals á fimm höggum yfir pari eftir tvo keppnisdaga. Niður-
skurðarlínan var við þrjú högg undir pari. iben@mbl.is
Misjafnt gengi kylfinga ytra
Guðrún Brá
Björgvinsdóttir
1:0 Birkir Valur Jónsson 14.
2:0 Ásgeir Marteinsson 45.
I Gul spjöldPriestley Griffiths (ÍBV),
Brynjar Jónasson (HK), Máni Aust-
mann (HK).
I Rauð spjöldGuðmundur Magnússon
(ÍBV) 28.
HK – ÍBV 2:0
MM
Ásgeir Marteinsson (HK)
M
Birkir Valur Jónsson (HK)
Björn Berg Bryde (HK)
Leifur Andri Leifsson (HK)
Atli Arnarson (HK)
Matt Garner (ÍBV)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson, 7.
Áhorfendur: 590.