Morgunblaðið - 17.05.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.05.2019, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Rapparinn Joey Christ, réttu nafni Jóhann Kristófer Stefánsson, gaf út sína þriðju plötu, Joey 2, í lok apríl. Jóhann er að verða 27 ára og á lang- an feril að baki þrátt fyrir ungan aldur því hann stofnaði aðeins tíu ára rapphljómsveit með vinum sín- um, keppti í Rímnaflæði sem er keppni í texta- gerð og takti og kom líka fram í Stundinni okkar. Jóhann segist hafa byrjað að vinna að Joey 2 fljótlega eftir að hann gaf út fyrstu plöturnar sínar tvær, Anxiety City og Joey, árið 2017. „Ég byrjaði að vinna hana í september. Þetta er samstarfsverk- efni okkar Marteins Hjartarssonar eða BNGR BOY eins og hann er kallaður. Við ákváðum snemma að við ætluðum að vinna plötuna alla saman,“ segir Jóhann. Langt síðan geisladiskurinn dó „Við unnum að henni út 2017 og svo tókum við okkur smá hlé. Ég var að sinna öðrum verkefnum allt árið 2018. Það var ekki fyrr en undir lok árs í kringum nóvember, desem- ber sem við byrjuðum aftur að pæla í henni og þá breyttist mikið,“ segir Jóhann. „Ég var orðinn skýrari í hugsun um hvað ég vildi segja í lög- unum og orðinn betri í að tjá mig í gegnum þau. Þetta varð aðeins per- sónulegra, hitt var dálítið meira grín. Ég er mikill húmoristi og finnst gaman að grínast og það var það sem einkenndi hin tvö verk- efnin,“ segir Jóhann. Hann gefi gríninu smáhlé í nokkrum lögum á plötunni þar sem hann kanni í meira mæli eigin hugarheim. Ekki í föstu formi Joey 2 er fyrsta platan sem Jó- hann gefur út í samstarfi við Sony en hann er með dreifingarsamning við fyrirtækið. Spurður um dreif- ingu plötunnar segir hann að hún komi ekki út í áþreifanlegu formi, aðeins á tónlistarveitunni Spotify. Segir hann dreifingu tónlistar á net- inu vera framtíðina. „Það er orðið dálítið langt síðan geisladiskurinn dó,“ segir Jóhann og bætir við að hann nenni ekki að gefa út vínyl- plötu eins og tíðkast gjarnan hjá tónlistarmönnum í dag. Aðspurður hvað aðgreini hann sem tónlistar- mann og rappara frá öðrum segir Jóhann að hann segi að mörgu leyti annað en aðrir rapparar. Hann telur húmor enn vera eitt helsta einkenni þeirrar tónlistar sem hann semur en á erfitt með að átta sig á því hvað geri hann ólíkan öðrum röppurum. Hann sé til að mynda eldri en marg- ir aðrir íslenskir rapparar og hafi upplifað aðra hluti og það end- urspeglist í tónlistinni. „Svo ólst ég ekki upp á Snapchat,“ bætir hann við og hlær en það er snjall- símasmáforrit sem hefur verið sér- staklega vinsælt meðal unglinga. „Mér finnst rappið mitt hljóma öðruvísi. Ég er að segja aðra hluti. Mér finnst það einhvern veginn vera fyndnara. Ég er að reyna að fjalla um minn reynsluheim og ég held að það sé hann sem er aðeins öðruvísi en margt annað,“ segir Jó- hann. Hann staðfestir að á nýju plöt- unni megi finna skírskotanir í ís- lenskan samtíma. „Það er allt orðið svo ótrúlega ýkt í dag. Maður getur ekki annað en brugðist við því. Mað- ur bregst einhvern veginn við öllu því sem maður verður vitni að. Mér finnst það koma skýrt fram í text- unum hvernig ég sé hlutina.“ Mikill andans maður Aðspurður um ástæður á bak við listamannsnafnið Joey Christ segir Jóhann Kristófer að það sé bæði túlkun á eiginnafni hans og einnig einhvers konar endurspeglun á við- horfum hans. „Ég er skírður í kaþ- ólsku kirkjunni og tek mitt fyrsta sakramenti þar. Ég er reyndar ekki kaþólskur en ég er trúaður samt,“ segir hann. Hann segist ekki sækja kirkju reglulega en að hann sé meira andlega þenkjandi, stundi jóga og sé mikill andans maður. Jó- hann segir að trúarviðhorf hans endurspeglist til dæmis í því að hann reyni að vera alltaf til staðar. „Ég á marga vini sem vita að þeir geta leitað til mín ef þeir eru í ein- hverjum vandræðum.“ Jóhann segir líklegt að eitthvað af trúarlegum viðhorfum hans end- urspeglist í tónlistinni en að það sé ekki eitthvað sem hann taki meðvit- aða ákvörðun um. „Það er kannski meira svona heildarmyndin frekar en smáatriðin,“ segir hann. Ólst ekki upp á Snapchat Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðbragð „„Það er allt orðið svo ótrúlega ýkt í dag. Maður getur ekki annað en brugðist við því,“ segir Jóhann Kristófer sem kallar sig Joey Christ.  Þriðja plata Joey Christ, Joey 2, er persónulegri en fyrri plötur hans  Dreg- ur aðeins úr gríninu  Fyrsta platan sem Jóhann gefur út í samstarfi við Sony Stjórnendur hins mikla Metropolit- an-safns í New York hafa tilkynnt að það muni hætta að taka við styrkjum frá Sackler-fjölskyldunni sem um áratuga skeið hefur styrkt fjölda safna og listastofnana beggja vegna Atlantshafs með veglegum hætti. Ástæðan er eignarhald hluta fjölskyldunnar á lyfjafyrirtækinu sem framleiðir ópíóðalyfið Oxy- Contin sem er kennt um dauða þús- unda manna. Áður höfðu meðal annarra stjórnendur Tate Modern í London og Guggenheim-safnsins í New York ákveðið að þiggja ekki styrki frá fjölskyldunni og þá ákváðu stjórnendur Náttúrugripa- safnsins í New York í vikunni að gera það ekki heldur. Ein álma Metropolitan-safnsins nefnist „The Sackler Wing“, í þakklætisskyni við fjölskylduna, og mun heita það áfram, að sögn stjórnenda þar. Eitt safn til hafnar Sackler-styrkjum Metropolitan Safnið hættir að þiggja styrki frá Sackler-fjölskyldunni. Sýningin Old Orchard, mál- verkainnsetning kanadísku lista- konunnar Mir- anda Crabtree, verður opnuð í Listastofunni, Hringbraut 119, í dag, föstudag, klukkan 17. Í tilkynningu segir að málverk listakonunnar, sem er frá Tor- onto, sýni konur sem einstaka kjarna í landslagi, þar sem þær fáist við að safna, flokka, vernda, leika eða gæta að ávöxtum jarðar. Crabtree noti hugmyndir um gamlan ávaxtatrjáalund sem upphafið rými fortíðar, þar sem fantasía, draumar og þrár geti blómstrað. Gamall ávaxta- lundur Crabtree Old orchard Eins og margir sérfræðingar í hræringum myndlistarheimsins höfðu spáð var metfé greitt á upp- boði hjá Sotheby’s í New York fyrir gljándi stálskúlptúr, „Kanínu“, eft- ir Jeff Koons. Listhöndlarinn Ro- bert E. Mnuchin, sem er faðir við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, greiddi 91,1 milljón dala fyrir verk- ið, um 11,2 milljarða króna. Aldrei fyrr hefur jafn hátt verð verið greitt fyrir myndlistarverk eftir lif- andi listamann. Fyrra metið var sett í fyrra en stórt málverk eftir David Hockney frá 1972 var selt á uppboði fyrir 90,2 milljónir dala. Þriðja dýrasta verkið eftir lifandi listamann er einnig skúlptúr eftir Koons, „Balloon Dog (Orange)“ en það var slegið hæstbjóðanda á upp- boði fyrir sex árum fyrir 58,4 millj- ónir dala. „Kanínan“ er mótuð eftir upp- blásnu barnaleikfangi og er upp- lagsverk frá 1986 en Koons gerði fjögur eintök. Verkið kom úr dán- arbúi S.I. Newhouse, útgefanda Vogue-tímaritanna. AFP Kanína Koons dýrasta verk lifandi listamanns  Seld á uppboði fyrir 11,2 milljarða Verðmætt Öryggisvörður gætti Kanínunar fyrir uppboðið hjá Sotheby’s. WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U LL O G D EM A N TA R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.