Morgunblaðið - 17.05.2019, Page 32

Morgunblaðið - 17.05.2019, Page 32
Sigrún Einarsdóttir glerlistamaður opnar sýningu sína Öðruvísi ólgur í Handverki og hönnun á Eiðistorgi í dag kl. 16. „Ólgur eru lífræn form úr gleri sem dansa á mörkum nytja- og skúlptúrs. Í þeim virðir listamað- urinn vilja glersins og leyfir eigin- leika þess að njóta sín til fulls,“ segir m.a. um verk Sigrúnar á sýningunni. Sigrún vinnur jöfnum höndum að myndlist og listiðnaði. Öðruvísi ólgur í Handverki og hönnun FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu karla fögnuðu í gærkvöldi sínum fyrsta sigri í Pepsi Max-deildinni á leiktíðinni þegar þeir unnuð Fylkis- menn í Árbæ, 1:0. KR tapaði í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið sótti Grindavík heim, 2:1. Um var að ræða fyrsta sigur Grindavíkurliðs- ins. HK vann sannfærandi sigur á ÍBV, 2:0, í Kórnum. »26 Fyrsti sigur meist- aranna kom í Árbæ ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Úlfur Eldjárn heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21 undir merkjum hliðarverkefnis síns, Aristókrasía. Úlfur mun flytja nýja raftónllist og verk í vinnslu og er tónlistin, að hans sögn, endurtekningagjörn og hreinsandi fyrir líkama og sál, íhug- ul innri danstónlist fyrir sálarlífið. Verk- efnið er óbeint framhald af plötu Úlfs, The Ari- stókrasía Project og m.a. undir áhrifum frá þýskri kosmískri raftónlist frá 8. áratugnum, sóv- éskri eróbik- tónlist, Ítaló- diskói, Art of Noise o.fl. Endurtekningagjörn og hreinsandi tónlist AUDI A3 E-TRON SPORT nýskr. 01/2017, ekinn 16 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Aukabúnaður s.s. Virtual cockpit (stafrænt mælaborð), Bang & Olufsen hljómkerfi, Matrix led ljós o.fl. Verð 4.240.000 kr. Raðnúmer 259069 VW GOLF GTE nýskráður 03/2018, ekinn 14 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur. Aukabúnaður t.d. stafrænt mælaborð, 18“ álfelgur, dráttarkrókur, ACC o.fl.Verð 4.650.000 kr. Raðnúmer 259301 BMW 530E IPERFORMANCE M-SPORT nýskr.06/2018, ekinn 4 þkm. bensín/rafmagn, sjálfskiptur. M-sport innan og utan.Verð 6.590.000 kr. Raðnúmer 259344 RENAULT GRAND SCENIC BOSE EDITION nýskr. 11/2018, ekinn 8 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, 7manna. Einkabíll, hlaðinn aukabúnaði! Verð 4.690.000 kr. Raðnúmer 259171 RENAULT MASTER DCI125 L2H2 nýskr. 08/2015, ek. 52 Þ.km, dísel, 6 gíra. TILBOÐ 2.390.000 kr. + vsk Raðnúmer 258697 - TVEIR TIL! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Börn sem hefðu annars ekki tök á því að eignast reiðhjól geta leitað til Barnaheilla, sem safna saman reiðhjólum, gera þau upp og gefa þau. Hjólasöfnun Barnaheilla var haldin áttunda árið í röð í vor í samstarfi við IOGT Æskuna og gekk glimrandi vel að sögn Lindu Hrannar Þórisdóttur, verk- efnastýru hjá Barnaheillum. Sjálfboðaliðar gera hjólin upp „Við höfum frá því að við byrj- uðum verkefnið úthlutað rúmlega tvö þúsund reiðhjólum til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól,“ segir Linda og segir að í ár hafi borist hátt í 250 umsóknir um hjól, sem komi frá börnum á öllum aldri og með mismunandi bak- grunn. „Þetta eru bæði íslensk börn og börn sem eru með stöðu hælisleit- enda o.fl., svo þetta er mjög fjölbreyttur hóp- ur,“ segir Linda. Barnaheill er í samstarfi við Sorpu, sem sér um að taka á móti hjólum á móttöku- stöðvum sínum á höfuðborgar- svæðinu. „Á öllum sex stöðvunum erum við með sérstaka gáma,“ segir Linda og segir að almenn- ingur sé svo hvattur til að gefa hjól, sem ekki eru í notkun, í gám- ana. Hjólin eru síðan flutt í húsnæði sem Barnaheill hefur til afnota þar sem þau eru gerð upp, m.a. með aðstoð sjálfboðaliða. „Við höfum sem dæmi fengið aðstoð frá ein- staklingum og hjólaklúbbum fyrir- tækja, sem koma og aðstoða okkur að gera upp hjólin.“ Hingað til hefur Barnaheillum tekist að úthluta hjólum til allra sem hafa sótt um, og er markmiðið að halda því áfram, að sögn Lindu. Úthlutun fylgir hjólasala Úthlutunum hjólanna er nú að ljúka, sala á afgangshjólum úr söfnuninni hófst í gær og heldur áfram í dag og á morgun. „Þannig fjármögnum við þetta verkefni meðal annars,“ segir Linda. Fyrir áhugasama fer hjólasalan fram í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi á milli þrjú og sex í dag, föstudag, og á milli ellefu og þrjú á laug- ardag. Öll börn sem sóttu um fengu gefins reiðhjól  Barnaheill stendur fyrir hjólasöfnun áttunda árið í röð Hjálparhendur Vaskir sjálfboðaliðar gera upp reiðhjól sem gefin hafa verið til verkefnsins. Linda Hrönn Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.