Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 1
Fjórar flugvélar af gerðinni DC-3 lentu hér á landi í gær- kvöldi og voru fyrstu þrjár þeirra lentar á Reykjavíkur- flugvelli um hálftíuleytið í gær. Áætlað var hins vegar að fjórða vélin myndi ekki koma til landsins fyrr en eftir klukkan ellefu, sem þýddi að hún þurfti að lenda í Keflavík. Ráðgert er að flugvélarnar verði til sýnis fyrir almenning, og var talið líklegt að það yrði á morgun, miðvikudag, frekar en í dag eins og ráðgert hafði verið. Vélarnar munu í kjölfarið halda áfram út í Evrópu til að fagna 75 ára afmæli D-dagsins 4. júní nk. Þristarnir mættir á Reykjavíkurflugvöll Morgunblaðið/Árni Sæberg Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  118. tölublað  107. árgangur  DRAUMA- SKÚR EYFA KRISTJÁNS FLESTIR Í FJÖLSKYLDUNNI ARFBERAR LJÓÐIÐ ER MARGRÆTT VERKFÆRI UMRÆÐAN MIKILVÆG 10 EVA VERÐLAUNUÐ 28BÍLAR 16 SÍÐUR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bálförum hefur fjölgað mjög á síð- ustu árum. Nú eru um 53% útfara á höfuðborgarsvæðinu bálfarir. Lítið er um líkbrennslur á lands- byggðinni og því er hlutfall bálfara á landinu í heild um 38%. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma sem reka bálfararstofu landsins, rekur þessa þróun til ná- grannalandanna. Bendir hann á að í Svíþjóð og Danmörku sé hlut- fallið komið yfir 70%. Reiknar hann með að sama þróun verði hér og áætlar að hlutfall bálfara verði 70% á landsvísu eftir þrjátíu ár. Þá telur hann að það hafi áhrif á ákvarðanir fólks að duftker taki minna pláss en kistur í kirkjugörðum. Hann tekur fram að bálfarir hafi á sínum tíma haf- ist í Englandi og Þýskalandi vegna heilbrigðissjónarmiða. Hann segir að þau rök eigi ekki við, engin sýk- ingarhætta sé í kirkjugörðum. Eina bálstofa landsins er í Foss- vogi og sinnir hún öllu landinu, eft- ir því sem óskað er. Þórsteinn tel- ur að staðsetningin sé ástæða þess að lítið sé um líkbrennslu á lands- byggðinni. Það kunni að vefjast fyrir fólki að senda kisturnar með flutningabílum á milli landshluta. Bálstofan í Fossvogi er orðin 70 ára og barn síns tíma. Til hefur staðið að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði með nýjum ofnum að viðbættri hreinsun eins og víða þekkist erlendis enda get- ur útblásturinn verið mengandi. „Það er orðið brýnt að huga að þessu. Ég sé þó ekki fram á að Kirkjugarðar Reykjavíkurpró- fastsdæma ráði við þetta einir heldur þurfi ríki og sveitarfélög að koma að,“ segir Þórsteinn. Hann segir þetta afar kostnaðarsamt verkefni, kostnaður við að koma upp nýjum ofnum með tilheyrandi byggingum gæti orðið á annan milljarð króna. Bálfarir ríflega helmingur  Um 53% útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir  Lítið um bálfarir á lands- byggðinni  Eina bálfararstofa landsins komin til ára sinna og endurnýjunar þörf Þórsteinn Ragnarsson Morgunblaðið/Kristinn Bálfararstofa Komin til ára sinna. AFP Hiti Kasakar vilja skipta út kolum fyrir jarðvarma til hitunar. Stjórnvöld í Kasakstan leita nú leiða til þess að nýta í auknum mæli jarð- varma til hitunar og raforkufram- leiðslu. Er þetta liður í að færa orku- framleiðslu landsins yfir í umhverfisvænni farveg. Stefna stjórnvöld að því að hlutfall grænnar raforku af heildarframleiðslu aukist um 10% til ársins 2030 og um 50% til ársins 2050. Benda rannsóknir vatnafræði- stofnunar Kasakstans til þess að jarðvarmalindir sé að finna í um 40% af landinu og að hitastigið sé á bilinu 70 til 160 gráður. Guðni A. Jóhannesson, orkumála- stjóri, var í Kasakstan í síðustu viku til þess að kynna jarðvarmamál fyrir þarlendum yfirvöldum á ráðstefnu um loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann segir mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í væntanlegri uppbyggingu í Kasakstan. „Við eigum eftir að skilgreina nýt- ingarsvæði og útvista tilraunaverk- efnum,“ hefur verið haft eftir Arman Satimov, ráðgjafa hjá samtökum raf- orkuframleiðenda í Kasakstan, í BNews fréttaveitunni. Bundnar eru miklar vonir við jarðvarma. »12 Sóknarfæri í Kasakstan  Miklar jarðvarmalindir  Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki Salerniskort CCU samtakanna kom út á liðnu hausti og hefur það þegar reynst félagsmönnum samtakanna vel, að sögn Eddu Svavarsdóttur, formanns CCU samtakanna. „Kortið er gert til að auðvelda fólki að biðja um aðgang að salerni í neyðartilfellum án þess að þurfa að fara út í miklar útskýringar. Það get- ur verið viðkvæmt mál,“ sagði Edda. Hún sagði að fólki hefði verið neitað um aðgang að salernum sem ekki eru ætluð almenningi, t.d. í verslunum, bönkum og ýmsum fyrirtækjum. „Við höfum fengið jákvæð við- brögð við kortinu og félagsmenn CCU hafa fengið aðgang að salern- um sem þeir hefðu ella ekki fengið. Vonandi er þetta að virka og hjálpa fólki,“ sagði Edda. Einkenni sáraristilbólgu (Colitis Ulcerosa) og svæðisgarnabólgu (Crohn’s sjúkdóms) sjást ekki utan á fólki. Þessir sjúkdómar eru ekki al- gengir og er talið að um hálft prósent íslensku þjóðarinnar sé með þá og yf- ir tíu milljónir manna í heiminum. Sjúkdómarnir leggjast jafnt á konur og karla. Þeir geta greinst á öllum aldri en ekki síst hjá þeim yngri. »14 Salerniskort CCU hafa opnað fólki dyr  Miðbakki við Gömlu höfnina í Reykjavík verður gerður að torgi í sumar. Svæðið verður allt málað í áberandi litum og munstri af ungum listamönnum og ýmis tíma- bundin verkefni verða sett upp á svæðinu með fjölbreyttri notkun fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu verður til að mynda hjóla- brettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg. Matarvögnum og matarbílum verður boðin aðstaða gegn vægri leigu og á föstum tímum yfir sum- arið. Bekkjum, skjólveggjum og öðru slíku verður komið upp á matartorginu. Hjólabrettasvæðið verður um 700 fermetrar að stærð, fremur ílangt með römpum og kössum sem eru sérhannaðir fyrir hjólabrettaiðkun. Svæðið verður hannað í samráði við hjóla- brettaiðkendur og aðila sem rekur hjólabrettaskóla í borginni. »9 Hjólabretti og mat- artorg á Miðbakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.