Morgunblaðið - 21.05.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það eru nú um eitt þúsund börn sem
glíma við skólaforðun – það er mjög
sláandi fjöldi,“ segir Guðríður Bolla-
dóttir, lögfræðingur hjá Umboðs-
manni barna, í samtali við Morg-
unblaðið, en hún er ein þeirra sem í
gær fluttu erindi á málþingi um
skólasókn og skólaforðun grunn-
skólabarna. Var þar meðal annars
hlutverki stjórnvalda, skóla og for-
eldra velt upp í því samhengi.
Guðríður segir umræðu um
skólaforðun vera nokkuð nýja af nál-
inni hér á landi. Hún sé aftur á móti
áratugagömul í þeim löndum sem við
gjarnan berum okkur saman við. Að
hennar mati er brýnt að samræma
skráningar á fjarvistum og hugtaka-
notkun þegar kemur að skólaforðun.
„Hluti af umræðunni hér er
hvernig best sé að skilgreina þennan
hóp. Til þessa höfum við helst verið
að nota skilgreiningar sem koma
fram í skýrslu Reykjavíkurborgar
um skólaforðun. Það þarf að taka um-
ræðu um hversu mikla fjarveru þurfi
til að barn sé haldið skólaforðun,“
segir hún og bendir á að þeir eitt þús-
und nemendur sem talið er að séu
með skólaforðun séu niðurstaða
könnunar velferðarvaktarinnar sem
beint var að skólastjórnendum.
„Það þarf svo að ákveða hverjir
það eru sem eiga að grípa inn í, það er
þörf á verklagi og leiðbeiningum til að
tryggja stuðningsúrræði og sam-
vinnu. Þetta er ekki bara verkefni
skólanna og okkur hjá embætti um-
boðsmanns barna finnst mikilvægt að
börn og ungmenni taki þátt í þessu
samtali, enda búa þau yfir dýrmætri
reynslu og hafa skoðanir og sjón-
armið sem nauðsynlegt er að taka
mið af í þeirri vinnu sem er fram-
undan.“
Eitt þúsund börn með skólaforðun
Rætt var um skólaforðun og skólasókn á málþingi í gær Brýnt er að samræma skráningar á
fjarvistum grunnskólabarna og hugtakanotkun þegar kemur að skólaforðun nemenda hér á landi
Morgunblaðið/Hari
Grunnskóli Málefni skólabarna voru til umræðu á málþingi í gær.
Skólaforðun
» Hugtakið skólaforðun
hefur ekki verið lengi í um-
ræðunni hér á landi þó það
þekkist vel í nágrannalöndum
okkar.
» Um eitt þúsund nem-
endur grunnskóla eru sagðir
falla undir hugtakið.
» Sérfræðingur hjá um-
boðsmanni barna segir þörf á
meiri upplýsingum um um-
fang vandans, með kortlagn-
ingum eða tölfræðiupplýs-
ingum.
» Segir sá einnig þörf á
lagaákvæði sem skýrir ábyrgð
og viðbrögð við skólaforðun.
Vorið er tími framkvæmdanna og þarf víða að
dytta að eftir veturinn. Meðal annars eru hafnar
framkvæmdir á Hverfisgötu, þar sem gatan
verður endurgerð. Verður gatan lokuð milli Ing-
ólfsstrætis og Smiðjustígs fram í ágústlok og
munu strætisvagnar því keyra Sæbraut á meðan.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Unnið að endurbótum í miðborginni
Halldór Blöndal,
fyrrverandi for-
seti Alþingis, var
endurkjörinn
formaður Sam-
taka eldri sjálf-
stæðismanna á
aðalfundi SES
nýverið. Ásamt
Halldóri voru
þau Björg Þórð-
ardóttir, Hall-
fríður Bjarnadóttir, Guðmundur
Hallvarðsson, Finnbogi Björnsson,
Guðrún Bjarnadóttir, Leifur A. Ís-
aksson, Anna Þorgrímsdóttir og
Guðjón Guðmundsson kjörin í
stjórn.
Í ályktun aðalfundarins er lýst
yfir ánægju með lífskjarasamn-
ingana svokölluðu og fagna sam-
tökin því að samningar til langs
tíma skuli hafa tekist á hinum al-
menna vinnumarkaði með aðkomu
ríkis og sveitarfélaga. Á fundinum
var einnig lögð áhersla á níu atriði í
baráttu aldraðra til betri kjara, t.d.
að fjármagnstekjuskattur verði
lækkaður í 10% og að almennt frí-
tekjumark verði hækkað úr 25 þús-
und krónum í 50 þúsund krónur á
mánuði.
Halldór
endurkjör-
inn formaður
Lýsa ánægju með
lífskjarasamninga
Halldór
Blöndal
Rannsókn lögreglunnar á Suður-
landi á rútuslysinu á Suðurlands-
vegi í Öræfum 16. maí síðastliðinn
miðar vel. Búið er að taka skýrslu
af öllum farþegum og ökumanni að
undanskildum fimm einstaklingum
vegna rannsóknarinnar. Í rútunni
voru 33 er slysið varð en farþeg-
arnir 32 voru allir kínverskir ferða-
menn.
Skýrsla verður tekin af þeim
þegar þeir hafa heilsu til, sagði
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn
lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali
við mbl.is í gær. Hluti af ferða-
mönnunum er farinn af landi brott,
að sögn Odds. Það hefur ekki áhrif
á rannsóknina þar sem lögreglan
hefur þegar fengið þær upplýsingar
frá þeim sem þarf.
Fæstir farþegar rútunnar sem
fór á hliðina voru með belti. Þetta
hefur rannsókn lögreglu leitt í ljós
en tildrög slyssins liggja enn ekki
fyrir. Oddur sagðist ekki geta sagt
til um hvenær niðurstaða rannsókn-
ar lægi fyrir. Í því samhengi vísaði
hann til rútuslyss sem varð í Eld-
hrauni við Kirkjubæjarklaustur í
desember 2017 þar sem einn lést.
Málið verður tekið fyrir í héraðs-
dómi Suðurlands í næstu viku. Það
er um tæpu einu og hálfu ári eftir
að slysið varð.
Tveir af fjórum farþegum sem
voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Ak-
ureyri eftir rútuslysið voru útskrif-
aðir fyrir helgi. Hinir tveir verða
útskrifaðir á næstu dögum, sam-
kvæmt upplýsingum frá Bjarna
Jónassyni, forstjóra Sjúkrahússins
á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum fyrir helgi lágu
þrír farþegar enn á gjörgæsludeild
spítalans og einn á bráðalegudeild.
Ekki fengust upplýsingar frá
spítalanum um hvort staðan hefði
breyst.
Rannsókn slyssins miðar vel
Tveir farþegar
liggja enn á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson
Á slysstað Rútuslysið varð á
Suðurlandsvegi við Öræfi 16. maí.