Morgunblaðið - 21.05.2019, Page 12

Morgunblaðið - 21.05.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019 21. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.74 123.32 123.03 Sterlingspund 156.53 157.29 156.91 Kanadadalur 90.95 91.49 91.22 Dönsk króna 18.344 18.452 18.398 Norsk króna 13.99 14.072 14.031 Sænsk króna 12.723 12.797 12.76 Svissn. franki 121.44 122.12 121.78 Japanskt jen 1.1187 1.1253 1.122 SDR 169.24 170.24 169.74 Evra 137.02 137.78 137.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.5642 Hrávöruverð Gull 1285.8 ($/únsa) Ál 1804.5 ($/tonn) LME Hráolía 72.82 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan maí 2019, hækkaði um 2,2% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands. Þar segir einnig að vinna hafi hækk- að um 5,4% (áhrif á vísitölu 1,8%), en sú hækkun kemur samkvæmt fréttinni í kjölfar uppfærslu kjarasamninga iðn- aðarmanna og verkafólks í bygging- ariðnaði. Innlent efni hækkaði samkvæmt fréttinni um 0,7% (áhrif á vísitölu 0,3%). Innflutt efni hækkaði um 0,5% (áhrif á vísitölu 0,1%). Þá hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað á síðustu tólf mánuðum um 4,8%. tobj@mbl.is 2,2% hækkun vísitölu byggingarkostnaðar Hús Framkvæmdir í borginni. STUTT óskemmtilegt. Þeir vilja losna við mengunina og við sjáum í Kína þar sem farið hefur verið í jarðhitavæð- ingu, að mengunin hefur minnkað. Þeir vilja reyna að ná sama árangri,“ útskýrir hann. Guðni segist hafa fengið mjög góð viðbrögð frá fulltrúum stjórnvalda, ekki síst Nazerbayev. „Mér var boð- ið að tala þarna við fulltrúa orkufyr- irtækja og ráðuneytismenn til þess að ræða bæði hvernig væri hægt að standa að þessu og síðan möguleika til þess að vinna þetta áfram. Þannig að ég myndi segja að árangurinn sé mjög góður, en svo er það fyrirtækja að koma þarna inn og búa til verk- efni. Það virðist nú vera að fjár- mögnunaraðilar hafi mjög mikinn áhuga á að koma að þessum verk- efnum. Það er mikið fjármagn til reiðu ef menn gefa sig fram og geta sýnt árangur í loftslags- og meng- unarmálum.“ Árangur selur Spurður hvort íslensk fyrirtæki hafi einhver einkaleyfi sem veitt geti Íslendingum samkeppnisforskot á sviði jarðvarma segir Guðni hugsan- lega einhver tilfelli um slíkt, en það sé fyrst og fremst sú mikla reynsla og tilheyrandi árangur sem ráði för. „Það er í raun og veru bara reynsla og árangur sem selur. Það er ástæða fyrir því að menn vilja tala við Ís- lendinga sérstaklega og sýna þeim mikinn áhuga frá mörgum löndum, það er að menn hafa náð 90% jarð- hitaþekju á Íslandi fyrir hitun. Það er árangur sem þeir líta til. Það eru margir úti í heimi sem eru að selja sína þjónustu og hafa hugmyndir, en það eru kannski ekki jafn margir sem geta sýnt fram á svona haldbær- an árangur eins og Íslendingar.“ Er Guðni er spurður hvers vegna íslensk orkufyrirtæki byggi ekki og reki jarðvarmavirkjanir erlendis fyrst tækifærin séu svona mikil svar- ar hann: „Ef við skoðum árin fyrir hrun var töluverð stefna í átt að út- rás íslenskra orkufyrirtækja og jafn- vel veitufyrirtækja og annarra. Síð- an þekkjum við söguna og menn hafa kannski farið varlega í það að binda fyrirtækin og taka áhættu sérstak- lega meðal fyrirtækja í almanna- rekstri. Hins vegar er alveg ljóst að það eru íslensk fyrirtæki að vinna í löndum eins og Tyrklandi, Indóne- síu, Filippseyjum og á fleiri stöðum. Þannig að það er starfsemi víða en orkufyrirtækin eru ekki beint aðili að þessum verkefnum, en geta haft af þessu einhvern ávinning.“ Kasakstan ónumið land Morgunblaðið/RAX Sóknarfæri Góður árangur og viðamikil þekking Íslendinga á nýtingu jarðvarma vekur athygli í Kasakstan.  Stjórnvöld sýna jarðvarma mikinn áhuga  Sóknarfæri fyrir íslenska sérfræð- inga og fyrirtæki  Mikið fjármagn til reiðu fyrir þá sem geta sýnt fram á árangur BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Ég myndi segja að þetta væri ónumið land með gríðarlegum mögu- leikum og þarna geta verið mikil tækifæri fyrir íslenska sérfræðinga og íslensk fyrirtæki,“ segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, er hann er spurð- ur um áhuga á jarðvarma í Ka- sakstan. Hann var í landinu í síð- ustu viku til þess að kynna jarð- varma á ráð- stefnu um lofts- lagsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna og segir erindið hafa vakið mik- inn áhuga þarlendra stjórnvalda. „Mér var boðið að koma þangað og halda erindi og koma í viðtöl til þess að kynna jarðhitamál. Síðan í tengslum við það var líka fundur með Nursultan Nazerbayev, fráfarandi forseta, um þetta þar sem honum voru kynnt þessi mál og þarna voru fulltrúar frá Arctic Green Energy sem vinna að jarðhitamálum í Kína. Það kemur í ljós að Kasakstan er með nokkuð góðar og þekktar jarð- hitalindir og sennilega miklu meira ef farið er að leita,“ segir Guðni. Fjármagn til reiðu Orkumálastjóri segir sérstakan áhuga vera á jarðvarma til hitunar í Kasakstan og áhugi sé á að fara að hefja framkvæmdir þar sem nú sé hitað með kolum sem hefur slæm áhrif á loftgæði, sérstaklega í þétt- býli. „Það verður kalt þarna, og þarna verða stillur og kolamökkur- inn liggur yfir borgum, sem er mjög Guðni A. Jóhannesson Allt að 100 milljónir hluta, sem sam- svara 15% af útgefnu hlutafé Marels, verða boðnar til sölu í hlutafjárút- boði félagsins samfara skráningu þess í Euronext-kauphöllina í Amst- erdam í Hollandi. Gert er ráð fyrir að skráningin muni fara fram á öðrum ársfjórðungi. Í fréttatilkynningu frá Marel kem- ur fram að útboðið á hinu nýja hlutafé muni styrkja fjárhagsskipan félagsins en hlutirnir verða skráðir í gjaldmiðli sem styður betur við stefnu félagsins um framtíðarvöxt og möguleg fyrirtækjakaup. „Skráningin í Euronext-kauphöll- ina í Amsterdam kemur til viðbótar við núverandi skráningu á Íslandi og veitir betra aðgengi að alþjóðlegum fjárfestum,“ segir Ásthildur Mar- grét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, í tilkynningu. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir fyrirtækið starfa á spennandi vaxtarmarkaði þar sem aukin fólksfjölgun, stækkun milli- stéttarinnar og stækkun borgarsam- félaga drífur áfram eftirspurn eftir matvælum sem framleidd eru á sjálf- bæran og hagkvæman hátt. „Marel er staðsett í miðju þessara drifkrafta og í samstarfi við viðskiptavini höld- um við áfram að kynna hátæknivör- ur, hugbúnað og þjónustu sem eykur afköst og nýtingu og minnkar sóun,“ segir Árni Oddur. Yfir 6.000 manns starfa hjá Marel í 30 löndum og í 6 heimsálfum. Heildartekjur fyrir- tækisins námu 1,2 milljörðum evra á árinu 2018. 35% af heildartekjum Marel koma frá þjónustu og sölu varahluta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlutafjárútboð Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Marel í hlutafjár- útboð í Hollandi  100 milljónir nýrra hluta verða boðnar til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.