Morgunblaðið - 21.05.2019, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Lítið fer fyrirumræðumum skatta
hér á landi þrátt
fyrir hve háir þeir
eru og hve mjög
þeir hafa hækkað
frá því að vinstri stjórnin tók
við árið 2009. Þær miklu og
fjölmörgu skattahækkanir
sem þá dundu á þjóðinni, rétt-
lættar með skyndilegum efna-
hagserfiðleikum, hafa flestar
haldið sér, jafn undarlegt og
það er.
En það er ekki aðeins að
þær hafi haldið sér, í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar var jafn-
vel stigið það skref að hækka
skatt á fjármagnstekjur enn
frekar. Í nýlegri umfjöllun
Samtaka atvinnulífsins er
minnt á að þessi skattur hafi í
fyrra verið hækkaður úr 20% í
22% „undir því yfirskini að
skattstofninn yrði endurskoð-
aður. Nú rúmlega ári síðar
hefur slík endurskoðun ekki
farið fram. Mikilvægt er að
stjórnvöld skapi rými til að
lækka skatta og draga úr
launatengdum gjöldum – nú er
rétti tíminn.“
Þetta eru orð að sönnu. Nú
er rétti tíminn til að lækka
skatta og draga úr launa-
tengdum gjöldum, en varla
verður sagt að nokkuð bóli á
slíku.
Samtök atvinnulífsins
benda sérstaklega á í umfjöll-
uninni um fjármagnstekju-
skattinn að ólíkt því sem oft
mætti ætla af umræðunni sé
skattbyrði fjármagns svipuð
og skattbyrði launa og skatt-
byrði fjármagns hér á landi sé
ekki endilega minni en annars
staðar á Norður-
löndum þó að því
sé oft haldið fram.
Hið fyrrnefnda
stafi af því að þó að
skatthlutfall fjár-
magns sé lægra en
launa, 22% á móti 36,94% eða
46,24% eftir launum, þá þurfi
að taka tillit til annarra þátta,
svo sem persónuafsláttar, sem
lækkar meðalskattprósentu
launamanna verulega. Þá
gleymist í umræðunni að arð-
ur sé ekki greiddur nema
hagnaður sé af fyrirtækjum og
þá sé fyrst greiddur 20%
tekjuskattur áður en arðurinn
sé greiddur út og svo sé fjár-
magnstekjuskatturinn greidd-
ur af því sem eftir er. Að teknu
tilliti til þessa sé „eiginleg
skattbyrði arðgreiðslna því
37,6% en ekki 22%“.
Um hið síðarnefnda segja
Samtök atvinnulífsins að regl-
ur um fjármagnstekjuskatt
séu mun flóknari annars stað-
ar á Norðurlöndum en hér á
landi, þar séu fjölmargar und-
anþágur og skattur jafnvel að-
eins greiddur af ávöxtun sem
sé umfram svokallaða áhættu-
lausa ávöxtun, það er að segja
ávöxtun ríkisbréfa. Þetta þýð-
ir að meðalskattprósentan í
þessum löndum er mun lægri
en virðist við fyrstu sýn.
Meginatriðið er að skattar
eru almennt mjög háir hér á
landi og þar bera bæði ríki og
sveitarfélög sök. Báðir þessir
aðilar verða að fara að vinna af
alvöru að lækkun skatta, jafnt
á fyrirtæki og almenning, vilji
þeir efla íslenskt atvinnulíf og
stuðla að aukinni velsæld al-
mennings.
Enn er beðið
endurskoðunar
skattstofns eftir
skattahækkun}
Háskattalandið Ísland
Staða Íslandsgagnvart Evr-
ópusambandinu er
afar óþægileg fyr-
ir fullvalda ríki. Í
fréttaskýringu á
mbl.is um helgina var bent á
að ESB hefði ekki enn tekið
tillit til þeirra óska Íslands að
vera ekki umsóknarríki. Þar
væri með orðhengilshætti
haldið í umsókn Íslands, í það
minnsta að hluta til, vegna
þess að orðalagið hefði ekki
verið nægilega skýrt.
Full ástæða er til að skerpa
á því orðalagi og fara fram á
það við ESB svo ekki verði
misskilið að Ísland vilji ekki
vera talið til umsóknarríkja að
sambandinu og hafi dregið
umsókn sína til baka. Enginn
getur verið á móti þessu nema
vilja halda þessum dyrum að
minnsta kosti hálf-opnum.
Inn í þetta
blandast svo und-
anlátssemi gagn-
vart innleiðingu
hvers kyns tilskip-
ana sem ekkert er-
indi eiga við Ísland eins og
flestir viðurkenna, meðal ann-
ars forystumenn úr ríkis-
stjórnarflokkunum. Nýjasta
dæmið um þetta er þriðji
orkupakkinn sem ríkis-
stjórnin vill engu að síður
keyra í gegn.
Með því að halda svona á
málum er verið að draga úr
trausti á samstarfi Íslands við
ESB, sem að mestu leyti á sér
stað í gegnum EES-samning-
inn. Sá samningur hefur verið
hagfelldur fyrir þjóðina og
ábyrgðarlaust er að rýra
traust á honum með því að
halda ekki uppi hagsmunum
Íslands.
Skortur á hags-
munagæslu veldur
óþarfa óvissu}
Ábyrgðarleysi
Ö
gmundur Jónasson, fyrrverandi
innanríkisráðherra Vinstri-
grænna, hefur kynnt sér vand-
lega þann dóm Mannréttinda-
dómstóls Evrópu sem var tilefni
sérstakrar umræðu á Alþingi í gær. Hann hef-
ur sagt opinberlega að sú niðurstaða, að
mannréttindi hafi verið brotin, sé „ævin-
týraleg“ og að „slæmt og dapurlegt“ sé að
verða vitni að þessari „niðurlægingu mann-
réttindadómstóls Evrópu“. Því meira sem Ög-
mundur lesi af dómsniðurstöðunni, því furðu-
legri sé hún.
Undir þetta má taka. Það er fráleitt að
mannréttindi hafi verið brotin í því máli sem
var til umfjöllunar í Strassborg.
Það er auðvitað skiljanlegt, þegar menn fá í
hendur niðurstöðu sem þeim finnst blasa við
að sé röng, að þeir vilji þá leita endurskoðunar á henni.
Fólk ætti samt að gæta þess að fara ekki á taugum.
Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu eru ekki bindandi
í íslenskum rétti. Það er skýrt í íslenskum lögum að þeir
eru það ekki og það væri ekki á valdi dómara eða fræði-
manna að gera þá bindandi. Einstakir embættismenn í
Strassborg geta ekki breytt íslenskum rétti með lög-
skýringum. Ef íslenskir dómarar myndu í raun dæma
sjálfvirkt eftir niðurstöðum erlendra embættismanna
um íslensk málefni væru þeir að færa dómsvaldið til
hinna erlendu embættismanna.
Ríkisstjórnin reynir nú að fá samþykktan
svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusam-
bandsins. Þingmönnum hennar er sagt að
tryggðir hafi verið miklir fyrirvarar við pakk-
ann og að við þá verði staðið. Enginn þessara
meintu fyrirvara fer nálægt því skýra laga-
ákvæði að dómar Mannréttindadómstóls
Evrópu séu ekki bindandi á Íslandi. Enda
hafa hinir meintu fyrirvarar verið kallaðir
„lofsverðar blekkingar“ af fyrrverandi for-
manni Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Íslendinga samþykkti skipun
fimmtán dómara í landsrétt. Forseti Íslands
staðfesti skipun dómaranna að lokinni eigin
athugun. Landsréttur hefur dæmt að dóm-
ararnir fari með dómsvald. Hæstiréttur Ís-
lands hefur dæmt að dómararnir fari með
dómsvald og í því felist ekki mannréttinda-
brot. Þessu verður ekki haggað með álitum erlendra
embættismanna svo lengi sem Ísland er fullvalda ríki.
Það er kannski skiljanlegt að þeir sem telja niðurstöðu
meirihlutans í Strassborg alranga vilji gefa efri deild
dómstólsins færi á að leiðrétta niðurstöðuna. En niður-
staða slíkrar endurskoðunar verður jafn óbindandi í ís-
lenskum rétti og núverandi niðurstaða er. Allir lands-
réttardómararnir fimmtán fara með dómsvald og gera
það áfram. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Salerniskort CCU-samtak-anna kom út á liðnu haustiog hefur það þegar reynstfélagsmönnum samtakanna
vel, að sögn Eddu Svavarsdóttur,
formanns CCU-samtakanna.
„Kortið er gert til að auðvelda
fólki að biðja um aðgang að salerni í
neyðartilfellum án þess að þurfa að
fara út í miklar útskýringar. Það
getur verið viðkvæmt mál,“ sagði
Edda. Hún sagði að fólki hefði verið
neitað um aðgang að salernum sem
ekki væru ætluð almenningi, t.d. í
verslunum, bönkum og ýmsum fyr-
irtækjum.
Í CCU-samtökunum eru rétt
tæplega 500 manns og eru lang-
flestir félagsmenn búnir að fá kort.
Kortið er bundið við félagsaðild. Fé-
lagsmenn búa um allt land. Einnig
búa sumir félagsmenn erlendis en
kortið er bæði á íslensku og ensku.
„Við höfum fengið jákvæð við-
brögð við kortinu og félagsmenn
CCU hafa fengið aðgang að sal-
ernum sem þeir hefðu ella ekki feng-
ið. Vonandi virkar þetta og hjálpar
fólki,“ sagði Edda. „Fólk með þessa
sjúkdóma þarf oft að nota salerni
með skömmum fyrirvara. Þegar fólk
biður um að fá að nota salerni þá er
það í neyð og er ekkert að grínast
með þetta. Við vonum að fyrirtæki
og almenningur sýni þessu skilning.
Fyrstu viðbrögð benda til þess að
þetta gangi vel.“
Sést ekki utan á fólki
Einkenni sáraristilbólgu (Colit-
is Ulcerosa) og svæðisgarnabólgu
(Crohn’s-sjúkdóms) sjást ekki utan á
fólki. Þessir sjúkdómar eru ekki al-
gengir og er talið að um hálft pró-
sent íslensku þjóðarinnar sé með þá
og yfir tíu milljónir manna í öllum
heiminum. Sjúkdómarnir leggjast
jafnt á konur og karla. Algengt er að
þeir greinist hjá tiltölulega ungu
fólki en geta greinst á öllum aldri.
Sjúkdómarnir eru algengari á norð-
lægum slóðum en suðlægum.
Einkunnarorð fjólublás maí-
mánaðar, sem er baráttumánuður
EFCCA, evrópskra regnhlífar-
samtaka fjölmargra Crohn’s- og
Colitis Ulcerosa-samtaka, er setn-
ingin: „Þú sérð það ekki utan á
mér!“ IBD er skammstöfun fyrir
þessa tvo langvinnu bólgusjúkdóma
í meltingarvegi og er alþjóðlegi
IBD-dagurinn 19. maí ár hvert.
Fjölgun í samtökunum
Edda sagði reynt að vekja at-
hygli á þessum sjúkdómum og mál-
efnum sjúklinganna af þessu tilefni á
hverju ári. Aukin umræða hefur leitt
til fjölgunar í CCU-samtökunum og í
fyrra bættust 99 nýir félagar við,
sem var um fjórðungs aukning.
Aldrei fyrr hefur fjölgað jafn mikið í
félaginu á einu ári.
„Þegar maður segir fólki að
maður sé með sáraristilbólgu hváir
fólk því fæstir þekkja sjúkdóminn,“
sagði Edda. „Þeir sem þekkja þetta
eru yfirleitt sjálfir með sjúkdóminn
eða tengjast einhverjum sem er með
hann. Þetta sést ekki utan á fólki.“
Edda sagði að það væri mjög
einstaklingsbundið hvaða áhrif þess-
ir sjúkdómar, Crohn’s og Colitis
Ulcerosa, hefðu. Sumum dygði að
taka lyfin sín reglulega og
gæta að mataræðinu til að
lifa þokkalegu lífi. Aðrir
þyrftu oft að fara á sjúkra-
hús eða gangast undir skurð-
aðgerðir.
„Þetta getur haft ótrú-
lega mikil áhrif á lífið
og til dæmis starfs-
getu. Þótt þú getir
unnið er ekki víst að
þú getir stundað fulla
vinnu,“ sagði Edda.
Kort sem veitir nauð-
synlegan aðgang
CCU samtökin voru stofnuð í
október 1995 og eru hagsmuna-
samtök fólks með bólgu-
sjúkdóma í meltingarvegi, það er
Crohn’s-sjúkdóm (svæðis-
garnabólgu) og Colitis Ulcerosa
(sáraristilsbólgu). Sjúkdómarnir
eru langvinnir og þeim fylgir
meðal annarrra einkenna að þeir
sem af þeim þjást geta skyndi-
lega þurft að nota salerni. Sam-
tökin stuðla að fræðslu og
stuðningi við sjúklinga.
CCU samtökin eru með heima-
síðu (ccu.is) og Facebook síðu
(Crohn’s og Colitis Ulcerosa
samtökin) og eru þær öllum
opnar. Einnig er félagið með
lokaðan umræðuhóp CCU á
Facebook, foreldrahóp CCU
og landsbyggðarhóp CCU.
Fólk þarf að sækja um að-
gang að umræðuhópunum
en í þeim eru veittar
gagnlegar upplýs-
ingar og þátttak-
endur miðla öðrum
af reynslu sinni.
Crohn’s og
Colitis Ulcerosa
CCU SAMTÖKIN
Edda Svavarsdóttir
Salerniskort CCU Kortið er nú með QR-kóða frá Sönnum landvættum
(sannir.is) sem veitir frían aðgang að salernum sem fyrirtækið rekur.
Landsdómur og fyrirvararnir –
lofsverðar blekkingar?