Morgunblaðið - 21.05.2019, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
Megintilgangur ís-
lenskra lífeyrissjóða er
að greiða út lífeyri til
sjóðfélaga. Miklu máli
skiptir að eignir séu
ávaxtaðar samkvæmt
fjárfestingastefnu þann-
ig að hægt sé mæta
framtíðarskuldbind-
ingum. Í lok mars 2019
námu heildareignir ís-
lenskra lífeyrissjóða
4.544 ma.kr., innlend skuldabréf námu
2.680 ma.kr. sem er 59% heildareigna,
innlend hlutabréf námu 594 ma.kr.
sem er 13% heildareigna og erlend
verðbréf námu 1.270 ma.kr. sem er
28% heildareigna. Á næstu árum má
búast við að fjárfestingar muni verða
að stærstum hluta í erlendum verð-
bréfum, innlendum skuldabréfum og
sjóðfélagalánum þannig að markmið
um fjárfestingarstefnu verði að veru-
leika.
Íslenska lífeyriskerfið hefur vaxið
mikið á undanförnum árum og er ein
af mikilvægustu auðlindum Íslands og
sannkallaður hornsteinn
samfélagsins. Framsýni
þeirra sem komu lífeyr-
iskerfinu af stað fyrir 50
árum, eða þann 19. maí
1969, hefur reynst mikið
gæfuspor fyrir alla lands-
menn og mikilvægi þess
á flestum sviðum þjóð-
lífsins eru umtalsverð,
s.s. á fjármálamarkaði,
húsnæðismarkaði og sem
öryggisnet sjóðfélaga.
Full sjóðsöfnun, hagstæð
aldursdreifing og mikil
atvinnuþátttaka eru mikilvægustu
styrkleikar íslenska lífeyriskerfisins.
Íslendingar eru ekki frægir fyrir for-
sjálni í fjármálum en íslenska lífeyr-
iskerfið er undantekning því stærð líf-
eyrissjóðanna er nú um 162% af
landsframleiðslu sem er mun hærra en
hjá flestum þjóðum. Íslenska lífeyr-
iskerfið er byggt á fullri sjóðsöfnun að
stærstum hluta en margar þjóðir eru
með gegnumstreymiskerfi þar sem
treyst er á framtíðarskatttekjur við-
komandi landa. Meðalaldur Evr-
ópuþjóða er um tíu árum hærri en á Ís-
landi. Þess utan eru margir ríkissjóðir
með slæma fjárhagsstöðu og stöðugt
fækkar vinnandi fólki sem stendur
undir framtíðarlífeyrisbyrði viðkom-
andi landa. Ísland er ríkt land á mörg-
um sviðum en þeir fjórir þættir sem
munu skapa hagsæld Íslendinga á 21.
öldinni eru íslenska lífeyriskerfið,
verðmætar náttúruauðlindir, hátt
menntunarstig og snjallar hugmyndir.
Valfrelsi eykur samkeppnishæfni
og árangur
Á næstu árum má búast við auknu
valfrelsi í lífeyrismálum þar sem mikl-
ar breytingar á vinnumarkaði munu
leiða til nýrra lausna. Aukin sam-
keppni mun verða á milli lífeyrissjóða
þar sem horft verður til samkeppn-
ishæfni og árangurs á ýmsum sviðum
t.a.m ávöxtunar með tilliti til áhættu,
þjónustu, vali fjárfestingarleiða og
fjölbreyttari lausna til að mæta þörf-
um viðskiptavina. Ekki er ólíklegt að
frekari sameiningar og stækkun líf-
eyrissjóða eigi sér stað til að ná meiri
stærðarhagkvæmni og auka þannig
samkeppnishæfni og árangur. Mikil
samþjöppun hefur verið hjá íslenskum
lífeyrissjóðum á undanförnum árum
og nú hafa fimm stærstu sjóðirnir um
65% af öllum lífeyrissparnaði á Ís-
landi. Aukið valfrelsi sjóðfélaga leiðir
til meiri samkeppni og betri árangurs
til lengri tíma. Þess vegna er mik-
ilvægt að auka frelsi í lífeyrismálum til
að auka samkeppnishæfni, árangur og
þjónustu til sjóðfélaga.
Mikilvægi áhættudreifingar
og eignasamsetningar
Eftir afnám gjaldeyrishafta hafa
skapast kjöraðstæður til að hefja fjár-
festingar í erlendum verðbréfum af
krafti fyrir íslenska lífeyrissjóði en
þannig geta þeir dreift áhættu af fjár-
festingum sínum á önnur hagkerfi
heimsins. Mikilvægt er að ná mark-
miðum um fjárfestingarstefnu en þær
flestar gera ráð fyrir því að erlend
verðbréf séu á bilinu 35-50% af heild-
areignum, þannig að fjárfesta þarf
umtalsvert á næstu árum til að ís-
lenskir lífeyrissjóðir nái markmiðum
um fjárfestingastefnu sína. Lífeyr-
issjóðir eru langtímafjárfestar og
horfa til 50 ára í fjárfestingum sínum
og þess vegna er áhættudreifing lyk-
ilatriði í fjárfestingastefnu þeirra.
Eignasamsetning skilar yfirleitt 99%
af árangri í ávöxtun yfir langan tíma.
Mikilvægi áhættudreifingar á önnur
hagkerfi gerir erlendar fjárfestingar
áhugaverðar sem fjárfestingarvalkost
auk góðrar ávöxtunar yfir langan
tíma. Með afnámi gjaldeyrishafta
hófst upphaf að nýju tímabili í sögu
landsins þar sem íslenskir lífeyr-
issjóðir geta haldið áfram að ná betri
áhættudreifingu í eignasöfn sín með
erlendri fjárfestingu sem er góð fjár-
festingarstefna þegar horft er til langs
tíma. Íslenska lífeyriskerfið hefur á
undanförnum 50 árum náð að vaxa
verulega og er ein af stærstu auðlind-
um Íslands horft til langrar framtíðar.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Íslenska lífeyris-
kerfið hefur á und-
anförnum 50 árum náð
að vaxa verulega og er
ein af stærstu auðlind-
um Íslands.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðngur með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.
albertj@simnet.is
Íslenska lífeyriskerfið er í fremstu röð á heimsvísu
Sú stétt bænda sem
hefur hvað bitrasta
reynslu af sjúkdómum í
búfé eru sauð-
fjárbændur. Riðuveiki,
mæðiveiki og garna-
veiki eru dæmi um
sjúkdóma sem bárust
til landsins með inn-
flutningi búfjár. Þessir
sjúkdómar hafa valdið
hvað mestum búsifjum
í Íslandssögunni og
stórkostlegu fjárhagslegu tjóni fyrir
þjóðina alla. Sú reynsla sem við sauð-
fjárbændur búum yfir ætti að vera
okkur Íslendingum víti til varnaðar.
Ákvarðanir sem teknar eru um að
stefna heilsu manna og dýra í hættu
verða ekki teknar aftur. Það hefur
sagan kennt okkur. Þó svo að frum-
varp landbúnaðarráðherra um inn-
flutning á hráu ófrosnu kjöti fjalli
ekki um neinar þær leiðir sem liðka
fyrir innflutningi búfjár
fjallar það um að aflétta
ákveðnum öryggis-
viðmiðum af innflutn-
ingi á hráu kjöti og öðr-
um afurðum sem geta
borið þá sjúkdóma að
ákveðnu marki sem áð-
ur eru nefndir.
Óásættanleg staða
sauðfjárbænda
Í frumvarpi því sem
boðað er af landbún-
aðarráðherra eru settar
fram ákveðnar hug-
myndir að varnaraðgerðum sem snúa
að innflutningi á svína-, alifugla- og
nautakjöti en hagsmunir sauð-
fjárbænda að mestu leyti fyrir borð
bornir. Sú búgrein sem telur flesta
bændur á Íslandi og er uppistaða í
mörgum viðkvæmustu byggðum
landsins á sér enga stoð eða styttu í
frumvarpi þessu. Ekki er fjallað um
neina þá sjúkdóma sem eru hvað
mestur skaðvaldur í sauðfjárrækt hér
á landi. Né heldur tekið tillit til þeirr-
ar reynslu sem sauðfjárbændur sjálf-
ir þekkja hvað best þegar kemur að
slíkri vá. Í skýrslum sem lagðar hafa
verið til grundvallar mati á því tjóni
sem landbúnaður á Íslandi kann að
verða fyrir, er hvergi tekið tillit til
markaðslegra ruðningsáhrifa á verð
og eftirspurn eftir sauðfjárafurðum.
Það er óásættanlegt fyrir þá stóru
stétt sem sauðfjárbændur eru, þegar
málið er tekið fyrir af fagráðherra
málaflokksins. Það má án efa deila
um framboð og eftirspurn, ásamt
verðteygni þeirra afurða sem fjallað
er um í viðkomandi frumvarpi og
varnaraðgerðum þeim er ráðherra
boðar. Markaðsleg ruðningsáhrif eru
ófrávíkjanleg staðreynd þegar kemur
að lækkuðu verði á staðkvæmd-
arvörum eins og fram kemur í
skýrslu sem Daði Már Kristófersson
hagfræðingur vann að beiðni ráð-
herra. Þó að ekki sé gert ráð fyrir
miklum beinum áhrifum á lamba-
kjötsmarkaðinn, þá er kristaltært að
ef sauðfjárbændur tapa hluta af inn-
anlandsmarkaði til innflutts svína-,
nauta- og kjúklingakjöts þá hefur það
veruleg áhrif. Áhrif sem hvergi hafa
verið metin. Í ljósi þess afkomubrests
sem sauðfjárbændur hafa glímt við
undanfarin ár er það óásættanlegt að
skilja stöðu sauðfjárbænda hreinlega
eftir í þeim greiningum sem unnar
hafa verið.
Sjónarhóll reynslunnar
Sauðfjárbændur hafa fengið nóg af
misheppnuðum tilraunum sem hafa
valdið skaða fyrir búfjárstofn þeirra
og afkomu. Það er því sorglegt til
þess að hugsa að enn og aftur skulum
við vera stödd á þeim stað sem við er-
um. Fundist hefur mæðivisnuveira í
frönskum sauðaosti í verslun í
Reykjavík. Þetta er sjúkdómur sem
tók 30 ár, óheyrilegan kostnað og erf-
iðleika að uppræta hér á landi. Farga
þurfti 650.000 fjár sem er langtum
hærri tala en núverandi sauðfjárstofn
telur. Það er skýlaus krafa okkar
sauðfjárbænda að tekið verði tillit til
okkar hagsmuna við afgreiðslu þess-
ara mála á Alþingi, bæði þegar kem-
ur að afkomu bænda, heilbrigði bú-
fjár og manna. Lýðheilsa er ein af
okkar stærstu áskorunum á komandi
árum þar sem bændur bera ábyrgð
gagnvart fólkinu í landinu. Undan
þeirri ábyrgð munum við ekki skor-
ast en gerum á sama tíma kröfu á
stjórnvöld að bregðast við ákalli okk-
ar til að geta mætt þeim kröfum.
Bændur eru tilbúnir að keppa við
bændur á erlendri grundu á jafnrétt-
isgrundvelli en þær tillögur sem ráð-
herra hefur sett fram eru ekki líkleg-
ar til að verða til þess eins og þær
liggja fyrir. Til þess vantar bæði fjár-
magn og frekari útfærslur sem tekur
tíma að vinna. Frumvarpinu verður
að breyta í meðförum Alþingis. Það
verður að leita allra leiða til þess að
ná fram breytingum sem setja al-
menna skynsemi og þjóðarheill í
fyrsta sæti.
Eftir Guðfinnu
Hörpu Árnadóttur » Sauðfjárbændur
hafa fengið nóg af
misheppnuðum til-
raunum sem hafa valdið
skaða fyrir búfjárstofn
þeirra og afkomu.
Guðfinna Harpa
Árnadóttir
Höfundur er formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda.
gudfinna@bondi.is
Sporin sem hræða
Við sem sitjum í ut-
anríkismálanefnd höf-
um á síðustu vikum
fjallað ítarlega um
þriðja orkupakkann –
þingsályktunartillögu
um að aflétta stjórn-
skipulegum fyrirvara
og þannig staðfesta
ákvörðun sameiginlegu
EES-nefndarinnar um
þriðja orkupakkann.
Við fengum yfir 50 umsagnir frá
fræðimönnum, félagasamtökum og
einstaklingum en á annað hundrað
umsagnarbeiðnir voru sendar út. Við
tókum á móti fjölda gesta og voru
fundir nefndarinnar opnir fjölmiðlum
til að stuðla að sem bestri umræðu.
Niðurstaða meirihluta nefndarinnar,
sem samanstóð af öllum nefnd-
armönnum nema einum, var sú að
þingsályktunartillagan yrði sam-
þykkt.
Málsmeðferð þriðja orkupakkans á
sér engin fordæmi meðal annarra
EES-mála hérlendis, hvorki sú mikla
vinna sem átti sér stað innan ráðu-
neytanna né sú umfangsmikla vinna
og umræða sem átt hefur sér stað
innan þings. Öllum steinum hefur
verið velt við skoðun málsins, en mál-
ið hefur verið í með-
förum Alþingis frá
árinu 2010. Innleiðing
þriðja orkupakkans í ís-
lenskan landsrétt, á
þann hátt sem lagt er
upp með, er ekki aðeins
hættulaus, heldur eru
reglur hans til hagsbóta
fyrir Íslendinga vegna
aukinnar neytenda-
verndar og reglna sem
stuðla að aukinni sam-
keppni og jafnræði milli
aðila, sem ætti almennt
að stuðla að lægra verði.
Efasemdaröddum
svarað með rökum
Utanríkisráðherra Íslands tók sér
heilt ár í samstarfi við ráðherra ferða-
mála, iðnaðar og nýsköpunar til að
rannsaka málið af kostgæfni í ljósi
þeirra efasemdaradda sem um málið
heyrðust. Tekin var sú ákvörðun að
taka allan þann tíma til þess sem
þyrfti. Til að byrja með lutu efasemd-
irnar annars vegar að því hvort inn-
leiðing þriðja orkupakkans í landsrétt
bryti í bága við íslenska stjórnarskrá
og hins vegar að því hvort í innleið-
ingunni fælist skylda til þess að
leggja eða taka á móti sæstreng til
flutnings á rafmagni til Evrópu.
Utanríkisráðuneytið leitaði ráð-
gjafar færustu sérfræðinga landsins í
Evrópurétti til þess að svara þessum
spurningum og öðrum, en áður hafði
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið leitað til tveggja sérfræðinga
vegna álitamála tengdra þriðja orku-
pakkanum. Í stuttu máli var nið-
urstaða allra fimm álitsgerða sú að í
innleiðingu þriðja orkupakkans fælist
ekki skylda til lagningar eða móttöku
sæstrengs. Niðurstaðan í öllum álits-
gerðum utan einnar var sú að í inn-
leiðingunni fælist heldur ekki stjórn-
skipunarvandi. Í einni álitsgerðinni,
þeirra Stefáns Más Stefánssonar og
Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst,
var niðurstaðan af öðrum toga, þ.e. að
innleiðing þriðja orkupakkans í
landsrétt kynni að brjóta í bága við
stjórnarskrá. Þeir Stefán Már og
Friðrik Árni lögðu því til lausn á því
sem fælist í lagalegum fyrirvara, og
er sú leið lögð til grundvallar í
þingsályktunartillögunni. Þeir hafa
síðan lýst því yfir að enginn lög-
fræðilegur vafi sé á því að sú leið sem
farin er í tillögunni er í samræmi við
stjórnarskrá.
En þá vandaðist málið. Efasemda-
raddirnar þögnuðu ekki, þær ómuðu
aðeins í aðrar áttir. Á þeim tíma sem
liðinn er frá fyrri umræðu um þings-
ályktunartillöguna hefur þar kennt
ýmissa grasa. Flestum rangfærslum
hefur verið svarað, en það hefur verið
áskorun að koma réttum upplýs-
ingum áleiðis til almennings til þess
að svara stuttum slagorðum sem eiga
sér enga stoð í raunveruleikanum.
Í fyrri umræðu þingsins um málið
fór mikið fyrir gagnrýni á það að ekki
hefði verið aflað álits á hugsanlegum
afleiðingum þess að hafna því að stað-
festa ákvörðun sameiginlegu EES-
nefndarinnar, í fyrsta sinn í 25 ára
sögu EES-samstarfsins. Í samræmi
við þá djúpstæðu skoðun sem fram
hefur farið á málinu og til þess að
bregðast enn frekar við gagnrýni og
efasemdum, leitaði utanríkisráðu-
neytið til fyrrverandi forseta EFTA-
dómstólsins, Carls Baudenbacher,
um slíkt álit. Baudenbacher er Ís-
lendingum kunnur, en hann var með-
al annars forseti dómsins þegar dóm-
stóllinn dæmdi Íslandi í vil í
Icesave-málinu. Baudenbacher var í
fyrra sæmdur íslensku fálkaorðunni
fyrir störf sín að framkvæmd EES-
samningsins. Í álitsgerð sinni komst
Baudenbacher að þeirri niðurstöðu
að þótt mögulegt væri að hafna upp-
töku nýrrar löggjafar ESB í EES-
samninginn á lokastigum máls-
meðferðar, væri þriðji orkupakkinn
ekki mál af því tagi að réttlætanlegt
væri að grípa til slíkra neyðarráðstaf-
ana. Að áliti hans gæti það teflt aðild
Íslands að EES-samningnum í tví-
sýnu verði þriðja orkupakkanum
hafnað. Skemmst er frá því að segja
að andstæðingar innleiðingar þriðja
orkupakkans gefa lítið fyrir álit hans
og hafa gengið langt í því að tor-
tryggja aðkomu hans að málinu.
Ekki vaða út í óvissuna
Ungt fólk úr ólíkustu áttum sam-
einaðist um birtingu heilsíðuauglýs-
ingar í Fréttablaðinu í gær. Skila-
boðin voru einföld; um mikilvægi
EES-samstarfsins og áskorun til
þingmanna um að tryggja að Ísland
verði áfram frjálst, opið og alþjóðlegt
samfélag. Þessari áskorun tek ég feg-
inshendi. Mikilvægi EES-samnings-
ins er ótvírætt og það er hagur ís-
lenskrar þjóðar að samþykkja þriðja
orkupakkann.
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur
Bryndís Haraldsdóttir
» Innleiðing þriðja
orkupakkans í ís-
lenskan landsrétt, á
þann hátt sem lagt er
upp með, er ekki aðeins
hættulaus, heldur eru
reglur hans til hagsbóta
fyrir Íslendinga.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Vönduð málsmeðferð um þriðja orkupakkann