Morgunblaðið - 21.05.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.05.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019 ✝ Soffía Ólafs-dóttir fæddist á Syðra-Velli í Gaulverjabæjar- hreppi 8. ágúst 1924. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands, Foss- heimum, 14. maí 2019. Foreldrar hennar voru Margrét Steins- dóttir, fædd 17. maí 1890 í Miklholti Biskupstungum, d. 18. des. 1970, og Ólafur Sveinn Sveinsson, f. 15. janúar 1889 frá Klöpp í Garði, d. 17. júlí 1976. Hún var 10. barnið í 16 systkina hópi en 15 náðu fullorð- insaldri. Eftirlifandi systkini Soffíu eru: Sigurður, f. 1928, Aðalheiður, f. 1930, Jón, f. 1931 og Ágúst Helgi, f. 1934. Eig- inmaður hennar var Jón Kjart- ansson, f. 31. október 1919, d. 24. janúar 1984. Börn þeirra: 1. Elínborg, f. 28.10. 1942. 2. Rann- veig, f. 10.9. 1945, maki Bjarni Guðmundsson, f. 14.5. 1941, barn: Hafsteinn Þór. 3. Kjartan, f. 28.9. 1952, maki Hieke Bak- ker, f. 8.11. 1968, börn: Einar Jón, Soffía Guð- rún, Magnús, Garðar, Hera, Íma og Jakob. 4. Margrét, f. 2.11. 1953, maki Jón Ágúst Jónsson, f. 4.3. 1955, börn: Birgir Örn, Ester Ýr og Bjarki. 5. Jarþrúður, f. 20.12. 1954, maki Guðmundur Gils Einarsson, f. 9.11. 1954, börn: Guðrún Ragnheiður, Guðni Reynir og Auður Ösp. Barna- barnabörn eru 13 og eitt barna- barnabarnabarn. Soffía giftist Jonna 8. ágúst 1946, þau bjuggu alla sína tíð á Selfossi, fyrst á Selfossvegi en síðan byggðu þau sér hús við Engjaveg. Síðar fluttist Soffía í Grænumörk en síðustu ár sín bjó hún á Fossheimum. Hún var virk í Kvenfélagi Selfoss og vann við ýmis störf en lengst af vann hún á Sjúkrahúsinu á Sel- fossi. Útför Soffíu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 21. maí 2019, klukkan 14. Þegar sólin með geislum sínum vann sigur á súldinni sem vafði sig um Ingólfsfjallið svo sjá mátti heiðríkjuna þar uppi yfir og þegar fuglarnir í trjánum sungu sín sum- arljóð skrifaði hún tengdamamma mín síðasta kaflann í lífsbókinni sinni. Lífsbókinni sem spannaði hartnær níutíu og fimm ár. Það var hlýtt í litla herberginu á Foss- heimum síðustu dagana þegar fjölskyldan var þar samankomin til að kveðja hana síðasta sinn. Ég kynntist henni tengdamömmu fyrir fjörutíu og átta árum þegar ég fór að koma í heimsókn á Engjaveginn til að hitta yngstu dótturina hana Þrúðu. Eftir það urðu Engjavegur 12 og Soffa og Jonni óaðskiljanlegu hluti af lífi mínu. Auðvitað hafa fyrstu ár Jonna og Soffu ekki verið eilífur dans á rósum. Fimm börn sem þurfti að fæða og klæða og laun takmörkuð. Soffa og Jonni voru samt í minningu minni alltaf að ferðast innanlands eða utan. Það var gaman að heyra þau segja frá fjarlægum stöðum, frá sólarlönd- um eða frá heimsóknum til Am- eríku. Oftast fylgdu þessum sög- um myndir bæði skuggamyndir og kvikmyndir Jonni var duglegur að mynda. En skjótt skipast veður í lofti, kaflaskipti urðu í lífsbók- inni. Jonni kvaddi okkur öll mjög snögglega. Það voru þungir dagar hjá fjölskyldunni á Engjaveginum stór hluti var tekinn frá okkur. Nú heyrði maður ekki orgelleik út á götu ef maður kom við í hádeginu. Enginn Jonni að spila, enginn Jonni sem sagði „það er bara það“. Enginn Jonni sem heilsaði með brosi þegar maður kom í heim- sókn með barnabörnin og kvaddi mann með brosi þegar maður fór. Allt var breytt á Engjaveginum nema hlýjan sem stafaði frá henni tengdamömmu. Þessa hlýju og góðu nærveru átti hún í svo ríku mæli og gamansemina sem ég held að hafi komið betur og betur í ljós þegar tímar liðu. Tíminn læknar ekki öll sár en hann kennir okkur að lifa með þeim. Minning- arnar hrannast upp við Soffa heilsuðumst alltaf með kossi og ég sagði „sæl tengdamamma“ og hún svaraði „sæll tengdasonur“ og mér hlýnaði um hjartaræturnar. Árin sem hún tengdamamma átti í Grænumörkinni voru góð ár og gaman að koma í litlu fallegu íbúð- ina hennar. Hún tengdamamma var pjattrófa, bæði klæðnaðurinn og heimilið báru þess merki. Hún fylgdist með öllum ungunum sín- um alveg fram á það síðasta mundi eftir öllum og spurði eftir þeim þegar við komum í heimsókn. Við hjónin áttum því láni að fagna að geta tekið á móti henni og Guð- mundi Geir vini hennar í Dan- mörku þegar við bjuggum þar. Það voru góðar heimsóknir sem ylja okkur í endurminningunni orð eru þar óþörf. Að leiðarlokum vil ég þakka starfsfólkinu á Fossheimum ómet- anleg elskulegheit við hana og okkur öll. Og ég er viss um það að hún tengdamamma er búin að hitta hann Jonna sinn sem beið eftir henni öll þessi ár og kannski er hann líka búinn að spila fyrir hana Ljósbrá á sögina sína. Og nú þegar lífsbókinni er lok- að í síðasta sinn þakka ég þér tengdamamma mín samveruna og allt sem þú gafst mér. Hvíldu í friði. Það voru forréttindi mín að eiga þig fyrir tengdamömmu. Gils Einarsson. Soffía ÓlafsdóttirÞað var ekki sjaldan semImma, komin á níræðisaldur, keyrði frá Keflavík til Reykjavík- ur til að fara á tónleika, í afmæli, fermingar og aðra viðburði hjá þeim sem stóðu henni næst. Enda hrókur alls fagnaðar. Það þarf ekki að nefna söng- og tónsmíðahæfileika Ingibjarg- ar Þorbergs sem allir Íslendingar þekkja. Færri vita að hún tók einleik- arapróf á klarínett, fyrst ís- lenskra kvenna. Mörg laga henn- ar, bæði vel þekkt og minna þekkt, hafa verið útsett fyrir Kvennakór Reykjavíkur. Það var dásamlegt og ógleymanlegt að fá að taka þátt í flutningi þeirra, sérstaklega þegar Imma, Þor- valdur Þorsteinsson og Kristján Hreinsson sátu öll hlið við hlið í kirkjunni, þar sem þeir heiðurs- menn áttu texta við lög Immu. Hjartnæmast var ljóð Þorvaldar, Þú varst þar, sem hann samdi til Immu í minningu Guðmundar Jónssonar á sjálfan afmælisdag hennar, 25. október 2011, og hún samdi svo fallegt lag við ljóðið í nóvember sama ár. Hún var ævinlega þakklát Vilberg Viggós- syni fyrir þær útsetningar og stjórnanda Kvennakórs Reykja- víkur, Ágotu Joó, fyrir að flytja lögin hennar. Imma var ávallt svo innilega þakklát fyrir hvaðeina sem gert var fyrir hana og sýndi það óspart. Tónsmíðar hennar og textar lifa með þjóðinni um ókomna tíð, ásamt undurþýðum söng hennar. Elsku Viggi og Ella, það var ósjaldan sem Imma sagði „ég hefði ekki getað eignast betri son en hann Vigga minn þó ég ætti hann sjálf“. Enda voruð þið stoð hennar og stytta, sérstaklega hin síðari ár. Söknuðurinn er sár en hvíld hennar ljúf. Margrét Rósa Grímsdóttir. Mikið sem við erum þakklátar og glaðar að hafa fengið að kynn- ast Ingibjörgu Þorbergs. Hún var einstök kona og mikill gleði- gjafi. Árið 2013 á 10 ára afmæli Regnbogans leikskóla stóðum við fyrir samkeppni um Söng Regn- bogans. Skipuð var 5 manna val- nefnd til að velja úr innkomnum textum. Áður hafði þess verið farið á leit við Ingibjörg Þorbergs sem var margföld fósturamma í skól- anum að semja lag við þann texta sem valinn yrði og tók hún því strax vel. Alls bárust 12 tillögur að söngnum sem allar voru bæði góðar og fallegar svo úr vöndu var að ráða. Okkur er ekki grun- laust um að vitneskjan um að Ingibjörg ætlaði að semja lagið hafi kallað á svo margar góðar til- lögur. Textinn sem valnefndin valdi er eftir Ósk Ólafsdóttir, þá móður í Regnboganum. Ingibjörg tókst svo strax á við að semja lagið og hittum við hana í nokkur skipti og ræddum hugmyndir. Niðurstað- an var svo óviðjafnalega fallegt lag við Söng Regnbogans. Þegar kom að því að greiða henni fyrir vinnuna hafði það aldrei komið til greina og sagði hún lagið vera gjöf til Regnbogans. Það var ómetanleg gjöf! Í viðtali Þóru Arnórsdóttur á RÚV sama ár við Ingibjörgu sagði hún m.a.: „Skemmtilegt verkefni sem ég fékk nýlega en dáldið erfitt finnst mér að semja fyrir leikskóla, Regnboginn heitir leikskólinn. Ég held bara að mér hafi tekist nokkuð rétt að láta það ekki vera of erfitt og ekki of létt en samt grípandi svona. Þau sungu það svoleiðis af lífi og sál.“ Við geymum í huga okkar öll fallegu orðin hennar Ingibjargar í okkar garð og barnanna en orð- in hennar eru líka ómetanleg gjöf. Þegar Ingibjörg kom í heim- sókn í leikskólann eða í afa- og ömmukaffi þá upplifðum við hana alltaf stolta ömmu og einlægan vin. Hvílík ljúfmennska, hvílík fagmennska og hvílík reisn sem bjó í einni konu. Söngur Regnbogans við lag Ingibjargar ómar enn svo undur fallega í flutningi barnanna. Takk, Ingibjörg Þorbergs! Lovísa Hallgrímsdóttir fv. skólastjóri Regnbogans, Kristbjörg Ingimundardóttir söngstjóri Regnbogans. Kornung varð Ingibjörg Þor- bergs þjóðkunn. Vandfundinn mun af samtíðarfólki hennar sá hlustandi Ríkisútvarpsins, sem var eitt um hituna, sem ekki kannaðist við nafn hennar eða rödd eftir að hún tók við stjórn þáttarins Óskalög sjúklinga 1952 sem hún hafði á hendi um skeið á áratuga löngum útvarps- og lista- mannsferli. Árið eftir lauk hún prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með klarínettuleik sem aðalgrein fyrst íslenskra kvenna og var farin að syngja, bæði ein og með hljómsveitum, semja lög og ljóð og koma með ýmsum hætti fram í dagskrá Rík- isútvarpsins. Frá unglingsárum mínum á sjötta áratug fyrri aldar man ég að stundum birtust viðtöl við Ingibjörgu í helstu vikublöð- um landsins og myndir af henni á forsíðunni eins og væri hún amer- ísk kvikmynda- eða tónlistar- stjarna. Sem minnir á að í Vest- urheimi, þar sem hún söng m.a. með stórhljómsveitum, freistuðu hennar forðum opnar dyr sem hefði getað orðið örlagaríkt ef Vesturbærinn hennar hefði ekki togað fastar í hana. Við Ingibjörg kynntumst á þeim rösklega tveimur áratugum sem ég var starfsmaður Ríkis- útvarpsins. Það voru í mínum huga góð ár og góður vinnustaður og þaðan á ég minningar sem enn ylja mér um hjartarætur, um gott fólk sem vildi og vann stofnuninni vel og bjó margt að langri reynslu og þekkingu á starfsháttum hennar og traustri þekkingu á sínu sérsviði. Þann flokk fyllti Ingibjörg Þorbergs. Tónlistarþekking hennar var víðtæk og í tónlistardeildinni sem lengst var hennar ríki var það eins og að fletta upp í alfræðibók að spyrja hana hvað þar var til og hvar geymt, en á því þurfti bæði innan- og utanhússfólk oft að halda vegna dagskrárgerðar og stundum með litlum sem engum fyrirvara. Og hvorki var gassa- ganginum né geðillskunni fyrir að fara; hvers manns vanda leysti Ingibjörg eftir föngum með lip- urð og ljúfu geði. Svo víða kom tónskáldið og rit- höfundurinn Ingibjörg við í list- rænu sköpunarstarfi sínu fyrir unga og aldna að ekki verður rak- ið hér að neinu gagni, en nefna má tugi sönglaga í ýmsum flokk- um við texta ýmissa skálda og suma hennar eigin, barnaleikrit tengd barnatímaumsjón og ann- arri dagskrárgerð, margar hljómplötur – og listinn sá er lengri og fjölþættari! Heiðurs- viðurkenningar hlaut hún ýmsar að verðleikum fyrir verk sín og gladdist yfir að ekki kunnu síður yngri en eldri starfssystkini hennar að meta þau. Til einkalífs Ingibjargar fyrr- um þekkti ég ekki, en góð dóttir og systir yngri bróður sem ég votta samúð mína hefur hún verið, og þegar ástin og tónlistin leiddu hana og Guðmund Jónsson píanóleikara saman í lífi og starfi gladdist útvarpsfólk. Saman áttu þau nær hálfan fjórða áratug, síðast í Reykjanesbæ. Vegna mannabreytinga í deild- um okkar á síðustu starfsárum Ingibjargar skipuðust mál svo að hún færði sig um deild og varð varamaður minn um hríð og tók síðan við af mér sem dagskrár- stjóri til starfsloka sinna. Það þótti mér verðugur endir dyggr- ar þjónustu á löngum ferli. Með þakklátum hug kveð ég heiðurskonu, þakka henni lög við ljóð og hið góða sem minningin geymir. Hjörtur Pálsson. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR ÁGÚSTSSON, Strikinu 12, Garðabæ, lést miðvikudaginn 1. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 28. maí og hefst athöfnin klukkan 15. Halla Elín Baldursdóttir Helga Guðbjörg Baldursd. Gísli Baldur Garðarsson Ágúst Baldursson Sigurlín Baldursdóttir Guðjón Ómar Davíðsson barnabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HÖRÐUR KRISTJÁNSSON, Efstahrauni 3, Grindavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 4. maí. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar í Kópavogi fyrir alúð og góða umönnun. Guðlaug Björg Metúsalemsdóttir Rakel Ósk Sigurðardóttir Róbert Rafn Birgisson Hrefna Björk Sigurðardóttir Freyr Brynjarsson Ingey Arna Sigurðardóttir Brynjar Dagur, Daníel Logi og Andrés Bjarmi Freyssynir Jóhann Rafn og Óliver Rafn Róbertssynir Ástkær móðir okkar, EDDA MAGNÚSDÓTTIR, Hjallalundi 20, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 16. maí. Vilborg Gautadóttir Magnús Gauti Gautason Elín Gautadóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR S. WAAGE, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 18. maí. Kristín H. Waage Knútur Signarsson Stefán Örn Sigurðsson Margrét G. Waage Sigrún Waage Hendrikka G. Waage barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri HAFÞÓR ÞÓRARINSSON vélstjóri lést 10. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. maí og hefst klukkan 13:30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Lena Margrét Konráðsdóttir og börn Harpa Mjöll Hafþórsdóttir Lotta Karen Hafþórsdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Petrína S. Þórarinsd. Eldjárn Hlynur Björn Pálmason Jón Þórarinsson Ásdís María Ægisdóttir Þorbergur Þórarinsson Katrín Ósk R. Vilhjálmsdóttir og systkinabörn Hafþórs Elskuleg frænka okkar, INGIBJÖRG S. KRISTJÁNSDÓTTIR frá Borgarnesi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 16. maí, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 24. maí klukkan 11. Sigurþór Jóhannesson Árný Ásgeirsdóttir Kristrún Jóhannesdóttir Unnur, Erla, Eva, Albert og fjölskyldur þeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.