Morgunblaðið - 21.05.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 21.05.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 40 ára Atli ólst upp í Kópavogi og tíu ár í Villingaholtsskóla í Fló- anum í Árnessýslu. Hann býr í Kópavogi og er tölvunarfræðingur hjá Hugsmiðjunni, með BS-próf frá Háskóla Íslands. Maki: Heidi Lupnaav, frá Sorø í Dan- mörku, f. 1979, með BA-gráðu í enskum bókmenntum. Börn: Anna Petrea, f. 2003, Emil Ingo, f. 2006, og Bjarki Magnus, f. 2010. Foreldrar: Hafsteinn Karlsson, f. 1956, skólastjóri í Salaskóla, og Ebba Páls- dóttir, f. 1958, líftæknifræðingur hjá Ís- lenskri erfðagreiningu. Þau eru bús. í Kópavogi. Atli Páll Hafsteinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eitthvað fer illa fyrir brjóstið á þér og þú þarft að halda sjálfsstjórn. Vertu viðbúinn því að allt geti brugðið til beggja vona. 20. apríl - 20. maí  Naut Það eru miklir umbreytingatímar hjá þér og þú færð tækifæri til að öðlast mikla reynslu ef þú heldur rétt á spilunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Haltu höfðinu hátt svo þú getir séð allar þær hindranir sem leynast milli þín og hins fullkomna dags. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að lenda ekki í skugg- anum af mönnum og málefnum. Gamall vinur hefur samband og það mun gleðja þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert á báðum áttum um hvort þú eigir að þóknast vini þínum eða gera ást- vini þínum til hæfis. Láttu það ekki draga úr þér allan kjark þótt einhver óvelkomin athygli beinist að þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er engin ástæða til þess að velta sér upp úr öllum sköpuðum hlutum. Hafðu það að leiðarljósi að sannleikurinn er alltaf sagna bestur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þér finnist gaman að gefa öðrum ráð, þá verður þú að minnast þess að þú átt ekki að stjórna lífi annarra. Vertu trúr þinni sannfæringu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að nota daginn til að velta langtímamarkmiðum þínum fyrir þér. Láttu það vera að flýta þér um of því það býður hættunni heim og þú skilar verri vinnu fyrir vikið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu daginn til þess að sýsla á heimilinu og sinna skyldum þínum. Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að hafa mikið fyrir hlutunum sem er allt í lagi ef þú bara gæt- ir þess að skila vel unnu verki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er þér nauðsyn að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Taktu skref aftur- ábak og skoðaðu málin af hlutlægni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Frábærar hugmyndir koma til þín á færibandi um þessar mundir. Einhver sem þú þekkir getur leitt þig til allra réttu að- ilanna. Landssambands kúabænda og stjórn Bændasamtaka Íslands og jafnframt varaformaður þeirra hvorra tveggja samtaka. Auk ýmissa annarra starfa í nefndum og ráðum. Núna er ég laus frá þeim störfum öllum en er þó í væri nóg. En heldur beit sú hugsun mig í afturendann því ég var lengi í sveitarstjórn Húnaþings vestra og var þar oddviti á tímabili, varamaður á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Norðurlandi vestra, var lengi í stjórn G uðný Helga Björnsdóttir fæddist 21. maí 1969 á Hvammstanga, en ólst upp á Bessastöðum á Heggstaðanesi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Guðný gekk í Laugarbakkaskóla, varð stúdent frá Verzlunarskóla Ís- lands og lauk BS-gráðu í búvísindum frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Eftir námið á Hvanneyri sneri Guðný aftur á heimaslóðirnar. „Við Jói, maðurinn minn, keyptum bú- reksturinn á Bessastöðum árið 1995. Við vorum fyrst með kýr, kindur og nokkur hross, en hættum með kind- urnar eftir nokkur ár og tókum í notkun nýtt lausagöngufjós árið sem ég varð þrítug og fjölguðum kúnum. Við erum með hrossarækt sem við sinnum frá ræktun til sýningar, eða Jói sér um allt það erfiða í því, ég ríð aðallega á sparihrossunum.“ Bessa- staðir voru valdir hrossaræktarbú ársins 2016 hjá Hrossaræktar- samtökum Vestur-Húnavatnssýslu. „Við höfum verið í skógrækt í tæp 20 ár í gegnum Norðurlandsskóga, svo var hér töluvert æðarvarp hjá ömmu minni, mamma tók við því þegar hún gerðist amma, en tófurnar eru mjög öflugar í að eyðileggja varpið svo það er orðið fremur lítið. Fyrir fáum árum hófum við líka ferðaþjónustu eftir að hafa gert upp gamalt hús hér á bænum.“ Fyrst eftir að þau hjónin hófu bú- skap starfaði Guðný í hlutastarfi sem ráðunautur hjá Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda. „Þangað til félagsmálavafstrið tók yfir þann tíma sem til var eða búinn var til. Að telja upp þau félagsstörf sem ég hef sinnt er nú bara til að æra óstöðugan,“ segir Guðný aðspurð. „En það má nefna að ég hóf feril minn í félagsmálum á unglingsaldri á því að vera formaður Ungmenna- félagsins Grettis í allnokkur ár. Þeg- ar ég var í skólanum á Hvanneyri var einn kennarinn sem kenndi okkur ræðulist, hann sagði okkur að við yrðum að kunna hana þar sem við myndum örugglega meira og minna verða oddvitar og framámenn í fé- lagsmálum þegar heim kæmi. Þetta fannst mér svo fjarri lagi að það hálfa stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðar- ins.“ Áhugamál Guðnýjar eru mýmörg en hún segist hafa tíma fyrir fæst þeirra. „Þess vegna er mjög gott að vinnan dekkar hluta þeirra því það er mjög gaman að ríða út á góðum hest- um og rækta landið, skila því í betra og fallegra horfi en við tökum við því. Ég hef mjög gaman af lestri en sofna alltaf þegar ég sest niður til að lesa.“ Guðný notar því mikið hljóðbóka- áskriftina Storytel. „Ég á eftir að sökkva mér á bólakaf í sagnfræði, veit bara ekki alveg hvenær ég finn tíma í það. Ég er heilluð af hreinum ilmkjarnaolíum og virkni þeirra auk þess sem ég velti mikið fyrir mér mætti hugans og alls sem í kringum okkur er.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðnýjar er Jóhann Birgir Magnússon, f. 19.5. 1966, bóndi og tamningamaður. Foreldrar hans eru Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 11.7. 1938, matráðskona, bús. á Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum – 50 ára Hestakonan Guðný og stóðhesturinn Mjölnir frá Bessastöðum uppi á Stekk í Bessastaðalandi. Fór óvænt út í félagsmálavafstur Fjölskyldan Við fermingu yngsta barnsins, Fríðu Rósar, árið 2017. 30 ára Stefán er Reykvíkingur og ólst upp í Hamrahverfinu í Grafarvogi og býr þar. Hann er klippari hjá 365, aðallega hjá Stöð 2 sport. Maki: Emilíanna Valdimarsdóttir, f. 1994, nemi í umhverf- isskipulagi hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Systkini: Bryndís Elfa Geirmundardóttir, f. 1978, og Hanna Birna Geirmundar- dóttir, f. 1983. Foreldrar: Geirmundur Geirmundsson, f. 1955, vinnur hjá Tryggingamiðstöðinni, og Jóna Stefánsdóttir, f. 1956, vinnur hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Þau eru bús. í Grafarvogi. Stefán Snær Geirmundsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.