Morgunblaðið - 21.05.2019, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
Guðlaugur Arnarsson er hættur
sem þjálfari meistaraflokks karla í
handbolta hjá Val. Hann hefur stýrt
liðinu síðustu þrjú ár, fyrst með Óskari
Bjarna Óskarssyni en svo með Snorra
Steini Guðjónssyni síðustu tvö ár.
Snorri verður nú einn aðalþjálfari.
Andrea Gunnlaugsdóttir, 17 ára
markvörður kvennaliðs ÍBV í hand-
knattleik, hefur samið við Val til
tveggja ára. Andrea lék alla leiki ÍBV í
vetur og skoraði 3 mörk en hún tók við
sem aðalmarkvörður þegar Guðný
Jenný Ásmundsdóttir sleit krossband
í hné seint á tímabilinu.
Steve Clarke hefur verið ráðinn
þjálfari skoska karlalandsliðsins í
knattspyrnu í stað Alex McLeish sem
var rekinn í síðasta mánuði. Clarke
hefur stýrt Kilmarnock með góðum ár-
angri undanfarin tvö ár en hann var
áður stjóri Reading og WBA og þar á
undan þjálfari hjá Chelsea í mörg ár.
Hann spilaði ennfremur 330 leiki fyrir
Chelsea og 6 landsleiki fyrir Skotland.
Enski þjálfarinn Graham Potter er
tekinn við sem
knattspyrnustjóri
enska úrvals-
deildarfélags-
ins Brighton.
Potter tekur
við af Chris
Hughton
sem var rek-
inn í síðustu
viku, þrátt fyrir að
hafa haldið Brig-
hton í efstu deild
en hann stýrði lið-
inu þangað árið
2017.
Eitt
ogannað
1:0 Josip Zeba 75.
I Gul spjöldGunnar Þorsteinsson og Al-
exander V. Þórarinsson (Grindavík),
Andrés Már Jóhannesson og Daði
Ólafsson (Fylki).
MM
Josip Zeba (Grindavík)
GRINDAVÍK – FYLKIR 1:0
M
Rodrigo Gómes (Grindavík)
Elias Tamburini (Grindavík)
Marc McAusland (Grindavík)
Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Daði Ólafsson (Fylkir)
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þór-
arinsson, 7.
Áhorfendur: 629.
1:0 Pálmi Rafn Pálmason 21.
2:0 Tobias Thomsen 45.
3:0 Björgvin Stefánsson 55.
3:1 Birkir Valur Jónsson 86.
3:2 Kári Pétursson 88.
I Gul spjöldKristinn Jónsson, Finnur
Tómas Pálmason og Óskar Örn
Hauksson (KR), Ásgeir Marteinsson
(HK).
KR – HK 3:2
M
Beitir Ólafsson (KR)
Björgvin Stefánsson (KR)
Finnur Orri Margeirsson (KR)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Ásgeir Marteinsson (HK)
Birkir Valur Jónsson (HK)
Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
Dómari: Sigurður H.Þrastarson, 8.
Áhorfendur: 1.099.
Þrjú Íslendingalið voru á ferðinni í sænsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu kvenna í gær þegar leikið var í sjö-
undu umferð, þeirri síðustu fyrir HM.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og Ingi-
björg Sigurðardóttir léku allan leikinn og héldu marki
Djurgården hreinu í 3:0-sigri á Växjö. Með sigrinum
komst Djurgården úr fallsæti og upp í 8. sæti deild-
arinnar, sem telur tólf lið. Djurgården er með sex stig
eftir að hafa unnið tvo leiki en tapað fimm.
Linköping og Rosengård berjast hins vegar á toppi
deildarinnar en liðin gerðu markalaust jafntefli í Lin-
köping í gær. Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn
fyrir Linköping, líkt og Glódís Perla Viggósdóttir í vörn Rosengård. Liðin
eru nú með 14 stig hvort, stigi á eftir Kopparberg/Göteborg sem er efst.
Rosengård kannast vel við sig í titilbaráttu en liðið horfði á eftir titlinum
í hendur Piteå í lokaumferðinni í fyrra. Meistarar Piteå eru með 11 stig,
fjórum stigum frá toppnum, en eiga leik til góða við Limhamn Bunkeflo á
fimmtudag. Eftir þann leik tekur við langt hlé vegna HM í Frakklandi, eða
fram til 20. júlí.
Glódís og Anna í toppslag
Anna Rakel
Pétursdóttir
Zeba og Marc McAusland eru
búnir að vera mjög góðir í síðustu
tveimur leikjum með Elias Tamb-
urini og Marino Axel Helgason
spræka sinn hvorum megin við sig í
bakvörðunum. Spánverjinn Ro-
drigo Gómez gerir svo vel í að
vernda vörnina, sem aftasti miðju-
maður. Til að vera með gott fót-
boltalið þarf að byrja á vörninni og
það er nákvæmlega það sem Grind-
víkingar byggja á í upphafi móts,
með klókan Srdjan Tufegdzic við
stjórnvölinn. Sóknarleikur Grinda-
víkur var ekki sérstaklega góður í
gær, en þegar þú þarft bara eitt
mark, áttu fína möguleika á að
vinna fótboltaleiki.
Fylkismenn áttu ekki góðan dag
og þurfti Vladan Djogatovic varla
að gera neitt í marki Grindvíkinga.
Vörnin stóð sig ágætlega en liðið
ógnaði nánast ekki neitt fram á við.
Hákon Ingi Jónsson var einmana í
framlínunni og Valdimar Þór Ingi-
mundarson og Arnór Gauti Ragn-
arsson komust lítið upp kantana.
Sam Hewson og Kolbeinn Finnsson
sköpuðu ekki neitt á miðjunni. Geoff-
rey Castillion byrjaði á bekknum og
er það furðuleg ákvörðun. Castillion
er einn besti framherji deildarinnar
þegar hann er í stuði.
Haldi Grindvíkingar áfram að
vera eins þéttir og þeir voru í gær
verður áhugavert að sjá þá í sumar.
Fylkismenn þurfa hins vegar að rífa
sig upp, eftir tvö töp í röð. Þeir vinna
ekki marga leiki með spilamennsku
eins og í Grindavík.
Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg
3:2 FH-ingarnir Jákup Thom-
sen og Jónatan Ingi Jónsson
og Valsarinn Eiður Aron Sig-
urbjörnsson í leiknum í gær.
3:2 KR-ingurinn Pálmi Rafn
Pálmason og Ásgeir Marteins-
son HK í skallaeinvígi í gær.