Morgunblaðið - 21.05.2019, Síða 32
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
695
Strákú
á tannb
verði
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri
í miklu úrvali
frá 995
Garðslöngur
í miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn,
fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
3.995
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
F í
i
frá 295
star
ursta
Laufhrífur
frá 999
ötur
miklu úrval
Laufsugur
7.495
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
9.999
Háþrýstidæla
1200W 100Bör
14.999
Háþrýstidæla
1400W 105Bör
22.999
Öflug
háþrýstidæla
2100W 165BörTríóið Mr Martini kemur fram á
djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30. Tríóið var stofnað af saxó-
fónleikaranum Steinari Sigurðar-
syni og auk hans skipa það Krist-
ófer Rodriguez á slagverk og
Haraldur Ægir Guðmundsson á
kontrabassa. Mr Martini leikur
djass- og latínskotið fönk sem er
ýmist poppábreiður eða frum-
samið. Andrés Þór Gunnlaugsson
gítarleikari leikur með tríóinu í
kvöld.
Mr Martini á Kexi
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Færeyingurinn Jákup Thomsen
tryggði FH 3:2-sigur á Íslandsmeist-
urum Vals í bráðskemmtilegum leik
á Kaplakrikavelli í gærkvöld þegar 5.
umferð úrvalsdeildarinnar í fótbolta
lauk. FH er í 3. sæti en Valur stigi frá
fallsæti. Grindavík vann góðan 1:0-
sigur á Fylki og KR hafði betur gegn
HK, 3:2. »26
FH skildi Valsmenn
eftir við fallsvæðið
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee
starfar við fyrirtækjaráðgjöf í Bost-
on en er staðráðinn í að vinna sér
keppnisrétt á næstu Ólympíuleikum.
Hann er ánægður með árangur helg-
arinnar þar sem hann setti Íslands-
met og tryggði sér þátttökurétt á
heimsmeistaramótinu. „Ég reyni
eins vel og ég get að samræma vinn-
una og sundið en því miður eru oft
ekki nógu
margar
klukku-
stundir í
sólar-
hringnum til
þess að ég
fái næga
hvíld,“ segir
Anton Sveinn.
»25
Ekki nógu margar
stundir í sólarhring
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kvennakórinn Katla verður með ár-
lega vortónleika í Neskirkju laug-
ardaginn 25. maí næstkomandi og
hefjast þeir klukkan 17. Flutt verða
verk frá ýmsum tímum og stöðum,
meðal annars kyrja þær í anda
kvenna í Búlgaríu og Finnlandi og
nýjar útsetningar eftir kórstýrurnar
og söngkonurnar Hildigunni Einars-
dóttur og Lilju Dögg Gunnars-
dóttur. Kristófer Rodriguez Svönu-
son slagverksleikari verður
sérstakur gestur.
Kórinn var stofnaður fyrir sex ár-
um. „Eiginlega á netinu,“ segir
Hildigunnur. „Tvær stelpur komu til
mín, vildu hittast og gaula eitthvað
saman,“ rifjar hún upp. „Ég sló til,
hélt að þetta yrði um tíu stelpur en
þegar ég kom á fyrstu æfinguna
voru sextíu konur mættar.“
Eins og gengur hafa orðið breyt-
ingar á kórnum en fjöldinn er svip-
aður og í byrjun. Hildigunnur segir
að kórstýrurnar reyni að raddsetja
sem mest af tónlistinni í samstarfi
við kórinn. Eins sé tónlistin valin í
samráði við félagskonur og mikið
kennt eftir eyranu. „Þetta er nú-
tímalegur kór, flottar og sterkar
konur,“ segir hún og bætir við að
metnaðurinn sé mikill og allt upp í
12 radda lög séu sungin.
Brjóstagjörningur og fleira
Efnisval Katlanna er án landa-
mæra og Hildigunnur segir að reynt
sé að gera öðruvísi hluti en aðrir.
Þær séu opnar fyrir óhefðbundnum
hugmyndum. „Við höfum til dæmis
sungið vel úthugsaðan spuna í gufu-
baðinu í Vesturbæjarlaug, þökk sé
yndislegri listakonu, Ragnheiði
Hörpu Leifsdóttur, sem söng með
okkur og kom með ýmsar hug-
myndir.“
Kórfélagar eru einkum 20 til 40
ára og þurfa að gangast undir inn-
tökupróf. Hildigunnur segir að
kraftar kvennanna séu nýttir sem
best og leikmyndahönnuðir og
myndlistarkonur í hópnum séu dug-
leg við að útfæra ýmsar hugmyndir.
„Við höfum til dæmis gert tvö tón-
listarmyndbönd, Draumaprinsinn og
Áfram stelpur, og brugðið á leik.“ Í
því sambandi nefnir hún að kórinn
hafi eitt sinn farið í æfingabúðir og
þá hafi þær gert gipsmót af brjóst-
um sínum. Harpa Rún Ólafsdóttir og
Elín Anna Þórisdóttir, listakonur í
hópnum, hafi búið til kerti úr mót-
unum og kórfélagar hafi kveikt á
þeim 19. júní 2015, á 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna á Íslandi.
„Það var mjög falleg og mögnuð
stund,“ segir hún.
Hildigunnur segir að oft sé sér-
lega góður hljómur í bílakjöllurum.
Kórinn sé stöðugt að leita að slíkum
rýmum og eitt sinn hafi þær fengið
styrk frá Bílastæðasjóði til þess að
halda tónleika á Airwaves í bíla-
stæðahúsinu Stjörnuporti á Lauga-
vegi. „Það var mjög skemmtilegt.“
Kötlurnar hafa sungið víða. Þær
fóru meðal annars í tónleikaferð til
Finnlands fyrir tveimur árum og til
Kaupmannahafnar í fyrra. „Við vilj-
um helst fara annað hvert ár til út-
landa til þess að syngja og víkka
sjóndeildarhringinn. Nú stefnum við
á Kaliforníu ekki síðar en 2020,“ seg-
ir Hildigunnur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kvennakórinn Katla Kórfélagar eru á aldrinum 20 til 40 ára og láta sér ekkert fyrir brjósti brenna.
Kyrjar í anda kvenna
Kvennakórinn Katla með árlega vortónleika um helgina
Kraftarnir nýttir sem best og efnisval án landamæra