Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Öflugar og notendavænar sláttuvélar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Margt var um manninn á Blöndu- ósi í gær þegar nýtt gagnaver Etix Everywhere Iceland ehf., dótturfélags Etix Everywhere Bo- realis, var tekið í notkun. Gagna- verið nær yfir sex mismunandi byggingar, sem hýsa samtals 26.000 tölvur eða reiknivélar og eru sjö fastir starfsmenn á vegum versins. Gagnaversiðnaðurinn er ört vaxandi hér á landi, þar sem að- stæður þykja einkar hentugar, meðal annars með tilliti til veð- urfarsins þar sem tölvur reiða sig gjarnan á góða kælingu. Etix Eve- rywhere Iceland var á sínum tíma þriðja fyrirtækið til þess að hefja raforkuviðskipti við Landsvirkjun til þess að knýja gagnaver, og af- hendir Landsvirkjun 35 MW til versins á Blönduósi. Þá rekur Etix Everywhere Borealis einnig gagnaver á Reykjanesi. Nýtt gagnaver Etix tekið í notkun á Blönduósi 26.000 tölvur í sex húsum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hreint Suðurland er yfirskrift átaks sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur hrundið af stað og á að standa allt árið. Lóðarhafar, landeigendur og aðrir eru hvattir til að hreinsa af lóðum og lendum allt sem getur valdið ónæði, mengun eða er til lýta. Einnig geta heilbrigðisyfirvöld kraf- ist lagfæringa og viðgerða á lóðum, girðingum og mannvirkjum. Þá er heimilt að láta fjarlægja númers- lausa bíla og bílflök og annað slíkt sem er á almannafæri, innan og utan einkalóða og -lendna, á kostnað eig- enda að undangenginni viðvörun. „Átakið fór strax að hafa áhrif um leið og það var kynnt,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Hún sagði fólk sanka ýmsu að sér og ætla að nýta það síðar. Svo liði tíminn og ekkert yrði úr áformunum. Í sumum tilvikum hefði verið kvartað vegna umgengni. „Það er oft nóg að hnippa í menn og benda á að þetta sé komið út fyrir öll mörk. Það eru bæði bíl- flök, brotajárn, vinnuvélar, landbún- aðartæki og annað sem safnast upp. Svo kemur að því að þetta er orðið of mikið.“ Fyrirmynd af Suðurnesjum Sigrún sagði að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefði farið í svona átak og það væri haft til fyrirmyndar. Til- tektin á Suðurnesjum var kærð í tveimur tilvikum og féllu úrskurðir þar um heilbrigðiseftirlitinu í vil. „Við erum í fullum rétti að taka á þessum málum og höfum verkfærin til þess að knýja á um tiltekt á lóðum fólks,“ sagði Sigrún. Hún sagði þörf á að taka til bæði í þéttbýli og dreif- býli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands starfar í umboði 14 sveitarfélaga og nær starfssvæðið frá Skeiðarársandi að Selvogi auk Vestmannaeyja. Sveitarfélögin útvega sérstaklega starfsmann í Hreint Suðurland. Fyrsta skrefið er að fara um og skoða hvar þarf að taka til hendinni. Næsta skref er skrifa eiganda eða umráðamanni lóðar eða lands þar sem þarf að hreinsa til og benda honum á það sem betur má fara. Gefinn er mánaðarfrestur til að bregðast við. Hann fær einnig heim- sókn þar sem hann getur útskýrt sitt mál. Sé ekki brugðist við er skrifað annað bréf og gefinn lokafrestur í tvær vikur. Sé ekki brugðist við því getur heilbrigðiseftirlitið látið hreinsa á kostnað eigandans. Heil- brigðiseftirlitið hefur lögveð í lóð og fasteign og getur krafist uppboðs á eigninni til greiðslu fyrir hreinsun- arstarfið. Hrein Heimaey á morgun Almennur hreinsunardagur verð- ur í Vestmannaeyjum á morgun, 23. maí. Hreinsunarátakið er liður í átakinu Hreint Suðurland og tengist einnig 100 ára afmælisári bæjar- félagsins. Hugmyndin er að byrja með pylsuveislu á Stakkagerðistúni klukkan 17.30 og síðan verður unnið að hreinsun í um tvo klukkutíma. Þetta er hugsað sem fjölskyldu- viðburður þar sem kynslóðirnar sameinast um að hreinsa Heimaey. Átak í að hreinsa rusl á Suðurlandi Ljósmynd/Heilbrigðiseftirlit Suðurlands Suðurland Víða er þörf á að taka til og fjarlægja það sem hefur safnast upp.  Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ætlar að hvetja lóðar- og landeigendur, þar sem ástæða þykir, til að laga til  Hefur ríkar heimildir til að grípa inn í sé ekki brugðist við ábendingum um slæma umgengni Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Skattamáli íslenska ríkisins gegn þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni var vísað frá Hæstarétti í gærmorgun. Var þar með fallist á aðalkröfu ákæruvalds- ins, en þeir Jón Ásgeir og Tryggvi kröfðust þess að ákæruliðum í málinu yrði vísað frá héraðsdómi. Málið tengdist skattalagabrotum Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í tengslum við rekst- ur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Þau þrjú voru dæmd árið 2012 til refsingar og greiðslu sekta og sakarkostnaðar, en áður hafði þeim verið gert að greiða sektir með úr- skurði yfirskattanefndar á árinu 2007. Mannréttindadómstóll Evrópu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2017 að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim með því að refsa þeim tvisvar fyrir efnislega sömu brotin. Í kjölfar niðurstöðu Mannréttinda- dómstólsins sendi Jón Ásgeir erindi til endurupptökunefndar með beiðni um að mál hans frá 2012 yrði endur- upptekið, sem samþykkt var í fyrra. Hæstiréttur hafnaði aftur á móti þeirri ákvörðun í gær en dómstóllinn hefur úrskurðarvald um ákvarðanir nefndarinnar. Í úrskurði Hæstaréttar segir m.a. að hvergi sé „í íslenskum lögum mælt berum orðum fyrir um heimild til endurupptöku máls að gengnum dómi mannréttindadómstólsins. End- urupptaka yrði því ekki reist á beinni lagaheimild“. Þá liggi fyrir að „óhlutdrægur og óháður dómstóll“ hafi fjallað um mál- ið og komist að þeirri niðurstöðu að meðferð þess bryti ekki í bága við 4. grein 7. viðauka mannréttindasátt- málans. „Var málið tekið til meðferð- ar um sekt eða sýknu dómfelldu af háttsemi samkvæmt ákæru og að lög- um komist að þeirri niðurstöðu að dómfelldu væru sekir um stórfelld brot gegn skattalögum og þar með al- mennum hegningarlögum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Endurupptöku Baugsmáls hafnað af Hæstarétti  Ekki heimild til endurupptöku eftir ákvörðun MDE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.