Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Sjáum til þess að allar yfirhafnir komi hreinar undan vetri STOFNAÐ 1953 eitra fyrir moskítóflugur. Árið 2010 var vélin loks tekin í gegn og endur- nýjuð og er hún nú merkt í anda C-47-flugvéla bandaríska flughers- ins á sjötta áratug síðustu aldar, þ.e. með hvítan koll, silfraðan skrokk og vængi og stjörnuna auðþekkjanlegu. „Það er miklu vinsælla að mála vélarnar í anda þeirra sem þátt tóku í innrásum bandamanna í seinna stríði, en ég er hrifnari af þessu út- liti. Mér þykir fallegra að sjá hana svona glansandi,“ segir Karl og bæt- ir við að flugvél hans hafi ekki flogið til Evrópu fyrr en nú. Tók hún því ekki þátt í hernaðarátökum Banda- ríkjamanna í seinna stríði. „Í dag fer ég með fjölskylduna í þessari vél – þetta er dásamleg fjöl- skylduflugvél því það er nóg pláss fyrir alla og barnabörnin líka,“ segir Karl og bætir við að fjölskyldan muni hitta hann í Evrópu og tekur þá við langt fjölskylduferðalag. Aðspurður segir hann flugvélina svifaseina og þunga í stýri. „Að fljúga svona flugvél er, eins og ég hef gjarnan sagt, svipað og að takast á við svín í leðjupytti. Maður þarf allt- af að vera einu skrefi á undan vélinni og ef maður vill fljúga henni al- mennilega og af nákvæmni þarf mikla einbeitingu. Ég hef flogið vél- um af þessari gerð í 53 ár og þarf enn að leggja mig allan fram.“ Eric Zipkin er við stjórnvölinn í Placid Lassie sem framleidd var árið 1942. Vél þessi tók þátt í D-deginum og öllum helstu stóru innrásum bandamanna sem fylgdu í kjölfarið, s.s. inn í Holland í september 1944, umsátrinu um Bastogne í Belgíu í desember 1944 og sókninni yfir Rínarfljót í Þýskalandi í mars 1945. „Hún hefur því verið víða þessi,“ segir Eric og bætir við að vélin hafi í lok styrjaldar verið notuð sem far- þegaflugvél í 30 ár og fraktvél í önn- ur 30 ár. „Við fundum hana svo yf- irgefna á akri í Georgíuríki árið 2010 og hófum að gera hana upp.“ Þá má geta þess að Placid Lassie kom seinast hingað til lands 2014 á leið sinni til Normandí þegar 70 ára minningarathöfn fór þar fram. Alls flugu um 820 C-47 með um 24 þúsund fallhlífahermenn yfir Erm- arsundið til Normandí árla morguns 6. júní 1944. Sameinuðust þeir um 160 þúsund landgönguliðum til að ráðast gegn herliði Þjóðverja. Sumar þessara véla höfðu einnig svifflugvél í eftirdragi og er Placid Lassie í þeim hópi. „Við vitum ekki til þess að vélin hafi orðið fyrir tjóni í innrásinni. En það er auðvitað ekki útilokað.“ Alls munu 15 flugvélar hafa við- komu hér á landi á leið sinni yfir haf- ið en að auki munu aðrar 15 vélar sameinast leiðangrinum fyrir flugið yfir Ermarsundið til Normandí. Sjálf hátíðin er haldin 6.-9. júní og munu margar vélanna einnig taka þátt í at- höfn í Berlín í sumar til að minnast þess að 70 ár eru liðin frá lokum loftbrúarinnar til Berlínar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stríðsjálkar Þegar Morgunblaðið kom á Reykjavíkurflugvöll voru menn önnum kafnir við að sinna viðhaldi á Miss Virginia (t.v.) en skömmu síðar kom That’s all brother inn til lendingar. Stefna nú aftur til Normandí  Herflutningavélar úr seinna stríði áberandi á Reykjavíkurflugvelli  Flestar tóku þær þátt í inn- rás bandamanna á meginland Evrópu árið 1944  Ein vélanna var í forystuhlutverki á D-deginum SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er kannski flugvélin mín, en hvert sem ég fer legg ég mikla áherslu á að aðrir geti einnig fengið að njóta hennar og þeirrar miklu sögu sem vélinni fylgir,“ segir Karl Stoltzfus, flugmaður og eigandi flug- vélarinnar „Miss Virginia,“ í samtali við Morgunblaðið. Vél hans er af gerðinni Douglas C-47 og var hún framleidd fyrir Bandaríkjaher árið 1943. Var hún ein fjögurra C-47 sem staðsettar voru á Reykjavíkurflugvelli um há- degisbil í gær þegar Moggamenn litu þar við. Hinar vélarnar, „Placid Las- sie“, „Liberty“ og „That’s all brot- her“, tóku allar þátt í D-deginum svonefnda í Normandí árið 1944, en Miss Virginia hélt sig aftur á móti vestanhafs í seinna stríði. Eru vélar þessar komnar hingað til lands í tengslum við athöfn sem haldin verð- ur í Normandí í Frakklandi 6. júní næstkomandi í tilefni þess að 75 ár verða þá liðin frá innrás banda- manna í Evrópu. Markaði innrásin upphaf endaloka styrjaldarinnar. Eins og svín í leðjupytti Miss Virginia var í þjónustu Bandaríkjahers allt til ársins 1978, en fyrirtæki Karls eignaðist hana 1990 og var flugvélin þá notuð til að „Þessi flugvél er ein fárra sem voru í forystuhlutverki á D-deginum, hún leiddi yfir 800 flugvélar yfir Ermarsundið,“ segir Andy Maag, flugmaður vélarinnar That’s all brother, en þessi sögufræga flugvél lá lengi öllum gleymd í bænum Osh- kosh í Wisconsinríki. Búið er að gera vélina upp og má segja að þessi öldungur sé sem nýr í dag. Vélin er mjög hrá að innan, í anda hersins, og má m.a. finna í henni sæti sömu gerðar og fallhlífa- hermenn seinna stríðs sátu á á leið sinni yfir Ermarsundið. Í loftinu má svo sjá vír sem notaður er til að festa sleppibúnað fallhlífa við. Líkt og með Placid Lassie tók vél þessi þátt í fleiri stórsóknum bandamanna á vígvöllum Evrópu. Flugstjórnarklefinn Andy Maag flugmaður fer yfir stjórnbúnað vélarinnar. Leiddi eitt sinn yfir 800 flugvélar á leið til átaka Hafrannsóknastofnun hefur að und- anförnu fengið nokkrar ábendingar um loðnu fyrir Norður- og Norðaust- urlandi. Sérfræðingur á Hafrann- sóknastofnun segir að breytingar hafi orðið á síðustu 15-20 árum í þá veru að meiri loðna sé fyrir norðan og austan. Sú loðna sem komi þetta seint hrygni mun seinna en megin- göngurnar. Andri Viðar Víglundsson, sjómað- ur á Ólafsfirði og formaður Kletts sem er félag smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, segist heyra af loðnugöngum í Eyjafirði á hverju ári. Sjálfur hafi hann ekki orðið var við loðnu frá því í mars. Hins vegar hafi kunningi hans fundið ómelta loðnu í þorski fyrir skömmu. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafró, segir að slíkar ábendingar berist á hverju ári, fyrir öllu Norður- og Norðaustur- landi, á vorin og fram á sumar. Loðn- an hafi verið að hrygna fram í júní fyrir austan. „Við vitum ekki ná- kvæmlega hvað er að gerast,“ segir hann og bætir því við að ekki sé hægt að meta hversu mikið magn er á ferðinni þar sem engar mælingar séu gerðar utan vertíðar. Þorsteinn bendir á að hiti og ástand umhverfisins í hafinu sé svip- að og var á árunum 1920 til 1960. Vís- ar hann til skrifa Bjarna Sæmunds- sonar fiskifræðings frá árinu 1926 sem segir að loðnan hrygni við norð- vestur- og norðurströndina í júní-júlí og við austurströndina ekki fyrr en í júlí-ágúst. Meginhrygningin er við suðvesturströndina. Af þessu ræður Bjarni að loðnan hrygni allt í kring- um landið en á mismunandi tímum. helgi@mbl.is Loðna enn að hrygna við norður- og austurströndina  Sjómenn fundu ómelta loðnu við hrygningu í þorskmaga Við hrygningu Ómelt loðna fannst í þorskmaga í Eyjafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.