Morgunblaðið - 22.05.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019
Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um
uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost-
naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi.
Föstudaginn 24. maí og laugardaginn 25. maí 2019 – Báða dagana frá kl. 10-17
Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík
Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða
á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku.
Komið og upplifið hið stórkostlega MUSHOLM FRI hús
Dagverðarnes 24, 311 Skorradalshreppur
Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt að nálgast í síma 696-9899
Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum
OPIÐ HÚS Sunnudaginn 26. maí kl. 13-16
EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk
19
18
9
Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús?
WWW.EBK-HUS.IS
DÖNSK HÖNNUN
OG ARKITEKTÚR
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Hjördís Eva Þórðardóttir, sem
stýrir innanlandsstarfi UNICEF,
segir að ofbeldi sé ein stærsta ógn-
in sem börn á Íslandi standa
frammi fyrir. Tæplega eitt af
hverjum fimm börnum hefur orðið
fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur en
alls eru 80.383 börn búsett á Ís-
landi og miðað
við þann fjölda
eru það rúmlega
13 þúsund börn.
16,4% barna
verða fyrir lík-
amlegu og/eða
kynferðislegu of-
beldi fyrir 18 ára
afmælisdaginn
sinn, sum hver
daglega. Hér er
ekki meðtalin
vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt
ofbeldi eða einelti, en þá væri þessi
tala mun hærri. Kynferðisofbeldi
gegn drengjum hefur tvöfaldast á
síðustu 6 árum, 9% stúlkna í 10.
bekk hafa orðið fyrir kynferðislegu
ofbeldi af hálfu jafnaldra og 6%
drengja verða fyrir líkamlegu of-
beldi á heimili sínu. Um 70% skjól-
stæðinga Stígamóta urðu fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi í barnæsku en
leita sér fyrst hjálpar þegar þeir
verða fullorðnir, segir Hjördís.
#Me too bylting fyrir börn
Í ljósi þessa kallar UNICEF eft-
ir byltingu fyrir börn. Þjóðin taki
höndum saman og læri að bregðast
við ofbeldi um leið og þrýst er á
stjórnvöld að standa vaktina.
„Við sem samfélag erum ekki
nægjanlega meðvituð um hvað það
er sem við eigum að gera til þess
að standa með barni þannig að
barnið njóti vafans. Við vitum ekki
hvert og hvort við eigum að láta
vita. Þess vegna fer UNICEF á Ís-
landi í þessa herferð – að leita til
alls samfélagsins um að taka þátt
og mynda með okkur breiðfylkingu
fyrir börn. Einskonar #Me too
byltingu fyrir börn þar sem fólk
skráir sig og heitir því að standa
með börnum. Að binda enda á þann
feluleik sem einkennir þennan
málaflokk,“ segir Hjördís.
Hún segir að allir þeir sem skrái
sig fái skriflegar leiðbeiningar frá
UNICEF um hvað þeir geti gert
og brugðist við í ólíkum aðstæðum
þegar þá grunar að barn búi við of-
beldi.
Mikil aukning í kynferðis-
ofbeldi af hálfu barna
Á undanförnum árum hefur þeim
börnum, sem hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi af hálfu annarra
barna, fjölgað töluvert. Hjá drengj-
um hefur hlutfallið tvöfaldast frá
árinu 2012 og mælist nú 4%.
Umtalsverð aukning mælist
einnig hjá stúlkum en árið 2012
sögðust 5,1% stúlkna hafa orðið
fyrir slíku ofbeldi en nú er hlut-
fallið komið í 8%.
Hjördís segir að þetta sé graf-
alvarleg staða bæði fyrir stúlkur og
drengi og megi leiða líkur að því að
klámvæðing og skortur á samtali
um heilbrigt og eðlilegt kynlíf hafi
hér mikil áhrif. Hún bendir á að
rannsóknir sýni að drengir og
stúlkur leita oft á náðir kláms varð-
andi kynfræðslu í stað þess að fá
þessa fræðslu annað hvort hjá for-
eldrum og eða skólum. Viðmið
þeirra séu því oft brengluð af rang-
hugmyndum á þessu sviði.
Að sögn Hjördísar skortir mjög
á að gerðar séu rannsóknir á of-
beldi gagnvart börnum á Íslandi.
Þar á meðal kynferðislegu ofbeldi.
Samkvæmt tölfræði, sem Rann-
sókn og greining vann fyrir UNI-
CEF, hafa 4% stúlkna og drengja
orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af
hálfu fullorðins einstaklings. Hlut-
fall stúlkna hefur ekki breyst frá
árinu 2012 en hlutfall drengja hef-
ur rúmlega tvöfaldast. Það er því
jafn algengt að drengir í 9. og 10.
bekk verði fyrir kynferðislegu of-
beldi af hálfu fullorðinna og stúlk-
ur.
Spurð út í þetta hlutfall segir
Hjördís erfitt að svara því hvað
valdi þessari miklu aukningu meðal
drengja.
Orðið auðveldara að greina frá
„Við getum velt fyrir okkur
hvort smánin í kringum ofbeldið
hafi verið svo mikil hér áður að það
skýri hversu fáir drengir greindu
frá ofbeldi hér áður. Þetta er von-
andi að breytast með minni feluleik
varðandi kynferðislega misnotkun
drengja og sennilega orðið auðveld-
ara fyrir þá að greina frá ofbeldinu
í spurningakönnun sem þessari.
Það er mikilvægt að rannsaka
þetta frekar og vonandi verður það
gert. Það sem er verra er að þessir
drengir eru ekki að skila sér inn í
barnaverndarkerfið. Þeir verða fyr-
ir kynferðislegu ofbeldi af hálfu
fullorðinna í sama mæli og stúlkur
en fá ekki hjálpina sem þeir þurfa
svo sannarlega á að halda,“ segir
Hjördís.
Hugrekki til að
standa með börnum
„Höfum við hugrekki til að
standa með börnum sem þurfa á
aðstoð að halda?“ spyr Hjördís.
Hún segir að það minnsta sem
við sem samfélag getum gert fyrir
börn á Íslandi sé að skrá okkur og
vera með í þessari breiðfylkingu
sem ætlar að taka þátt í átakinu
með UNICEF, að lyfta hulunni af
þessu samfélagsmeini og stöðva
feluleik sem bitnar alltaf á þeim
sem minnst mega sín – börnum.
Kallað eftir byltingu fyrir börn
UNICEF á Íslandi hefur sett af stað átak sem beinist að ofbeldi gagnvart börnum Eitt af hverjum
5 börnum verður fyrir ofbeldi Allir eru hvattir til þess að skrifa undir og stöðva feluleikinn
Ofbeldi gegn börnum á Íslandi
Tölur frá 2018 og 2019
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
Aldur er ofbeldi
var fyrst framið:
0-4 ára
5-10 ára
11-17 ára
13-15 ára 16-18 ára
17 ára og yngri 18 ára og eldri
2006 2009 2012 2018
9,1%
29,6%
16,4%
15,4%
Hlutfall barna sem hafa orðið fyrir
kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi*
Hlutfall 13-15 ára barna sem hafa orðið fyrir
kynferðisofbeldi 2006-2018
Hlutfall einstaklinga
sem hafa reynt sjálfsvíg
Eftir aldri brotaþola þegar ofbeldi var framið
Einstaklingar sem leituðu til Stíga-
móta 2016-2018 sem voru beittir
kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur
*Hér er ekki
meðtalin
vanræksla,
andlegt ofbeldi,
rafrænt ofbeldi
eða einelti
H
ei
m
ild
ir:
U
N
IC
EF
á
Ís
la
nd
i,
Ra
nn
só
kn
o
g
gr
ei
ni
ng
o
g
St
íg
am
ót
5%
54%
41%
Alls
770
einstaklingar
Stúlkur Drengir
Hjördís Eva
Þórðardóttir
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, segir ánægjulegt að samning-
ar samflots iðnaðarmannafélaganna
hafi verið samþykktir af þeim fimm
félögum sem niðurstaða liggur fyrir
hjá, en úrslit atkvæðagreiðslnanna
voru kynnt í gær. Úrslitin hjá félög-
unum Grafíu, Matvís, VM og Félagi
hársnyrtisveina voru afgerandi, en
mjótt var aftur á mununum hjá Raf-
iðnaðarsambandinu.
Kristján segir að þátttakan hjá
sambandinu hafi verið góð, en að
niðurstaðan hefði mátt vera meira
afgerandi. 1.713 eða 47,97% af þeim
sem voru á kjörskrá sögðu álit sitt á
samningunum. Þar af sögðu 840 já
eða 49% og 816 eða 47,6% sögðu nei.
Aðspurður hvers vegna fé-
lagsmenn Rafiðnaðarsambandsins
virðist ekki jafneinhuga um samn-
ingana og meðlimir hinna félaganna
segir Kristján Þórður það ekki
liggja í augum uppi, þar sem allir
samningarnir eru samhljóða. „Og
við þurfum þá að rýna í það hvað
liggur þarna að baki.“
Niðurstaðan sé þó sú að samning-
arnir hafi verið samþykktir. „Nú er
það bara okkar
að vinna með
þetta og hámarka
þau verðmæti
sem eru í samn-
ingunum fyrir
okkar fé-
lagsmenn,“ segir
Kristján Þórður
og bætir við að
gríðarleg sóknar-
færi séu í samn-
ingunum um hærra kaup og styttri
vinnutíma, sem hafi verið megin-
markmiðið í kjaraviðræðum iðnað-
armanna.
Samningurinn gildir til nóvember
ársins 2022, en forsenduákvæði eru í
samningunum, sem heimila uppsögn
í september á næsta ári og aftur árið
2021. Segir Kristján Þórður að horft
verði sérstaklega til vaxtaákvörðun-
ar Seðlabankans, sem von er á í dag.
„Við berum miklar vonir til að stýri-
vextir bankans muni lækka, og það
gæti skipt verulegu máli fyrir okkar
félagsmenn,“ segir Kristján Þórður
og minnir á að lækkun stýrivaxta sé
á meðal þeirra forsendna sem horft
sé til. sgs@mbl.is
Kjarasamning-
arnir samþykktir
Mjótt á munum hjá rafiðnaðarmönnum
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Þegar hóparnir tveir (ein-
staklingar sem urðu fyrir kyn-
ferðisofbeldi í fyrsta sinn fyrir 18
ára aldur og eftir) eru bornir
saman með tilliti til sjálfsvígstil-
rauna kemur mikill munur fram á
milli hópanna.
Einstaklingur sem verður fyrst
fyrir kynferðislegu ofbeldi sem
barn er mun líklegri til að hafa
reynt að svipta sig lífi en fullorð-
inn einstaklingur, segir Hjördís
Líklegri til að svipta sig lífi
FÓRNARLÖMB KYNFERÐISOFBELDIS Á BARNSALDRI
Eva Þórðardóttir, teymisstjóri
innanlandsstarfs UNICEF á Ís-
landi.
Tæplega tvöfalt fleiri ein-
staklingar sem urðu fyrir kyn-
ferðisofbeldi í æsku reyndust
hafa reynt að enda sitt eigið líf
og reyndist munurinn milli hóp-
anna tveggja marktækur. Jafn-
framt eru þeir miklu líklegri til
þess að ánetjast áfengi og fíkni-
efnum.