Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Fyrir fáum árum breyttist hiðdaglega heiti Alþingis úr „lög- gjafarstofnun“ yfir í „fjölskyldu- vænan vinnustað“. Þess vegna var næturfundum hætt. Sjálfstæðismenn viðurkenndu að „afturköllun“ ESB umsóknar væri í skötulíki en sögðu ómögulegt að breyta stórmálinu í rétt horf því það myndi kosta „mál- þóf“. Og af því að næturfundir væru nú bannaðir á hinum fjölskylduvæna vinnustað mætti tefja mál endalaust.    Orkupakkinn, sem „snýst ekki umneitt“ að sögn sömu manna, fær einn að gera þingið að vondum vinnustað. Það er rétt hjá Styrmi Gunnarssyni að „forvitnilegt er að fylgjast með þingmönnum stjórn- arflokkanna þessa dagana á meðan þeir bíða eftir því að rétta upp hend- ina með orkupakka 3, margir hverj- ir gegn eigin samvizku.    Þingmenn Framsóknarflokksinsþegja flestir enda gera þeir sér áreiðanlega ljóst að þeir kunna að vera að rétta upp hendina með því að þurrka flokk sinn út. Þingmenn VG virðast lifa í ein- hvers konar tómarúmi, sem bendir til að þeir viti ekki lengur hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru kokhraustari.    En háttsemi þeirra bendir til aðþeir átti sig ekki á því að það kemur dagur eftir þennan dag. Þeir virðast a.m.k. ekki hafa nokkurn áhuga á því að hljóta endurnýjað umboð frá flokksfélögum og kjós- endum. Það er rétt að þeir viti af því, að þótt þeir hafi atkvæðin í sínum höndum á Alþingi eru það aðrir, sem hafa þau utan þess.“ Allt fyrir ekkert STAKSTEINAR Skólahald verður lagt niður í Gríms- eyjarskóla næsta vetur. Þrír nem- endur stunduðu nám við grunnskól- ann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyj- unni og eftir verður einn nemandi á leikskólaaldri og einn á grunn- skólaaldri. Fræðsluráð Akureyrarbæjar hef- ur samþykkt að fella niður skólahald í Grímseyjarskóla tímabundið næsta vetur en gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði endurskoðuð að ári. Nemandinn sem eftir verður hef- ur nám í 9. bekk og fellur hann undir reglur um skólagöngu nemenda í 9. og 10. bekk í Grímsey en nemendur í þeim bekkjum sækja skóla að eigin vali á Akureyrarsvæðinu. Karen Nótt Halldórsdóttir, skóla- stjóri Grímseyjarskóla, sagði í sam- tali við mbl.is að um væri að ræða mikla sorgarfréttir en við þessu hefði verið búist. Hún er hins vegar bjartsýn á framhaldið. „Ég vonast til að skólastarfið hefjist aftur sem fyrst. Aðstaðan er til staðar, öll námsgögn og kennslugögn. Það er ekki verið að leggja niður skólann.“ Óvenjuleg staða er á sama tíma komin upp í leikskólanum í Grímsey þar sem aðeins eitt barn á leik- skólaaldri verður búsett í eyjunni næsta vetur. „Ég býst ekki við því að það verði rekinn leikskóli fyrir eitt barn,“ segir Karen. „Sorgarfréttir“ af skólahaldi í Grímsey  Skólahald lagt niður næsta vetur  Aðeins er einn nemandi á grunnskólaaldri Morgunblaðið/Golli Grímsey Skólahald lagt niður. Verktaki sem Akureyrarbær hefur samið við um endurbætur á nokkr- um götum í Hrísey er að vinna efni í námu við Austurveg. Alls verða um 1,4 kílómetrar af götum teknir fyrir og er lengsti kaflinn á Austurvegi sem liggur austur úr þorpinu. Akureyrarbær, Norðurorka og Rarik stóðu saman að útboði á end- urbótum gatnanna og lögnum sem þeim tengjast. Einnig tilheyra verk- inu jarðvegsskipti fyrir dælustöð Norðurorku, fjölgun ljósastaura og hellulögn. Finnur ehf. átti lægsta til- boðið, tæpar 72 milljónir, sem er fimm milljónum undir kostnaðar- áætlun. Skútaberg tók að sér efnis- vinnsluna. Verktakinn hefur flutt tæki út í Hrísey til að vinna efni í námunni. Gatnagerð á að vera lokið að fullu fyrir lok október. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Náma Vinnuvélar Skútabergs grafa upp upp grjót og efni í námu við Aust- urveg og mala til að undirbúa lagfæringar á nokkrum götum í Hrísey. Verktaki undirbýr gatnagerð í Hrísey  Austurvegur verður endurbyggður ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.