Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 15

Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Rigningardagur Það hafa skipst á skin og skúrir í höfuðborginni að undanförnu og viðbúið að svo verði áfram. Þessar voru við öllu búnar á ferð sinni um Blönduhlíð og litríkar regnhlífarnar lífguðu upp á umhverfið. Hari Hinn 19. desember 2017 voru kveðnir upp tveir dómar í Hæsta- rétti sem voru með miklum ólík- indum. Þar voru tveimur umsækj- endum um dómarastöður við Landsrétt dæmdar miskabætur fyrir að hafa ekki verið skipaðir í stöðurnar. Þeir voru meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem ráð- herra felldi brott af forgangslista dómnefndar þegar gerð var tillaga til Alþingis um hverja skipa skyldi. Ég skrifaði stutta grein um þessa dóma sem birtist í Morg- unblaðinu 10. febrúar 2018 og Eyjunni sama dag. Erindi grein- arinnar var að benda á að þessir dómar stæðust ekki lögfræðilega aðferðafræði, sem dómstólum er skylt að beita við úrlausnir sínar. Þeir væru hins vegar greinilega liður í valdabaráttu dómenda við handhafa framkvæmdavalds um hver skyldi ráða vali milli um- sækjenda þegar skipað væri í dómarastöður. Dómaraelítan vildi ráða þessu og sýndi þarna að hún var tilbúin til að misbeita dóms- valdi sínu í þágu baráttunnar um völdin. Grímulaus valdbeiting Í grein minni sagði meðal annars: „Dómarnir í desem- ber standast ekki lög- fræðilegar lágmarks- kröfur. Þeir fela í sér grímulausa valdbeit- ingu gegn dóms- málaráðherra og þeim er einungis ætlað að refsa honum fyrir að lúta ekki fyrirmælum. Með þessum gjörðum sínum sýna dómarar að þeir hika ekki við að misbeita dómsvaldi sínu í þágu baráttu við ráðherra um valdið til að velja nýja dómara að dómstólum landsins. Það er mikið áfall fyrir alla sem unna hugmyndinni um hlutlausa dóm- stóla að þurfa að verða vitni að þessu.“ Rökleiðslur greindar Þessa dagana er verið að dreifa nýjasta hefti af Tímaritinu Skírni. Þar er að finna greinina „Ólíku saman að jafna – Tilraun til rök- legrar greiningar á lögfræði- drama“ eftir Gunnar Harðarson prófessor við sagn- fræði- og heim- spekideild Háskóla Íslands. Í grein sinni tekur höfundur sér fyrir hendur að greina rökleiðslur þessara hæstarétt- ardóma, texta þeirra og rökfræðina sem þeir byggjast á. Er skemmst frá því að segja að greining prófessorsins af- hjúpar dómana. Eftir að menn hafa kynnt sér hana hljóta þeir að skilja að ekki stendur steinn yfir steini í rökfærslu þessara dóma. Það er mjög alvarlegt mál að æðsti dómstóll landsins skuli hafa tekið upp baráttu við aðra hand- hafa ríkisvalds um meðferð valds á sviðum sem hreint ekki heyra undir dómstóla. Í stjórnarskránni er mælt svo fyrir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeir njóta ótímabundinnar skipunar í embætti og þeim verður ekki úr embættum komið nema með dómi. Ástæðan fyrir þessari skipan er vitaskuld sú að dómstólar eru stofnanir sem taka ekki stjórn- valdsákvarðanir. Það gera ráð- herrar samkvæmt 14. gr. stjórn- arskrár. Dómarar eiga bara að dæma eftir lögum og þá auðvitað bestu vitund sinni um skýringu á lögum. Ef þeim væri falið vald til „huglægra“ ákvarðana myndu auðvitað fylgja reglur um ábyrgð þeirra á slíkum ákvörðunum og þá reglur um endurnýjað umboð sem þeir yrðu að leita reglulega eftir. Vanhæfir í erindrekstri Í þessum tveimur málum sátu ekki aðrir af föstum dómurum Hæstaréttar en forseti réttarins. Enginn þarf hins vegar að efast um að hinir fjórir sem kallaðir voru til setu í dómunum gengu bara til þeirra verka sem til var ætlast af þeim, enda allir innvígðir í valdaelítuna miklu. Í grein í Við- skiptablaðinu 26. mars sl. var í þokkabót sýnt fram á að þessir lögfræðingar hefðu átt, vegna beinna tengsla sinna við sak- arefnið, að teljast vanhæfir til setu í þessum málum samkvæmt almennum reglum um það efni. Dómstóllinn sýnir sig í að vera tilbúinn til að misbeita valdi sínu í þágu hagsmunatengdrar valdabar- áttu í stað þess að dæma eftir lög- um. Hvarvetna í hinum vestræna heimi yrði það talið til stórtíðinda ef dómstólar yrðu uppvísir að mis- notkun dómsvalds á borð við þá sem hér greinir. En ekki á Ís- landi. Hér þegja fjölmiðlar þunnu hljóði. Það er eins og öllum sé sama um misnotkun dómsvaldsins, hversu augljós sem hún verður. Líklega mun það samt ekki ná svo langt að menn haldi áfram að þegja þunnu hljóði þegar og ef þessi misnotkun valds beinist að þeim sjálfum. Hver veit? Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Er skemmst frá því að segja að greining prófessorsins afhjúpar dómana. Eftir að menn hafa kynnt sér hana hljóta þeir að skilja að ekki stendur steinn yfir steini í rökfærslu þessara dóma.Jón SteinarGunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Staðfesting á misnotkun dómsvalds Ríkisstjórnin hefur komið Íslandi í eitt fremsta sætið þegar kemur að frjálslyndi í fóstureyðingum eins og það er orðað með mót- sagnakenndum hætti. Þessi umdeildi árangur náðist með því að keyra svokallað þung- unarrofsmál að miklu leyti órannsakað í gegn- um Alþingi með óvönd- uðum og ólýðræð- islegum vinnubrögðum. Beiðnir um að flýta sér hægt svo fara mætti í djúpa samfélagslega umræðu um þýðing- armikið og viðkvæmt málefni voru að engu hafðar. Siðfræðistofnun Háskólans lagði til að málinu yrði frestað og sama gerði Þroska- hjálp. Biskup sagði ótækt að samþykkja frumvarpið óbreytt. Málið á sér lækn- isfræðilegar, sið- fræðilegar og trúarlegar hliðar. Í lýð- ræðisríki þar sem vönduð vinnubrögð eiga að vera hornsteinn lagasetn- ingar ber að ræða allar hliðar máls- ins. Öll sjónarmið eiga rétt á sér. Engin umræða fór fram um trúarlega hlið málsins í velferðarnefnd og hafði formaður nefndarinnar „engan áhuga“ á því að fá umsagnir frá trú- félögum og bætti við að „heilbrigð- ismál kvenna ættu ekki heima í hönd- um trú- og lífsskoðunarfélaga“. Hér talar sú sem valdið hefur og aðrir skulu beygja sig undir. Eðlilegt hefði verið að bjóða biskupi að koma fyrir nefndina, sem hefur m.a. gagnrýnt hugtakið þungunarrof og telur að það vísi á engan hátt til hins mannlega lífs sem sannarlega vex og dafnar í móð- urkviði. Umræðunni um málið var aug- ljóslega fyrirfram stýrt, sjálfsákvörð- unarréttur kvenna skyldi það vera. Réttur fósturs til lífs var aldrei nefnd- ur á nafn af fylgjendum málsins, sem sögðu feðrum ekki koma málið við enda væru þeir ekki annað en sæðisgjafar. Engar áhyggjur voru af heilbrigðisstarfsfólki, sem þarf að fram- kvæma verknaðinn. Í þingsal var flissað að þingmönnum sem nefndu trúarhugtakið. Sjálfstæðisflokkur niðurlægður Auk Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu átta þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, þar með talið formaður flokksins, atkvæði gegn frumvarpinu. Atkvæða- greiðsla sjálfstæð- ismanna vakti athygli. Það sem veldur hins vegar mestum von- brigðum er að flokk- urinn skyldi ekki hafa stöðvað málið í rík- isstjórn, sem hann hefði haft í hendi sér að gera. Sjálfstæðisflokkurinn á sér athyglisverða sögu í baráttunni gegn fóstur- eyðingum, saga sem nú hefur fengið dap- urlegan endi. Í raun má segja að flokkurinn hafi verið niðurlægður í málinu af samstarfsflokknum Vinstri grænum og síðan stjórnarand- stöðuflokknum Pírötum. Beiðni þing- manns Sjálfstæðisflokksins um að málið yrði sent aftur í nefndina, til þess að ná sáttum um viknafjöldann, var hundsuð. Að endingu sagði for- sætisráðherra, sem kveðst vilja heim- ila fóstureyðingar fram að fæðingu, að málið væri frá Sjálfstæð- isflokknum runnið. Undir þessu máttu sjálfstæðismenn sitja gneypir og hljóta sumir hverjir að hafa spurt sig í hvaða félagsskap þeir hafa ratað í þessu máli. Mál þetta snertir djúpar tilfinningar fólks. Það á sér margar hliðar, er umdeilt og viðkvæmt. Vinnubrögðin eru Alþingi til minnkunar og málið ríkisstjórninni ekki til blessunar. Eftir Birgi Þórarinsson »Umræðunni um málið var augljóslega fyrirfram stýrt, sjálfsákvörð- unarréttur kvenna skyldi það vera. Rétt- ur fósturs til lífs var aldrei nefndur á nafn. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins. birgirth@althingi.is Þungunarrofsfrum- varp – vinnubrögð Alþingi til minnkunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.