Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 19

Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” ✝ Bragi Hlíðbergfæddist við Bragagötu í Reykja- vík 26. nóvember 1923. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 14. maí 2019. Bragi var sonur hjónanna Kristínar Stefánsdóttur Hlíð- berg, húsmóður frá Selalæk í Rangár- vallasýslu, f. 24. febrúar 1894, d. 27. september 1966, og Jóns Jónssonar Hlíðbergs húsgagna- smíðameistara, f. í Holti í Njarð- vík á Borgarfirði eystra 6. febr- úar 1894, d. 21. ágúst 1984. Foreldrar Kristínar voru Stefán Brynjólfsson, f. 28. september 1852, d. 31. ágúst 1920, bóndi í Háakoti í Fljótshlíð, Selalæk og síðast í Flögu í Flóa, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir, f. 30. september 1856, d. 26. júlí 1946. Foreldrar Jóns voru Jón Vilhjálmur Hallgeirsson, f. 2. júní 1860, d. 20. ágúst 1908, Jón bjó í Bakkafirði. Hann drukkn- aði í Bakkafirði ásamt syni sín- um Hallgeiri árið 1908. Kona Jóns Vilhjálms, og móðir Jóns Hlíðbergs, var Sigþrúður húsi, eftir það varð ekki aftur snúið og Bragi varð einn ástsæl- asti tónlistarmaður þjóðarinnar um langt árabil, bæði með eigin hljómsveit og öðrum. Bragi hóf störf hjá Sjóvá- tryggingarfélagi Íslands sem unglingur og starfaði þar alla sína starfsævi samhliða tónlist- inni, síðast sem deildarstjóri endurtrygginga. Bragi giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ingrid Jónsdóttur Hlíðberg, 24. nóvember 1956. Þau bjuggu fyrstu árin í Boga- hlíð 12 í Reykjavík áður en þau fluttu í hús sem þau byggðu á Smáraflöt 36, þá Garðahreppi. Frá 2008 hafa þau hjón búið í Hofakri 5 í Garðabæ. Börn Ingridar og Braga eru: 1) Ellert Þór Hlíðberg, f. 28. ágúst 1954, maki Anna María Gestsdóttir, f. 20. febrúar 1958. 2) Jón Baldur Hlíðberg, f. 29. maí 1957, maki Ásta Vilborg Njálsdóttir, f. 1. júlí 1965. 3) Kristín Hlíðberg, f. 24. febrúar 1959, maki Ástvaldur Anton Erl- ingsson, f. 23. desember 1957. 4) Hrafnhildur Hlíðberg, f. 22. maí 1960, maki Magnús Jónas Krist- jánsson, f. 24. maí 1955. Barnabörn Ingridar og Braga eru 11 og barnabarnabörn sjö. Útför Braga fer fram frá Ví- dalínskirkju í dag, 22. maí 2019, klukkan 13. Bjarnadóttir, f. 1868, d. 24. apríl 1902. Hún var dótt- ir Bjarna Árna- sonar, f. 1834, frá Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá. Bragi var einn fimm systkina, hin voru: Stefán Brynj- ólfur fulltrúi hjá Sjóvá, f. 28. nóv- ember 1920, d. 1992. Maki Gerd Josefa Jóns- dóttir, f. 28. apríl 1917, d. 20. júní 1982. Valur vélfræðingur, f. 25. febrúar 1929, d. 28. septem- ber 1964. Maki Jóna Sigríður Tómasdóttir, f. 23. október 1930. Haukur flugstjóri, f. 25. febrúar 1929, d. 19. september 1990. Maki Unnur Magnúsdóttir, f. 28. mars 1930. d. 25. október 2012. Dóra Sigþrúður, f. 25. júlí 1936, d. 17. janúar 2004, maki Rafn Sigurðsson, f. 27. febrúar 1927. Bragi ólst upp í föðurhúsum, lengst af á Leifsgötu 12 í Reykja- vík. Hann lærði á harmoniku sem barn og náði fljótt ein- stökum tökum á hljóðfærinu og spilaði fyrst opinberlega 12 ára að aldri. 14 ára hélt hann tón- leika í Gamla bíói fyrir fullu Kær frændi okkar og föð- urbróðir Bragi Hlíðberg er lát- inn. Við fráfall hans reikar hug- urinn aftur og upp koma marg- ar ljúfar og góðar minningar um einstakan mann. Bragi var næstelstur Leifs- götusystkinanna og er sá síð- asti úr systkinahópnum sem kveður. Það var alltaf gaman þegar systkinin komu saman, tístandi hlátur þeirra, glettni og gleði og alltaf stutt í grínið. Bragi var stór þáttur í veisluhöldum fjölskyldunnar, bóngóður þegar hann var beð- inn um að taka nikkuna með og spilaði eins og meistara er lagið undir söng og dans, hvort sem það voru afmælisveislur eða fermingar og við gleymum aldrei þegar þeir frændur Bragi þá 84 ára og ferming- ardrengurinn Haukur „yngsti“ 14 ára spiluðu saman í ferm- ingu þess síðarnefnda, ekki nema 70 ára aldursmunur á milli þeirra. Þau Bragi og Ingrid voru sannkallaðir farfuglar, fóru af stað á vorin og ferðuðust með hjólhýsið sitt og komu svo til byggða þegar fór að hausta. Það var gaman að hitta þau á tjaldsvæðum víðs vegar um landið, alltaf svo huggulegt í kringum hýsið þeirra og ógleymanlegt hvað þau tóku okkur alltaf fagnandi. Við minnumst heimsóknar þeirra hjóna til okkar í bústað- inn. Hann úti á palli að spjalla við strákana á meðan þeir voru við smíðar og tók þátt í öllum vangaveltum sem upp komu því að Bragi var áhugasamur um allt það sem sneri að smíðum og framkvæmdum og var lag- hentur á tré og járn. Það var auðfundið hvað hann naut þess að koma að Flögu og rifja upp gömlu dagana því það var greinilegt að hann bar sterkar taugar til sveitarinnar og frændgarðsins þar. Með þessum fáu orðum kveðjum við góðan frænda með þökk fyrir allt og allt. Minn- ingin mun lifa. Systkinin af Álfhólsveginum. Alma Hlíðberg. Látinn er Bragi Hlíðberg, heiðursfélagi Sambands ís- lenskra harmonikuunnenda, SÍHU, á nítugasta og sjötta aldursári. Bragi hefur aukið veg harm- onikunnar hér á landi meira en flestir aðrir og hann var um áratugaskeið einn allra besti harmonikuleikari landsins. Tónlistarferill hans er líka ótrúlega langur og glæstur að sama skapi, en nú eru rúm áttatíu ár síðan hann hélt fyrstu einleikstónleika sína í Gamla bíói 1939, þá aðeins fimmtán ára að aldri. Bragi byrjaði 10 ára gamall að spila, fyrst á hnappaharmon- iku en svo valdi hann sér píanó- harmoniku og hélt sig við þær síðan. Ferill Braga er stórglæsileg- ur og hann var öll þessi áttatíu ár mjög starfsamur sem harm- onikuleikari auk þess sem hann tók virkan þátt í félagsstarfi hljóðfæraleikara. Bragi sigraði í fyrstu harm- onikukeppni sem haldin var hér á landi 1939. Hann var kosinn vinsælasti hljóðfæraleikari landsins 1949 og fékk heiðurs- viðurkenningu Norðmanna í Bergen 1987. Hann var einn af stofnendum Félags harmoniku- unnenda í Reykjavík og heið- ursfélagi þess. Bragi var kosinn harmonikuleikari tuttugustu aldarinnar af áskrifendum blaðsins Harmonikan og fékk heiðursviðurkenningu frá SÍHU 2001 fyrir fórnfúst starf í þágu harmonikutónlistar á Ís- landi. Hann var heiðursfélagi SÍHU frá árinu 2011. Bragi var alltaf áhugasamur um félagsstarf íslenskra harm- onikuleikara og sótti harmonik- umót á sumrin, ásamt Ingrid konu sinni, fram á síðustu ár. Þau ferðuðust um á hjólhýsinu sínu, síðast á Landsmóti SÍHU á Ísafirði fyrir tveimur árum. Hann spilaði um áratuga- skeið með hljómsveit FHUR allt fram yfir nírætt. Auk þess að vera snillingur á harmonik- una samdi hann fjölda laga og gaf út hljómplötur og diska. Lagasmíðar hans voru, eins og tónlist hans, fágaðar og vand- aðar. Hann var jafnvígur á danstónlist og klassísk verk. Við í stjórn Sambands ís- lenskra harmonikuunnenda söknum vinar í stað og minn- umst þessa hógværa og prúða snillings með djúpri virðingu. Jafnframt sendum við Ingrid konu hans og fjölskyldu þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar SÍHU, Filippía Sigurjónsdóttir, formaður. Lítillátur, ljúfur og kátur leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur heimskir menn sig státa. Það er líkt og mannkosta- maðurinn Bragi hafi tamið sér að fara eftir heilræðum Hall- gríms Péturssonar. Við sem þekktum Braga vel fundum að þar fór einstaklega hógvær maður. Vandvirkni var hans höfuðdyggð og handlagni hans vakti aðdáun margra. Hann taldi aldrei eftir sér að leika á harmonikuna í útilegum og víð- ar. Margir muna eftir honum og Flemming Viðari Valmunds- syni, núna einum efnilegasta harmonikuleikara Íslands, í Ár- nesi, þegar Flemming var níu ára og Braga langaði til að þeir spiluði saman. Flemming sagði þá við meistarann: „Hvað kanntu?“ Ég held við gleymum aldrei brosinu hans Braga þá. En um leið og Bragi er nefndur þá er Ingrid líka á staðnum með gít- arinn eða að mála. Ingrid taldi ekki eftir sér að keyra eins og herforingi með hjólhýsið þeirra. Og af mörgum sumarútileg- um er ein sérstaklega minnis- stæð, á Breiðamýri 2001. Þar voru Bragi, Ingrid, Grettir Björnsson og Erna kona Grett- is og fleiri góðir félagar. Við bjuggum til torg á miðju svæð- inu og Hilmar Hjartarson nefndi þetta Stjörnutorgið. Þetta var alveg einstök upp- lifun. Ingrid skrautmálaði, Bragi og Grettir spiluðu og Erna hlustaði með okkur hin- um. Í Harmonikublaðinu eru margar greinar um Braga en hann ritaði mjög góða og þarfa grein í 3. tbl. 1998-1999, m.a. um „sjöundarsýki“ þ.e. til- hneigingu manna að spila sjö- und í harmonikubassanum þeg- ar spila ætti dúrhljóm. Þetta er ekki ósvipað því og er haft á orði um íslenskuna að rita frek- ar einfalt i ef fólk er í vafa, heldur en ypsílon. Árið 2000 var Bragi valinn harmonikuleikari aldarinnar 1900-2000. Bragi samdi mikið af góðum lögum sem komið hafa út í hefti, á plötum og síð- ar á geisladiskum auk þessa hefur hann leikið mörg vel val- in lög. Bragi var gerður að heiðursfélaga Félags harmon- ikuunnenda í Reykjavík (FHUR) þegar hann varð sjö- tugur. Hann var alltaf tilbúinn að styrkja hljómsveit FHUR. Hljómsveitin hefur haft unun af að leika lögin hans, m.a. í níutíu ára afmælisveislu Braga. Ég undirrituð varð þess heiðurs aðnjótandi að Bragi lék á harmoniku í 50 ára afmæli mínu ásamt Gretti og fleirum. Ég hitti Braga síðastliðið vor og sagði honum að ég væri að æfa tvö lög eftir hann, þ.e. lög- in Dansað á þorranum og Í Húsafellsskógi og ég ætlaði að spila þau fyrir hann þegar ég væri orðin nógu vel æfð. Ég hafði orð á hvað mér fyndist þau vel samin og góðar fingra- æfingar og þá sagði Bragi: „Þú hefur greinilega skilið að þetta var einmitt tilgangurinn með lagasmíðunum mínum.“ Ég vona að hann heyri í mér í Sumarlandinu þar sem þeir Grettir og fleiri stilla saman nikkurnar sínar. Margt höfum við upplifað saman og allar minningarnar munu geymast og verða rifj- aðar upp. Við kveðjum þennan ljúfling með söknuði og þakk- læti. Við félagarnir í FHUR send- um okkar dýpstu samúðar- kveðjur til Ingridar og allrar fjölskyldunnar. Minningin um meistarann Braga Hlíðberg mun lifa. Elísabet Halldóra Einars- dóttir, formaður FHUR. Bragi Hlíðberg Elsku fallega litla frænka mín hefur kvatt þennan heim, aðeins 25 ára. Ég á erfitt með að átta mig á því eða lýsa þeim tilfinningum sem bær- ast í brjósti mér. Andlát hennar var sviplegt og mikið áfall en ljúfar minningar lifa sem hægt er að hlýja sér við. Þegar Hekla Lind fæddist hafði ég verið eina barnið í fjöl- skyldunni í 13 ár. Það sem ég var spennt og glöð að eignast litla frænku. Ég man þegar ég fékk að sjá hana fyrst og halda á henni, svo fallegri og fínni, eins og hún var alla sína stuttu ævi. Ég vildi alltaf fá að halda á henni og knúsa og til eru ófáar myndir af okkur saman frá þessum fyrstu árum hennar. Fljótlega bættust svo í hópinn fleiri fræn- kukrútt. Ég rifja með ánægju upp stundirnar okkar í Búðardal, hjá ömmu og afa og í sumarbústaðn- um okkar, þar sem litlu krakk- arnir voru alltaf eitthvað að bralla. Eina verslunarmanna- helgi voru tónleikar á pallinum í bústaðnum sem gáfu söngva- Hekla Lind Jónsdóttir ✝ Hekla Lindfæddist 8. mars 1994. Hún lést 9. apríl 2019. Útför hennar fór fram 30. apríl 2019. keppninni ekkert eftir. (Ég lít svo á að ég eigi svolítið í þeim öllum.) Ég passaði Heklu þegar hún var barn og fannst ég heppin, við fór- um meðal annars saman í bíó og leik- hús. Svo reiknaði ég með henni stærð- fræðidæmi þegar hún varð unglingur. Þá leitaði hún til mín. Hekla var alltaf svo hlý, metn- aðarfull og dugleg. Hún kláraði stúdentspróf með góðum árangri og verðlaunum og stefndi á að verða læknir. Eftir stúdentspróf hittumst við ekki eins oft og áður en ég fylgdist með henni í gegn- um pabba hennar, móðurbróður minn, og samfélagsmiðla. Mér féll þungt að vita af henni í glímu við fíkniefnavanda en var eins og aðrir vongóð um að hún hefði betur. Nýlega benti allt til þess. Mikið þótti mér vænt um að hún kom og heimsótti okkur mæðgur þegar Sigurrós Inda var nýfædd í sumarlok í fyrra. Þá var Hekla í bata og ákveðin að halda því áfram. Við hittumst svo aftur um jól- in hjá ömmu og þegar Sigurrós Inda var skírð. Þá fékk ég hlýtt faðmlag sem yljar enn. Við vorum sammála um að þegar við hrösum sé ekkert annað í boði en að rísa upp aftur og halda áfram, þótt það kunni að vera erfitt. Hekla fékk ekki tækifæri til þess. Örlögin gripu í taumana. Hekla Lind hefur verið í bæn- um mínum frá því að hún fædd- ist og verður það áfram. Ég veit að afi okkar hefur tekið vel á móti þér og að þið vakið saman yfir okkur fjölskyldunni. Ég bið góðan Guð að vera með ástvinum Heklu og styrkja, þá sérstaklega foreldrum hennar og bróður, Gunnari Aroni. Síðast þegar við kvöddumst kvaddi ég hana meðal annars með þessum orðum: „Það er aðeins ein Hekla Lind.“ Orð að sönnu. Minning hennar lifir. Gunnur Rós. Hjartans elsku Hekla Lind mín. Þú varst yndislegt barn, góð og falleg stúlka. Ég minnist þín með sárum söknuði. Vertu Guði falin um eilífð alla. Þín amma Sigurrós Kristín. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði 3. júní í MK Kópavogi. 4 júní í MA á Akureyri og 9. ágúst í MK Kópavogi. Upplýsingar í síma 8201071 og kaldasel@islandia.is Smáauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Guðlaugur Gunnarsson talar. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.