Morgunblaðið - 22.05.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019
Eirvík flytur heimilistæki inn
eftir þínum séróskum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Hægri hornamaðurinn Finnur Ingi
Stefánsson snýr aftur á Hlíðarenda á
næsta tímabili í handknattleiknum.
Hann kemur nú til liðsins frá Aftureld-
ingu en Valur tilkynnti í gær að hann
hefði gert tveggja ára samning. Þá
gerði Vignir Stefánsson nýjan samn-
ing við Val sem gildir til 2021.
Handknattleikskonan Kristín Guð-
mundsdóttir er gengin í raðir HK þar
sem hún verður spilandi aðstoð-
arþjálfari í úrvalsdeildinni. Kristín
kemur til HK frá Stjörnunni en HK fékk
einnig til sín Hafdísi Iura frá
Fram á dögunum.
Martin Her-
mannsson átti frá-
bæran leik fyrir Alba
Berlín þegar liðið
vann annan sigur á
Ulm, 98:83, í 8-liða
úrslitum þýsku 1.
deildarinnar í körfu-
knattleik í gær. Martin
var stigahæstur á vell-
inum með 23 stig en
hann hitti úr 3 af 6
þriggja stiga skotum
sínum og var með
75% nýtingu innan
þriggja stiga lín-
unnar. Hann átti auk
þess sjö stoðsend-
ingar og tók þrjú frá-
köst. Alba Berlín er
nú 2:0 yfir í rimm-
unni og þarf bara
einn sigur í viðbót til
að komast áfram í
undanúrslitin.
Eitt
ogannað
1:0 Barbára Sól Gísladóttir 3.
1:1 Sophie Groff 29.
1:2 Sveindís Jane Jónsdóttir 34.
2:2 Grace Rapp 69.
3:2 Hólmfríður Magnúsdóttir 90. .
I Gul spjöldCassie Boren (Selfossi), Mai-
read Fulton, Natasha Anasi, Dröfn
Einarsdóttir og Ísabel Jasmín Al-
marsdóttir (Keflavík).
I Rauð spjöldEnginn.
SELFOSS – KEFLAVÍK 3:2
M
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Áslaug Sigurbjörnsd. (Selfossi)
Cassie Boren (Selfossi)
Hólmfríður Magnúsd. (Selfossi)
Kelsey Wys (Selfossi)
Natasha Anasi (Keflavík)
Sophie Groff (Keflavík)
Sveindís J. Jónsdóttir (Keflavík)
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Ísabel Almarsdóttir (Keflavík)
Dómari: Guðni Þór Þórsson, 5.
Áhorfendur: 222.
0:1 Elín Metta Jensen 45.
0:2 Elísa Viðarsdóttir 55.
0:3 Guðrún K. Sigurðardóttir 81.
0:4 Mist Edvardsdóttir 88.
I Gult spjaldKarólína Jack, HK/Víkingi.
I Rauð spjöldEnginn.
HK/VÍKINGUR – VALUR 0:4
M
Fatma Kara (HK/Víkingi)
Arna Eiríksdóttir (HK/Víkingi)
Dóra María Lárusdóttir (Val)
Fanndís Friðriksdóttir (Val)
Elín Metta Jensen (Val)
Dómari: Þórður Már Gylfason, 7.
Áhorfendur: 200.
Rut Jónsdóttir varð í gær danskur meist-
ari í handknattleik fyrst íslenskra kvenna
þegar lið hennar Esbjerg fagnaði sigri eft-
ir úrslitarimmu við Herning.
Esbjerg vann Herning 20:19 í öðrum
leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn
og sigraði samtals 2:0.
Esbjerg var 1:0 yfir eftir átta marka sig-
ur 28:20 á heimavelli í fyrri leiknum á
laugardaginn. Esbjerg náði í gær 20:15
forystu þegar sex mínútur voru til leiks-
loka. Leikmenn Herning neituðu að gefast
upp og náðu að minnka muninn í eitt mark
þegar enn var rúm mínúta til stefnu, en
fleiri urðu mörkin ekki. Rut átti eina stoð-
sendingu í leiknum og fiskaði eitt vítakast.
Þetta er í annað sinn á síðustu fjórum leiktíðum sem Esbjerg verður
danskur meistari en liðið fagnaði einnig sigri árið 2016. Rut og samherjar
hennar urðu í 2. sæti EHF-keppninnar nú í vor og einnig í 2. sæti dönsku
deildakeppninnar. Rut kom til Esbjerg sumarið 2017 en var þá orðin ófrísk
og spilaði því ekki með liðinu þá leiktíð. Hún glímdi svo við meiðsli í kjöl-
farið og spilaði sína fyrstu leiki fyrir liðið því ekki fyrr en á miðri þessari
leiktíð. Viðtal við Rut er að finna á: mbl.is/sport/handbolti
Rut Jóns danskur meistari
Meistari Rut Jónsdóttir varð
í gær danskur meistari.
sinn. Einum fleiri fékk ÍBV sann-
arlega tækifærin, en liðsheildin var
ekki til staðar á meðan hún reyndist
sterkasta vopn KR-inga.
Hólmfríður til bjargar
Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði
Selfyssingum dramatískan sigur á
botnliði Keflavíkur á Selfossi í gær-
kvöldi. Keflvíkingum hlýtur að líða
ömurlega eftir þennan leik en þær
réðu lögum og lofum lengst af og
leiddu 2:1 fram á 70. mínútu.
Hólmfríður kom inná sem vara-
maður á 66. mínútu og fjórum mín-
útum síðar var hún búin að leggja
upp jöfnunarmarkið, 2:2. Lokakafl-
inn var tíðindalítill og fátt sem benti
til þess að annað hvort liðið myndi
sigra. Selfoss fékk hornspyrnu á 90.
mínútu og Hólmfríður stangaði bolt-
ann í netið. Þvílík reynsla í þessu
marki.
Selfyssingar voru með krummafót
í fyrri hálfleik og áttu ekki von á því
að Keflavík myndi pressa þær hátt á
vellinum.
Sóknarleikur Keflavíkur var frá-
bær í fyrri hálfleik og unun að fylgj-
ast með Sveindísi Jane. Hún var allt
í öllu í leik Keflvíkinga, dugleg að
dreifa boltanum og klók að hlaupa
inn í svæði, með og án bolta.
Seinni hálfleikurinn var mun jafn-
ari og þegar leið á leikinn var ljóst
að Selfoss átti meira á bensín-
tanknum. Reynsla Hólmfríðar kom
þeim til bjargar á ögurstundu. Ekki
amalegt að hafa svona leikmann á
bekknum.
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skoraði Varnarmaðurinn Lilja
Dögg Valþórsdóttir skoraði
fyrir KR og verst hér Kristínu
Ernu Sigurlásdóttur í gær.