Morgunblaðið - 24.05.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 24.05.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Úrslit þingkosninganna á Indlandi – fjölmennustu kosninga í sögu lýð- ræðisins í heiminum – eru mikill sig- ur fyrir Narendra Modi forsætisráð- herra og þjóðernisflokk hindúa, BJP. Forsætisráðherrann og flokkur hans lögðu áherslu á þjóðernishyggju í kosningabaráttunni og töluðu minna um efnahagsumbætur en í kosning- unum fyrir fimm árum þegar Modi komst til valda. Stjórnmálaskýrendur segja að þótt niðurstaða kosninganna sé skýr sé óljóst hvernig forsætisráðherrann notfæri sér sterka stöðu flokksins á þinginu næstu fimm árin. Meðal ann- ars sé óvissa um hvort Modi haldi áfram að leggja áherslu á þjóðernis- hyggjuna og mál, sem hafa aflað hon- um mikilla vinsælda meðal hindúa, eða hvort hann nýti þingmeirihlutann til að koma á umbótum sem eru tald- ar nauðsynlegar til að bæta efnahag landsins til langs tíma litið en eru lík- legar til að minnka vinsældir hans. Velji hann síðarnefnda kostinn og komi á efnahagsumbótum í þessu fjölmenna landi gæti það haft mikla þýðingu fyrir efnahag heimsins. Gandhi missti þingsætið Um 900 milljónir manna voru á kjörskrá og kjörsóknin var 67%, sú mesta í sögu kosninga til indverska þingsins. Samkvæmt kjörtölum sem voru birtar í gær stefnir í að BJP fái um 300 af 543 sætum á indverska þinginu. Kongressflokkurinn fékk að- eins um 50 sæti og Rahul Gandhi – af- komandi þriggja forsætisráðherra – missti þingsæti sem fjölskylda hans hafði haldið í áratugi, að sögn AFP. BJP þurfti 272 sæti til að fá meiri- hluta og hann fékk 282 í kosning- unum árið 2014. Fyrir þær hafði eng- inn flokkur náð meirihluta á indverska þinginu í þrjá áratugi. Eftir sigurinn fyrir fimm árum hóf Modi kjörtímabilið með metnaðar- fullum áformum um ráðstafanir til að auka fjárfestingar og hagvöxtinn sem hefur verið um 7-8% á Indlandi síð- ustu árin og meiri en í nokkru öðru stóru landi í heiminum. Hægja fór þó á umbótunum á síðari hluta kjörtíma- bilsins og hagvöxturinn mældist und- ir 7% í lok síðasta árs, að sögn The Wall Street Journal. Sagðir ala á sundrungu Modi og aðrir forystumenn stjórnarflokksins lögðu miklu minni áherslu á efnahagsumbætur og at- vinnumál fyrir kosningarnar nú og höfðuðu aðallega til þjóðarstolts Ind- verja, einkum hindúa sem eru um 80% íbúanna. Þeim varð m.a. tíðrætt um nýleg átök Indverja og Pakistana í tengslum við deiluna um Kasmír. Þeir gerðu einnig mikið úr eld- flaugarskoti Indverja fyrr á árinu, þegar þeir grönduðu indverskum gervihnetti í tilraunaskyni, og sögðu það sönnun þess að Indland hefði bæst í hóp helstu „geimvelda heims“. Þeir hreyktu sér einnig af því að hafa beitt sér fyrir banni við því að slátra kúm, sem eru álitnar heilagar í hindúasið, og fjölyrtu um fleiri mál sem hljóma vel í eyrum þjóðernis- sinnaðra hindúa. Andstæðingar stjórnarflokksins saka hann um að kynda undir sundrungu í landinu og ætla að skerða réttindi minnihluta- hópa, einkum múslíma sem eru um 14% íbúanna. Þeir skírskota m.a. til þess að morðum á múslímum og fólki í öðrum minnihlutahópum hefur fjölgað á síðustu árum. Modi hefur neitað þessum ásökunum og segist ætla að starfa í þágu allra Indverja. Nokkrir stjórnmálaskýrendur telja að þjóðernisáherslur stjórnarflokks- ins séu tímabundnar og markmiðið með þeim hafi aðeins verið að auka fylgi hans meðal hindúa. Þeir spá því að BJP notfæri sér sterka stöðu sína á þinginu til að knýja fram umbætur sem séu nauðsynlegar til að efla efna- haginn og bregðast við mikilli fjölgun ungs fólks sem kemur inn á vinnu- markaðinn. Fjölga þarf störfunum um nær milljón á mánuði að meðaltali til að tryggja unga fólkinu atvinnu. Aðrir stjórnmálaskýrendur segja hins vegar að mikill kosningasigur flokksins verði til þess að hann telji sig ekki þurfa að koma á erfiðum efnahagsumbótum sem gætu minnk- að fylgi hans í næstu kosningum. „Sigurinn sendir þau skilaboð að þeir þurfi ekki að hafa svo miklar áhyggj- ur af efnahagsmálunum, þeir geti náð endurkjöri án mikilla efnahags- umbóta sem myndu ganga á pólitísk- an höfuðstól þeirra,“ hefur The Wall Street Journal eftir Vivek Dehejia, hagfræðiprófessor við Carleton- háskóla í Ottawa. Jók fylgið með þjóðernisáherslum  Óljóst er hvort Modi forsætisráðherra nýti sterka stöðu flokks síns á þingi Indlands til að koma á erf- iðum efnahagsumbótum  Lagði meiri áherslu á þjóðernishyggju en efnahagsmál í kosningabaráttunni AFP Fögnuður Stuðningsmenn stjórnarflokksins BJP fagna kosningasigri hans í indversku borginni Bangalore. Fátæki testrákurinn hófst til metorða » Narendra Modi er 68 ára, fæddist í bænum Vadnagar í Gujarat-ríki. Þegar hann var barn hjálpaði hann föður sínum að selja te í sölubás í lestastöð bæjarins. » Modi er sagður hafa gengið í þjóðernishreyfingu hindúa, RSS, þegar hann var átta ára og farið að heiman á unglingsaldri til að starfa fyrir hana. » Hann kveðst vera „sonur moldarinnar“ og hafa brotist úr fátækt, ólíkt helsta keppinaut sínum, Rahul Gandhi – syni, barnabarni og barnabarnabarni þriggja forsætisráðherra. » „Já, maður sem kom úr fá- tækri fjölskyldu varð forsætis- ráðherra. Þeir leyna ekki fyrir- litningu sinni á mér vegna þessarar staðreyndar. Jú, ég seldi te, en ég seldi ekki landið mitt,“ sagði hann á kosninga- fundi. Vinsæll Narendra Modi nýtur mik- illar hylli meðal hindúa á Indlandi. Löng biðröð myndaðist við tind Everestfjalls í gær eftir að skýrt var frá því að tveir fjallgöngumenn hefðu látið lífið á fjallinu. Meira en 200 manns notfærðu sér gott veður til að klífa hæsta fjallstind jarðar en margir þeirra þurftu að bíða klukkustundum saman áður en þeir komust á hann. Á meðal þeirra sem klifu tindinn í gær eru þrír Íslend- ingar, Bjarni Ármannsson, Leifur Örn Svavarsson og Lýður Guð- mundsson. Alls hafa níu Íslend- ingar komist á tindinn. 807 manns klifu tindinn á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr, og búist er við að metið verði slegið í ár, að sögn fréttaveitunnar AFP. AFP Löng biðröð á Everest T Í S K A & L Í F S S T Í L L S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 a Op i ð v i r k a d a g a 11 -18 / l a u g a r d . 11 -17 / Sk ó l a v ö r ð u s t í g u r 16 a , 10 1 Re y k j a v í k / S ím i 5 6 2 0 0 16 Lemon Jelly – stígvél Stærð: 36-41 margir litir/glans/matt Verð: 12.995.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.