Morgunblaðið - 24.05.2019, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
✝ Hafþór Þór-arinsson fædd-
ist 20. apríl 1976 á
Akureyri. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 10. maí
2019.
Foreldrar hans
eru Sigurbjörg
Jónsdóttir, skrif-
stofumaður og
sjúkraliði, f. 7.8.
1956, og Þórarinn Stefánsson
stýrimaður, f. 11.10. 1945, d.
19.5. 2010. Hafþór var elstur af
fimm systkinum, systkini hans
eru Harpa Mjöll, f. 1.2. 2001,
og Lotta Karen, f. 19.3. 2004.
Hafþór kvæntist Lenu Mar-
gréti Konráðsdóttur, f. 12.9.
1987, hennar börn eru Valgeir
Elís, f. 14.8. 2009, og Alex-
andra Sigríður, f. 7.8. 2011.
Hafþór ólst upp með fjöl-
skyldunni á Raufarhöfn þar til
hann flutti til Akureyrar til að
sækja nám. Hann útskrifaðist
sem vélstjóri frá Verkmennta-
skólanum á Akureyri árið 1999
og starfaði sem vélstjóri á sjó
upp frá því, síðustu árin á
Björgúlfi hjá Samherja. Hann
var búsettur á Akureyri allt til
ársins 2017 þegar hann flutti
til Dalvíkur með eiginkonu
sinni.
Útför Hafþórs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 24. maí
2019, og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
eru: 1) Petrína
Soffía Eldjárn, f.
25.5. 1977, maki
Hlynur Pálmason,
2) Jón Þórarinsson,
f. 2.2. 1980, d. 11.5.
1980, 3) Jón Þór-
arinsson, f. 31.7.
1981, maki Ásdís
María Ægisdóttir,
4) Þorbergur Þór-
arinsson, f. 10.3.
1988, maki Katrín
Ósk Reykjalín Vilhjálmsdóttir.
Hafþór kvæntist Ingveldi
Myrru Sturludóttur, f. 16.6.
1979, þau skildu. Dætur þeirra
Ein minna verstu martraða er
orðin að veruleika. Hafþór bróðir,
sem var mér samferða í lífinu, lést
langt fyrir aldur fram. Sama dag
og krían kom til landsins kvöddum
við þennan dýrmæta mann og vor-
um reið og sár við almættið.
Hvernig getur vorið bara komið
þegar svona stendur á? Ég held að
vorið og loforðið um bjartari tíma
sé komið til að standa með okkur,
segja okkur að lífið sé ekki á enda
og að hann sé á bjartari stað.
Við Hafþór vorum sem tvíburar
fyrstu árin. Það sem ég ekki gat
gat hann og það sem hann ekki gat
gat ég. Það var líf og fjör, leikið og
slegist. Alltaf var hann að; ef ekki
að dorga þá úti að leika, á fleka,
veiða silung eða prílandi í björg-
um. Krakkar soguðust að honum,
það var alltaf gaman nálægt Haf-
þóri. Hlédræga systirin naut líka
góðs af því að eiga hann að og ég
var svo stolt af honum, hann var
minn. Uppátækin voru endalaus
og nú sé ég alltaf betur hve hann
líktist Emil í Kattholti, það var
nefnilega ekki bara hárið. Hafþór
var mjög laginn í höndunum, hug-
myndaríkur, stríðinn, harðdugleg-
ur í vinnu og vel liðinn. Sjórinn átti
hann frá unglingsaldri og vél-
stjórn varð fyrir valinu, kannski til
að fylgja ekki alveg beint í fótspor
pabba eða af því að hann skildi svo
vel hvernig hlutir virkuðu.
Við uxum upp og fallegi dreng-
urinn varð fallegur maður með
sinn strákslega sjarma og þanka-
gang. Við vorum ekki lengur
svona samrýnd en strengurinn
milli okkar var samt ótrúlega
sterkur. Við bjuggum saman og
við bjuggum sundur, stundum var
himinn og haf á milli okkar og
stundum áttum við heiminn sam-
an og töluðum sama tungumál.
Börnin okkar komu í heiminn um
svipað leyti og við áttum fjörugar
stundir með hópinn okkar þar sem
við skildum ekkert í því hvernig
við gátum eignast svona uppá-
tækjasöm börn. Það lifir margt frá
Hafþóri í dætrum hans, frænd-
systkinum og stjúpbörnum. And-
lát pabba hafði mikil áhrif á Haf-
þór, það var svo margt ósagt og
svo margt ógert. Það er ekki fyrir
hvern sem er að eyða sínum
stundum fjarri ástvinum í landi en
þar slógu hjörtun í fjölskyldunni
engu að síður.
Mínar bestu minningar eru fjöl-
skyldusamverur okkar í bústaðn-
um mínum þar sem honum leið
alltaf vel. Þetta var okkar staður
og allt varð auðveldara þegar
hann kom með sinn drifkraft og
sýn á lausnir. Enn gat hann það
sem ég gat ekki. Best leið honum
þegar hann gat komið að gagni,
oftast var það hann sem stóð við
grillið, smíðarnar, garðvinnuna
eða hugmyndasmíðina. Hann var
fyrsti maður sem bauðst til að
skríða undir hús eða geymslur til
að laga og brasa. Hann sá til þess
að mig skorti aldrei fisk og að ég
hefði það gott. Það sást alltaf þeg-
ar hann hafði komið við því þá var
búið að koma einhverju í verk. Í
bústaðnum búa okkar sameigin-
legu góðu minningar. Þær áttu að
verða fleiri.
Hafþór skilur eftir sig mjög
stórt skarð í fjölskyldunni og hjá
ástvinum sínum, það eru margir í
sárum. Enginn tengdist honum
eins eða átti hann á sama hátt.
Hann var hann sjálfur og það varð
ekki frá honum tekið, lífið er ekki
alltaf eins og maður óskar sér. Að
því kom að hann gat ekki meira og
því miður þá gat ég ekki lengur
það sem hann gat ekki. Við eigum
minningar og ástina á honum og
það er það sem hann skilur eftir.
Elsku fjölskylda, við áttum
Hafþór og hann átti okkur. Við
eigum enn hvert annað. Saman
getum við byggt á grunninum sem
hann skildi eftir, hann er sterkur.
Petrína Soffía Eldjárn.
Elsku bróðir. Það er varla hægt
að lýsa því hversu erfitt það er að
setjast niður til að skrifa minning-
argrein um þig og þurfa þá að
horfast í augu við að þú sért í raun
farinn og að við hittumst ekki
aftur.
Margar minningar koma upp í
hugann frá því við vorum krakkar,
margar þeirra snúa reyndar að því
að þú varst að pína mig en við átt-
um margar góðar stundir og háð-
um marga bardaga. Það sem skín í
gegnum allar minningarnar er
hversu mikið ég leit upp til þín og
hvað ég reyndi allt til að fá að vera
með ykkur stóru strákunum.
Mamma sá til þess að ég fengi það
með því að banna þér að fá leik-
byssusafnið nema ég fengi að vera
með. Við vorum nú ekki alltaf í
stríði, það var líka hægt að vera
vinir inn á milli og þá var ekki til
betri bróðir.
Ég á líka margar minningar um
samveru okkar á sjónum þar sem
þú varst einstaklega vel liðinn af
samstarfsmönnum og öðrum.
Reyndar held ég að ég hafi ekki
hitt einn einasta mann sem hefur
verið með þér á sjó sem hefur ekki
haft orð á því við mig hversu dug-
legur þú varst. Það var kannski
ekki skrýtið, þar sem pabbi mótaði
okkur í sjómennskunni og við ól-
umst upp í henni. Þetta var okkar
líf og tilvera.
Kæri vinur og bróðir, það er
hræðileg tilhugsun að hugsa til
þess hversu illa þér hefur liðið. Ég
vildi svo gjarnan að hlutirnir hefðu
farið á annan veg og við hefðum
haft fleiri tækifæri til samveru-
stunda. En vonandi ertu kominn
aftur á sjóinn með pabba, þar eigið
þið báðir heima.
Ég mun alltaf elska þig.
Þinn bróðir,
Jón Þórarinsson.
Hafþór
Þórarinsson
Fleiri minningargreinar
um Hafþór Þórarinsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Petrea Guð-mundsdóttir
fæddist á Sigurðs-
stöðum, Kirkju-
braut 53 á Akra-
nesi, 24. nóvember
1921, og bjó þar til
30. apríl 2017.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Höfða á Akranesi
7. maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín Jónsdóttir og
maður hennar, Guðmundur
Guðmundsson.
d. 2000, Kristinn Guðmundur,
f. 1945, maki Ósk Axelsdóttir,
f. 1944, Alda Björk, f. 1947,
maki Guðlaugur Sigurðsson, f.
1945, Sigrún Birna, f. 1948,
maki Ingi Þór Yngvason, f.
1952, Hugrún Peta, f. 1950,
maki Hörður Björgvinsson, f.
1946, Skarphéðinn Elvar, f.
1956, maki Áslaug Ingibjörg
Kristjánsdóttir, f. 1962, og
Hulda Berglind, f. 1959, maki
Þorsteinn Finnbogason, f.
1959.
Afkomendur Petreu og
Skarphéðins eru 83 talsins.
Fimmtug hóf Petrea starf
sem matráðskona við Sjúkra-
hús Akraness og starfaði þar í
20 ár.
Útför Petreu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 24. maí
2019, klukkan 13.
Petrea var
næstyngst af syst-
kinum sínum. Þau
eru nú öll látin.
Petrea giftist
Skarphéðni Sig-
urðssyni frá Móum
á Skagaströnd 24.
maí 1941. Skarp-
héðinn lést 2. júní
1994. Foreldrar
hans voru Björg
Bjarnadóttir og
Sigurður Jónasson. Petrea og
Skarphéðinn áttu sjö börn.
Þau eru: Gilbert Már, f. 1942,
„Halló! Bíddu, ég þarf að
lækka.“
Þannig byrjuðu mörg samtölin
þegar hringt var í Petu á Sigurðs-
stöðum. Í því húsi var nefnilega
alltaf tónlist. Tónlist úr útvarpi,
tónlist af vínylplötum sem Peta
átti dýrmætt safn af, og tónlist af
snældum sem skiptu hundruðum,
flestar með upptökum úr útvarp-
inu.
Það var einmitt ást á tónlist
sem batt okkur Petu svo sterkum
böndum.
En fleira kom til. Á forsíðu
Fálkans, sem var vinsælt tímarit,
birtust þessi orð árið 1938: „Fyrir
þrennt hefur Akranes löngum
verið talið frægt: Hrausta sjó-
menn, fallegt kvenfólk og ágætar
kartöflur.“ Á Sigurðsstöðum var
Skarphéðinn hennar Petu, sjó-
maður annálaður fyrir dugnað og
snyrtimennsku, húsið virtist fullt
af fallegum konum og fyrir utan
var gróskumikill kartöflugarður.
Það er skemmst frá að segja að
ein dóttirin féllst á að giftast mér
og við fengum í heimanmund
poka af kartöflum; útsæði í nýja
garðinn okkar. Síðan hef ég verið
tengdur Sigurðsstaðafólkinu
órjúfanlegum böndum.
Peta fæddist á Sigurðsstöðum
og þar var hún öll sín búskaparár.
Það voru 95 ár! Það er því
skemmtileg þversögn að þessi
heimakæra kona var með ríkt
flökkueðli. Fátt vissi hún
skemmtilegra en að ferðast um
landið þvert og endilangt með
börnum sínum og tengdabörnum.
Hún var sannfærð um að Ísland
væri besta land í heimi og hafði
ósjaldan orð á því.
Við Hugrún fórum margar
slíkar ferðir með Petu og þær eru
minnisstæðar. Í nær hverju
plássi var kaupfélag og þar gerð-
um við alltaf stuttan stans. Þá
tókum við Peta strikið beint á
rekkann með vínylplötunum, sem
var í hverju kaupfélagi. Þar var
gramsað og keypt og stundum
gáfum við hvort öðru. Þetta voru
góðar stundir.
Peta vildi að útför hennar ein-
kenndist af tónlist, ekki lof-
ræðum. En hún gleymdi að nefna
minningagreinarnar, svo þar hef
ég óbundnar hendur. En málið er
einfalt:
Peta var góð kona.
Það þarf ekki að hafa fleiri orð
um það.
Síðustu tvö árin bjó Peta á
Hjúkrunarheimilinu Höfða við
yndislegt atlæti. Hún var stund-
um ósátt, því minnið var farið að
gefa sig og hún vildi komast heim
á Sigurðsstaði.
Fyrir nokkrum mánuðum vor-
um við hjónin í heimsókn á Höfða.
Peta dottaði öðru hvoru og til að
nota tímann tók ég með mér blað
með texta sem ég þurfti að læra.
Allt í einu spurði Peta: „Hvað
ertu að lesa, Hörður minn?“ „Ég
er að læra texta,“ svaraði ég,
„Enn syngur vornóttin, eftir
Tómas Guðmundsson.“ Og Peta
söng Enn syngur vornóttin
vögguljóð sín, bæði erindin.
Ekki biðja mig að muna,
móða hylur ævi langa.
Í hvíld og ró vil hjá þér una
með hönd í lófa og koss á vanga.
Veikin þyngri en tárum taki,
týnd og döpur, horfið minni.
Bæn mín er að börn mín vaki
blessi mig með nálægð sinni.
Andleg veiki alla þreytir;
ekki skammast, gráta, blóta.
Örlögunum enginn breytir,
enn er hægt að lifa og njóta.
Munið hversu mjög ég þrái
mildi ykkar, ást og hlýju,
þar til Drottinn himinhái
heim mig flytur enn að nýju.
(Lauslega þýtt – HB)
Góða ferð heim, elsku Peta.
Hörður.
Þá er komið að kveðjustund-
inni. Það er margt að þakka og
margs að minnast. Fyrst koma
upp í hugann vorferðirnar, en
þegar skóla lauk á vorin og skóla-
félagar flykktust í sauðburð í
sveitinni hoppuðum við systkinin
með mömmu upp í Norðurleiðar-
rútu og brunuðum suður til að
eiga gæðastundir á Sigurðs-
stöðum. Það var spennandi að
sofa uppi á lofti, hitta frænkur og
ókunnuga krakka í leikjum í
garðinum þínum, skjótast yfir
götuna í Skagaver, bókabúðina
og síðar Harðarbakarí, eða út á
fólksbílastöðina að kaupa nammi.
Fylgjast með ótrúlegum gesta-
ganginum frá morgni til kvölds,
borða matinn þinn og bakkelsið,
hlusta á yndislega skemmtilega
sönginn þinn og sögurnar, svo
ekki sé minnst á dillandi, smit-
andi hláturinn sem var engum
hlátri líkur. Ekki var svo minni
spenningur þegar von var á þér
með Norðurleiðarrútunni síðar
að sumri til að dvelja hjá okkur.
Við þrættum um hvort ætti að fá
að sofa uppi í stofu með ömmu, al-
veg þangað til hroturnar héldu
eitt sinn fyrir mér vöku, jafnvel
þótt ég flýði eins langt í burtu og
hægt var í litlu íbúðinni í Skjól-
brekku, og ég neyddist til að
eftirláta Skarphéðni þennan
heiður þaðan í frá, þótt það væri
mér þvert um geð. Síðar meir
varð ég samt svo sátt við það,
enda samband ykkar Skarp-
héðins svo einstaklega fallegt.
Þrjátíu árum síðar gátum við enn
hlegið jafnt dátt þegar við rifj-
uðum þessa nótt upp. Og það var
eitthvað svo einstaklega notalegt
við að hafa ykkur mömmu báðar í
eldhúsinu að reiða fram kræsing-
ar handa okkur í öll mál, spjalla
eða hlusta á ykkur spjalla, fara í
göngutúra og heldur oftar en
venjulega út í Sel að kaupa ís á
kvöldin.
Þegar afmælisgjafirnar okkar
komu í pósti fékk hitt okkar alltaf
Andrésblað, sem var alltaf alveg
jafn spennandi og að fá afmælis-
gjöf.
Þar sem afi Skarphéðinn var
svo oft mikið í burtu, í mínu minni
alltaf inni í Hvalfirði, auk þess
sem hann fór í sumarlandið svo
langt á undan þér, þá er myndin í
huga mér; glæsileg keik kona,
með hrafntinnusvart hár, sem bjó
alla sína ævi í sama húsinu, fór
allra sinna ferða fótgangandi,
stóð fast á sínu, reiddi fram dýr-
indis mat á Sigurðsstöðum og á
sjúkrahúsinu. Söng, hló og gerði
að gamni sínu en var hinn allra
mesti þverhaus þegar sá gállinn
var á henni. Trúuð, hjátrúarfull,
áhyggjufull og smeyk við ýmis-
legt, en umfram allt alltaf góð. Og
með þinni háu elli rættist ósk mín
til margra ára, að börnin mín
fengju líka að kynnast þér. Ástar-
þakkir fyrir allt, elsku amma
Peta.
Íris Dögg.
Petrea
Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Petreu Guðmundsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RAGNA KRISTÍN KARLSDÓTTIR
frá Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði, sunnudaginn 12. maí.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 25. maí
klukkan 14.
Hulda Gerður Jónsdóttir Aðalsteinn Friðþjófsson
Magnús Símon Jónsson Silvia Putta
Hólmfríður Sólveig Jónsd. Gísli Heiðar Jóhannsson
Helena Reykjalín Jónsdóttir Vilhjálmur Sigurðsson
Rögnvaldur Karl Jónsson Björg Traustadóttir
Harpa Hlin Jónsdóttir Magnús Rúnar Ágústsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Okkar ástkæri og skemmtilegi faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRSÆLL EGILSSON
skipstjóri, Tálknafirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi
laugardaginn 18. maí. Útför hans fer fram
frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 25. maí klukkan 14.
Kristín G. Ársælsdóttir Njáll Torfason
Hrefna Ársælsdóttir
Níels Adolf Ársælsson Sigurlaug Guðmundsdóttir
Tryggvi Ársælsson Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Hlynur Ársælsson Hallveig Guðný Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
LUDWIG H. GUNNARSSON
húsgagnasmíðameistari,
Birkihlíð 4b, Hafnarfirði,
lést í Noregi þriðjudaginn 14. maí.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
29. maí klukkan 13.
Guðrún Jónsdóttir
Guðm. Geir Ludwigsson
Þóra Kristín Ludwigsdóttir Davíð Þór Marteinsson
Eva Sóley og Lilja Karen
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HÖRÐUR SIGURÐSSON,
vélstjóri og svæðanuddari,
lést 19. maí á Hjúkrunarheimilinu Mörkinni,
Suðurlandsbraut 66, Reykjavík.
Útför hans fer fram í Fossvogskirkju laugardaginn 11. júní
klukkan 15.
Ásta Harðardóttir Björn Helgason
Ingólfur Harðarson Berglind Líney Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn