Morgunblaðið - 24.05.2019, Síða 25
betur en þeir litlu og kviku,“ segir
Sverrir sem er hátt í tveir metrar á
hæð, faðmlangur og rammur að afli.
„Það er gott að vera með langar
hendur til að komast inn í línusend-
ingarnar. Gefa mönnum tækifærið
en stela því af þeim aftur. Það er
ákveðin kúnst. Hlutirnir gengu ein-
faldlega bara upp hjá mér í úr-
slitakeppninni eins og öllu liðinu. Við
lékum eins og kóngar alla leikina.“
Spurður hvort hann hafi lært mik-
ið af Patreki Jóhannessyni svarar
Sverrir með með glettni. „Patrekur
hefur að minnsta kosti mikið skamm-
að mig á síðustu tveimur árum. Hann
hefur auðvitað viljað að ég gerði hlut-
ina rétt. Allt hefur þetta orðið til þess
að ég hef tekið miklum framförum
undir stjórn Patreks enda er hann
frábær þjálfari.“
Sverrir segir að samstaðan sem
endurspeglast í liði Selfoss og á með-
al stuðningsmanna þess helgist
væntanlega af því að leikmenn liðsins
eru nær allir fæddir og uppaldir á
Selfossi og í nærsveitum. „Þegar nær
allir leikmenn eru heimamann í
svona litlu bæjarfélagi þá geta flestir
fundið sína tengingu inn í liðið. Það
endurspeglast í samstöðunni sem
ríkir innan vallar sem utan.“
Nýbakaður tölvunarfræðingur
Sverrir býr hjá foreldrum sínum,
Ara Páli Ögmundssyni og Rósu Jó-
hönnu Guðmundsdóttur, í Stóru-
Sandvík í nágrenni Selfoss þar sem
þau reka myndabú með um 60 mjólk-
andi kúm. „Ég hef unnið á búinu hjá
þeim á sumrin en verið í skóla á vet-
urna. Ég útskrifaðist sem tölvunar-
fræðingur um síðustu áramót og er
atvinnulaus um þessar mundir. Þess
vegna er ég að hjálpa til heima við en
mig vantar einfaldlega vinnu við tölv-
unarfræðina,“ sagði Sverrir Pálsson,
handknattleiksmaður hjá Selfossi og
kjölfestan í varnarleik hins nýbakaða
Íslandsmeistaraliðs.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sveitin Íslandsmeistarinn Sverrir Pálsson var kominn í fjósið heima í Stóru-Sandvík í gær og þar var ólíkt rólegra en í meistarafögnuði kvöldsins á undan.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Alltaf er það ánægjulegt þeg-
ar nýtt félag kemur fram á sjón-
arsviðið og bætist í hóp þeirra
sem fá að upplifa þá gleði og
stemningu sem fylgir því að
vinna Íslandsmeistaratitil.
Selfyssingar eru skýjum ofar
þessa dagana eftir sigur karla-
liðsins þeirra í handbolta í fjórða
úrslitaleiknum gegn Haukum. Og
þeir mega vera það.
Sá fögnuður sem braust út á
Selfossi eftir leikinn minnir á
sögur af fyrsta sigri Skaga-
manna á Íslandsmótinu í fót-
bolta árið 1951 og þegar Eyja-
menn sigldu heim með sinn
fyrsta Íslandsbikar í sömu íþrótt
árið 1979.
Fyrir Íslandsmeistarana ný-
krýndu og bæjarfélagið á Sel-
fossi er enn ánægjulegra að
þeirra lið er nánast eingöngu
skipað heimamönnum, eða þá úr
nærsveitunum í Ölfusi og Flóa.
Rangæingur, Eyjamaður (sonur
bæjarstjórans í Ölfusi), Akureyr-
ingur og Pólverji – og þá eru að-
komumenn í hópnum upptaldir.
Óvíða er eins vel staðið að
uppbyggingu ungs íþróttafólks
og á Selfossi og þar hefur sér-
staklega vel tekist til í handbolt-
anum. Gleymum því ekki að fyrir
utan Elvar Örn Jónsson og Hauk
Þrastarson, sem eru nýkomnir
inn í landslið Íslands og fóru al-
gjörlega á kostum í úrslitakeppn-
inni, eru landsliðsmennirnir Teit-
ur Örn Einarsson, Ómar Ingi
Magnússon og Janus Daði
Smárason frá Selfossi.
Með sigri Selfyssinga hafa níu
bæjarfélög fagnað Íslandsmeist-
aratitlum karla eða kvenna í
handbolta. Þar með er búið að
jafna við körfuboltann, þar sem
einnig er um níu „meistarabæi“
að ræða, og fótboltinn skilinn
eftir með aðeins átta! Ef ég hef
talið rétt.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
VERKFÆRADAGAR
afsláttur á rafmagns-
verkfærum
50%
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18.
Laugard. kl. 10–16.
Sunnud. kl. 12–16
Höfundur stefnu deildarinnar er
Einar Guðmundsson sem um árabil
var yfirþjálfari yngri flokka deild-
arinnar. Með honum að henni unnu
Arnar Gunnarsson og Stefán Árna-
son um árabil en í seinni tíð hefur
Örn Þrastarson komið að vinnunni
eftir að hann neyddist til að leggja
skóna á hilluna. Arnar og Stefán
skiluðu fyrstu kynslóðinni upp í
meistaraflokk fyrir fáeinum árum.
Patrekur Jóhannesson tók síðan við
keflinu í meistaraflokki fyrir tveim-
ur árum. Með reynslu sinni og
þekkingu gerði hann gott betra.
Undir stjórn Patreks urðu drengir
að mönnum. Þeir töpuðu deildar-
meistaratitlinum á markatölu í
fyrra og í ár. Töpuðu naumlega í
undanúrslitum Íslandsmótsins fyrir
ári en að þessu sinni fóru þeir alla
leið.
Ekki eru margar breytingar fyr-
irsjáanlegar á Selfossliðinu fyrir
næsta tímabil en þó veigamiklar.
Leit stendur yfir að eftirmanni Pat-
reks þjálfara sem flytur til Dan-
merkur í sumar og tekur við þjálfun
þar í landi. Elvar Örn Jónsson, besti
leikmaður Íslandsmótsins, fylgir
þjálfara sínum til Skjern á Jótlandi.
Einar Sverrisson, markahæsti leik-
maður Selfoss í úrslitakeppninni í
fyrra, snýr væntanlega til baka á
völlinn snemma á næsta ári eftir
krossbandaslit. Þá herma heimildir
að leit standi yfir að markverði til
að vera Sölva Ólafssyni til halds og
trausts. Hvort sú leit ber árangur
skýrist fljótlega.
Aðrir leikmenn liðsins halda sínu
striki eftir því sem næst verður
komist á næsta keppnistímabili.
Sennilega verður leiðtogahlutverkið
þá í höndum Hauks Þrastarsonar,
sem að margra mati er efnilegasti
handknattleiksmaður sinnar kyn-
slóðar í Evrópu. Síðan bætast ein-
hverjir ungir og efnilegir í hópinn. Í
landbúnaðarhéraðinu vita menn að
þeir uppskera einu sinni á ári, ekki
síst það sem hlúð er að af alúð. Þá
þarf ekki að hlaupa eftir öllu í
næstu búð.
og til var sáð
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Meistaraliðið Íslandsmeistarar Selfyssinga
stilla sér upp eftir sigurinn á Haukum í fyrrakvöld.