Morgunblaðið - 24.05.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Inkasso-deild karla
Njarðvík – Keflavík................................. 0:0
Haukar – Þróttur R ................................. 2:4
Sean De Silva 2., 20., – Jasper Van Der
Hayden 25., 61., Ágúst Leó Björnsson 18.,
Lárus Björnsson 21.
Afturelding – Fjölnir .............................. 1:3
Róbert Orri Þorkelsson 13. – Bergsveinn
Ólafsson 7., Albert Ingason 64., Kristófer
Óskar Óskarsson 81.
Staðan:
Keflavík 4 3 1 0 10:2 10
Fjölnir 4 3 0 1 11:6 9
Víkingur Ó. 3 2 1 0 4:1 7
Njarðvík 4 2 1 1 5:5 7
Þór 3 2 0 1 7:4 6
Þróttur R. 4 1 1 2 9:9 4
Fram 3 1 1 1 5:5 4
Grótta 3 1 1 1 5:6 4
Leiknir R. 3 1 0 2 6:5 3
Afturelding 4 1 0 3 4:12 3
Haukar 4 0 2 2 4:7 2
Magni 3 0 0 3 3:11 0
2. deild karla
Selfoss – Víðir .......................................... 5:1
Hrvoje Tokic 17. (víti), 48., Ingi Rafn Ingi-
bergsson 49., Valdimar Jóhannesson 59.,
Kenan Turudija 64. – Nathan Ward 29.
Staðan:
Selfoss 4 3 0 1 11:3 9
Víðir 4 2 1 1 8:8 7
KFG 3 2 0 1 5:2 6
Vestri 3 2 0 1 6:5 6
Völsungur 3 2 0 1 4:5 6
Kári 3 1 1 1 6:4 4
ÍR 3 1 1 1 4:4 4
Leiknir F. 3 0 3 0 5:5 3
Fjarðabyggð 3 1 0 2 3:4 3
Dalvík/Reynir 3 0 2 1 3:4 2
Þróttur V. 3 0 2 1 3:6 2
Tindastóll 3 0 0 3 0:8 0
3. deild karla
KH – Vængir Júpíters ............................. 1:2
KV – Álftanes............................................ 5:1
Höttur/Huginn – Einherji ....................... 3:0
Staðan:
Kórdrengir 4 3 1 0 9:3 10
KV 4 3 0 1 10:5 9
KF 3 2 1 0 9:3 7
Álftanes 4 2 1 1 9:7 7
Vængir Júpiters 4 2 0 2 6:6 6
Reynir S. 4 1 2 1 5:4 5
Augnablik 3 1 1 1 8:6 4
Höttur/Huginn 4 1 1 2 5:5 4
Sindri 3 1 0 2 3:6 3
Einherji 4 1 0 3 4:8 3
Skallagrímur 3 1 0 2 3:10 3
KH 4 0 1 3 6:14 1
Svíþjóð
Piteå – Limhamn Bunkeflo .................... 2:1
Andrea Thorisson kom inn á sem vara-
maður á 57. mínútu hjá LB.
Noregur
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Hinna – Viking......................................... 1:4
Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik-
inn og skoraði tvö fyrir Viking. Axel Óskar
Andrésson er frá keppni vegna meiðsla.
KNATTSPYRNA
4. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ef einhver ein niðurstaða liggur fyr-
ir að lokinni fjórðu umferð í úrvals-
deild kvenna í fótbolta sem fram fór
í vikunni, þá er hún sú að Þór/KA
verður ekki með í baráttunni um Ís-
landsmeistaratitilinn í ár.
Akureyrarliðið sem varð Íslands-
meistari 2017 og háði harðan slag við
Breiðablik um titilinn í fyrra er búið
að tapa fyrir bæði Val og Breiðabliki
í fyrstu fjórum umferðunum og hef-
ur fengið slæma skelli í báðum þar
sem það hefur fengið á sig níu mörk,
fimm gegn Val og fjögur í 1:4 ósigr-
inum gegn Blikum á heimavelli á
þriðjudagskvöldið. Til samanburðar
fékk Þór/KA á sig 14 mörk allt síð-
asta tímabil og 15 mörk árið 2017.
Vissulega hafa orðið breytingar,
sterkir leikmenn fóru frá Þór/KA og
sá liðsauki sem kom í staðinn virðist
ekki hafa fyllt nægilega vel í skörðin.
Líklega er erfiðast að fylla skarð
Lillýjar Rutar Hlynsdóttur í varnar-
leiknum og að sjálfsögðu var Sandra
María Jessen liðinu gríðarlega mikil-
væg.
Stjarnan virðist eina liðið sem
gæti mögulega fylgt Val og Breiða-
bliki eftir en það er samt langsótt
þrátt fyrir góða byrjun hjá ungu og
mikið breyttu Garðabæjarliði. Það
verður prófraun fyrir Kristján Guð-
mundsson og hans stúlkur að fara til
Eyja á mánudagskvöldið.
Breiðablik og Valur mætast ekki
fyrr en í áttundu umferð í byrjun júlí
og það þyrfti engum að koma á óvart
þó bæði kæmu í þann slag með fullt
hús stiga.
Nýliðar Keflavíkur hafa ekki
heppnina með sér og eru enn stiga-
lausir á botninum. Lið HK/Víkings
er í basli, hefur skorað eitt mark og
þessi tvö lið virðast eiga á hættu að
festast við botn deildarinnar.
„Þórunn var ótrúlega traust“
KR-ingurinn Þórunn Helga
Jónsdóttir var besti leikmaður 4.
umferðar að mati Morgunblaðsins
en hún átti mjög góðan leik þegar
Vesturbæjarliðið krækti í sín fyrstu
stig með því að sigra ÍBV 2:1 á
Meistaravöllum á þriðjudagskvöldið.
Þórunn var þar í lykilhlutverki sem
varnartengiliður en KR hélt fengn-
um hlut manni færri í rúmar 50 mín-
útur eftir að hafa misst Laufeyju
Björnsdóttur af velli með rautt
spjald í fyrri hálfleiknum. Andri Yr-
kill Valsson skrifaði í Morgunblaðið:
„Þórunn Helga Jónsdóttir var ótrú-
lega traust, hvort sem var á miðj-
unni eða í vörninni þar sem hún
bjargaði meðal annars á línu.“
Þórunn, sem er fyrirliði KR, er í
hópi reyndustu leikmanna deild-
arinnar. Hún lék með KR frá 2001 til
2008 og lék alla leiki liðsins þegar
það varð Íslandsmeistari 2002 og
2003. Þórunn lék síðan í rúm átta ár
sem atvinnumaður erlendis, fjögur
ár í Brasilíu þar sem hún varð m.a.
Suður-Ameríkumeistari með Santos
og lék einnig með Bangu og Vitoria,
en spilaði síðan í hálft fimmta ár með
Avaldsnes í Noregi og fékk tvívegis
silfurverðlaun í úrvalsdeildinni með
liðinu. Þórunn sneri síðan heim og
leikur sitt þriðja tímabil með KR eft-
ir það. Hún er orðin sjötta leikja-
hæsta knattspyrnukona Íslands í
deildakeppni heima og erlendis með
284 deildaleiki í þremur löndum.
Bakvörður á skotskónum
Áslaug Munda Gunnlaugs-
dóttir úr Breiðabliki var besti ungi
leikmaður 4. umferðar að mati
Morgunblaðsins. Hún hefur leikið
mjög vel í nýrri stöðu sem vinstri
bakvörður og skoraði glæsilegt
mark beint úr aukaspyrnu sem inn-
siglaði 4:1 sigurinn gegn Þór/KA á
þriðjudagskvöldið. Hún hóf einmitt
tímabilið á því að skora tvö mörk
gegn Akureyrarliðinu í Meistara-
keppni KSÍ.
Áslaug Munda er aðeins 17 ára
gömul, verður átján ára um helgina,
en lék 15 leiki með Breiðabliki á síð-
asta tímabili og þar á undan var hún
í tvö ár með Völsungi í 1. og 2. deild.
Áslaug skoraði 6 mörk fyrir Völ-
sungsliðið í 2. deildinni 2017. Hún er
þó frá Egilsstöðum og lék með Hetti
í yngri flokkunum. Áslaug hefur nú
skorað þrjú mörk í 19 leikjum með
Breiðabliki í efstu deild og hún á að
baki 24 leiki með yngri landsliðum
Íslands.
Stephany Mayor, mexíkóska
landsliðskonan hjá Þór/KA, skoraði
sitt 50. mark í efstu deild í ósigrinum
gegn Breiðabliki. Þessi fimmtíu
mörk hefur hún skorað í aðeins 57
leikjum með liðinu. Hún er fjórða
markahæst hjá Þór/KA í deildinni
frá upphafi.
Þór/KA lék sinn 300. leik í efstu
deild gegn Breiðabliki og er sjöunda
leikjahæsta liðið frá upphafi.
Andrea Rán Hauksdóttir,
landsliðskona úr Breiðabliki, lék
sinn 100. leik í efstu deild gegn Þór/
KA.
Barbára Sól Gísladóttir úr Sel-
fossi, Renae Cuéllar úr Stjörnunni
og Sophie Groff úr Keflavík skoruðu
báðar sitt fyrsta mark í deildinni í
viðureign liðanna á Selfossi.
Tveir nýir leikmenn léku í 4.
umferð. Aytac Sharifova markvörð-
ur frá Aserbaídsjan var á milli
stanganna hjá Keflavík í fyrsta sinn
og bandarískur framherji, Simone
Kolander, lék sinn fyrsta leik með
HK/Víkingi.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6
Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 5
Cloé Lacasse, ÍBV 5
Elín Metta Jensen, Val 5
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 4
Natasha Moraa Anasi, Kefl avík 4
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 3
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 3
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 3
Dóra María Lárusdóttir, Val 3
Emma Kelly, ÍBV 3
Halla M. Hinriksdóttir, HK/Víkingi 3
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 3
Jasmín Erla Ingadóttir, Stjörnunni 3
Stephany Mayor, Þór/KA 3
Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 3
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 5
Stephany Mayor, Þór/KA 4
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 3
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 3
Hlín Eiríksdóttir, Val 3
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 3
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 2
Cloé Lacasse, ÍBV 2
Elín Metta Jensen, Val 2
Grace Rapp, Selfossi 2
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 2
Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 2
Markahæstar
Breiðablik 24
Valur 20
Stjarnan 19
ÍBV 16
Þór/KA 14
Fylkir 14
Selfoss 14
HK/Víkingur 14
Kefl avík 14
KR 13
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Birta Guðlaugsdóttir
Stjörnunni
Fanndís
Friðriksdóttir
Val
Hólmfríður Magnúsdóttir
Selfossi
Katrín
Ómarsdóttir
KR
Dóra María
Lárusdóttir
Val
Hildur
Antonsdóttir
Breiðabliki
Renae Cuéllar
Stjörnunni
Cassie Boren
Selfossi
Þórunn Helga
Jónsdóttir
KR
Agla María Albertsdóttir
Breiðabliki
Áslaug Munda
Gunnlaugsdóttir
Breiðabliki
4. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
2
Lið:
3
4
2
2
Geta gleymt titilbaráttu
Akureyrarliðið fékk á sig níu mörk gegn Breiðabliki og Val Þórunn Helga
besti leikmaður 4. umferðar Áslaug Munda besti ungi leikmaðurinn
Morgunblaðið/Hari
KR Þórunn Helga Jónsdóttir fékk 2
M fyrir frammistöðuna gegn ÍBV.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breiðablik Áslaug Munda Gunn-
laugsdóttir skoraði glæsimark.