Morgunblaðið - 29.05.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.05.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 SAMSTARFSAÐILI Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna. Í fimmta eða sjötta skiptið þá byrjar hann að gráta og þá er eins og það hafi hrokkið upp úr honum.“ Móðirin var í miklu áfalli í kjöl- far atviksins. „Hún var alveg í sjokki, skalf og nötraði og það voru allir einhvern veginn í sjokki. Hún var að sjálfsögðu gríðarlega þakk- lát og kom ekki upp orði.“ Júlíus segir að viðbrögðin hafi í raun verið ósjálfráð. „Ég var að spjalla við fólkið við borðið en á einhverjum tímapunkti sögðu þau sem voru með mér við borð að ég hefði allt í einu rokið upp. Mér var sagt að ég hefði ekki einu sinni verið að horfa til drengs- ins, heldur í raun í hina áttina.“ Hending réð því að Júlíus var á veitingastaðnum þegar atvikið átti sér stað. Í fyrsta lagi átti liðið upp- haflega ekki að keppa þessa helgi. Í öðru lagi kom Júlíus aðeins seinna en hinir út að borða og sat því við endann á einum bás. Blessun að sitja við endann „Ég hefði auðvitað aldrei séð þetta ef ég hefði setið inni í básn- um með fararstjórum og liðs- stjórum sem voru með mér,“ segir Júlíus. Þrátt fyrir að lífsbjörg sé gjarn- an talin nokkurs konar hetjudáð vill Júlíus ekki að sér sé fagnað sem hetju. „Allur staðurinn klappaði fyrir þessu en það er ekki það sem ég sé í þessu, það var bara gott að ég var á þessum stað á þessari stund. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir það að hafa fengið að bjarga lífi þessa unga drengs og verð það alla tíð.“ Júlíus hefur þjálfað knattspyrnu í 32 ár og fer á skyndihjálpar- námskeið árlega. „Það hjálpaði mér virkilega mikið og ég hvet alla til þess að koma sér einhvern tím- ann á námskeið. Læra fyrstu við- brögð, hvað maður á að gera og hvernig maður á að bregðast við.“ Bjargaði ungu barni frá köfnun  Júlíus greip til skyndihjálpar þegar stóð í barni  Segir röð tilviljana hafa valdið því að hann gat gripið inn í  Atvikið til marks um það að fleiri ættu að læra skyndihjálp, segir bjargvætturinn Ljósmynd/Valdimar Thorlacius Sáttur „Þetta var mjög sérstök tilfinning,“ segir Júlíus sem er virkilega ánægður með að hafa getað komið til bjargar. VIÐTAL Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég veit ekki hvað það var, ég einhvern veginn bara stökk inn í þetta, tók drenginn og náði að gera það sem þurfti að gera,“ segir Júl- íus Ármann Júlíusson, knatt- spyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, sem bjargaði ungum dreng sem stóð í á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri um helgina. Júlíus var fyrir norðan í keppn- isferð með þriðja flokki karla. Þeg- ar hann kom inn á veitingastaðinn var svo margt fólk þar að hann þurfti að sitja við endann á einum básnum sem liðið sat í. „Í næsta bás voru tvær ungar konur, móðir og vinkona hennar líklega með lítinn strák, tveggja eða þriggja ára gamlan. Mér varð einu sinni litið til hans á meðan við vorum að panta matinn.“ Móðirin í áfalli Stuttu síðar tekur Júlíus eftir því að það stendur í drengnum en móð- irin hefur tekið hann í fang sér og ætlar að fara með hann út í ör- væntingu sinni. Gæsluvarðhald yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem grunaður er um að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana, var í gær framlengt til 17. júlí. Gunnar er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór á heimili hans í Mehamn í Finn- mörku í Norður-Noregi aðfaranótt 27. apríl. Fram kemur í yfirlýsingu lögreglu að mikil vinna hafi þegar verið unnin í tengslum við rannsóknina og m.a. hafi lögregla yfirheyrt vitni á Íslandi og í Noregi. Nokkuð hefur hins veg- ar að sögn lögreglu verið um að vill- andi upplýsingar séu birtar í fjöl- miðlum og vill lögregla leiðrétta slíkt. Er meint brot Gunnars á nálgun- arbanni meðal þess. Fullyrt hefur verið að Gunnar hafi brotið gegn banninu nokkrum dögum eftir að sá úrskurður féll, en að sögn lögreglu er þetta ekki rétt þar sem Gunnar hafi ekki dvalið í Gamsvik frá því bannið féll hinn 17. apríl fyrr en föstudaginn 26. apríl. Þetta hefur lögreglan fengið staðfest frá stofnun sem Gunnar dvaldi á þessa daga og er utan sveitarfélagsins. „Hann gat því ekki hafa heimsótt þau í Mehamn og lögreglu var kunnugt um hvar hann var á þessum tíma,“ segir í til- kynningunni. Kveðst lögreglan í Finnmörku vera komin með nokkuð góða yfirsýn yfir málið, m.a. með upplýsingum úr símum, rafrænum sporum, rannsókn á vettvangi og vitnalýsingum. Gæsluvarðhald yfir Gunnari Jóhanni framlengt fram í júlí Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er klárlega framtíðin. Við sjáum það úti um allt að matvöru- verslun á netinu er að aukast og það vantar hentuga staði þar sem fólk getur sótt pantanir sínar,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir, annar helmingur hönnunartvíeykisins MStudio Reykjavík. Ragna og Kristbjörg M. Guð- mundsdóttir fengu á dögunum einn- ar og hálfrar milljónar króna styrk úr Miðborgarsjóði vegna verkefn- isins Markaðurinn á horninu. Hug- mynd þeirra er að setja upp mið- stöðvar sem taka á móti mat sem fólk pantar sér af netinu. Sífellt fleiri Íslendingar nýta sér þjónustu fyr- irtækja á borð við Eldum rétt og Bændur í bænum auk þess að panta frá matvöruverslunum. Misjafnt er hvernig staðið er að afhendingu slíkra sendinga, víða er hægt að fá sent heim á ákveðnum tíma eða boð- ið upp á að sækja á bensínstöðvar svo dæmi sé tekið. Það hentar ekki öllum, að mati Rögnu. Þeir sem búa í fjölbýlishúsi geta ekki látið skilja vörur eftir ef þeir eru ekki heima og þeir sem kjósa bíllausan lífsstíl eru ekki að fara að sækja vörur á bens- ínstöðvar. „Við erum að hugsa þetta út frá minna kolefnisfótspori, bæði fyrir fyrirtækin og neytendur. Hug- myndin er að búa til skilvirkara ferli við afhendingu nú þegar þétting byggðar er í kortunum og margir vilja tileinka sér bíllausan lífsstíl.“ Hún segir að erlendis sæki fólk sendingar gjarnan á fjölfarna staði eins og lestarstöðvar. Í Bandaríkj- unum sé Amazon farið að bjóða fólki upp á að fá vörur sendar beint í skottið á bílnum. „Það verður vandamál í framtíð- inni ef það er ekki hugsað um hvern- ig á að taka á móti þessum vörum hér. Þessi lausn gæti komið mark- aðinum á hornið aftur – með nútíma- tækni,“ segir Ragna. Þær stöllur munu á næstunni kortleggja þarfir söluaðila og not- enda og svo verður farið í að finna hentuga afhendingarstaði í samráði við verkefnastjóra borgarhönnunar. Nútímamarkað- ur á horninu  Þjónusta fyrir breytta kauphegðun Nýsköpun Kristbjörg María Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Guð- mundsdóttir vilja skilvirkari lausnir fyrir breytta kauphegðun landsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.