Morgunblaðið - 29.05.2019, Qupperneq 26
Eitt
ogannað
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019
Fagmennska og þjónusta
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
ASSA ABLOY á heima hjá okkur
- Lyklasmíði og vörur
Í KÓPAVOGI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Breiðablik er enn með fullt hús stiga
eftir fimm umferðir í Pepsi Max-
deild kvenna í fótbolta. Blikar unnu
sannfærandi 4:2-heimasigur á KR í
gærkvöldi.
Þrátt fyrir að KR hafi komist yfir
strax á sjöttu mínútu var sigur
Breiðabliks ekki í neinni hættu. Eft-
ir markið herjuðu sóknarmenn Ís-
landsmeistaranna að marki KR, þar
til eitthvað varð undan að láta. Þeg-
ar flautað var til hálfleiks var
Breiðablik komið í 3:1 og með fjórða
markinu eftir klukkutíma leik gull-
tryggði Breiðablik sér enn einn sig-
urinn. KR lagaði stöðuna aðeins í
lokin, en sigur Breiðabliks var ekki í
hættu. Það segir allt sem segja þarf
að miðverðir KR voru bestu leik-
menn liðsins, þrátt fyrir fjögur mörk
fengin á sig.
Gæðin of mikil hjá Blikum
Gæðin hjá Breiðabliki voru ein-
faldlega of mikil fyrir KR. Ekki
bætti úr skák fyrir gestina að
Breiðablik skoraði tvö sáraeinföld
og keimlík mörk eftir hornspyrnur í
fyrri hálfleik. Kristín Dís Árnadóttir
sá um að skora þau með höfðinu af
stuttu færi og tvöfaldaði miðvörð-
urinn ungi markafjölda sinn í efstu
deild á sjö mínútum. Agla María Al-
bertsdóttir, Berglind Björg Þor-
valdsdóttir og Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir skipa illviðráðanlegt
sóknarþríeyki. Þar fyrir aftan eru
Alexandra Jóhannsdóttir og Hildur
Antonsdóttir eins og drottningar á
miðjunni og er vörnin sterk.
Það verður oft til þess að Sonný
Lára Þráinsdóttir hafi lítið að gera í
markinu, en hún var áberandi í gær.
Hún hefði getað gert mun betur í
báðum mörkum KR, en í bæði skipt-
in var hún afar sein í sínum aðgerð-
um. Betra lið en KR hefði getað refs-
að fyrir mistök Sonnýjar og
Breiðablik misst af stigum.
Það virðist vera nokkuð ljóst að
Valur og Breiðablik eru töluvert
betri en önnur lið deildarinnar. Þau
skiptast á sannfærandi sigrum á
meðan liðin í kring missa af stigum.
Bæði lið eru nú með 15 stig og búin
að skora 17 mörk, en Breiðablik er
búið að fá á sig fjögur og Valur að-
eins þrjú. KR-liðið reyndi hvað það
gat og gerði vel í að skora tvö mörk á
Kópavogsvelli. Tímabil KR veltur
hins vegar ekki á leikjum á móti lið-
um eins og Breiðabliki, heldur öðr-
um liðum í neðri hluta deildarinnar.
Að sama skapi má Breiðablik ekki
misstíga sig á móti liðum eins og
KR.
Breiðablik sannfærandi
þrátt fyrir áfall í byrjun
Blikar enn með fullt hús eftir sigur á KR Kristín tvöfaldaði markafjöldann
Morgunblaðið/Hari
Mark Kristín Dís Árnadóttir lyftir höndum og fagnar öðru af tveimur mörkum sínum fyrir Breiðablik í gær.
0:1 Ásdís Karen Halldórsdóttir 6.
1:1 Kristín Dís Árnadóttir 30.
2:1 Karólína L. Vilhjálmsdóttir 32.
3:1 Kristín Dís Árnadóttir 37.
4:1 Berglind B. Þorvaldsdóttir 63.
4:2 Hlíf Hauksdóttir 71.
I Gul spjöldEkkert.
MM
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki)
BREIÐABLIK – KR 4:2
M
Agla María Albertsdóttir (Breiða.)
Karólína L. Vilhjálmsdóttir (Brei.)
Berglind B. Þorvaldsdóttir (Breið.)
Alexandra Jóhannsdóttir (Breið.)
Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR)
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson 7.
Áhorfendur: 412.
Ekki er komin niðurstaða í máli Björgvins Stefánssonar,
framherja KR í knattspyrnu, en Klara Bjartmarz, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælum sem hann viðhafði í
lýsingu á Youtuberás Hauka á leik Hauka og Þróttar
Reykjavíkur í Inkasso-deild karla í knattspyrnu um síð-
ustu helgi, til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.
Aga- og úrskurðarnefndin kom saman á vikulegum
fundi í gær. Halldór Frímannsson, annar af varafor-
mönnum nefndarinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær
að mál Björgvins væri enn í ferli hjá aga- og úrskurð-
arnefndinni.
Þeir aðilar sem að málinu koma, Björgvin, Þróttur og
Haukar, fá tækifæri til leggja fram sín gögn í málinu og á næsta fundi aga-
og úrskurðarnefndarinnar eftir viku ætti að liggja fyrir niðurstaða varð-
andi þetta mál.
Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val og Sölvi Geir Ottesen úr Víkingi voru
úrskurðaðir í eins leiks bann en báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið í 6.
umferð Pepsi Max-deildarinnar. sport@mbl.is
Niðurstaða fæst eftir viku
Björgvin
Stefánsson
Spænska lögreglan hefur handtekið knattspyrnumenn
og stjórnarmenn úr efstu deildum Spánar vegna rann-
sóknar á ólöglegri hagræðingu úrslita.
„Aðgerðir lögreglu koma í kjölfar ábendinga um
mögulegt veðmálasvindl vegna leiks í maí 2018 í La
Liga,“ sagði talsmaður La Liga, efstu deildarinnar á
Spáni. Átta leikir til viðbótar eru til skoðunar vegna
gruns um hagræðingu úrslita.
Spænska blaðið El Periódico hefur nafngreint nokkra
hinna handteknu en þar á meðal eru Raúl Bravo, fyrr-
verandi leikmaður Real Madrid, Borja Fernández úr
Real Valladolid sem nýverið tilkynnti að ferlinum væri
lokið, Carlos Aranda, fyrrverandi leikmaður nokkurra félaga í 1. deildinni,
og Inigo López, leikmaður Deportivo La Coruna. Þá hafa Agustín Lasaosa,
forseti Huesca sem féll úr efstu deild í vor, og Juan Carlos Galindo Lanuza,
yfirmaður sjúkrateymis félagsins, verið handteknir. sport@mbl.is
Þekktir menn teknir höndum
Raúl
Bravo
Þórey Rósa Stefánsdóttir, leik-
maður Fram og íslenska landsliðsins í
handknattleik, lék sinn 100. landsleik í
gær gegn B-landsliði Noregs. Hún er
áttunda konan til að leika 100 lands-
leiki fyrir Íslands hönd. Hinar eru:
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Arna
Sif Pálsdóttir, Berglind Íris Hans-
dóttir, Dagný Skúladóttir, Hanna
Guðrún Stefánsdóttir, Hrafnhildur
Ósk Skúladóttir og Rakel Dögg
Bragadóttir. Hrafnhildur Ósk á flesta
landsleiki, 170. Arna Sif er önnur með
148 leiki. Hún og Þórey Rósa eru þær
einu í 100 leikja klúbbnum sem leika
með landsliðinu um þessar mundir.
Arnór Ingvi
Traustason og
samherjar hans í
Malmö náðu í gær
sex stiga forskoti
á toppi sænsku úr-
valsdeildarinnar í
knattspyrnu eftir
2:1 sigur gegn
Sundsvall á
heimavelli. Var þetta tíundi leikur
Malmö í röð án taps en liðið hefur unn-
ið átta og gert tvö jafntefli í síðustu tíu
deildarleikjum sínum.
Arnór Ingvi lék allan tímann á miðjunni
hjá Malmö en hann hefur spilað alla
tólf deildarleiki liðsins og hefur í þeim
skorað tvö mörk.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, neitar algjörlega þeim orð-
rómi að hann yfirgefi Liverpool í sum-
ar til að taka við þjálfarastarfinu hjá
Juventus. Í síðustu viku fullyrtu nokkr-
ir ítalskir fjölmiðlar að Pep Guardiola
væri á leið til félagsins. Enginn fótur
var fyrir þeirri frétt.