Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 12
E flaust muna margir eftir Birni Stef- ánssyni úr eftirminnilegu hlutverki sem fíkill í Lof mér að falla og ekki síður úr Elly þar sem hann bæði lék og mundaði kjuðana. Enn aðrir muna eftir honum sem trommara í Mínus; þungarokkshljómsveit sem gerði það gott um aldamótin. Björn var svo liðtækur á trommur að hann var eitt sinn valinn fjórði besti tromm- ari heims af virtu tónlistartímariti. Hápunkt tónlistarferilsins segir hann vera þegar Mínus hitaði upp fyrir Metallicu í Egilshöll árið 2004 en Björn segir þá vera í guðatölu. En Mínus-árin tilheyra nú fortíðinni. Síðustu ár hefur Björn helgað sig leiklistargyðjunni. Hann er fastráðinn leikari hjá Borgarleikhús- inu en hefur auk þess tekið að sér hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þessi 38 ára gamli leikari og tónlistarmaður hefur lifað tím- ana tvenna; föðurmissir og alkóhólismi hafa verið verkefni að glíma við. Við setjumst niður í ró og næði í Borgarleik- húsinu og förum yfir stöðuna. Lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt en eftir stendur sterkari maður sem í dag er búinn að finna sína hillu og veit hvað hann vill. Trommuleikari eins og ég Björn segist hafa alist upp víða, þó helst í Breið- holti og Mosfellssveit. Blaðamaður byrjar á því að spyrja hvernig krakki hann hafi verið. „Ég var mjög rólegt barn. Mamma talaði um að ég hefði verið besta barnið hennar en það var bara af því ég kvartaði ekki mikið. Ég gat verið einn að leika mér en þegar ég var fimmtán ára fór ég að láta í mér heyra; fór í pönkhljómsveit og fann rokkið í mér,“ segir Björn. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og pabbi minn lést þegar ég var tólf. Þetta var mjög skrítinn tími og ég átti erfið unglings- ár,“ segir hann en faðir hans lést úr krabba- meini aðeins 46 ára. „Hann var mjög vel liðinn af öllum; var trommuleikari eins og ég og spilaði með hljóm- sveitinni Dátum og með Ragga Bjarna í heil 15 ár og fór svo í fyrirtækjarekstur. Hann hét Stefán Jóhannsson og var mjög góður maður. Það var erfitt að missa hann úr lífi sínu,“ segir Björn, sem hafði dvalið mikið hjá honum um helgar. „Pabbi flutti svo til Siglufjarðar til æsku- stöðva sinna árið 1991 og dó ári síðar. Hann var ekki tilbúinn til að fara. Ég sá í augunum hans á spítalanum þennan ótta; að hann var ekki tilbú- inn til að deyja,“ segir Björn og bætir við að hann hafi náð að dvelja sumarlangt með föður sínum á Siglufirði fyrir lát hans. Hann segir föður sinn ekki hafa kennt sér á trommur en eftir dauða hans erfði Björn trommusettið hans. „Hann gaf mér fyrstu trommukjuðana og æfingaplatta þannig að hann vissi að ég sýndi þessu áhuga. Á leiðinu hans eru trommukjuðar frá árinu 2003 sem notaðir voru á Mínustónleikum og eru þeir orðnir vel veður- barnir,“ segir Björn og segist í seinni tíð hafa far- ið að horfa til baka og gera upp fortíðina. „Þetta var svo óraunverulegt allt saman þeg- ar hann dó. Svo er tekið allt öðruvísi á þessum málum í dag en þá; það var meiri harka. Eftir á að hyggja held ég að fólk hafi ekki vitað hvernig það átti að haga sér,“ segir Björn sem á þessum tíma bjó hjá móður sinni og stjúpa. Skammast mín ekki lengur „Ég ólst upp við alkóhólisma á heimilinu. Ég man þegar ég var lítill þá gat ég ekki beðið eftir að verða fullorðinn til að geta komist í burtu. Þetta voru furðulegar uppeldisaðstæður; að vera orðinn föðurlaus og vera á heimili þar sem alkóhólismi umlykur heimilið. Þótt það hafi ekki alltaf verið drykkja, þá vissi ég aldrei hvernig ástandið var heima hjá mér. Maður lærði bara að halda sig til hlés ef það leit út fyrir að allt myndi fara í rugl. Fósturfaðir minn var alltaf að reyna að vera edrú en sótti alltaf aftur í drykkj- una og samband hans við mömmu var afar brösótt. Á endanum fjaraði samband þeirra út og hann dó svo á endanum úr alkóhólisma fyrir ekki svo löngu. Ég söng í jarðarförinni hans og mér þótti mjög vænt um það,“ segir Björn og nefnir að uppvaxtarárunum hafi fylgt mikill kvíði. „Ég man ekkert mikið af æskunni; maður lokast. Svo þegar ég opna á það á fullorðins- árunum koma verkefnin í hrönnum,“ segir Björn hugsi. „Ég passa upp á það í uppeldi barna minna hvað þau upplifa og sjá, því sumt er ekki tíma- bært. Það var ekki þannig í mínu uppeldi og ég varð vitni að ýmsu misjöfnu sem var svo aldrei rætt eða útskýrt. Því fylgdi að ég svaf illa og var með kvíða sem ég vissi ekki hvað var. Ég skildi það löngu seinna; hvað væri kvíði, þunglyndi og meðvirkni. Ég er ekki að hallmæla móður minni, hún gerði það besta sem hún gat,“ segir Björn og útskýrir að hann hafi flutt að heiman fjórtán ára. „Ég flutti til bróður míns. Hann var þá 22 ára og hefur alltaf verið mín föðurímynd. Við þurft- um svolítið að bjarga okkur. Ég hef ekki viljað tala mikið um þetta til að særa engan, en svona var þetta bara. Við búum sem betur fer í þannig samfélagi að nú er opnari umræða. Það var svo mikil skömm í kringum þetta þá en ég skamm- ast mín ekki lengur. Ég vil frekar tala um þetta ef það verður til þess að fleiri þora að tala um svona mál.“ Upplifði drauminn Fórstu sjálfur að drekka ungur? „Ég ætlaði aldrei að drekka. Ég ætlaði mér aldrei að verða eins og þessir alkóhólistar í kringum mig. Ég beið með það lengi að drekka og bróðir minn var mér mikil fyrirmynd og setti mér skýrar reglur; hvenær ég ætti að koma heim á kvöldin og að læra heima. Ég var alltaf í hljómsveitum og alltaf að spila á trommur. Þetta var lífið manns. Svo hófst rokklífernið um tvítugt. Hetjurnar mínar á þessum tíma voru hljómsveitargaurar í bönd- unum sem ég var að hlusta á og drykkja og partí voru bara eitthvað sem fylgdi þessu. Í Mínus fór ég að drekka ótæpilega og hafði ekki venjulegum skyldum að gegna, eins og að vera í háskóla. Ég var bara í hljómsveit,“ segir hann og bætir við að hann hafi aðeins smakkað áfengi á unglingsárunum en gefið hressilega í þegar hljómsveitarlífið hófst fyrir alvöru eftir tvítugt. „Við stofnuðum Mínus árið 1998 og unnum Músíktilraunir árið eftir. Það merkilega við þessa hljómsveit er að við vorum eiginlega paraðir saman af Kristjáni Frosta Loga- syni. Hann paraði uppáhaldshljóðfæra- leikara sína saman og við byrjuðum að æfa í svefnherberginu hans. Við vorum allir með sama takmark; það komst ekkert annað að. Allt annað en að vera í þessari hljómsveit varð að víkja. Takmarkið var að spila mús- ík; við fórum í Músíktilraunir með það markmið að vinna og vildum svo fara til útlanda og gefa út plötur,“ segir Björn og segir draumana hafa verið stóra frá byrjun. „Að vera í þannig hópi er ekki sjálfgefið. Ég þekki það að vera í hljóm- sveitum en þetta var allt annað. Það var æft alla daga og við héngum allt- af saman. Svo áður en viðLjósmyndir/Íris Dögg Einarsdóttir Mig langar ekki að fela neitt Hann er leikari og þungarokkari, trommari og fjölskyldumaður. Björn Stefánsson, oft nefndur Bjössi í Mínus, hefur nú stimplað sig inn í leikhúsheiminn. Hann stóð á tímamótum þegar Mínus-tímabilinu lauk og þurfti að taka ákvörðun og breyta lífi sínu. Nú hefur hann verið edrú í áratug, lært leiklist í Danmörku og sýnt og sannað að hann á heima uppi á sviði, og ekki bara á bak við trommurnar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2019 ’Ég man þegar ég varlítill þá gat ég ekki beð-ið eftir að verða fullorðinntil að geta komist í burtu. Þetta voru furðulegar upp- eldisaðstæður; að vera orð- inn föðurlaus og vera á heimili þar sem alkóhól- ismi umlykur heimilið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.