Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 28
Ég hef upplifað margt fallegt áferli mínum en það jafnastekkert á við það að sitja fyrir aftan þessa fimm menn í litlum sýn- ingarsal og fylgjast með þeim horfa á söguna sem tók okkur fimm ár að segja. Þeir grétu, ég grét. Þeir fögn- uðu, þeir héldust í hendur.“ Þannig komst kvikmyndaleik- stjórinn Ava DuVerney að orði í sjónvarpsþættinum CBS This Morn- ing á dögunum en ný mínísería eftir hana, When They See Us, kemur í heilu lagi inn á efnisveituna Netflix 31. maí næstkomandi. Þættirnir eru byggðir á sönnum atburðum en árið 1989 voru fimm táningar, Antron McCray, Kevin Richardson, Yusef Salaam, Ray- mond Santana og Korey Wise, tekn- ir höndum og ákærðir fyrir að hafa ráðist á og nauðgað kvenkyns skokkara í Central Park í New York. Allir eru þeir svartir, nema einn sem er af rómönsku bergi brotinn, og urðu fljótt þekktir sem „fimmmenn- ingarnir úr Central Park“. Geirfinnslykt af málinu Þrátt fyrir skort á áþreifanlegum sönnunargögnum voru þeir allir fundnir sekir fyrir dómi árið 1990 eftir að hafa gengist við glæpnum við yfirheyrslur. Allir voru þeir látn- ir lausir tólf árum síðar eftir að ann- ar maður játaði á sig glæpinn og DNA-rannsókn staðfesti að fimm- menningarnir áttu engan hlut að máli. Þeir héldu því alla tíð fram að lögregla hefði þvingað þá til falskra játninga. Geirfinnslykt af þessu öllu saman, hugsar eflaust einhver. „Þeir sáu sjálfa sig og þeir sáu hina,“ hélt DuVernay áfram að lýsa upplifun mannanna þegar þeir horfðu á þættina, sem eru fjórir tals- ins. „Þeir höfðu verið svo uppteknir af sinni eigin sögu og reynslu að það var mikil opinberun fyrir þá að skyggnast inn í líf hinna fjögurra og sjá hvað þeir og fjölskyldur þeirra gengu í gegnum.“ Auk þess að leikstýra kom Du- Vernay að handritsgerð og segir ekki hafa komið til greina að nota frasann „fimmmenningarnir úr Central Park“ í titli þáttanna. „Frá mínum bæjardyrum séð var það áskorun að kafa undir þennan merkimiða sem lögreglan, saksókn- ari og fjölmiðlar gáfu þeim. Ég vildi miklu frekar draga fram mennskuna í þessum drengjum og biðja áhorf- endur um að horfa framhjá merki- miðanum og sjá þá eins og þeir eru.“ Einn fimmmenninganna skoraði á leikstjórann Það var einn fimmmenninganna, Raymond Santana, sem hvatti Du- Vernay til að gera mynd um málið. Hún kveðst fá margar slíkar ábend- ingar en í þessu tilviki hafi hún ekki þurft að hugsa sig um lengi. Hún hafi alltaf tengt við þessa sögu enda sé hún á svipuðum aldri og piltarnir; var táningur á þessum tíma, að vísu ekki í New York heldur á vestur- strönd Bandaríkjanna, í Compton. New York-borg bað fimmmenn- ingana aldrei formlega afsökunar enda þótt þeim hafi verið greiddar miskabætur. „Peningar færa mönn- um ekki æskuna aftur. Þeir græða ekki opin fjölskyldusár,“ segir Du- Vernay. „Eftir því sem sögunni vind- Þeir grétu, ég grét! Í nýrri míníseríu, When They See Us, sem vænt- anleg er á Netflix, er fjallað um mál fimm táninga sem dæmdir voru árið 1990 fyrir að ráðast á og nauðga konu í Central Park í New York. Þeir reyndust saklausir og var sleppt 12 árum síðar. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2019 LESBÓK 130 ÁRA STABILA Afmælispakki frá Stabila - 4 hallamál SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS SJÓNVARP Breska leikkonan Suranne Jones kveðst bera djúpa virðingu fyrir persónunni sem hún leikur í nýjum þátt- um sem hófu göngu sína á Stöð 2 í vikunni, Gentleman Jack, en Anne Lister, sem kölluð hefur verið „fyrsta sam- tímalesbían“, var uppi fyrir um tveimur öldum þegar samfélagið hafði takmarkaðan smekk fyrir því að konur löðuðust að öðrum konum. „Hún vildi giftast konunni sem hún elskaði og talar um það í dagbókum sínum allt frá 16 ára aldri. Í mínum huga er það stórkostlegt að hún hafi vitað hver hún var,“ segir Jones í samtali við The Guardian og bætir við að þessi afstaða hafi verið mjög framandi snemma á nítjándu öldinni. „En spenn- andi. En hættulegt,“ segir Jones sem fengið hefur glimrandi dóma fyrir leik sinn. Leikur 19. aldar lesbíu Suranne Jones á rauða dreglinum. AFP KVIKMYNDIR Breska leikkonan Naomi Scott kveðst eiga auðvelt með að tengja við Jasmín prinsessu, sem hún leikur í nýju Disney-myndinni um Aladdín í leikstjórn Guys Ritchies, sem frum- sýnd var í vikunni. „Hún er uppáhalds Disney- prinsessan mín og ég fann til valds míns. Hún viðr- aði skoðanir sínar og vildi berjast fyrir rétti sínum til að ganga í heilagt hjónaband. Og í myndinni okkar gerir hún gott betur,“ segir Scott í samtali við breska blaðið The Independent. Hún segir Jas- mín tala beint inn í hið femíníska andrúm samtím- ans og hún sé konum mikil hvatning enda finnist þeim þær oft verða að leggja tvöfalt meira á sig en karlar til að ná árangri. Talar inn í femínískt andrúm samtímans Naomi Scott er rísandi stjarna, 26 ára. AFP David Lee Roth og Eddie Van Halen. Hoppað inn í 21. öldina ROKK Hollenski upptökustjórinn og skífuþeytarinn Armin Van Buu- ren tók sig til á dögunum og endur- hljóðblandaði einn af erkismellum eitís-tímans, Jump með Van Halen. Van Buuren segir verkið hafa verið mikla og kærkomna áskorun enda ekki hlaupið að því að flytja lög 36 ár fram í tímann, þannig að þau eigi erindi. Hann er þó ánægður með af- raksturinn og David Lee Roth, söngvari Van Halen, tekur í sama streng í samtali við tímaritið Roll- ing Stone: „Þetta er fyrsta skrefið í átt að heimsfriði.“ Jump er vinsælasta lag Van Ha- len frá ferli sem spannar meira en fjörutíu ár en það náði efsta sæti Billboard-listans á sínum tíma. ROKK Framleiðslufyrirtækið Caesars Entertainment vinnur nú að söngleik, ellegar rokkóperu, sem byggist á lögum hins ólseiga rokkbands ZZ Top og standa vonir til þess að hann verði frumsýndur í Las Vegas á næsta ári. Þremenningarnir í bandinu eru með í ráðum og rokkvefurinn Blabbermouth hefur eftir Billy Gibbons gítarleikara að þeir séu afar spenntir fyrir verkefninu og hlakki til að heyra tónlist sína í nýju sam- hengi. „Aðdáendur segja reglulega við okkar að við höfum útvegað „sándtrakkið“ að lífi þeirra og þetta fellur mjög vel að þeirri hugsun,“ segir Gibbons sem verður sjötugur seint á þessu ári. Einn framleiðenda, Prem Akkaraju, segir upplagt að bræða goðsagna- kennda músík ZZ Top saman við Texas-útgáfu af Robin Hood og að óteljandi tækifæri verði fyrir áhorfendur á öllum aldri að skella upp úr. „Þetta verður sturlað.“ ZZöngleikur í Las Vegas

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.