Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Síða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2019 Svífandi göngustígur Með mikilli fjölgun ferða-manna hér á landi á síð-ustu árum hefur myndast þörf fyrir að vernda þá ferða- mannastaði sem illa mega við átroðn- ingi. „Við sáum mikla þörf fyrir stíga þar sem náttúran er undir miklu álagi og umhverfið er slíkt að maður vill ekki hrófla við því líkt og gerist þegar lagðir eru stígar sem eru til dæmis malbikaðir eða úr timbri,“ segir Birg- ir Þ. Jóhannsson arkitekt sem, ásamt brúarverkfræðingnum Laurent Ney, hefur hannað svokallaða svífandi göngustíga sem eiga að koma í veg fyrir ágang ferðamanna á við- kvæmum svæðum í náttúru Íslands. Svokallaðar jarðvegsskrúfur eru notaðar sem undirstöður fyrir álplöt- ur sem á þeim liggja og lágmarka þannig snertipunkta vegarins við jörðina. Birgir segir burðargetu platnanna mikla og geta verið allt að sex metrar á milli skrúfna. Stígurinn er því upplyftur og hefur lágmarks- áhrif á þann jarðveg sem liggur und- ir. „Auðvelt er að breyta stígnum eða færa hann eftir þörfum og þegar slíkt er gert er jörðin nánast ósnert und- ir,“ segir Birgir. Hann segir enn- fremur að álplöturnar séu mjög end- ingargóðar, framleiðsla þeirra hagkvæm og þær endurvinnanlegar. Stígurinn nýtist vel þegar hann er lagður yfir ójafnt landssvæði þar sem álplöturnar eru sléttar og auðvelt að ganga á þeim. „Stígurinn býður upp á aðgengi fyrir hjólastóla að náttúru- perlum auk þess sem áloxíð hálku- vörn er borin á stíginn sem kemur í veg fyrir hálku. Hann er því öruggari en til dæmis timburstígur.“ Ennfremur gerir hönnun stígsins mönnum kleift að leggja hann á svæðum þar sem að öðrum kosti væri erfitt eða ekki hægt að ganga. Birgir segir tilvalið að leggja stíginn yfir hraun, mýrlendi eða við hveri og seg- ir hann ýmis svæði á landinu henta vel í því skyni. Frumgerð stígsins var lögð í Hveradölum og þar var hægt að leggja hann í nálægð hvers þar sem dæmi voru um að fólk hefði meiðst vegna virkni hans og svæðið því hættulegt, að sögn Birgis. Hægt er að leggja handrið við stíg- inn auk þess að lýsa hann upp. Þá geta snjómokstursvélar nýst við að hreinsa stíginn ef þess þarf. „Stíg- urinn fellur vel inn í umhverfið svo inngripið sem fylgir lagningu hans er lítið útlitslega séð,“ segir Birgir. Hann segir stíginn byggjast á hönn- un sem eigi sér engan líka. Svífandi göngustíg- ur í Hveradölum. Úr einkasafni Svífandi göngustígar eru ný og umhverfisvæn tegund stíga sem ætlað er að vernda við- kvæmar náttúruperlur fyrir átroðningi auk þess að auðvelda aðgengi að þeim. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Upphaflega var verkefni Birgis og Ney styrkt af Tækniþróun- arsjóði til tveggja ára. Styrkur- inn var nýttur til að þróa hönn- un stígsins og prófa mismun- andi útgáfur hans. Afraksturinn var 20 metra langur stígur sem lagður var í Hveradölum síð- asta sumar. Landeigendur í Hveradölum voru ánægðir með afraksturinn og sóttu því um styrk hjá Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi á svæðinu með lagningu svífandi stíga. Styrkurinn var veittur í mars síðastliðnum og hljóðar upp á 29,8 milljónir króna. Styrkinn er hægt að nýta til að leggja u.þ.b. 100 metra langan stíg á svæðinu og hægt að nýta sér- staka eiginleika hans til að kom- ast nær hverunum en hægt væri með hefðbundnum stígum. Fengu styrk til verksins Nú væri sennilega frábær tími til að takaskófluna af Ragnari Önundarsyni svohann hætti að grafa sig dýpra og dýpra. Það er hreinlega ekki einleikið hvað hann er mikill sérfræðingur í að sýna hæfni sína í mannlegum samskiptum. Eða ekki. Sérstak- lega þegar kemur að einum þingmanni. Það byrjaði á því að honum fannst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, ekki gefa rétt mynd af sér sem stjórnmálamanni á Facebook. Eins og hún væri að senda skilaboð. Tímasetningin var einstak- lega merkileg, í miðri #metoo-umræðinni. Í kjölfarið lifnaði myllumerkið #ekkiveraragnar. Þetta var ekki nóg fyrir okkar mann. Hann fann sig knúinn í vikunni til að greina áhrif próf- kjöra á stjórnmálin með þeim hætti að „glæsi- legasta konan væri varaformaður og sætasti krakkinn væri ritari“. Sætasti krakkinn er ein- mitt Áslaug Arna, sem er reyndar á svipuðum aldri og Ragnar var þegar hann varð banka- stjóri. Ferli hans í viðskiptum lauk reyndar í obbolitlu samráði. En það er önnur saga. Einhver hefði haldið að nú væri þetta komið gott. En, nei, ekki alveg. Áslaug fór í viðtal í hlaðvarpi og sagði þar að metnaður sinn í stjórnmálum stæði til þess að verða forsætis- ráðherra. Svona einhvern tímann í framtíðinni. Þetta finnst Ragnari ómögulegt. Þeir sem sækjast eftir frama svona ungir eiga ekki að fara á þing. Þeir eiga að fara til sálfræðings. Enda að mati Ragnars algjörlega fáránlegt að einhver láti sig dreyma um frama á þessu sviði. Kannski væri þetta fyndið ef Ragnar væri bara einn í þessu. En það er því miður enginn skortur á kallpungum sem vita allra best hvað er að í þessu þjóðfélagi og búa einmitt yfir lausnunum. Sem væri heppilegt ef þeir hefðu ekki sjálfir verið bara mjög virkir í stjórnmálum og viðskiptum. Með umdeilanlegum árangri. Annar sérfræðingur var á því að eina vonin væri að kalla til hóp af útrunnum stjórnmála- mönnum því þessir krakkar réðu ekkert við þetta. Það var skömmu áður en einhverjir merkilegustu kjarasamningar síðari ára litu dagsins ljós. Þetta hefur ekkert með aldur að gera. Miklu frekar viðhorf sem virðist þrungið af biturð og reiði yfir því að hafa ekkert með málin að gera. Sumum finnst eins og allt hafi verið betra í gamla daga. Það var sól á sumrin og alltaf hvít jól. Það reyndar stenst ekki en þannig er það í minningunni. Og hjá sumum hefur nánast allt verið á leiðinni lóðbeint til helvítis síðan þeir hættu að hafa einhver völd og áhrif. Þá myndi ég halda að það væri skynsamlegt að reyna að rifja upp hvernig var að vera ungur. Spenntur og óþolinmóður yfir að fá tækifæri og fullur af nýjum og spennandi hugmyndum. Vilja breyta og bæta og gera samfélagið nútímalegra, opnara og lýðræðislegra. Það vill nefnilega svo til að þessum yngri kyn- slóðum, sem fara svona í taugarnar á þessum mönnum (því þetta eru nánast alltaf karlar), hefur að mörgu leyti tekist þetta. Þær hafa nýtt sér þau tækifæri sem þær hafa fengið og náð að auka jafnrétti, fordómaleysi og gegnsæi. Svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst það nú bara býsna gott hjá þess- um krakkabjánum. ’Þannig tókst einum að spá þvíað ríkisstjórnin myndi klúðraöllu í kjarasamningum af því ráð-herrarnir væri svo ungir og reynslu- lausir. Jafnvel þótt meðalaldur þeirra sé tæp 50 ár og samanlögð þingreynsla þeirra rúm 100 ár. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is #ekkiverakallpungur Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.