Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2019
AÐ SOFA BETUR OG LÍÐA BETUR ER OKKUR ÖLLUM DÝRMÆTT
HEILSUDAGAR Í BETRA BAKI
ÖLL HEILSURÚM OG KODDAR MEÐ 20% AFSLÆTTI
Svefn er undirstaða heilsu, langlífis, hreystis og lífshamingju. Rétt dýna
skiptir sköpum fyrir svefngæði. Komdu á heilsudaga í Betra Baki og
finndu dýnuna sem skilar þér fullkomnum nætursvefni.
n Náðir þú 8 klukkustunda svefni í
nótt? Komdu í Betra Bak, leyfðu
okkur að hjálpa þér að finna
réttu dýnuna og njóttu þess að
vakna tilbúin/n í daginn.
n Vissir þú að svefn getur haft
áhrif á þol þitt og úthald? Á
heilsudögum finnur þú dýnuna
sem hentar þér hvort sem þú vilt
hafa hana mjúka eða stífa.
VERÐDÆMI
Tilboð 186.600 kr.
TEMPUR ORIGINAL
OG TEMPUR CLOUD
90 x 200 cm með
Comfort botni og fótum.
Fullt verð: 233.250 AFSLÁTTUR
20%
HEILSUDAGAR!
Tilboð 254.976 kr.
160 x 200 cm með Comfort botni og fótum.
Fullt verð: 318.720
Cavallo heilsu-
dýnan er upp-
byggð til að veita
hámarksslökun
og hvíld í svefni.
Fimm svæða
pokagormakerfið er
stífara á mjaðmasvæði og
mýkra á axlasvæði. Cavallo er
gerð úr 100% náttúrulegum efnum
og inniheldur m.a. hrosshár í efsta yfirlagi.
Steyptir hliðarkantar dýnunnar gefa 25%
meira svefnsvæði.
SERTA CAVALLO
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
Dillandi þjóðlagatónlist og fjörugir þjóðdansar munu
senn fylla gamla niðursuðudósaverksmiðju í Borgar-
túni en þjóðlagahelgin Vaka verður haldin í fimmta
sinn um næstu helgi. Hátíðin hefst föstudagskvöldið
31. maí og stendur fram á sunndaginn 2. júní.
Að sögn aðstandenda er markmið hátíðarinnar að
styrkja þjóðlagatónlistarsenuna á Íslandi með því að
stefna saman hljóðfæraleikurum, söngvurum og döns-
urum til þess að deila tónum og sporum í húsnæði
tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. Tvennir tón-
leikar verða haldnir á hátíðinni, föstudags- og laugar-
dagskvöld, þar sem fram koma: Ragnheiður Gröndal,
Skuggamyndir frá Býsans, Voces Thules, Umbra,
Funi, Mandólín og Gýa. Að tónleikum loknum á
laugardagskvöldinu verður slegið upp þjóðdansaballi
við lifandi hljóðfæraleik. Á laugardeginum og sunnu-
deginum verður hægt að sækja vinnustofur þar sem
kenndir verða evrópskir þjóðdansar, íslenskir sagna-
dansar, fiðlulög frá Hjaltlandseyjum og fleira.
Þjóðlagahátíðin Vaka var fyrst haldin á Akureyri
árið 2014 en er nú haldin í höfuðstaðnum í fyrsta
sinn.
Ragnheiður
Gröndal kemur
fram á hátíðinni.
Morgunblaðið/Ómar
Dillandi þjóðlagatónlist
Þjóðlagahelgin Vaka verður haldin í fimmta sinn um næstu helgi. Tvennir
tónleikar fara fram, þar sem fram koma Ragnheiður Gröndal og fleiri.
„Fyrsti kappleikur Reykjavík-
urmótsins fór þannig, að Valur
vann Víking með 5 mörkum
gegn 1. Óhætt er að fullyrða að
meiri hluti þeirra 3.000 áhorf-
enda sem á vellinum voru hafi
orðið fyrir vonbrigðum, því leik-
urinn var alt annað en skemti-
legur, þegar undanskildar eru
fyrstu 20 mínútur fyrri hálf-
leiks.“
Þannig hófst umsögn um
fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í
knattspyrnu í Morgunblaðinu
vorið 1939. Synd væri að segja
að leikmenn Víkings hafi heillað
blaðamann en hann hélt áfram:
„Leikurinn sýndi að Vals-
menn eiga nú sterkara lið, en
nokkru sinni fyr og að Víkingar
hafa enn ekki lært þá góðu og
nauðsynlegu reglu, að missa
ekki kjarkinn, þótt liðið sje í tapi,
en þeir eyðilögðu leikinn bæði
fyrir sjálfum sjer og áhorfendum
með því að gefast upp eftir að
þeir höfðu fengið fyrsta mark-
ið.“
Þó var smá von: „Víkingar
virðast hafa grautað í of mörg-
um „systemum“, en sjálfsagt á
hinn nýi þjálfari þeirra, Buchlob,
eftir að kenna þeim mikið. Hann
hefir aðeins dvalið hjer í 10 daga
og því ekki haft tækifæri til að
kenna þeim neitt enn.“
GAMLA FRÉTTIN
Eyðilögðu
leikinn
Lið Víkings sumarið 1939. Það átti sitthvað ólært, að mati Morgunblaðsins.
Ljósmynd/Víkingur söguvefur
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Elton John
tónlistarmaður
Taron Egerton
kvikmyndaleikari
Jóhannes Karl Guðjónsson
knattspyrnuþjálfari