Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.5. 2019 Þ essu lauk öllu laugað í táraflóði.“ Þann- ig hljómaði yfirskrift Daily Mail um tilkynningu May forsætisráðherra um afsögn, en hún gat ekki leynt því hversu illa brotin hún er. Mail hafði lengi stutt tillögu for- sætisráðherrans um það hvernig standa skyldi að ákvörðun bresku þjóðarinnar um að yfirgefa Evrópu- sambandið. Tillagan eina Sú tillaga endaði þó sem endemistillaga. May sagði hana vera allt í senn: „Fyrsta tillagan, síðasta tillagan, eina tillagan og langbesta tillagan í málinu og eina til- lagan sem ESB samþykkti. Þegar einhver hefur komið sér upp svo einstakri tillögu, sem er svo kolfelld í þinginu, þá á sá sami, þótt forsætisráðherra sé, enga aðra leið en að fá hana borna upp aftur og aftur, ein- ungis til að fá hana fellda með ósköpum á ný. Andastaðan við tillöguna hafði vissulega minnkað nokkuð á þessari skrítnu vegferð ráðherrans sem þing- forsetinn sjálfur hafði ítrekað sagt að hæpið væri að stæðist lög eða þingskaparvenjur. Óþekkt væri í þings- ögunni að bera í sífellu upp sömu tillöguna og horfa fram hjá því að hún hefði nýverið verið felld og reyndar með fáheyrðum meirihuta. Eftir þriðju hrakför May með þennan málatilbúnað töldu flestir ljóst að þeim kafla væri lokið. May fór hvað eftir annað með bein- ingapottlok sitt til forystumanna í Brussel og þeir nið- urlægðu hana pínulítið meir í hverri ferð. Það var ekki aðeins ljót sjón lítil að horfa upp á, heldur með öllu óskiljanlegt út frá þeirra sjónarhorni horft. Og nú síðast fyrir tveimur vikum, eftir að hún kom enn tómhent og sneypt frá byttum og burgeisum í Brussel, tilkynnti May í örvæntingu sinni að nú myndi hún enn leggja tillögu sína fyrir þingið. En nú var mæl- irinn í London orðinn jafnfullur og æðstistrumpur í Brussel er að jafnaði. Jafnvel langavitleysa þarf að enda Forsætisráðherrann sagði reyndar að nú yrði hin margfellda tillaga lögð fram í breyttri mynd og þær breytingar væru bæði djarfar og umfangsmiklar! Fáir tóku þó þetta tal alvarlega því engar vísbend- ingar höfðu borist frá Brussel um meiri sveigjanleika eða hjálp við örvæntingarfullan forsætisráðherra í húsi númer 10 við Öngstræti. Og á daginn kom að það eina sem gerst hafði var að ofið hafði verið inn í og utan um það sem fyrir var hald- lausri froðu og flúri í formi setninga sem bundu engan en virtust horfa til óskalista hinna ýmsu þingmanna- hópa. Var látið að því liggja að þetta flúr gæti hugsanlega breyst í eitthvert tilbrigði við raunveruleikann ef meiri- hluti þingsins fengist nú til að samþykkja gömlu, góðu tillöguna frá frú May, sem væri jú eina tillagan, sú besta … Nú var öllum lokið, vinum sem fjandmönnum Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, gein ekki við þessari flugu þótt þessir viðbótarþræðir hefðu verið hnýttir við hana og einn tveir glimmerþræðir aðr- ir. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skota, hafnaði bænarkvaki frú May. Sturgeon heimtar nú nýtt þjóðaratkvæði um sjálfstæði Skotlands sem þýðir í raun að hún virði ekki atkvæðagreiðsluna sem fór fram fyrir skömmu og hafn- aði sjálfstæði. Og um leið hamast hún við að eyðileggja niðurstöðuna fyrir þeim sem unnu atkvæðagreiðsluna um ESB í Bretlandi öllu. Þetta eru skrítnir pappíarar. En það sem miklu verra var fyrir May forsætisráð- herra var það að þeir þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu í vandræðaganginum látið sig hafa að kjósa með May í þriðju tilraun hennar lýstu því yfir að þessi enda- leysa væri orðin ögrun við heilbrigða skynsemi. Og þar með varð öllum ljóst að leiknum var lokið þótt farist hefði fyrir að flauta hann af. Þegar sagt er „öllum“ verð- ur að taka fram að May forsætisráðherra var þó seinust til að fylla þann hóp. Hið sökkvandi skip flúið Nú tóku ráðherrar að segja af sé hver af öðrum eða gefa til kynna að afsögn þeirra væri yfirvofandi. Þeir ráðherrar sem gegndu veigamestu ráðherraembættum óskuðu tafarlaust eftir fundi með forsætisráðherranum og talið var víst að þeir myndu segja henni sitt sameig- inlega álit, að nú gæti hún ekki lengur þráast við. May leysti þá stöðu með því að neita helstu ráðherr- um sínum um viðtal! Fréttir allra fjölmiðla snerust samstundis upp í það hvar forsætisráðherrann hefði girt sig af og hvar hann væri í felum. Sumir þeirra héldu helst að Theresa May væri komin ofan í hið gamla og sögufræga stríðsbyrgi Churchills, (Cabinet war rooms) sem er í örskotsfæri frá heimili og skrifstofu hennar. Nú þótti svo komið að líklegast hefði May klúðrað sínu síðasta tækifæri til að hverfa úr forystu flokks síns með sæmilegri reisn. Nú er talið að á þessari ögur- stundu hafi hennar besti trúnaðarvinur (jafnvel eini), eiginmaðurinn, sagt henni að nú hefðu allar und- ankomuleiðir lokast. Lokapunktur Hún tilkynnti því fyrir dyrunum númer 10 í Downings- træti að hún myndi segja af sér sem leiðtogi hinn 7. juní næstkomandi. Hún mun því ná að taka á móti Donald Trump sem kemur senn í opinbera heimsókn til Bret- lands. Trump, sem lengi hefur látið sitt vaða hvað sem ímynduðum kurteisisvenjum líður, hafði fyrir nokkru gefið til kynna að May ylli ekki hlutverki sínu og að Boris Johnson ætti að taka við, enda væri hann góðvin- ur sinn. Það verða því ekki endilega fagnaðarfundir þegar May gestgjafi tekur á móti forseta Bandaríkjanna. En hinu verður ekki neitað að Trump notaði sína fyrstu daga í embætti til að sýna May sóma. Á meðan Obama hafði hótað Bretum að setja þá aftast í röð þjóða sem vildu gera viðskiptasamninga við Bandaríkin sagði Trump eftir að hann kom í Hvíta húsið að Bretar mættu vænta góðra samninga við Bandaríkjamenn fljótt og vel. May hljóp hins vegar ætíð til og um borð í þá vagna sem fjandskaparmenn forsetans óku af stað í Evrópu. Það var með eindæmum heimskulegt. Virtist hún telja að vinum væri helst að mæta í Brussel þar sem hún hefði verið yfirlýstur andstæðingur útgöngu fyrir þjóðaratkvæðið. Dómgreind hennar þá brást eins og jafnan endra- nær. Cameron fyrirrennari hennar, sem einnig barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og sveik þar með æskuhugsjónir sínar, fékk heldur betur trakter- ingarnar frá útbelgdum búrókrötum þar í „samninga- Löng sverð og högg- þung betri í pólitískum skylmingum en langt nef og sultardropar Reykjavíkurbréf24.05.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.