Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 3. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  129. tölublað  107. árgangur  ÁHUGAMÁLIN FÓTBOLTI, KAJAK OG ÚTIVIST LJÓÐ UM UMBROTA- TÍMA ÞÓR ER NÝR FORMAÐUR LANDSBJARGAR REGNTÍMABILIÐ 28 VIÐTAL 6FIMMTUGUR FORMAÐUR 22 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Isavia þarf röskan milljarð á ári í framkvæmdafé til að halda við og bæta innanlandsflugvelli og flug- stöðvar en fær rétt um helming þess á samgönguáætlun. Viðhaldi hefur verið of lítið sinnt í mörg ár og uppsöfnuð viðhaldsþörf er að minnsta kosti fimm milljarðar, að sögn framkvæmdastjóra hjá Isavia. „Við höfum aðeins fé til að holu- fylla og til að gera við sprungur í malbiki. Ástandið er orðið hættu- legt,“ segir Sigrún Björk Jakobs- dóttir, framkvæmdastjóri flug- vallasviðs Isavia. Hún segir að auk þess sem bæta þurfi í almennt við- hald sé þörf á að byggja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og byggja við flugstöðina á Akureyri. Sameina á rekstur innanlandsflugvallanna og Keflavíkurflugvallar í byrjun næsta árs, samkvæmt tillögu í fjármálaáætlun ríkisins. Sigrún segir að það verði kostnaðarsamt verkefni fyrir Isavia að taka við innanlandsflugvöllunum, miðað við þá miklu viðhaldsþörf sem safnast hefur upp. Segir hún að ef gjaldtaka verði samræmd til að standa undir framkvæmdum muni þurfa að hækka gjöld á flugfélögum sem sinna innanlandsflugi og óttast hún að hækkun flugfargjalda muni leiða til fækkunar farþega. „Það þarf að horfa á þessa hluti í samhengi. Ætlum við að hafa inn- anlandsflug og hvað þurfum við að gera til að það gangi?“ segir Sig- rún Björk. » 14 Fimm milljarða viðhaldsþörf  Verður kostnaðarsamt verkefni fyrir Isavia að taka við rekstri innanlandsflug- vallanna segir framkvæmdastjóri  Viðhaldi lítt sinnt og ástandið orðið hættulegt Anna Kristín Bang Pétursdóttir, sigurvegari koddaslagsins á Hátíð hafsins, sést hér fleygja skop- myndateiknaranum Hugleiki Dagssyni í sjóinn eftir harða baráttu. Hátíð hafsins var haldin í gær í tilefni sjó- mannadagsins og var koddaslagurinn einn af fjöl- mörgum viðburðum hennar. Sólin skein á sjó- mannadaginn en sjórinn hefur þó áreiðanlega verið í kaldara lagi, ef marka má svip skopmyndateikn- arans sem fellur á svo þokkafullan hátt í hafið. Þessi ljósmynd gæti jafnvel veitt honum innblástur að nýrri teikningu. » 11 Morgunblaðið/Hari Þokkafullt fall skopmyndateiknara Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Veltutölur bókaútgefenda frá Hagstofu Íslands sýna nú vöxt milli ára í janúar og febrúar í fyrsta sinn í mörg ár. Nemur veltuaukningin 7,41% frá sama tíma í fyrra en eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur tekjusamdráttur í bókaútgáfu und- anfarinn áratug verið nærri 40%. Stefán Hjör- leifsson, lands- stjóri hljóðbóka- fyrirtækisins Storytel á Íslandi, segir að ástæðan fyrir þessari veltuaukningu sé fyrst og fremst rafrænar áskrift- artekjur sem koma núna inn í fyrsta sinn. „Ef tekjur Storytel eru tekn- ar frá þá væri um að ræða áframhald- andi verulegan samdrátt þótt vissulega standi vonir okkar til að með endur- greiðslulögunum nái bransinn að rétta úr sér.“ Stefán segir jafnframt að þetta sé sama þróun og átti sér stað í Svíþjóð; þrátt fyrir 6% samdrátt í prentuðum bókum þar í landi óx markaðurinn heilt yfir um 5% árið 2018. Heiðar Ingi Svansson, formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda, kveðst fagna þessum umskiptum í veltu bóka- útgefenda: „Hljóðbækur eru vonandi að ná til fleira fólks og út fyrir þennan hefðbundna ramma sem bókaútgáfa hef- ur gert. Við þurfum líka að efla lestur og vonandi er þetta spírall; að aukin notkun hljóðbóka veki líka áhuga á bókmenntum almennt.“ Vöxtur í bókaút- gáfu á ný  Veltuaukning vegna aukinnar hljóðbókasölu Aukin velta í bókaútgáfu » Velta bóka- útgefenda hefur aukist sem nem- ur 7,41% fyrstu tvo mánuði árs- ins. » Aukningin er rakin til raf- rænna áskriftar- tekna Storytel. MLoks viðsnúningur í bókaútgáfu »4  Hjónin Dýrleif Hallgríms og Gunnar Ólafsson eru þau fimmtu hérlendis til að fagna gimsteina- brúðkaupi en þau hafa í dag verið gift í 75 ár. „Okkur líður vel, við höfum það fínt og það getur ekki verið betra,“ segir Dýrleif sem er 96 ára en eig- inmaður hennar er árinu eldri. Hann hætti að keyra fyrir rúmu ári. „Það var náttúrlega heilmikið áfall. Ég sagði nú samt við hann að hann ætti bara að vera sæll að hafa ekki valdið neinum óhöppum,“ seg- ir Dýrleif en þau hjónin eru svo lán- söm að eiga fjögur börn, öll nálægt sjötugu, sem geta skroppið fyrir foreldrana sem eru, að sögn Dýr- leifar, „víst komin á aldur“. »4 Gleðjast yfir gim- steinabrúðkaupi Ást Hjónin á 70 ára brúðkaupsafmælinu.  Íslenska fyrir- tækið Aha stend- ur framarlega meðal jafningja á heimsvísu þegar kemur að því að koma vörum til viðskiptavina með fljúgandi drónum. Að senda vörur sem viðskiptavinur kaupir á netinu með dróna getur bæði stytt afhendingartíma og dregið úr sendingarkostnaði. Mögulegt er að þekking Aha á sviðinu verði að útflutningsvöru. Leit að fjárfestum stendur yfir. »12 Vilja selja þekkingu á drónatækni erlendis Drónar eru til margs nýtir.  Ef allt gengur eftir áætlun verð- ur nýr Herjólfur afhentur nýjum eiganda, Vegagerðinni, í Póllandi næsta sunnudag. Hann kemur þá til hafnar í Vestmannaeyjum hinn 15. júní. Þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., í samtali við Morgunblaðið. „Við gerum ráð fyrir að vera um sex sólarhringa á leiðinni. Það er stefnt að því að sigla honum inn til Vestmannaeyja laugardaginn 15. júní,“ segir Guðbjartur. Aðspurður segir hann að viðbúið sé að nokkurt húllumhæ verði við komu ferj- unnar. „Það er háttur Vestmanna- eyinga.“ Herjólfur til Heima- eyjar hinn 15. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.