Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Mílanó Flugsæti y Beint flug í allt sumar og í haust Flug frá kr. 49.900 Ámann báðar leiðir m/tösku og handfarangri Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta eru bæði frábærar fréttir fyrir okkur og fyrir bókaútgáfuna í heild sinni. Það er fagnaðarefni að við sjáum vöxt eftir samdráttarár,“ segir Stefán Hjörleifsson, lands- stjóri hljóðbókafyrirtækisins Story- tel á Íslandi. Veltutölur bókaútgefenda frá Hagstofu Íslands sýna nú vöxt milli ára í janúar og febrúar í fyrsta sinn í mörg ár. Nemur veltuaukningin 7,41% frá sama tíma í fyrra en eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur tekjusamdráttur í bókaútgáfu undanfarinn áratug verið nærri 40%. Koma í veg fyrir samdrátt Stefán segir í samtali við Morg- unblaðið að ástæðan fyrir þessari veltuaukningu sé fyrst og fremst rafrænar áskriftartekjur sem koma núna inn í fyrsta sinn. „Ef tekjur Storytel eru teknar frá þá væri um að ræða áframhaldandi verulegan samdrátt þó vissulega standi vonir okkar til að með endurgreiðslulög- unum nái bransinn að rétta úr sér. Fyrstu tekjur Storytel á Íslandi urðu til í byrjun mars 2018 og það verður því fróðlegt að sjá hverju fram vindur. Það eru ekki komnar tölur fyrir mars og apríl hjá Hag- stofunni en þekkjandi okkar tölur þá tel ég öruggt að þessi vöxtur muni halda áfram. Það ber vita- skuld að hafa í huga að okkar tekjur eru miklu jafnari en tekjur almennt í bókabransanum þar sem mesta salan er fyrir jólin. Við skul- um því spyrja að leikslokum hver vöxturinn verður í lok ársins.“ Nýjar tekur í bókahagkerfið Stefán segir að eitt það ánægju- legasta við þessa þróun sé að yfir 20% viðskiptavina Storytel séu nýir lesendur, þ.e. þeir sem ekki lásu bækur áður en þeir hófu að greiða fyrir áskrift hjá Storytel. „Hér er því um að ræða nýjar tekjur sem skila sér beint í bókahagkerfið okk- ar, rétthöfum og öðrum sem starfa í greininni til aukinna hagsbóta. Það er líka áhugavert að sam- kvæmt könnunum lesa um 80% við- skiptavina Storytel einnig hefð- bundnar bækur.“ Storytel hefur náð talsverðri markaðshlutdeild á íslenskum bókamarkaði. Stefán bendir á að þróunin hér sé svipuð og annars staðar. „Þetta er sama þróun og hefur átt sér stað í Svíþjóð þar sem Storytel opnaði fyrst en þróunin þar hefur þó tekið lengri tíma. Þrátt fyrir 6% samdrátt í prent- uðum bókum þar í landi óx mark- aðurinn heilt yfir um 5% árið 2018.“ Ná til nýrra bókaunnenda Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, kveðst fagna þessum viðsnúningi í veltu bókaútgefenda. „Ég hef ekk- ert nema jákvætt um þetta að segja, þó ég hafi auðvitað ekki séð þessar tölur sundurliðaðar. Hljóð- bækur eru vonandi að ná til fleira fólks og út fyrir þennan hefð- bundna ramma sem bókaútgáfa hefur gert. Við þurfum líka að efla lestur og vonandi er þetta spírall; að aukin notkun hljóðbóka veki líka áhuga á bókmenntum almennt. Fjölgun þeirra sem njóta bók- mennta í hvaða formi sem er er af hinu góða. Ég fagna þessu.“ Loks viðsnúningur í bókaútgáfu  Tölur Hagstofunnar sýna vöxt í veltu bókaútgefenda í byrjun ársins  Samdráttur um árabil en rafrænar áskriftartekjur Storytel hafa aukið veltuna  Hljóðbækur ná til nýrra bókaunnenda Velta íslenskrar bókaútgáfu 2008-2019 Milljónir kr. samtals í janúar og febrúar 7,4% aukning 2018-2019 550 450 350 250 150 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild: Hagstofa Íslands 502 387 452 345 350 376Stefán Hjörleifsson Heiðar Ingi Svansson Notendur Storytel geta nú valið úr á annað hundrað þúsund titlum en innan tíðar mun þeim fjölga umtalsvert og fara yfir 200 þúsund. „Við höfum verið með bækur á íslensku og ensku og bættum nýlega við bókum á norsku. Svo munum við bæta við stórum pakka af sænskum og dönskum bókum í júní,“ segir Stefán. Hann segir að nýlega hafi verið gengið frá samningi við Forlagið, stærsta bókaútgef- anda landsins, og nú séu bæk- ur þess í boði hjá Storytel. Þar með er hægt að nálgast hljóðbókarútgáfur af bókum vinsælustu rithöfunda landsins, svo sem Arnaldar Indriðasonar, Yrsu Sigurðardóttur, Ragnars Jónassonar og Hallgríms Helgasonar. Þá geta nú mun fleiri nýtt sér Storytel-appið en áður eftir að það varð aðgengilegt í bandarískri og breskri útgáfu Appstore. Yfir 200 þúsund titlar STORYTEL STÆKKAR Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Það eru ekki allir svo heppnir að fá að fagna gimsteinabrúðkaupi en fimmta dæmið um slíkt hérlendis bætist í sögubækurnar í dag. Það eru þau Dýrleif Hallgríms og Gunnar Ólafsson sem fagna slíku af- mæli. Þau gengu í hjónaband á Þingeyri hinn 3. júní 1944 og hafa því verið gift í 75 ár. Þá var hann 22 ára og hún árinu yngri og eru þau því 96 og 97 ára gömul í dag. Dýrleif segir að þeim hjónum líði prýðilega. „Okkur líður vel, við höf- um það fínt og það getur ekki verið betra. Við getum ekki ætlast til ann- ars eða beðið um meira en þetta.“ Hjónin búa nú í Hæðargarði og hafa gert um þó nokkurn tíma. Gunnar hætti að keyra fyrir ári. „Minn maður losaði sig við bílinn fyrir rúmu ári og það var náttúrlega heilmikið áfall. Ég sagði nú samt við hann að hann ætti bara að vera sæll að hafa ekki valdið neinum óhöpp- um. Að hafa heilsu til þess að geta keyrt svona lengi finnst mér bara frábært,“ segir Dýrleif. „Krakkarnir“ um sjötugt Hjónin eiga fjögur börn. „Þetta er náttúrlega allt komið yfir sjötugt nema sú yngsta varð bara sextug nýlega,“ segir Dýrleif og bætir því við að „krakkarnir“ séu duglegir að sendast fyrir foreldra sína. Dýrleif skellir upp úr þegar hún er spurð hversu marga afkomendur þau hjónin eigi. „Ég hef ekki talið þau saman. Þau eru bara öll til og allt í lagi. Við erum bara sæl með það sem við höf- um.“ Dýrleif og Gunnar ætla að fagna tímamótunum með því að bjóða börnum sínum í Hæðagarðinn. „Ég ætla að baka pönnukökur, það er ekkert öðruvísi.“ Morgunblaðið tók viðtal við hjón- in fyrir fimm árum, á 70 ára brúð- kaupsafmælinu. Þá sagði Dýrleif um lykilinn að löngu og góðu hjónabandi: „Númer eitt, tvö og þrjú er að vera góð hvort við annað. Leggja það sko ekkert undir koddann.“ Hjónin kynntust á Þingeyri en Dýrleif er þaðan. Gunnar er aftur á móti frá Akranesi. Hann stundaði lengi sjómennsku en eftir að hann hætti því settu hjónin upp síldar- söltun í Mjóafirði. „Ég er ekki að segja að við hlökk- um til næstu ára, það er annað mál en þetta er bara allt í lagi,“ segir Dýrleif að lokum. Morgunblaðið/Eggert Gimsteinabrúðkaup Hjónin bjuggu í Borgarnesi í 18 ár en fluttu á Dunhaga í Reykjavík árið 1962. Fagna 75 ára hjónabandi  Einungis fimm dæmi um slíkt hérlendis  Gunnar hætti að keyra á tíræðisaldri  Hafa ekki tölu á afkomendunum Hannes Hlífar Stefánsson stórmeist- ari varð Íslandsmeistari í skák í þrett- ánda sinn á laugardag. Hann hefur hampað titlinum oftast allra. Opna Íslands- mótinu lauk á laugardag en mót- ið stóð í átta daga. Síðasti keppnis- dagur var þrung- inn spennu en fyr- ir síðustu umferðina á laug- ardag voru jafnir og efstir hollenski stórmeistarinn Iv- an Sokolov og stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson. Héðinn stóð því best að vígi í baráttunni um Íslandsmeist- aratitilinn fyrir seinustu umferð. Hann náði þó ekki að halda forystunni út keppni því hann laut í lægra haldi fyrir sænska stórmeistaranum Tiger Hillarp Persson í síðustu umferð, og skaust þá Hannes Hlífar fram úr Héðni með sigri á Jóni Viktori Gunn- arssyni. Sokolov vann hins vegar mótið með sjö og hálfan vinning en Hannes end- aði með sjö vinninga. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Lenka Ptacnikova og í flokki ung- menna, 22 ára og yngri, varð Vignir Vatnar Stefánsson Íslandsmeistari. Hannes Íslandsmeist- ari í þrettánda sinn Hannes Hlífar Stefánsson  Stal titlinum af Héðni á síðasta degi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.