Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Litahlaup The Color Run fór fram í fimmta skipti hér á laugardag í blíðskaparveðri. Litasprengjur skullu á þátttakendum sem höfðu gaman af og báru þess áreiðanlega merki alla helgina. Hari Stjórnmálin og sam- félagið eru að breytast. Ekki er víst að breyt- ingarnar séu allar til góðs. Þótt sumir telji hin nýju stjórnmál tím- anna tákn og álykti að nútíminn sé alltaf betri en allt annað getur ver- ið gagnlegt að setja hlutina í sögulegt sam- hengi. Það má t.d. velta fyrir sér hvernig mál hefðu þróast ef mikilsverðir atburðir fortíðar hefðu átt sér stað nú á dög- um. Hér á eftir birtist tilgáta um hvernig þorskastríðin gætu hafa þróast hefðu þau átt sér stað í sam- tímanum. Nöfnum stofnana og ann- arra samtaka hefur verið breytt til nútímalegra horfs (að Landhelgis- gæslunni undanskilinni). Atburða- rásin hefur auk þess verið aðlöguð að tíðarandanum. Forsendurnar Breskir togarar gerast sífellt ásælnari við veiðar undan ströndum Íslands eftir að fiskveiðiskip sunnar úr Evrópu juku veiðar við Bretland. Varðskip Íslendinga sigla um land- helgina og tilkynna breskum skip- stjórum að þeir séu að veiða í heim- ildarleysi. Skipverjar á breskum togurum taka þó lítið mark á aðvör- unum enda varðskipin óvopnuð. Sú hefur verið raunin um nokkurt skeið. Danir buðust til að uppfæra vopn Landhelgisgæslunnar með því að gefa henni antíkbyssur (árgerð 1898) en þeim var skilað eftir átak í fréttum og á samfélagsmiðlum undir yfirskriftinni „Gamlar byssur eru líka byssur“. Ráðherrar og flokkar þeirra lýsa því yfir með afdráttarlausum hætti að slík ásælni verði ekki liðin. Land- helgisgæslan leitast við að bregðast við veiðum Bretanna og kynnir til sögunnar nýtt heima- tilbúið vopn. Fyrst þarf þó samþykki ráðuneyt- isins fyrir beitingu þess. Grípum niður í ímyndað svarbréf ráðuneytisins við þeirri málaleitan: Svar ráðuneytisins „Réttarfars- og mannúðarráðuneytið hefur móttekið erindi Landhelgisgæslunnar, dagsett hinn 7. síðasta mánaðar, þar sem þér æskið þess að veitt verði heimild fyr- ir notkun tækjabúnaðar sem í erind- inu er nefndur „togvíraklippur“ og á öðrum stöðum í sama erindi „klipp- urnar“. Athugun ráðuneytisins hefur leitt í ljós að hvergi er að finna heimildir fyrir notkun slíks búnaðar né nokk- ur dæmi þess að búnaður sem þessi hafi verið skráður sem tæki til notk- unar á verksviði stofnunar yðar. Þá er ekki að sjá að nokkur dæmi séu skráð um notkun slíks búnaðar hér á landi eða erlendis. Ekki er annað að skilja á erindi yðar en að tilraunaprófanir þær sem vísað er til séu prófanir sem fram hafi farið innan Landhelgisgæsl- unnar. Ljóst er að við leyfisveitingu er ekki hægt að styðjast við tilraunir sem gerðar eru af sama aðila og hyggst nýta búnaðinn. Prófanir skulu framkvæmdar af óháðum fag- aðilum með vottun á því sviði sem um ræðir og með heimild til að gefa út tækar rannsóknarniðurstöður. Þá er athygli stofnunarinnar vak- in á því að búnaður eins og sá sem lýst er í erindi yðar þarf að hljóta CE-vottun áður en honum er beitt. Telji stofnunin brýnt að hljóta slíka vottun getur viðeigandi ráðuneyti farið fram á flýtimeðferð og má þá vænta vottunar innan þriggja til fimm ára, verði hún veitt. Athygli er þó vakin á því að slík vottun tryggir ekki heimild fyrir notkun búnaðarins í þeim tilgangi sem lýst er í erindi yðar. Við það mat þarf að líta til ýmissa áhrifaþátta …“ Áhrifaþættirnir Segjum þetta gott af svari ráðu- neytisins en hvað með áhrifin sem vísað var til? Jú, ekki líður á löngu áður en fram kemur að ráðuneytið hafi bent á að troll bresku togaranna séu gerð úr plastefnum. Yrði klippt á togvírana myndi það auka á plastmengun í haf- inu. Auk þess væri hætta á að fiskar og jafnvel hvalir myndu flækjast í hinum lausu netum. Einnig er tals- vert fjallað um að slík aðgerð feli í raun í sér brottkast og um leið mat- arsóun. Betra væri að trollin og fisk- urinn skiluðu sér til hafnar í Hull eða Grimsby. Fréttir og samfélagsmiðlar Fljótlega birtast fréttir með mynd af klippunum þar sem fram kemur að fyrrverandi forstjóri Landhelg- isgæslunnar hafi átt hugmyndina að búnaðinum. Virkir á samfélagsmiðlum taka við sér. Rithöfundur með athyglisþörf og pólitískan metnað deilir mynd af klippunum á facebook og skrifar við: „Þetta er gamla akkerið af trillunni hans afa. Hann henti því af því það var of lítið.“ Tístarar láta ekki sitt eftir liggja. Á þeim vettvangi kepp- ast menn við að vera sniðugri en aðr- ir eins og fjallað er um í frétt Vísis undir fyrirsögninni „Twitter logar – Sjáið lausnir tístara fyrir Gæsluna“. Skemmtilegastur þykir tístari úr Vesturbæ Reykjavíkur sem sýnir mynd af sundblöðkum, flothring í formi guls andarunga og bleikum barnaskærum með athugasemdinni: „Nýjasta hugmynd forstj. Landhg. að lausn landh.deilunnar #is- lenskisjoherinn“. Öllu þessu eru gerð góð skil í spjallþætti á RÚV þar sem vinir drekka saman kaffi og veltast um af hlátri yfir umræðu um landa sína sem telji að þeir séu mikils megn- ugir og ætli í slag við alþjóða- samfélagið með heimatilbúinn „mini- sjóplóg“ að vopni. Pólitísk umræða Samhreyfingin og systurflokkar hennar nýta hvert tækifæri til að út- skýra að eina raunhæfa lausnin á málinu sé að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu enda fáum við þá „sæti við borðið“ og ESB muni beita sér fyrir því að fiskveiðum verði stjórnað til að tryggja sameiginlega hagsmuni. Bara það að sækja um muni strax styrkja stöðu okkar. Með því sýnum við nefnilega vilja til sam- starfs og Evrópuþjóðir muni þá strax leitast við að stuðla að niður- stöðu sem henti Íslandi og öllum ríkjum sambandsins. Sumir halda því fram að veiðar Breta við Ísland skipti í raun engu máli enda sé nóg af fiskum í sjónum. Aðrir benda á að lausnin felist í til- lögu um að Alþingi samþykki fyrir- vara þess efnis að Bretar skuli ekki auka veiðar sínar innan 50 mílna frá því sem nú er nema að undangeng- inni umfjöllun Alþingis. Þeir sem efast um þessa leið eru spurðir hvort þeir treysti ekki Alþingi. Þjóðernispoppúlisminn Þeir eru þó ófáir sem telja að krafa Íslendinga um yfirráð yfir fiskveiðum í allt að 200 mílur frá landinu feli í sér þjóðernislega frekju og sé til marks um einangr- unarhyggju og poppúlisma. „Af hverju eigum við einir rétt á hafinu í kringum landið“ spyrja þeir. „Er ekki náttúra heimsins sameign okk- ar allra?“ Því er svo bætt við að alda- löng hefð sé fyrir veiðum Breta og annarra þjóða við Ísland. Landhelg- istalið sé bara dæmi um úreltar hug- myndir um að þjóðir einangri sig frá öðrum þótt sú hafi aldrei verið raun- in. Sérstaklega er varað við því að leita liðsinnis Bandaríkjanna (þar er Trump) eða Rússlands (þar er Pút- ín). Málið þurfi að leysa í samvinnu við nánustu samstarfsþjóðir okkar og treysta á að þær beiti sér fyrir ásættanlegri niðurstöðu. Lítil viðbrögð berast frá Norður- löndum en þá er bent á að innan Evrópuráðsins starfi nefnd sem henti mjög vel til að fjalla um svona mál. Íslendingar geti sent erindi til nefndarinnar og leitað eftir umræðu á þeim vettvangi. Mjög er þó varað við því að beita hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna enda gætu önnur lönd tekið því illa og við þann- ig sett þátttöku okkar í sáttmálanum í uppnám. Alþjóðasamstarfið og kalt mat Ýmsir verða svo til að benda á að lausnin felist í alþjóðlegu samstarfi um umhverfisvernd. Best sé að þjóð- ir heims, undir forystu Evrópusam- starfsins, taki sig saman um að draga úr fiskveiðum til að vernda líf- ríki sjávar og setja hömlur á sigl- ingar fiskveiðiskipa. Þannig megi draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Þannig væru einnig settar hömlur á að skip sigldu of langt frá landi. Fyrir vikið þyrfti Landhelg- isgæslan ekki að sigla um allar triss- ur og með því myndi kolefnisspor stofnunarinnar minnka verulega. Ráðherrar ákveða að fara fyrir- varaleiðina og sannfæra sitt lið um að þannig sé málið leyst. Með þeim hætti fáist fagleg niðurstaða og óþarfi sé að hafa áhyggjur af illa upplýstum flokksstofnunum og kjós- endum. Nútímaleg nálgun hefur leyst málin án þess að menn láti „hugmyndir sem einu sinni þóttu góðar“ trufla sig. Eftir Sigmund Dav- íð Gunnlaugsson »Hér á eftir birtist tilgáta um hvernig þorskastríðin gætu hafa þróast hefðu þau átt sér stað í samtímanum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Miðflokksins. Hvað ef þorskastríðin hæfust núna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.